Tíminn - 06.01.1963, Síða 13
Tekiö hátíölega
iKramhaiO aí 9 siðu >
þeirri niðurstöðtí, að þetta væri
einmiftt tjáningarmáti fyrir
mig. Ég er sánnfærður um, að
hreyfanlega myndlistin gefur
fleiri möguleika e'n nokkur list
grein önnur, möguleikarnir virð
ast allt að því takmarkalausir.
Og hún gefur hverjum og ein-
um áhorfanda opna leið að
halda áfram þar, sem fyrsti
myndasmiður skildi við. Það er
svo langt í frá, að ég telji mig'
hafa fullgert verk, þótt ég
sendi það frá mér. Ég reyni
auðvitað í flestum föllum að
gera eins vel og mér er unnt,
en það er hverjum og einum
guðvelkomið að halda svo á-
fram, endurbæta verkið eftir
eigin höfði og beztu getu og
samvizku, og í mörgum tilvik-
um bara í tómu gríni, ef hann
vill það heldur við hafa. Listin
er nefnilega leikur, sem flestir
ættu að taka þátt í.
— Gefurðu áhorfendum sem
sagt fullt vald til að breyta
myndum þínum að vild?
— Ja, því ekki það, ef þeir
treysta sér á einhvern hátt til
þess?. Margar myndir eru ein-
mitt Vtil þess gerðar að taka
breytingum, hreyfingarmyndirn
ar, settar saman úr rörbútum
og smáplötum. Ef satt skal
segja, finnst mér ekkert varið
í mynd eftir að ég er loks bú-
inn að enda við hana. En það
eru tæpast ný sannindi, svo er
víst um fleiri. Mér finnst vera
of margir, sem taka myndlist
of hátíðlega, vera of hátt uppi
í skýjunum þegar þeir tala um
þessa hluti.
— Eru það ekki einmitt lista
menn sjálfir, sem taka sig hátíð
lega?
— Jú, þeir gera það sumir.
Og það er raunar ekki sama,
■ að þeir geri það og að taka
starf sitt alvarlega. Ekki finnst
mér nema sjálfsagt að gera hið
síðarnefnda í flestum tilvikum.
Það er um að gera að vinna
verk sitt eins vel og kostur er.
En alveg eins sjálfsagt er að
sleppa stundum fram af sér
beizlinu, ef sá gálhnn er á
mönnum. Því ekki að gera grín
að tilverunni svona í bland. Ef
menn vilja gera að gamni sínu,
þá má það alveg eins koma
fram í myndum eftir menn og
hvar annars staðar. Ég er ekki
viss um, hvort það er merki-
legra að búa til myndir en
hvað annað, hreinsa göturnar
eða aka bíl. Það er sjálfsagt
að vanda sig við þetta allt eftir
því sem kostur er á.
— Hefurðu eingöngu gert
abstrakt-myndir?
— Nei, mikil ósköp, nei, nei.
En flestar eru vfst af því tag-
inu. Auðvitað lærði ég að vinna
eftir fyrirmyndum og gerði
talsvert af því. Og auðvitað hef
ur maður fengið lof flestra fyr
ir slíkar myndir. Það' er kunn
ara en frá þurfi að segja, að
flestir halda, að landslagsmynd
ir og módelmyndir hljóti að
vera vandasamt af öllu og mest
list. Satt að segja sýni ég ekki
slíkar myndir af því að ég telji
það list, fremur til að grínast.
Það er minnstur vandi af öllij.
Með því að gera slíkar myndir
og stilla upp handa fólki, þá er
maður aðeins að sýna kunnáttu
— það sem maður hefur lært,
það er allt og sumt. En í
abstrakt-myndunum reynir
fyrst á sköpunargáfuna, það er
að segja, þær veita miklu meiri
möguleika til að tjá sig en nat
úralíska listin, og hreyfimynd-
irnar veita enn meiri túlkunar-
möguleika. Ég segi fyrir mig:
Úr því að ég kann ekki að
skrifa, eða koma fyrir mig orði
og segja þannig hug minn,
þá bý ég til myndir og segi
meiningu mína með því móti,
eða reyni að gera það. Það
má kannski segja, að þessi mein
ing sé stundum fljót að breyt-
ast. Þegar ég sendi þessar
hreyfanlegu myndir eða sam-
settu myndir milli landa, þá er
ógerningur að senda þær í
heilu lagi. T. d. vildi einn á-
gætur danskur listamaður, sem
á pínulítinn sýningarsal við
Lille Kirkestræde í Kaupmanna
höfn, fá mynd, sem ég hafði
gert úr rörbútum, og sýna hana
í salnum sínum. Það vildi til, að
fyrirhafnarlítið var að kippa
henni í sundur. Það gerði ég
og raðaði henn; niður í rúsínu-
kassa og sendi þessum ágæta
Dana, sem beitir Köbke. Auð-
vitað sendi ég honum formúlu
með um það, hvernig setja
ætti myndina upp. En ég sé það
á ljósmynd, sem ég á hér af
karli, þar sem hann er að tína
partana upp úr rúsínukassan-
um, að hann setur þá ekki
saman alveg eins og ég ætlað-
ist til. En ég get ekkert verið
að erfa það við hann, ef hann
vill endilega hafa hana öðru-
vísi og finnst það fara betur.
— Þú notar mest smáhluta
úr járni i verk þín?
— Það eru að'allega afgang-
ar af pípum og plötum, sem ér
sýð saman og sveigi með ýmsu
móti. Eg met það mikils, a?
hafa haft slíkan kennara serr
Ásmund Sveinsson og þá ek’
síður að ræða við hann ætíð
síðan. Þótt hann sé mikill hug
uður og heimspekingur, þá tek
ur hann ekki allt í fúlustu r
vöru, hann er engu síður hneig?
ur fyrir að grínast og gera að
gamni sínu, hann er alltaf u’
ur í anda og hefur brennandi
áhuga á öllu nýju, sem kemu
fram í listum, þótt hneyks'
flesta aðra fyrst eftir að þ
kemur fram. Ásmundur te’
allt slíkt eiga rétt á sér. Hjá
honum íékk ég sem sagt und-
irstöðuskólann. En ég verð
líka að segja það, að það var
mér góður skóli að vinna í
Steðja og umgangast brota-
járnið. Þar sér maður iðulega
alveg stórkostlegar myndir, til-
fallandi myndir. Þar opnast
heill heimur furðuhluta.
Erlent yfírlif
Framhald af 7. síðu.
fylkisstjórnunum. Sennilega
mun frumvarpið ekki verða
samþykkt, nema áður hafi verið
gengið frá slíkum samningi.
ÞAÐ mun hins vegar kosta
mikil átök hjá kristilega flokkn
um að gera slíkan samning.
Tvennt styrkir þó aðstöðu Fan
fanis í þeim efnum. Annað er
það, að með því verði samstarf
kommúnista og flokks Nennis
rofið. Hitt er það — og það er
mikdvægara — að slíkt sam-
komulag mun skapa grundvöll
fyrir sterka stjórn, sem geti
tekið mál þjóðarinnar föstum
tökum, og komið fram umbót-
um, sem aðeins sterk stjórn
getur komið fram.
Enn er talin mikil óvissa um,
hvernig þessi mál ráðast. Fleiri
virðast þó álíta, að samning-
ar muni takast milli Fanfani
og Nennis. Þetta ráða menn
ekki sízt af því að ýmis merki
benda til þess, að Jóhannes
páfi og ýmsir mestu áhrifa
menn kirkjunnar séu hlynntir
þessu samkomulagi, en form-
lega hefur kirkjan enn ekki
tekið neina afstöðu til málsins
Þ. Þ.
Bókmenntir
Framhald af 5. síðu.
öilum vesturnorrænum kveðskap,
tilfinningu, sem ekkert binzt við
heimilisfang skálds, hvort „heima“
var í Noregi eða hér ytra, heldur
við þá staðreynd, að þorri ein-
staklinga í heiðni hefði að eðlis-
fari og mennt getað tilheyrt hvoru
landinu, sem vera skyldi, og hreppt
áþekk örlög, orðið sams konar bók-
menntaefni. Bókmenntasaga er
dálítið annað- En í sögu kristnialda
mundu menn, síðan ísland fékk
r.ýtt fullveldi, sízt gera eylandinu
hnekki með því að rannsaka vald-
svæði Noregskonunga meir en oft
fyrr í einni heild. Þessu skýrt ég
hér fram af því, að í dómi sínum
um norskt og íslenzkt í eddu held-
ur dr. Einar Ólafur svo á málum,
að verða mun til fyrirmyndar, og
var mál til komið. Hann tekur og
fram f formála, að íslenzkar eru
bókmenntir þessa skeiðs allar,
sbr. bókarheitið, í þeim skilningi,
að þær voru hér lifandi þáttur
þjóðarmennta, en gátu a. n. 1. ver-
ið þáttur þjóðmenntar i grann-
landi samtímis, og' þarf engin
ásælni að fylgja nafngiftum, sem
þar af eru dregnar.
Kaflinn um heimkynni eddu-
kvæða er reistur á traustum horn-
steinum utan og ofan þess ^vafa-
sviðs, sem ég nefndi, og víst er
ksflinn viðameiri skáli en þurfa
þótti í tíð Finns Jónssonar til að
rúma ályktanir og úrskurði.
Bókin dylur þess eigi, að óger-
iegt muni að fullyrða, hvar á Norð
lulöndum Hlöðskviða, Hamðismál
c-g raunar einnig Atlakviða séu
ort; einnig flókið mál um elztu
goðakvæði.
f tengslum við vissar menning-
arstefnur 20. aldar hafa þýzkir
fræðimenn fært fram líkur af
rniklum dug til að gera hugsan-
legt, að frumstofn eddukvæða og
þá einkum Gjúkungakvæða sé allt
annað en Norðurlandaskáldskapur.
kvæði muni vera þýdd úr þýzku
og síðan látm æxlast dálítið hér
nyrðra, sérJega á fslandi; hóp
kvæða hafi raunar Danir gert,
mest undir þýzkum áhrifum.
Ef á það væri fallizt, að þetta
sé a.m.k. ekki ósennilegra en
margt annað, stuðla höfðatölurök-
semdir stórþjóða að því, að menn
tækju tilgátuna sem gilda og
sanna fræði. Eftir það mundi
„hinn menntaði heirnur" varla
telja ómaksvert lengur að rann-
saka norræna fornmenning nema
lem ósjálfstætt bergmál hins
suðurgermanska og léki flestum
: léttu rúmi, hvort „þýðendur“
þessir meðal smáþjóða bæru
heimamenningu sinni vitni eða
öilu oftar suðlægaii menningu,
sem þeir hafi öðlazt kynni við. Hér
er um kenning að ræða, sem
margar hliðstæður á og gæti
reynzt afdrifarík í menningarsögu-
skýringum heimsbyggðarinnar
r.æstu aldir. En Einar færir gild
rök gegn þýðingarkenningunni.
Efni bárust víða úr löndum, sum
í ljóði. En frumort er edda. Ef
vel er lesið, kemur eitthvað fram
í bókarköflunum flestum, sem
varðar heimkynni og hin norrænu
merki kvæðanna, eldri sem yngri,
. og víða orðað af skarpleik.
Lesa þurfa íslendingar eddu. <
r.okkuð vandlega, áður en þeir
fmni listfengi Einars í kvæða-
skýringum og meðferð allri í þessu
bindi. Það er engin list végna list-
ar, heldur er sprottin af innlifun
í efnið.
Þess gætir, að Einar finni á sér I
í bókinni, að hann sé að fullgera
heildarviðleitnj þriggja íslenzkra
prófessorakynslóða í eddufræðum
og einskis manns meir ep Finns
lónssonar. Honum falla orð eins
og þessi: ,Þörf virðist á frekari
'■annsóknum helztu röksemda . . .
-n ekki þykir mér líklegt, að ég
úgi eftir að fjalla meira um það
en hér er gert í bókinni."
Rík orsöi er til þess orðalags:
Samtímis útkomu bindisins flutt-
íst dr. Eicar úr kennarasessi
Hilmar Jönsson:
Stutt hugleiðing um
menn og ofurmenni
Stundum birtast í blöðunum
greinar, sem verðskulda sérstaka
athygli. Ein slík grein kom í Morg-
unblaðinu þann 28. des. s.l. sem
sljórnmálaleiðari undir fyrirsögn-
inni: Skrílslætin í Svíþjóð. Þar
sem þessi grein gæti verið sam-
in af stórskáldinu Matthíasi Jó-
hannessen dirfist ég ekki að taka
beinar ívitnanir þaðan af ótta við
að verða kærður fyrir ritþjófnað.
í sem stytztu máli segir þar frá
skrílslátum í Svíþjóð og jólunum.
Lætur greinarhöfundur liggja að
því að slíka atburði sé að nokkru
hægt að rekja til stjórnarfarsins
í landinu. í Svíþjóð séu of mikil
ríkisafskipti. Með öðrum orðum
frelsi einstaklingsins fái ekki not-
ið sín sem skyldi í þessu velferð-
arríki krata og undir þeim kring-
umstæðum sé ætíð hætta á skríl-
myndun.
í tilefni af þessum orðum rifj-
uðust upp fyrir ntér liðnir alburð-
ir hér í Keflavík. Fyrir rúmu ári
hafði fréttaritari Morgun-
biaðsins, hinn hugprúði slökkvi-
liðsstjóri Helgi S. Jónsson, varla
undan að birta fréttir um þjófnað
cg aðra óknytti unglinga hér í
Keflavík. Undirritaður og ýmsir
aðrir höfðu ákveðnar skoðanir á
orsökum þessa faraldurs. Álitum
við að lögreglustjóra staðarins
bæri að taka úr umferð og dæma
h>na verstu af óróaseggjunum.
Yfirvaldið var hins vegar á önd-
verðu meiði og sagðist ekki vilja
„styðja að lögregluríki í umdæmi
síni4“. Okkar skoðun hlaut stuðn-
ing dómsmálaráðherra og varð lög
reglustjórinn að segja af sér. Þeg
ar lögum hafði veríð framfylgt í
kaupstaðnum tók að meslu eða al-
veg fyrir þjófnað unglinga. En það
verð ég að segja að aldrei datt
mér í hug að skrílslæti þessj stöf-
uðu af of miklu sósíaldemókrati í
Keflavík, enda vildi svo til að Sjálf
stæðistnenn fóru þá einir með völd
í plássinu. En nú kemur mér í
hug ágætt ráð sem gæti orðið
Svíum að góðu haldi í erfiðleik-
um þeirra. Svoleiðis er mál með
vexti að af n'tt skýranlegum ástæð
um sá hæstvirtur dómsmálaráð-
herra ástæðu til að veita þessum
lögreglustjóra embætt; á ný í
Keflavík og gaf honum um leið
allmerkilegt siðferðisvottorð. Hef-
ur þessi ágæti lagavörður okkar
Keflvíkinga sjáanlega margt og
mikið lært af fjarveru sinni úr
embætti. Meðal annars hefur hann
nú farið inn á nýjar og að mínu
læimspekideildar í nýtt prófess-
orsembætti, sem fær í bili vinnu-
stól sinn í Landsbókasafni í öðbum
borgarhluta en háskólinn stendur;
hann gegnir forstöðuembætti
handritastúínunar. Svo táknföst
og alger er færsla hans milli hlut-
verka, að hann hefur lýst yfir, að
hvorki í dómnefnd né með at-
kvæði sínu lekur hann neinn þátt
í að velja eftirmann sinn til
kennslunnar, — „nógir aðrir til
"ð ráða því.“
Þótt svo sé umbreytt og ný
iraun handritastofnunar komi til.
<:r bjartsýni ríkjandi um útkomu
2. bindis, miðbindis þessa stór-
virkis, áður en of langt líði. Það
er ekkert >-omantískt oflof, en
handritastofnuninni fremur til
siyrktar en hitt, að nú mun verða
Sogt eins og við útkomu skyldrar
bokar fyrir 68 árum:
Þar hefur ennþá íslenzk hönd
orpið bjarnia á Norðurlönd.
Björn Sigfússon.
viti óþekktar brautir í sambandi
við gæzlu laga og réttar. Hin nýja
aðferð er fólgin í því að lögreglu-
stjóra sé heimilt að iðka hnefá-
leik á ób.reyttum borgurum og
hóta mönnum stöðumissi, séu þeir
á einhvern, hátt andvígir yfirvald-
inu í skoðonum. Svo virðist sem
dómsmálaráðherra hefði ekkert
við þetta athæfi að athuga, að
minsta kosti virðist það látið af
hans hálfu óátalið. Eflaust mun
hér um nýja og áður óþekkta leið
liins frjálsa framtaks að ræða til
að fyrixbyggja skríl og sósíal-
demókratí Nú er það tillaga mín
eð hinn vígreifi lögreglustjóri í
Keflavík verð'i sendur til Svíþjóð-
ar til að kenna þarlendum manna-
siði og virðingu fyrir frjálsu fram
taki. Mælist ég til að hinar fót
fráu Sjálfstæðiskonur í Keflavík
skeiði nú af stað með undirskrifta
plagg um bæinn, þar sem skorað
verði á dómsmálaráðherra að
að veita lögreglustjóranum í Kefla
vík leyfi til að sýna Svíum á hvern
veg við íslendingar iðkum lög
og rétt. Geri ég ráð fyrir að slík-
ar undirskriftir væru mjög vel
þegnar af hæstvirtum dómsmála-
ráðherra, þar eð' málgagn hans
hefur opinberlega lýst velþóknun
sinni á slíku framferði.
Hilmar Jónsson
Framhald af 8 síðu.
hæfileikum bæði geim- og loft-
fara.
En jafnvel þótt unnt væri
, að skilgreina einhver loftmörk
, njilli geims og lofts með vís-
indalegum rökum, ætti slíkt
ekkert skylt við þá þjóðarhags-
muni, sem upphaflega urðu til
þess að skapa það, sem við nú
köllum lofthelgi, því að loft-
helgin verður til, til þess að
tryggja þjóðaröryggið og skapa
reglu í öllum millirikjaviðskipt
um.
Ef leysa á þetta vandamál,
verður lausnin að byggjast á
stjórnmálalegri málamiðlun
ríkja á milli, en ekki á vísinda
legum og tæknilegum rökum.
Ég vil engan veginn gefa í
skyn, að samkomulag um víð-
áttu eða „hæð“ lofthelginnar
myndi stuðla að því, að hægt
yrði að gera greinarmun á því,
hvað æskilegt sé að fram fari
úti í geimnum og hvað ekki.
Það má ekki líðast, að loft-
helgi ríkja nái svo hátt, að rík-
in geti beinlínis bannað allar
athafnlr úti í geimnum, einung
is af því að þessar sömu athafn-
ir fari fram í geimflæmi, sem
er yfir landi þeirra. Slíkt myndi
standa geimrannsóknum fyrír
þrifum. Það er til lítils að tala
um frelsi úti í geimnum, ef
mönnum er meinað að ferðast
þangað og aftur til jarðar.
Bergþórugötu 3. Símax 19032, 20070
Hefur ávallt til sölu allar teg- j
undir bifreiða.
Tökum bifreiðir í umboðssölu.
Öruggasta þjónustan.
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3 Símar 19032, 20070
'8961 -inniiBC -9 uuunSnpninins ‘N N I Ht J X
13