Tíminn - 27.01.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 27.01.1963, Qupperneq 9
Hið geometrlska form „parabola" er ekki óalgengt byggingarlag í steinsteyputæknl okkar tíma, en átta slikar hvelfingar móta Kópavogsklrkju. — Starfi mínu hef ég m. a. 'haft nokkur afs'kipti af kirkju- byggingum víða um land, svo sem eðli þeirrar stofnunar er, sem ég veit forstöðu, svarar Hörður. Óhikað get ég fullyrt, ag kirkjubyggingarmál hafa verið hugðarmál þeirra safn- aða, er hlut áttu að máli, en kirkjan í Kópavogi er sérstæð að því, er snertir óvenjulegan samhug og áhuga safnaðar um þetta verkefni. Fyrstu. upp- drættir að Kópavogskirkju voru gerðir árið 1957. Hinn fagri staður undir kirkjuhúsið. einn hinn fegursti á Suðurnesj um, • á svonefndum Borgum á Kópavogshálsi, hafði verið val- inn, Hið vandasama hlutverk var það, ag bygging er þar risi, yrði staðnum samboðin og auð- vitað að hún svaraði tilgangi sínum. Það er vissulega erfitt ag takast á vig þetta verkefni. þótt óvenjulegt hafj það verið. Kirkja á þessum stag mundi blasa við sjónum á meira áber- andi hátt en nokkuð annað, í einu fjölmennasta byggðarlagi landsins, — ekki venjulegt hús, heldur kirkja, og gerði það verkið enn vandasamara. — En kirkjan hefur vakið mikla athygli og flestir eru sammála úm bað, að hún sé ejn hin sérkennilegasta hérlendis. Er hún ekki hin eina með: þessu sniði af þeim kirkjum, sem þér hafið teiknað? — Nú er svo komið, að Kópa- vogskirkja er orðin staðreynd, svo að engum dylst, að svona lítur hún út, þótt enn sé henni ekkj ag fullu lokið. Hún er krossikirkja og eins til- að sjá úr öllum höfuðáttum. Bygg- ingarlagið er óvenjulegt hér á landi og fyrsta hús sinnar gerð ar. Hið geometriska form „para boia“ er ekkj óalgengt bygg- ingarlag í steinsteyputækni obkar tíma, og einmitt.talsvert notag í kirkjubyggingum síð- ari tíma, en átta slíkar hvelfingar móta Kópavogs- kirkju. Þótt eðli og efnismeð- ferg séu gerólík, minnir bygg- ingarlagið nokkuð á oddboga- stíl (G-otik). hinn hefðbundna kirkjustíl miðalda. en öll kirkjubygging er og á að vera hefðbundin. þótt vissulega eigi hún að samlagast byggingar- háttum hvers tíma. Kirkjubygg ing er umgerg um sterkustu hefð, sem við þekkjum, og fó'lg in er í helgisiðum óhreytilegum um aldaraðir Auðvitað verður sú umgerg — hinn ytri búnað- ur — einnig að fyigja þeirri hefð að verulegu leyti, þótt hún hlítj aðstæðum og efnismeð- ferð hvers jstaðar og tíma. — Kirkjan á að benda til hæða Þar á að vera hátt til lofts. — Veigamesta undirstrikun Kópa vogskirkju er staðarvalið, þar sem kirkjan rís úr lclettaborg- um á hæsta og fegursta stað byggðarinnar. Eins og vera ber, hafa ýmsir lagt hér á gjörva hönd til þess að skapa sam- ræmda og listræna heild. En að þessum áfanga er náð, ber fyrst og fremst að þakka sam- hug og miklum dugnaði safn- aðarstjórnar Kópavogs og for- manns hennar, Huldu Jakobs- dóttur, og þó ekki sízt forustu- hlutyerki sóknarprestsins, séra Gunnars Árnasonar, sem var formaður byggingarnefndar kirkjunnar. 1 ☆ Síðan sneri ég mér til for- manns safnaðarstjórnar frá byrjun, Huldu Jakobsdóttur, sem og hefur setið í bygging- arnefnd, um aðdraganda og helztu áfangana í kirkjubygg- ingarmálinu. Hennj sagðist svo frá: — Fyrsti aðalsafnaðarfundur í Kópavogssókn var haldinn í október 1953 og þá þegar farið að ræða um það, hversu leysa mætt; húsnæðismál safnaðar- ins, sem þá var ársgamall. Var fyrst rætt um hvort gera ætti kapeH-u í sambandi við félags- heimilið, en bygging þess var þá í undirbúningi, eða reisa sjálfstæða kirkjubyggingu, og varð hig síðarnefnda ofan á. Þessum fagra stað, þar sem kirkjan er nú risin á, og sem frá ómunatíð hefur borið ör- nefnið Borgirnar, höfðu bæjar- yfirvöldin, sem fyrst komu til skjalánna í Kópavogi 1946, haldið óbyggðum með það fyr- ir augum, ag þar skyldi kirkja byggð. þegar þar að kæmi. — Árið 1957 gerði húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason, til- löguuppdrátt að kirkjunni, og á safnaðarfundi í janúar 1958 var samþykkt að hefja bygging arframkvæmdir á grundvelli uppdráttar húsameistara þá næsta sumar. Framkvæmdir voru hafnar og grunnurinn vígð ur 16. ágúst sama ár, og undir- stöður steyptar um haustið. — Næsta ár var steypt gólfplata en 1960 sjálf kirkjan steypt upp og múruð að mestu. Um haustið. 20. nóv., lagði biskup íslands hornstein kirkjunnar. En rúmu ári síðar fór vigsla fram, og hafði þá smíðin tekið 4 ár. Bvggingarkostnaður nam þá rúmum 4 milljónum króna, og áætlað að fullbyggð kosti kirkjan um 5 milljónir. Hörður Bjarnason húsameist ari hefur sem sagt gert teikn- inguna en honum til aðstoðar verið Ragnar Emilsson arki- tekt í skrifstofu húsameistara. Ráðunautur um litaval og hús- búnað var Hörður Ágústsson listmálari. Steindir gluggar eru gerðir í Oidtmann-verksmiðj- unum í Þýzkalandi, eftir frum- dráttum Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Byggingameist- ari var Siggeir Ólafsson. — Það eru náttúrlega marg- ir, sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera bygginguna að veru- leika sem fyrst. Hafa margar gjafir borizt, sem hafa orð'ið að miklu liði? — Við höfum fengið hina ágætustu fyrirgreiðslu hjá kirkjuyfirvöldum landsins og yfirleitt öllum, sem söfnuður- inn hefur þurft að leita til. Eg get ekki í stuttu máli nefnt nöfn allra þeirra, sem greitt hafa götu okkar né allra hinna mörgu gefenda. En svo að nokk ur framlög og gjafir séu nefnd: Fyrrverandi bæjarstjórn sam- þykkti að bæjarsjóður greiddi andvirði listglugga Gerðar Helgadóttur, auk framlagsins, sem bæjarsjóður hefur lagt til kirkjunnar á hverju ári síðan smíði hennar hófst, og þá er ekki síður að geta þess, að Kvenfélag Kópavogs ákvað að gefa og safna fyrir gluggum í þriðja stafn kirkjunnar. Því nefni ég fyrst þetta tvennt, að ég held mér sé óhætt að full- yrða, að þessir gluggar hafi svo mikla þýðingu um útlit kirkj- unnar, er tímar líða og að þeir verði um leið tákn um þá ein- ingu, sem ríkt hefur um kirkju smíðina. Þátttakan í söfnuninni var slík, að segja má að hver einasta fjölskylda i Kópavogi hafi lagt eitthvað af mörkum og að flestar konur í bænum hafi starfað ag söfnuninni. Ónefnd hjón gáfu dýra bifreið og síðan gekk söluverð hennar til að greiða kirkjubekki að mestu. Fimm konur úr kvenfé- laginu Sjöstjörnunni gáfu messuskrúðann og altarissilfr- ið, sem er 150 silfurbikarar. messuvínkanna og oblátubauk- ur. Fyrir mörgum árum gáfu þessar sömu konur mjög vand- aða kertastjaka, og nú hafa þær enn tilkynnt. að þær gefi pen- inga, sem verði hluti af klukku sjóði. En svo margar eru gjaf- irnar og gefendur, að ekki verða neínir sérstakir tilgreind- ir, þótt vissulega verðskuldi að að vera nefndir allir. Eg vil hinsvegar nota tækifærið og votta þeim öllum þakkir. Það skiptir ekki máli, hvort gjöfin er stór eða smá, mest er um vert sá góði hugur, sem gjöf- unum fylgdi, og vona ég að sá einhugur, sem komið hefur fram hjá Kópavogsbúum i þessu máli, verði táknrænn um allt starf kirkjunnar um ókomna tíð. BERGMANN T í MIN N, sunnudaginn 27. janúar 1963 & i I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.