Tíminn - 06.01.1963, Side 7

Tíminn - 06.01.1963, Side 7
— Wíminn — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.ióri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson F'ulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofui i Eddu- húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523 Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. /— Ekki villandi í ótíma I í hinni glöggu áramótagrein Eysteins Jónssonar, for- manns Framsóknarflokksins, var vikið allýtarlega að Efnahagsbandalagi Evrópu og afstöðu íslands til þess. E. J. sýndi fram á, að umræður þær, sem orðið hefðu á Alþingi, hefðu mjög skýrt afstöðu manna og flokka til þess. Framsóknarflokkurinn hefði lýst sig fylgjandi tolla- og viðskiptasamningi við EBE. Ríkisstjórnin teldi það aðra þeirra leiða, er kæmi til greina, en jafnframt reyndu þó ráðherrarnir og talsmenn stjórnarflokkanna að ó- frægja hana sem mest. Augljóst væri því, að stjórnar- flokkarnir væru fylgjandi aukaaðildarleiðinni, þótt þeir vildu ekki játa því beint fyrir kosningarnar. Þá vék Eysteinn Jónsson að því, að það væri mikil rauðsyn að bíða átekta í málinu. í fvrsta lagi væri það vegna þess, að enn gæti margt gerzt í samningum EBE við önnur lönd, er gæti haft áhrif á samningsstóðu okk- ar. í öðru lagi væri það vegna þess, að íslendingar sjálf- ir ættu að vera búnir að ákveða hvað þeir vildu áður en þeir tækju upp samninga við EBE. Um þetta atriði sagði Eysteinn Jónsson m. a.: „Ríkisstjórnin lætur flytja um þetta sjónarmiö kjána- legan skæting í blöðum sínum í stað raka. Og ráðherr- ar segja: Það á að tala og skýra málstað íslands. En vúð segjum: Hver er málstaður íslands? Er ekki mest um vert að vita, hvað á að segja? Er það málstaður íslands t. d., sem hvað eftir annað keinúr fram hjá viðskiptamálaráðherranum G.Þ.G., að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af því, þótt erlend- ir aðilar komi inn í fiskiðnaðinn. Er það málstaður íslands, þegar forsætisráðherrann á Alþingi telur það frekju að gera ráð fyrir gagnkvæmri niðurfellingu tolla okkar og bandalagsins? Eða er það málstaður íslands, sem við Framsóknar- menn höldum fram um þessi efni? Þetta eru aðeins dæmi um einstök þýðingarmikil at riði, en jafnvel þótt ekki séu fleiri dæmi tekin, þá sést svo ekki fer á milli mála, að þaö er ekki nóg að tala o.r tala. Höfuðatriðið er, að menn viti, hvað segja skal — hvað þjóðin vill láta segja og það sé sagt þegar við á. Eg endurtek um þetta, sem ég hef áður sagt: Það skiptir mestu að flytja málstað ísl^nds rétt á réttum tíma en fátt skaðlegra en flytja hann villandi í ótíma.“ Bjarni og Brynjólfur Bjarni Benediktsson reynir að láta Mbl. réttlæta það, c:ð ríkisstjórnin beitti sér fyrir því, að Brynjólfi Bjarna- syni yrðu veitt sérstök heiðursiaun á fjárlögum. Mbl. segir, að Brynjólfi sé veitt þessi laun sem fyrrv. ráðherra og alþingismanni. Um eftirlaun ráðherra og þingmanna gilda sérstök lög og Brynjólfur mun að sjálfsögðu njóta þeirra eftir- launa, er honum ber samkvæmt þeim. Launin á fjár- lögunum eru til viðbótar. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar njóta yfirleitt ekki viðbótareftirlauna eða heiðurslauna á fjárlögum. T. d bafa fyrrv. ráðherrar og þingmenn eins og Jónas Jóns- son, Pétur Ottesen, Bernhard Stefánsson, Jón á Reyni- stað, Jörundur Brynjólfsson og Jón Pálmason engin slík eftirlaun eða heiðurslaun á fjárlögum Ríkisstjórnin virðist telja Brynjólf hafa unnið betri og þjóðhollari störf en þessa menn með því að veita honum heiðurslaun, er þeir njóta ekki. Rétt er að geta þess að allir, eru þessir menn mu> eldri en Brynjólfur, sem er 64 ára og vinnur enn fv, siörf fyrir flokk sinn. Kemst á fylkjastjórn á Italíu? Á framgangi þess máls veltur samstarf Fanfanis og Nennis. Á ÞESSU ARI munu fara fram þingkosningar á ftalíu og þykir margt benda til, aS þær geti oröið hinar sögulegustu. Þær munu m. a. skera úr því, hvort Ítalía fær í fyrsta sinn vinstri sinnaða stjóm, en meiri líkur virðast nú fyrir því en lengi áður. Flokkaskipting er þannig á Ítalíu, að kristilegi flokkurinn er langstærstur, en talsvert vantar þó á, að hann hafi meiri hluta. Næst kemur svo komm- únistaflokkurinn o-g hinn vinstri sinnaði jafnaðarmanna- flokkur undir forystu Nennis, en þessir tveir flokkar höfðu lengi vel unnið saman. Auk þess eru svo margir smáflokk- ar eins og hægrisinnaði jafnað- armannaflokkurinn undir for- ustu Saragats, lýðveldisflokkur inn, sem er miðflokkur, frjáls- lyndi flokkurinn, sem er hægri flokkur, nýfasistaflokkurinn og flokkur kaþólskra. Kristilegi flokkurinn hefur haft stjórnarforustu síðan stríð inu lauk, en jafnan orðið að styðjast við aðra flokka. Innan hans hefur jafnan verið deilt um það, hvort heldur skyldi leita samstarfs til hægri eða vinstri. Lengstum hafa þeir ráð ið, sem heldur hafa kosið sam- vinnu til hægri, þótt það kosti stuðning nýfasista og konungs sinna. Þetta breyttist hins veg- ar ,þegar Fanfani varð forsæt- isráðherra fyrir nokkrum mán uðum en hann er fylgjandi sam vinnu til vinstri. Jafnhliða gerð ist sú breyting, að flokkur Nenn is fjarlægðist samsta-rf við ■kommúnista. Niðurstaðan varð því sú, að flokkur Nennis lof- aði að veita stjórn Fanfanis hlutleysi gegn því, að hún kæmi fram tveimur höfuðmálum. — Síðan hafa hafizt viðræður um víðtæka'ra samstarf þessara flokka eftir næstu kosningar. Ef það tækist, myndi flokkur Nennis taka þátt í ríkisstjórn inni, ásamt kristilega flokkn- um, hægri jafnaðarmönnum og lýðveldisflokknum. ÁÐUR en þessar fyrirætlan TRENTO' Amintore Fanfani ir takast, verða híns vegar að komast fram þau tvö mál, sem áður var samið um og koma áttu fram fyrir kosningarnar. Annað þeirra er þjóðnýting allra orkuvera á Ítalíu. Þetta mál hefur þingið þegar afgreitt. Hitt málið, sem enn meiri deil um veldur, verður tefeið fyrir nú eftir áramótin. Þetta mál snýst um það, að tekin verði upp sérstök fylkjaskipun á íta- líu, ekki ósvipuð þeirri, sem nú gildir í Bandaríkjunum og raun ar í Vestur-Þýzkalandi. í raun og veru er gert ráð fyrir þessu í stjórnarskránni frá 1947, en TRiEsre Fylkjaskipunin á Ítalíu samkvæmt henni er Ítalíu skipt í 19 fylki. Stjórnarskráin heim ilar að veita fylkjunum víð- tæka heimastjórn eða sjálf- stjóm, en það hefur aldrei kom ið til frámkvæmda að ráði. Á sínum tíma átti kristilegi flokk urinn frumkvæði að þessari til högun, en kommúnistar og flokkur Nennis beittu sér gegn henni. Síðan hefur þetta ger- breytzt. Ástæðan til þess að kristilegi flokkúrinn hefur frest að framkvæmdum í þessum efn um er sú, að hann hefur óttast, að kommúnistar og flokkur Nennis myndu ná meirihluta og mynda stjórn í sumum fylkjun um. ALLT bendir til, að miklar deilur muni verða í þinginu um það frv. stjórnarinnar að auka vald fylkjanna. Mótstað- an gegn frumvarpinu nær langt inn í kristilega flokkinn. And- stæðingar frv. segja, að með því sé verið að liða ítalíu í sundur og skapa skilyrði fyrir kommúnistíska óstjórn í ýms- um fylkjum. Fylgismenn frum- varpsins segja hins vegar, að þetta muni treysta lýðræðið, því að miklu fleiri verði nú virkir þátttakendur í stjórnarkerfinu en áður. Auk þess sé þetta væn legasta leiðin til þess að efla sjálfsbjargarviðleitni og fram- tak í þeim landshlutum, er mest hafi orðið útundan. Stjórn kommúnista þurfi ekki að ótt- ast, þar sem flokkur Nennis muni lofa því að vinna ekki með þeim, ef þessi breyting nær framgangi. Slikt loforð hafa Nennistar þó ekki gef ið formlega, en hins vegar hafa þeir boðið kristilega flokknum samninga um samstarf til fimrr ára bæði í ríkisstjórninni og Framhald á 13. síðu. J T í M I N N, sunnudagurinn 6. janúar 1963.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.