Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 3
BIFREIDAEIGENDUR
„NÝIR VENDIR SÓPA BEZT"
Nú höfum vér opnað bifreiðatryggingadeild í hin-
um nýju húsakynnum að Laugavegi 178. Væntan-
legir viðskiptavinir góðfúslega hafið samband við
skrifstofu vora fyrir janúarlok.
TRYGGING h.f.
0
Laugavegi 178. Símar: 15434 og 16434.
Verkamenn
óskast til byggingarvinnu við Hallveigarstaði við
Garðastræti.
Upplýsingar hjá verkstjóranum á vinnustað.
Verklegar framkvæmdir h.f.
Rafveita Hafnarfjarðár
Orðsending
Viðskiptamenn rafveitu Hafnarfjarðar eru vin-
( samlega beðnir að athuga, að frá síðastliðnum ára-
móium að telja skiptir rafveitan ekki sameiginleg-
um rafmagnsreikningum.
í þeim tilfellum þar sem tveir eða fleiri notendur
eru um einn mæli, verða aðilar að koma sér sam-
j an um skiptingu sjálfir eftir að reikningur hefur
/ verið greiddur.
Nauðsynlegt er að aðilar af sameiginlegri raforku-
notkun ákveði hver þeirra standi ábyrgur gagn-
vart rafveitunni og tilkynni það til skrifstofunnar
sem allra fyrst.
Ekki verður tekið á móti greiðslum inn á sameig-
inlega rafmagnsreikninga.
4. janúar 1963.
Rafveita Hafnarfjarðar
Auglýsing
til Kópavogsbúa frá Bæjarsíma Reykjavíkur
Þeir, sem eiga óafgreiddar síinapantanir í Kópa-
vogi, eru beðnir að endurnýja þær fyrir 20. janúar
1963, vegna undirbúnings nýrrar símaskrár.
Pantanir, sem ekki verða endurnýjaðar fyrir þann
tíma, verða skoðaðar sem úr gildi fallnar.
Reykjavík, 5. janúar 1963,
Bæjarsími Reykjavíkur
Sendisveínn óskast
Vinnutími frá kl. 1—6
RITSTJÓRN TÍMANS
Sími 18300.
Kína og Pakistan
gera sölusamning
NTB-Karachi, 5. janúar.
Kínverjar hafa samþykkt,
að flytja til Pakistan ýmsar
vörutegundir á þessu ári, og
var frá þessu skýrt um leið og
5TÉF
•ngjs *i jv piEqxuBij
eru þar innifaldar greiðslur til
Stefs. TaliS er að greiðslur til
Stefs á þessum heildarreikningi
nemi tveim þriðju af upphæðinni.
Stef fær 1.75% af nettótekjum
kvifemyndahúsa. Upphæðin nam
alls 80 þúsundum af öllu landinu
áður en prósentalan var hækkuð
fyrir tveimur árum. Eftir hækk-
unina, árið 1960 greiddi eitt kvik-
myndahús í Reykjavík 38 þúsund
krónur til Stefs. Siðan hefur miða-
verð hækkað. Hér í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði eru ell-
efu kvikmyndahús. Engin heildar-
tala er til hjá félagi kvikmynda-
húsaeigenda um greiðslur til
Stefs, þar sem kvikmyndahúsin
greiða gjöld sín sitt í hverju lagi,
en samkvæmt þessum upplýsing-
um munu kvikmyndahús greiða
hátt í hálfa milljón árlega til
Stefs.
Þá heimtir Stef gjöld af fleiri
aðilum.
Vestfjarðakirkjur
Framhald af 16. síðu
komst hann svo að orði m.a.,
að hér væri gefið í samræmi
við þá gömlu reglu, að guðs-
húsi sæmdi aðeins hið
bezta, sem unnt væri að fá.
TF-Flateyri, 5. jan.
Flaceyrarkirkju barst góð
gjöf nu um hátíðirnar. Lára
Friðriksdóttir hjúkrunar-
kona gaf Flateyrarkirkju
Neon-ljóskross til minning-
ar um foreldra sína, Elísa-
betu Andrésdóttur og Frið-
rik B.jarnason og Mikkalínu
Jónsdóttur, sem Lára ólst
upp hjá.
Icecan fiytur. ..
Framhald af tfa. síðu
samband við fleiri stöðvar á Græn
landi, Syðri-Straumfjörð og Thule
og allar götur til Labrador, en það
er í gegnum kerfi, sem bandaríski
herinn rekur
Þótt öll samtöl íslenzku flugum-
ferðastjórana við starfsbræðurna
vestan hafs fari nú fram eftir Ice-
can, hefur síminn ekki verið tek-
inn formlega í notkun og er hér
talið um prófanir að ræða. Sam-
göngumálaráðherra Kanada mun
afhenda forseta ICAO. Alþjóða-1
flugmálastofnunarinnar, talrásirn-
ar formlega 1 lok þessa mánaðar.
83 þúsund bindi
Framhald af 16. síðu
barnaskólum landsins, og eru
mjög vel sóttar.
Skipadcildin sér um bókaútlán
í togara, sem fer þannig fram, að
í einn túr fær togari bókakassa
með 40 bókum, og tekur útgerðin
venjulega ábyrgð á bókunum.
Aðspurð sagði frú Herborg
Gestsdóttir, einn af bókavörðum
safnsins, að ekki væri hægt að
kvarta yfir óskilum og skemmd-
um á bókum, þó þess gætti alltaf
eithvað, og yfirleitt færi meðferð
á bókum batnandi. Útlónatími hef-
ur nú verið lengdur í 20 daga, og
ntá fá þrjár bækur í hvert sinn.
viðskiptasamningur milli land
anna var undirritaður. Þá hafa
stjórnir K(na og Pakistan einn
ig undirritað landamærasamn-
ing millí landanna, og segir
stjórnin í Peking, að hún voni,
að samningur þessi geti orðið
til þess að auka á vinsamlega
samvinnu milli Kínverja og
Pakisfana.
Samkvæmt viðskiptasamningi
landanna munu Kínverjar flytja til
Pakistan, málma, stárvörur, sem-
er.t, vélar, ýmis hráefní og kemísk-
ar vörur, auk þess sem þeir flytja
þangað kornvörur. Samningurinn
vai undirritaður í dag.
f tilkynningu um samningsgerð-
ina segir, að Pakistan muni aðal-
lega flytja til Kína bómull, leir,
elíur og íþróttaútbúnað.
Ekki hefur neitt verið á það'
minnzt, hversu lengi samningur
þessi verði i gildi, en er honum
ætlað að nuðvelda frekari gerð
viðskiptasamninga milli landanna,
Dregið í Sjálfsbjörg
Dregið vir í happdrætti Sjálfs-
bjargar 24. desember. Kom vinn-
ingurinn, Ford-Consul bíll, upp á
nr. 13456. Handhafi miðans getur
vitjað vinningsins til skrifstofu
Sjálfsbjargar.
MB-Reykjavík, 5. janúar.
Eins og kunnugt er, er Patreks-
Lendingarleyfi SAS
Framhald af 1. síðu.
arskipan flugvallar í Reykjavík.
Og það liggur í augum uppi, að
fólk í Reykjavík og Kópavogi, sem
verður fyrir mestu ónæðinu, horf-
ir með kvíða til þess að umferðin
eigi eftir að aukast og vélarnar að
stækka og þyngjast. Eins og nú
er ástatt þykir þe'm Kópavogs-
buum, sem eiga hús sín í flugtaks-
lir.u alveg nóg um hávaðann og |
hvað fara þarf lágt y fir. Hús þeirra
notra oft á dag sem nóttu, er
þunghlaðnar vélar skríða yfir
þökum.
Segularmbönd
Framhald at l síðu.
lýst siðan. Annað hefðu
heilbrigðisyfirvöldin ekki
gert i þessu máli og myndu
að öllum líkindum ekki
gera.
Umrædd segularmbönd
eru bó sögð renna vel út,
þótt þau séu ekki auglýst á
sama hátt og aðrar vörur.
Síðasta sending af þeim er
uppsetd, en von er á nýrri
eftir rniðjan mánuðinn, —
Verð þeirra ér sagt vera
350 -175 krónur, og er ekki
að eia að sala þeirra er á-
batasamt fyrirtæki.
og er samningurinn sá fyrsti sinn-
ar tegundar, sem gerður er milli
Kína og Pakistan.
44 skip - 26.650 tunnur
Reykjavík, 4. jan.
Reitingsafli var á síldveiðun-
um í nótt. Fengu 44 skip þá um
26.650 tunnur. Átta skip fengu
um 5 þúsund tunnur við Vest-
mannaeyjar, þrjú skip 1400 tunn-
ur suðvestur af Eldey, 30 skip um
18.500 tunnur í Miðnessjó bg 4
skip um 1500 tunnur í Jökulsjó.
Veður á síldarmiðunum var slæmt
framan af degi í gær, en fór
batnandi með kvöldinu, og í nótt
var komið gott veiðiveður. Síldin
er dálítið blönduð, en talvert af
henni fer í frystingu og nokkuð í
togarann Skúla Magnússon, sem
lestar síld í dag til útflutnings.
100.000 kr. að gjöf
ÞJ-Húsavík, 4. jan.
—f tilefni þess að Landsbanki ís-
lands opnar útibú hér á Húsavík
á morgun, laugardag, hefur bank-
inn gefið áhaldasjóði sjúkrahúss
Húsavíkur rausnarlega gjöf, eitt
hundrað þúsund krónur. Eru
menn hér mjög þakklátir fyrir
þessa gjöf, sem vissulega kemur
í góðar þarfir.
fjarðai'höfn hvergi nærri fullgerð
og er að því mikill bagi, því á
Patreksfirði búa nú um þúsund
manns og skipakomur innlendra
og erlendra skipa eru þar býsna
tíðar. Höfnin þar er þannig gerð,
að grafin vai renna gegn um mal
arkamb inn í lón, sem síðan hef
ur verið dýpkað. Hefur verið unn-
ið að þessu smám saman, t. d.
var í sumar allmikið grafig og
lennan hremsuð.
Talsvert mikið hefur verið um
skemmdir á skipum í Patreksfjarð-
arhöfn. Es]a og Hekla hafa
skemmt og eyðilagt skrúfur og
brotið stýri, einnig hafa fossarn-
ir orðið þar fyrir óhöppum, síðast
nú i desember dældaði Gullfoss
7 bolplötur er hann var að sigla
út úr höfninni og varð að bíða
flóðs til þsss sð komast út. Er
óánægja, bæði meðal sjómanna og
staðarbúa yfir bví, að ekki skuli
' era fullgerð þarna góð höfn.
Þá eru Patreksfjarðarbúar nú ó-
ánægðir með ferðir Ríkisskipa til
staðarins. Nú um daginn, þegar
Hekla var á ferðinni vestur, kom
skipið ekki íil Patreksfjaríar, held
ur varð að flytja farþega þaðan
til Tálknafjarðar, að sögn
fréttaritara blaðsins. Var of há-
uro hafnargjöldum borið við að
sögn hans.
Vonandi er að höfnin verði
senn gerð trygg fyrir öll skip, svo
þetta stóra pláss verði ekki af-
skipt með samgöngur.
Ófullgerö höfn
veldur úánægiu
T í M I N N, sunnudagurinn 6. janúar 1963.
3