Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 2
INGÓLFUR DAVÍÐSSON GRÓÐUR OG GARÐAR: Hvernig kemur blómunum saman? OKKUR gengur misjafnlega að lynda vig annað fólk. Suma gengur okkur strax vel að blanda geði við, en kunnum e. t. v. ekkj a-lmennilega við aðra, jafnvel þótt þeir séu hin- um engu síðri að mannkostum. Dýrum kemur líka misjafnlega saman eins og allir vita, en hitt kemur kannski meira á óvart, ag jurtategundir „semdi“ einn- ig næsta misjafnlega. Þó eru þess mörg dæmi. Séu t. d. tóm- * atjurtir gróðursettar í húsi þar sem ilmskúfar (Levkoj) vaxa í, þá þola þær sambýlið ekki lengi. Ilmur ilmskúfanna getur jafnvel drepið tómatjurt á skömmum tíma. Afskorin blóm eiga líka misvel saman. Ef gleym-mér-ei og hvítasunnu- lilja eru settar saman í vasa, líður ekki á löngu þar til ilm efni hvítasunnuliljunnar gera út af við gleym-mér-eina. Ekki er heldur hentugt að hafa rós- ir og resedu saman í blóm- vendi. Resedurnar deyja fljót- lega en sigur rósanna er dýr- keyptur, þvi þær fölna líka fyrir tímann. Rósir og resedur eitra vatnið hvor fyrir annarri. „Rósaeitrið" er bara fljótvirk- ara. Dalalilja (Liljekanval) er hættuleg ýmsum jurtum. Hún getur líka verig vafasöm, t. d. er hættulegt að drekka vatnið, sem dalaliljur hafa staðið í. — Hafa orðið slys af því erlendis. Okkur þykir ilmur dalaliljanna indæll, en ilmefnin eru sumum jurtum banvæn. Fáar jurtir vaxa fast hjá dalaliljum úti i náttúrunni. Flestir dást að hin- um fögru nellikum bg fáir eru þeir, sem ekki eta epli með beztu lyst allt frá dögum Ad- ams og Evu. En ekki er hollt ag hafa epli og nellikur saman inni í stofu því að þá hanga og fölna nellikurnar fljótlega. Orsökin er sú að epli, bananar o. fl. þroskaðir ávextir gefa frá sér lofttegundina Etylen, sem orsakar skjóta visnun ým- issa afskorínna blóma og jafn- vel blóma pottjurta, ef ávext- irnir standa lengi í stofunni. T. d. alparós og Eupkarbía fara þá líka að fella blöðin. En auð- vitað er skaðlaust ag hafa epli stutta stund innj í stofu. Óhentugt er að verzla með blóm og ávexti í sömu búð. — * Samt er hægt að nota Etylen- efni ávaxtanna á vissan hátt, t. d. til að flýta fyrir því að brum sýrenugreina (disarunni) eða kastaníugreinar springi út, með því að hafa greinarnar í sama herbergi og þroskuð epli í sólarhring. Eplailmurinn get- ur skemmt spírur ýmissa fræja, eða jafnvel hindrað spírunina. Goðaliljur (kjasitur) hafa svip- uð áhrif. Þroskuð epli tefja spírun kartaflna. Tilraun var gcrg og voru 25 kg. af matar- kartöflum geymd í sama her- bergi og 5 kg. af eplum í janú- ar—júní. Spírun varð sáralít- il samkvæmt þessari amerísku tilraun. En „böggull fylgir skammrifi“. Það kemur væmið sætatoragð í kartöflurnar og moldarbragð kemur í eplin. E. t. v. er unnt að notfæra sér að- ferðina á útsæðiskartöflur? — Nellikur o. fl. blóm þola illa loftleysi, útgufunarefni frá þeim sjálfum geta þá verkað á þær sem eitur. Þarf jafnan að vera loftgott á jurtunum. — Þroskuð epli flýta þroskun hálf þroskaðra epla í geymslu. Sama er að segja um banana. Fyrir nokkrum árum átti að konia skip með banana til Gautaborg ar. Skipið kom, en ekki ban- anarnir. Þeir höfðu verig látn- ir grænir í lestina að venju og áttu að þroskast hæfilega á leiðinnj frá Vestunheimi. En dálítið af þroskuðum banönum hafði hlæðzt með um borð og það nægði til að afþroska og eyðileggja alla hina á leiðinni — svo varpa varg þeim í sjó- inn. Margt er undarlegt í náttúr- unnar riki. Ingólfur Davíðsson. i Rafveita Hafnarfjaröar óskar að ráða I í n u m a n n. Ums&Liarfrestur til 20. febrúar n.k. Rafveita Hafnarfjarðar Bíll til SÖIll Höfum til sölu GMC trukk með spili og gálga. Varahlutir geta fylgt. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. LANDNÁM RÍKISINS Hafnarstræti 6 — Stmi 18200 FALLEGIR KJÚLAR FALLEGAR KAPUR Verið velkomnar í hið smekklega úrval, sem Guðrúnarbúð hefur á boð- stólum, bætast nú við í dag, nýjar svlssneskar ullarkápur og Ijómandi fallegir kjólar Ef þér viljið vera smekk- lega klasddar, þá lítið inn í á Kiapparstíg 27 Vi ’W* FLUGSÝN HEFUR SUMARFERBIR MB—Reykjavík, 2. febr. Flugsýn h.f. hefur ákveðið að byrja nú þegar flugferðir með svipuðu sniði og í fyrrasumar. — Eins og kunnugt er, er þetta ó- reglubundið flug, þar eð fyrir- tækig hefur ekki leyfi til þess að auglýsa áætlunarflug. Grótti á Vatneyri í standsetningu SJ—Patreksfirði, 2. febr. Endurbætur eru hafnar hér á karfamjölsverksmiðjunni, sem Þorbjörn Áskelsson hefur nú keypt. Er verið að hreinsa til og lagfæra og mun ætlunin að stand setja verksmiðjuna í vor, þannig að hún geti tekið á móti síld til vinnslu. Auglýsinga- sími Tímans er 19523 VlÐAVANGUR f s.'ðasta tölublaði Dags á Ak- ureyri seigir svo í ritstjór.nar- grein: „Nú á ég tvo hundrað kalla“ „ENGINN sér það utan dyra á Ólafi Thors, að hann sé at- kvæðalaus í ríkisstjórninni, en þetta er einmitt sagt a'ð hann sé, samkvæmt stjóranrmyndu,n arsiamningnum — og fyrir- myndin livergi aðfengin, af því að þetta kvað vera ejnsdæmi í veraldarsöguimii um forsætis- rá'ðherra. Játningin En hvað um það. Ólafur Thors flutti þjóðtnni áramóta- ávarp sl. giamlárskvöld og þótt hann neyddist til að játa, að dýrtíð og vei'ðbólga hefði orðið stjórniinni ofjarl enn sem kom i'ð væri oig mundu vera almenin- ingi til Jiokkurra óþæginda, þá bar hann sig að öðru leyti borg- inmannlega. Frá landnámstíð EINS OG Dagur hefur síður bent á, gat liann þess m.a., að í tíð núverandi ríkisstjórnar heffii sparifé þjóðarinnar í bönkum og sparisjó'ðum nærri því tvöfaldazt, að krónutölu. Aukningin næmi því „nærri því jafnhárri npphæð og þjóð- in hafffli murlað saman allt frá landnámstíð“ og þar til „við- reisnarstjórnin“ hófst lianda. Hann siagði, að spariféð væri „hiið ytra tákn um mátt þjóðar- in,nar til að fást við ný verk- efni.“ Rýrnun krónunnar Skilja nrátti af þessum oiJð- um hans að þarna væri líka hið ytra og augsýnilega tákn um mátt ríkisstjórnarinnar og afrek. Nú standa þannig sakir, að gengi ís'lenzku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar, sem er viðmiðunargjaldmjðill, hefur lækkað um nálega samia hlutfall og innstæður sparifjár- ins hafa aukizt á þcssu tímabili og allur crlendur gjaldmiðill hækkað að sama skapi. Kaup- máttur krónunnar innian lands hcfur rýrnað stórkostlega. Kyrrstaóa SPARIFJÁRINNSTÆÐURN- AR, sem ráðherrann gumaffli af, eru þvi í heildinni svipafflar að verðmæti og sparifjárinn- stæðurnar voru þegar ríkis- stjórnin fór af stað. í þessum efnum liefur orðið hvimleiið kyrrstaffla, þótt ótrúlegt sé, þrátt fyrir hin miiklu góðæri náttúrunnar í aflabrögðum. Afrek ríkisstjórnarinnar í þessum efnum eru sams konar og stráksins, sem klippti eitt hundrað krónu seðilinn í tvennt, hampaffli helmingunum og sagffli: „Nú á ég tvo hundr- að kalla“, Eins fór forsætisráðherrann að. Slíku tákni veifaffli hann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar frarnan í þjóðina á gamlárs- kvöld. □ anuwmoaaBB hreyfilhitari með hitðstilli Smiðjubúðin við Háteigsveg. Sími 10033 2 T IIVI I N N, sunnudagur 3. fcbrúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.