Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 1
37. tbl. — Miðvikudagur 13. febrúar 1963 — 47. árg. „EG TEL MIG EKKI VERA SAKAMANN SK-Vestmannaeyjum og MB-Reykjavík, 12. febrúar. í nótt sem leið tók varðskip- ið Þór tvo báta að ólöglegum veiðum í landlielgi skammt vestur af Hjörteifshöfða. Voru bátarnir þar að veiðum fyrir innan fjögurra mílna Iínuna, en þarma er leyfilegt að veiða upp að henni. Annar þessara báta var Sævaldur frá Djúpa vogi, sem nú var tekinn þriðja skipti á skömmum tíma í landhelgi. Rannsókn í máli skiipstjórans á Sævaldi er ekki enn lokið, en skipstjórinn á hinum bátnum, Frigg frá Vest- mannaeyjum, hefur þegar ver- ið dæmdur í 20 þúsund króna sekt og afli og vei'ðarfæri gerð upptæk. Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum er mál skipstjór- ans á Sævaldi enn alvarlegra en þótt einungis um ítrekað landhelgiisbrot væri að ræða. I Ijós hefur komið við réttar- rannsókn, að skipið var alger- iega skipsskjalalaust, hafði m. a. hvorki skoðunarskírteini né haffærisskírteini og skipshöfn- in var þar af leiðandi ekki skráð á skipið. Einnig leikur einhver vafi á, að nokkur vél- stjóri með nægum réttindum hafi verið um borð. Skipstjór- inn telur sig að visu hafa þau, en þótt svo væri mundi það tæplega teljast nóg. Þá var tal- stöð skiipsiins einnig innsigluð. Skipstjórinn teiur sig ekki hafa viljiandi verið innan Iand helgislínunnar og telur bróður sinn hafa verið við stjórn skipsins, þegar atburðurinn átti sér stað. En vafi mun leika á, a'ð hann hafi réttindi til skáp Framh. á bls. 15. Hugmynd í málgagni danskra sósíaldemókrata: Norðurlandaráð faki Grænland upp á sína arma *ÞAÐ LEIKUR EKKI Á TVEI'M TUNGUM, að töskurnar eru fullar af bókum fræSum. Hins vegar verSur ekki annaS séS en skólafólkiS sé meS tóman maga þyrst. ÞaS er aS þyrpaSt þarna inn í sjoppu aS loknum tímum, og hefur lagt meSan, eSa öllu heldur gangstéttina, vegna þrengsla innan dyra. og þær bækur eru fullar af — eða kannski er það einungis lærdómstæki sin á hilluna á (Ljósm.: TÍMINN-GE). ,C3-Reykjavík, 12. febrúar. í DANSKA blaSinu Aktuelt, mál- gagni sósíaldemókrata, kemur í dag fram sú athyglisverSa hugmynd, aS NorSurlönd skuli cll taka aS sér uppbyggingu Grænlands i samein- ingu. Er um leiS lagt til aS næsti fundur NorSurlandaráSs verSi hald- inn á Grænlandi. Þessi tillaga er sett fram í sam- í bandi við þing Norðurlandaráðs, I sem nú er að hefjast, en í tillög- unni er því beint tU ráðsins, að i það taki Grænland að sér fyrir hönd landanna allra. — Geta ekki Norðurlöndin í : sameiningu unnið að því, að koma Norðurlandabúum öllum í skilning um, að Grænlandsmálið sé sam- norrænt mál og að Norðurlöndum öllum beri að keppast við að hindra, að vanþróað land verði til lengdar í næsta nágrenni við þau, segir í Aktuelt-greininni meðal annars. — Síðan heldur þar áfram: — Verkefni eru ærin á Græn- landi, skólar, stofnanir, vegir, við- skiptamál o. fl. Við Danir .megnum alls ekki að fylgjast með þeirri þróun. Við sendum hálaunaða menn þangað, en samtímis prútta stjórnmálamennirnir heima fjár- vcitingarnar niður og árangurinn verður, að mörg verkefni falla niður _eða sitja á hakanum. — Eg get vei ímyndað mér að œargir stjórnmálamenn hafi enga hugmynd um hið raunverulega á- stand Grænlands og því kemur | þessi tillaga: Framhald á 15. síðu. BJARTSVNIR um sölu FISKAFURÐANNA '63 JK-Reykjavík, 9. febrúar. ÚTFLYTJENDUR saltsíldar, skrelðar og saltfisks eru ánægð- ir yflr miklum aflaverðmætum HSins árs og bjartsýnir á horf. urnar á þessu ári, einkum hvaS markaSi snertir. Þetta kemur fram f febrúarhefti Ægis í grein- um þriggja framámanna í þess- um atvinnugreinum. Richard Thors skrifar um saltfiskinn og segir m. a., að fluttar hafi verið út rúmlega 28 þúsund lestir á árinu, nokk- ur verðhækkun hafi orðið, og söluhorfur megi teljast góðar á þessu ári. Um markaðina seg- ir Richard: „í heild má segja um alla okkar saltfisksmarkaði. að þörf þeirra var hvergi nærri fullnægt og langt frá því, að S.Í.F. gæti sinnt allri eftir- spurn eftir saltfiski”. Ingvar Hallgrímsson segir um skreiðina, að framleiðslan hafi verið lítil árið 1962, en hins vegar hafi skreiðarverðið hækkað. ingvar telur markaðs- horfur góðar og segir m. a.: ,.Það er erfitt að spá um verð- breytingar, en þó má telja það eðlilegt, að með vaxandi eftir- spurn, þegar fer að líða á árið 1963, þá megi gera ráð fyrir einhverjum hækkunum". Erlendur Þorsteinsson ritar um saltsíldina á metárinu 1962. Sumarsíldarsöltunin nam meira en 375 þúsund tunnum, sem Framhald á 15 síðu. BYRJADIR AFTIIR VIÐ BRETANN! -TB—Bruxelles, 12. febr. Holland og Belgíá vinna nú að tillögum um að taka upp á ný sam skipti miíli Breta og BBE, og er búizt við, að þessar tillögur verði fullsamdar nú í vikunni. Efni bcirra er enn þá haldið leyndu. Hollenzkii og belgískir embætt- ismenn hafa undanfarna daga átt miklar viðræður við fulltrúa brezku nefnaarinnar hjá EBE. Er hald manna, að tillögurnar fjalli um stjórnmálasamvinnu milli EBE-landanna og Bretlands, sem gcti orðið stökkbretti til efnahags- lcgrar samsiningar. Ekki er trú- lcgt að gert sé ráð fyrir í tillögun- um að beinar viðræður um upp- triku Breta í EBE verði teknar upp að nýju fyrst í stað. Að tillögunum hefur verið unnið bæði í Bruxelles og Haag, og er texti þeirra nú nær fullsaminn. Enn er ekki ljóst, á hvern hátt tiliögurnar verða lagðar fram, en formælendui Hollands í Bruxelles segja, að þær verði innan skamms pynntar hinum löndunum í EBE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.