Tíminn - 06.01.1963, Qupperneq 9
V.
Nú eru eftir aðeins nokkrir
dagar af myndasýningu þeirri,
er staðið hefur yfir í Mokka-
kaffi við Skólavörðustíg síðan
fyrir jól, þar sem sýndar eru
myndir eftir Jón Gunnar Árna
son járnlistamann.
Þetta er fyrsta sérsýning
Jóns Gunnars, og hefði hún
gjarna mátt vera í rýmri húsa-
kynnum, og þá meiri að vöxt-
um til að gefa betri hugmynd
um myndlist hans. Það er ekki
vonum fyrr, að halda sérsýn-
ingu á myndum Jóns Gunnars,
því að svo vill til, að siðustu
tvö árin hafa verk hans verið
svo að segja óslitið á sýning-
um á meginlandi Evrópu. Ég
hitti Jón Gunnar að málj nú í
vikunni og bað hann að segja
mér frá ferðalagi verka hans
út um lönd, en sjálfur hefði
hann ekki haft fyrir því að
halda sérstaka myndasýningu
að heitið gæti hér heima. Hann
var t.d. eini íslendingurinn,
sem tók þátt í alþjó.ðlegu sýn-
ingunni, sem rekja skyldi sögu
hreyfingar í myndlist um 50
ára skeið. „Rörelse i konsten".
Hún var haldin í þrem löndum
árlangt 1961.
— Hverjir voru helztu félag-
ar þínir á „hreyfingar“-sýn-
ingunni?
— Mér finnst heldur hlálegt
að nefna mig í sambandi við
þá helztu, sem tóku þátt í
þessari sýningu, þótt ekki hafi
þeir enn fundið náð fyrir aug-
um allra þeirra, sem myndlist
þykjast unna. Samt hafa flestir
hinna eldri á þessari sýningu
fengið þá viðurkenningu, sem
varla verður af þeim tekin.
Þátttakendur í þessari ein-
stæðu og rúmfreku sýningu
voru milli 60 til 70 frá fjö]-
mörgum löndum. Fyrstan skal
frægan telja Marcel Duchámp
hinn franska, sem lengi hefur
átt heima í Bandaríkjunum,
og er orðinn ríkisborgari þar.
Táknmynd sýningarinnar er
myndin „Hjólið“ eftir hann.
Þetta var einmitt ein fyrsta
svonefnda „ready-made“ mynd,
sem gerð var, samsett úr hlut-
um, sem gerðir höfðu verið áð
ur. Listamaðurinn tók annað
hjólið af reiðhjóli, lét gaffal-
inn fylgja og festi hann ofan
á eldhússtólkoll. Þessi mynd
eftir Duchamp stóð við inn-
göngudyrnar á sýningunni og
beið eftir því að gestir settu
hana í gang, það er að segja:
sneru hjólinu. Og þetta sama
stóð sýningargestum til boða
að gera við fjölmargar myndir
á sýningunni, láta þær hreyf-
ast eða jafnvel breyta þeim
eftir eigin höfði. Af þessum
sökum hafa orðið svo mikil af-
föll á sýningunni, verk gengið
úr sér eða jafnvel eyðilögð
þegar hundruð þúsunda manna
höfðu handleikið og skekið þau
til, að sýningin var ekki hald-
in nema á þrem stöðum. Hún
hófst í Hollandi; þar næst var
hún í Stokkhólmi og stóð þar
lengst yfir, nærri 4 mánuði,
frá 17. maí til 3. september,
og loks var hún i Louisiana-
safninu f Humlebæk í Dan
mörku. En svo ég haldi áfram
að telja upp fleiri af frægum
þátttakendum, þá skal enn
nefna ameríska myndhöggvar-
ann Alexander Calder, André
Bloc (Frakkland), Yacov Ag-
am (ísrael), Richard Morten-
sen (Danmörk), Giacometti
(ítalía), Moholy-Nagy (Ung-
verji, látinn), Vasarely, og síð-
ast en ekki sízt Fransmanninn
Jean Tinguely. Eru þá sjálf-
sagt margir ónefndir, sem ætti
þó að telja með. Ekki ætti lík-
lega að gleyma Diter Rot, sem
hálfgert er orðinn landi okk
ar, hefur átt heima hér í nokk-
ur ár. Hann sýndi þar nokkrar
af bókunum, sem hann hefur
gert að öllu leyti sjálfur og
vakið hafa mikla athygli hér og
erlendis. Ég sýndi þarna eina
stálmynd, sem nefndist „Ele-
ment'sskulptur“ í sýningar
skránni.
— Og hvaða alþjóðlegum
sýningum öðrum hefur þú tek-
ið þátt í undanfarið?
— Það var vegna þátttöku
minnar í „hreyfingar“-sýning-
unni, að hollenzkir kojlegar
settu sig í samband við mig,
þéir eru með hliðstæðan fé
lagsskap þar, nýir menn að
reyna nýjar leiðir, það heitir
einmitt eitt félagið. Nieuwe
Tendenzen. sem hélt alþjóð
lega sýningu í Hollandi í fyrra
og bauð mér þátttöku, ég sendi
þangað þrjár myndir á sýn
ingu. sem haldin var í sýning-
arsalnum International Gallery
Orez, og hún fór víðar um
landið. Einnig var ég með á
sýningu, sem haldin var í Rík-
issafninu í Rapenburg. Þessar
sýningar stóðu yfir í nokkra
mánuði og fóru milli borga.
— Þú ert járnsmiður að iðn,
hefurðu eingöngu fengizt við
að gera járnmyndir frá byrj-
un?
— Nei, Ég gekk fyrst á
Handíðaskólann, var þar frá
10—13 ára aldurs, lærði þar
teikningu hjá Kurt Zier. Það
var þegar skólinn var til húsa
á Grundarstíg. Seinna lærði ég
í Myndlistarskólanum málun
hjá Kjartani Guðjónssyni og
Þorvaldi Skúlasyni, og loks
sneri ég mér að myndhöggi eða
öllu heldur skúlptúr og var
lærifaðir minn Asmundur
Sveinsson. Jafnframt þessu
gerði ég þó alltaf myndir úr
járni.
— En hreyfanlegu myndirn
ar, hvenær fóru þær að koma
frá þér?
— Eiginlega byrjaði það með
því, að ég fór að búa til smá-
dót, skartgripi handa konunni
minni, eyrnalokka og hálsmen,
sem einmitt hreyfast. Mér
fannst þetta svo skemmtilegt,
að upp úr þessu fóru að verða
til hjá mér hreyfanlegir hlutir
í stærri myndum. Ég komst að
Framhald á 13. síðu.
í sýnngarsalnum við Lille Klrkestræde ( Kaupmannahöfn. T. v. hang-
ir mynd eftir (sralska málarann Agam. En á gólfinu er rúsínukass-
inn með sundurlimaða llstaverkinu frá Jónl Gunnarl. Köbke llsta-
maður og listaverkasali er að setja myndlna saman að nýju.
9