Tíminn - 18.01.1963, Page 13

Tíminn - 18.01.1963, Page 13
herbergja íbú5 óskast Óskum eftir að faka á leigu 3—4 herbergia íbúð í borginni — sem fyrst. Barnlaust. — Góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 18300 frá kl. 2—5. PHILCO A Subsidiay of Ford Motor Company KÆLISKÁPAR Höfum fyrirliggjandi margar stærðir af Philco kæliskápum Allt frá 4,5 cub.ft. til 12,2 cub.ft. sitgífenev »21 n i Sendum í póstkröfu um allt land. Útsölustaðir í Reykjavík: JOHNSON Í KAÁBER HA Sætúni 8 — Sími 24000 MGicsnusm Hafnarstræti 1 — Sími 20455 Skrifstofufólk Opinber stofnun óskar að fjölga við sig starfs- fólki til starfa, strax eða sem allra fyrst. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 23. þ.m. merktar: „Framtíðarstarf“. Bændur á rekajörðum Óska að kaupa netakúlur og plastbelgi. Sigurgeir Sigurdórsson, Hrísateig 14, sími 34576 Sókmenntir Framhald af 9. síðu. Hér lætur málfariS ekki mikið jfir sér, en svo sjálfsagður virðist íslenzkur búningur þessa kvæðis, a.ð maður hiyti að álíta það frum- kveðið á íslenzku væri ekki ann- að vitað. Og getur þýðing orðið betri en svo? En að sjálfsögðu geta þó lausnir Jóns Helgasonar orkað tvímælis. „Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðn- , um vetri?“ þýðir hann-margfrægt viðlag úr kvæði Villons um konur liðinna alda, og fellur mér það að vísu æ betur því oftar sem ég heyri það fyrir mér, en óneitan- lega virðist hugsun frumtextans einfaldari. („Mais ou sont les neiges d’antan?“) í kvæði Mari- anne von Willemers til austan- vindsins stendur í síðustu vísu „ástarglæðing snytrir sefa“. Hér gerði ég svo vel og skildi ekki sögnina; Blöndal segir: snytra: sætte Skik paa; pynte. Er það ris- há hugsun að ástarglæðing „punti iipp á“ sefann? Og kvæði hennar til vestanvindsins lýkur svo: endursýn hans ein mér sýsli yndisbót í hjartagrunni. Eg játa það blygðunarlítið að mér er ekki tiltækur frumtexti þess- ara kvæða; en án samanburðar freistast maður að álykta að þess- ar hendingar séu líklegri til að hrjóta úr penna prófessors Jóns Helgasonar eða Hofrat Johann Wolfgang von Goethes en ungrar, elskandi konu — þó aldrei nema hún hafi verið mjög svo andlega sinnuð. Því er ekki að leyna að á stöku stað víðar í bókinni freistast mað- ur að setja spurningarmerki í spássíu af svipuðum ástæðum og hér; þ. e. maður lítur á kvæðin sem frumkveðin og finnst þau bresta innri rökvísi, eða verða ó- eðlileg misfella í búningi. En þessir staðir eru að vísu fáir og eru með sinum hætti einnig til vitnis um aðferð Jóns Helgason- :af;|í íslwiakun hans þar;, sem lagzt ’er ■ eftir'-hinu • eirifaldasta, göfug- asta tungutaki getur brugðið fyrir hamlandi bókmálshnökrum. Þessir hnökrar eru hin einu þýðingar- för sem ég fann á þessum kvæðum. Ó. J. 2. síðan það, sem mest áhrif hefur, er að þeir, sem lengur ■ hafa búið í landinu, hafa borðað miklu meiri sykur en hinir, og meðal þeirra eru hjartasjúkdómar miklu algengari. Þannig hafa þeir fengið fleiri kaloriur með fitunni en hinir, og hugsanlegt er, að í þessu liggi einmitt leynd ardómur æðákölkunarinnar. EFNASKIPTI Þetta hefur verið á dagskrá í sambandi við fleiri sjúkdóma m.a. sykursýki. Fólk heldur að sykursýkin sé veiki, sem þegar hafi verið fullrannsökuð, en svo er ekki. Eðli hennar hefur veriði þekkt í meira en mannsaldur, og núna er það einnig vitað, að fituhlutfall þessara sjúklinga hef ur oft raskazt, sem í sumum til- fellum hefur haft æðakölkun í för með sér. Það getur verið mikið samband milli alls konar sjúkdóma, þó að það sé óþekkt enn þá. MEÐAL VIÐ BLÓÐTÖPPUM Það er álitið, að eitthvað fari stöðugt forgörðum í mannslik- amanum, smáæðar rifni, og þannig myndist daglega litlir blóðtappar, sem leysist upp af sérstöku eggjahvítukljúfandi efni, þannig að enginn verði var við þá. Það er þetta sama efni, sem reynt er að eyða stærri og hættulegri blóðtöppum með. — Hvort hægt verður að ráða nið urlögum hjartablóðtappanna með því, er enn ókannað. Útvarpið Framhaid af 2. síðu. kvöld og sannið, hvort Danir eigi ekki söngvara. — Loks flytur Minneapoiis-sinfónían undir stjórn Antal Dorati slavnesku dansana eft ir Dvorák. Þeir voru fyrst samd- ir fyrir fjóirhient píanó, en vegna hinna gífurlegu vinsælda, sem lög- in hlutu þegar í stað, bað útgefandi Dvoráks hann um að útsetja þau einnig fyrir hljómsveit, sem hann gerði og orti síðar fíeiri, svo að alls eru dansarnir 16. Þeir eru síð- an iðulega fluttir á sinfóníutónleik um víða um heim og vinsældir þeirra nálgast þær, sem ungversku dansarnir eftir Brahms hafa fengið. — Vel á minnzt, það lá við að gleymdist að geta eins tónverksins í kvöld, og því sikulum við ekki missa af: Fúga úr „Tónafórn” eftir Bach. — G.B. Víðivangur itt að gera sér grein fyrir hvað þessir hópar hættulegra öfga- man.ua eru stórir, því að þeir eru í samtökum með öðru fólki. En menn vita hvar þessa hópa er að finna — og enn fremur að þá er ékki að finna í Framsóknarflokknum. Minning (Framhald af 9. síðu.) var sannur íslendingur og þó kannske fyrst og fremst Skagfirð ingur. Hann var hrifinn af fegurð Skagafjarðar og stoltur af honum. Héraði sínu unni hann og þó kanngke mest sinni heimabyggð — dalnum, þar sem hann átti heima í meira en meðal manns- aldur. Um leið óg ég sendi Hjálmari þessj fáu kveðjuorð, verður mér á að minnast Klettafjallaskáldsins og kvæða hans um Jón frá Strönd, sem er eitt af hans mörgu sn’lldarkvæðuim. Þar segir svo í niðurlagi kvæðisins: „Sá ég í sveit samstæðinga aldra erlendis íslendinginn. Fastan fyrir, frjálsmannslegan, hóf og hik, hálegg hverjum. Hremmilegri i herðum, hand- fastari, auðvirkari um illkleift, orð- hvassari, falslausari á ferðum, fótvissari, líka Jóns í Ijóðum lít ég núna“. Þetta getur að mínum dómi svo að segja orði til orðs verið graf- skrift um Hjálmar frá Kambi. Steingrímur Steinþórsson. OrðsendSng frá Skattstofu Reykjánesumdæmis Hafnarfirði Allir þeir, sem skattstofan hefur krafið skýrslu- gerðar um laun, hlutafé og arðgreiðslur, eru á- minntir um að gera skil eigi síðar en 20. janúar n.k. Frekari frestur verður eigi veittur.Þótt um engar kaupgreiðslur hafi verið að ræða, er eigi að síður nauðsynlegt að skila eyðublöðunum aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra, eða umboðsmanna hans, er til 31. janúar n.k. Þeir, sem atvinnurekstur hafa með höndum, þurfa þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir febrúarlok. Með því að frekan framtalsfrestir verða ekki veittir, nema sérstaklega standi á, er því hér með beint til allra, sem geta búist við að verða fjarverandi eða forfallaðir af öðrum á- stæðum við lok framtalsfrfestsins, að .telja fram nú þegar. Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á framtals- fresti að halda, verða að sækja um frest til skatt- stjóra eða umboðsmanna hans og fá samþykki fyrir frestinum. í 47. gr. nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignar- skatt er kveðið svo á að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skatt- matið við raunverulegar tekjur og eign að við- bættum 25%. Til 31. janúar veitir skattstofan eða umboðs- menn skattstjóra, þeim, sem þess þurfa og sjálf- ir eru ófærir að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við framtalið. Er þeim tilmælum beint til þeirra, sem ætla sér að fá framtalsaðstoð, að koma sem allra fyrst til skattstjóra eða umboðsmanna hans. Húsbyggjendur og aðrir sem þurfa á launamiðum og húsbyggingarskýrslum að halda og ekki hafa borizt slík gögn í hendur, hafi samband nú þegar við skattstofuna eða viðkomandi umboðsmanns. Umboðsmenn í hreppum umdæmisins eru hrepp- stjórar, nema í Misneshrepp, þar er Sigurður Ólafsson skólastjóri umboðsmaður. Aðrir umboðs- menn eru sem hér segir: Keflavík: Bjarni Albertsson, aðsetur Hafnargata 27 Kópavogur: Kristinn Wium, aðsetur Vallargerði 40 Keflavíkurflugvöllur: Guðmundur Gunnlaugsson, aðsetur ‘Skrifstofa Flugmálastjórnarinnar, Kefla- víkurflugvelli. Skattstjórimi í Reykjavík T í M I N N, föstudagur 18. janúar 1963. — 13 I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.