Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 2
Utvegsmenn vilja lækkun á sköttum Aðalfunilur L.Í.Ú., haldinn í Reykjavík 28.—31. janúar 1963, gerði m.a. eftirfarandi ályktanir: „Fundurinn telur að sala á ís- lenzkum sjávarafurðum eigi að vera í höndum samtaka framleið- enda sjálfra í hverri framleiðslu- grein, og telur það mjög varhuga vert, að í þeim greinum útflutn- ingsins, þar sem slík almenn sölu- samtök framleiðendanna eru starf andi, sé einstökum aðilum veitt að- staða til þess að sitja að beztu mörkuðunum og vera iausir við að selja á óhagstæðari mörkuðum og taka þátt í kostnaði við að vinna nýja markaði. — Reynslan hefur og sýnt, að framboð frá mörgum aðUum á útflutningsafurðum hef- ur oft haft áhrif tH óeðlilegs verð lags þeirra.“ Aðalfundur Lúðrasveit- ar Rvíkur Aðalfundur Lúðrasveitar Reykja víkur var haldinn í Hljómskálan- um 28. janúar s.l. Magnús Sigur- jónsson, er verið hefur formaður sveitarinnar undanfarin tíu ár, baðst eindregið undan endurkjöri og var Björn Guðjónsson kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Þórarinn Óskarsson, rit- ari; Óskar Þorkelsson, gjaldkeri; Jóhannes Eggertsson, varaformað- ur og Halldór Einarsson meðstjórn andi. Lúðrasveit Reykjavíkur hyggst auka starfsemi sína til muna á þessu ári, en það, sem aðal- lega hefur staðið Lúðrasveitinni fyrir þrifum á undanförnum árum hefur verið skortur á rekstursfé. Lúðrasveit Reykjavíkur vonast nú ti! að með auknum skilningi ráða- manna Reykjavíkurborgar og ríkis ins á nytsemi sveitarinnar, takist í framtíðinni að afla sveitinni nægs rekstursfjár, þannig að starf semi hennar geti aukizt að mun, og hún megi á komandi árum halda áfram að setja svip sinn á hátíðahöld borgarbúa og skemmta þeim og öðrum lands- mönnum. Þess má geta, að hinn nýkjörni formaður er sonur Guðjóns heitins Þórðarsonar, er lengst af öllum var formaður sveitarinnar, eða samtals 20 ár. Björn hefur leikið með Lúðrasveit Reykjavíkur síðan árið 1943, eða frá því hann var 13 ára gamall. Lúðrasveit Reykjavíkur á þvi láni að fagna að fá áfram að njóta handleiðslu hins unga og snjalla ■stjórnanda, Páls Pampichlers Páls sonar. „Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að hlutast til um það, að meg- inhluti þess lánsfjár, sem hún hef ur tekið að láni í Englandi til upp byggingar atvinnuveganna, að upp hæð um kr. 240 millj., verði varið til þess að bæta úr lánsfjárskorti sjávarútvegsins til ýmissa fram- kvæmda til að tryggja sem hag- stæðasta nýtingu sjávaraflans." „ Fundurinn samiþykkir, vegna brýnnar nauðsynjar, að skora á samgöngumálaráðuneytið, að það hlutist til um, að áfram verði hald ið að kenna skipstjóraefnum sigl- ingafræði í landsfjórðungunum, eins og verið hefur nú í nokkur ár. Siglingaléyfi breytist þannig, að í stað þess að þau séu miðuð við jeyfi til siglingar 60 mílur und an íslandsströndum, gildi leyfin til siglinga og veiða á íslandsmiðum, enda sé aflanum landað í íslenzkri höfn.“ „Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að skipa nú þegar nefnd fiskifræðinga, fulltrúa út- gerðarmanna og fulltrúa skip- stjóra og sjómannasamtakanna. — Skal nefnd þessari falið að vinna að tillögum um aukna vernd fiski stofnanna gegn ofveiði og rán yrkju á hinum þýðingarmestu hrygningarsvæðum umhverfis land iff. — Skal nefnd þessi skila áliti til viðkomandi ráðuneytis, sem allra fyrst.“ „Fundurinn skorar á ríkisstjórn ina og stjórn Síldarverksmiðja rík isins að gera ráðstafanir til þess að flytja síld til bræðslu frá veiði stöffvunum suðvestanlands á kom- andi vori og frá höfnum austan- lands næsta sumar, til síldarverk- smiðjanna norðanlands. — Fundur inn vill benda á, að athugað verði hvort hagkvæmt væri að taka þá togara, sem ríkissjóður nú á og liggja ónotaðir, til þessara flutn- inga.“ „Fundurinn samþykkir að fara þess eindregið á leit við síldarverk smiðjueigendur á Norður- og Aust urlandi, að þeir geri fyrir n.k. síld arvertíð viðunandi ráðstafanir til þess að geta vegið þá síld, sem þeir taka við til bræðslu." „Fundurinn samþykkir að skora á rikisstjórnina að hlutast til um það við stjórn Seðlabankans, að vextir af I. veðréttarlánum sem veitt eru út á afurðir til útflutn ings verði lækkaðir niður í 5 og 5Vz% eða í það sama og þeir voru fyrir febrúar 1960.“ „Fundurinn telur nauðsyn bera til, að lánastofnanir veiti sérstök lán til að greiða fyrir kaupum og sölu eldri skipa innanlands, og séu lánin veitt til nokkurra ára.“ Skapvonzka Jón úr Vör hefur nú tekið við Bæjarbókasafninu í Kópavogi. — Hann gerðist bókavörður þar um síðustu áramót, en hefur verið starfsmaður safnsins í tíu ár. Jafn framt hætti Jón fornbókasölu, en Guðjón Guðjónsson, sem lengi hef ur verið starfsmaður við íþrótta- hús Jóns Þorsteinssonar, tók við fornbókaverzluninni, sem Jón rak við Hverfisgötu. Það var því rang hermi hér í blaðinu á sunnudag- inn, að Jón hefði fornbókaverzlun með höndum. Lægsta tilboðið frá Sandver s.f. Nýlega voru opnuð tilboð hjá InnkaupaitpJLaun Reykja- víkurborgar í sambandi við vesturbæjaræð hitaveitunnar. Þrjú tilboð bárust frá Al- menna byggingafélaginu, Sandver h.f. og Véltækni h.f Lægsta tiidoðið var frá Sandveri | og hljóðaði upp á fimm milljónir 776 þúsund og tuttugu aura. Til- j boð Almenna var 5 milljónir 854 j þúsund 360 kr., en Véltækni 7 milljónir 464 þúsund og 72 aur- ai. Enn þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða tilboði verður tekið. A FÖRNUM VEGI Hér er ofurlítill skrúðgarðapist- ill, sem blaðinu liefur borízt: „ÚT AF GREIN hjá Velvakanda í Morgunblaðlnu 30. (an. s.l. undlr- ritaðrl af Jóni H. Björnssyni, for- stjóra gróSrarstöðvarinnar Alaska, langar mig fil þess að gera athuga semd, þar sem ég tel, að þar komi það fram, er varði mjög garðyrkju- mennina og sé framangrelnd blaða- greln forstjórans i mótsögn við þá reynslu, sem vlð höfum aflað okk- ur [ löngu starfi I garðyrkju. Ég sé mér ekki fært að staðfesta með þögninni þá röngu staðhæfingar, sem að mínum dómi koma þarna fram. Þvl er nú þannig varlð, að reynslan verður ætið ólygnust, og maður er allt af að læra svo lengi sem maður liflr. ÞAÐ ER EKKI NÓG að byggja stað- hæfingar sínar á lestrl tímarits- greina, en Jón sagði I viðtall við mlg og fleirl, að það sem hann seg ir um trjákllppingar, sé úr banda- rísku timarlti, og er ég ekkl að varpa neinni rýrð á það, en ég tel alls ekki koma til greina að slá þvi föstu, að trjákllppingar megi fram kvæma á hvaða árstima sem er, eða að vorinu og á sumrin jafnt sem aðra árstíma. En að þvi kem ég síðar. HVAÐ ÞAÐ SNERTIR, sem Jón segir um íburð í garða verð ég að segje það, að þar finnst mér tala maður sem ekkert vit hefur á þvf, sem hann er að ræða um, og af þessum skrlfum hans er ekki unnt að draga aðra álykt- un. Allir ræktunarmenn, og á ég þar sérstaklega vlð bændurna, hafa talið það höfuðskilyrði ræktunar að bera vel á, og þá sérstaklega lif- rænan áburð. Ég vann við sveita- búskap þangað tll ég fluttlst hlng- að tll Reykjavíkur og gerðist garð- yrkjumaður, og f sveitinnl var það talið höfuðskllyrði að bera vel á túnln, og þá var ekki um loftáburð að ræða nema að takmörkuðu leyti. Þá var það húsdýraáburður, sem allt valt á, og ólíkt var taðan kraftmeirl þá en nú, síðan loft- áburðurinn kom tll sögunnar. Þó segja megi, að það sé ekkert höfuð skllyrði að fá aukna grassprettu af blettum sínum í bæjunum, þá er ég þeirrar skoðunar og hef fulla reynslu fyrir því, að þelr blettir, sem á er borlnn lífrænn áburður, séu alltaf f betri rækt en þeir blettir, sem á er borinn loftáburð ur eingöngu. — Þó borið sé vel lífrænn áburður í grasflötina, þeg ar frá henni er gengið, eyðast hln lífrænu efni fljótt úr jarðvegin- um, og þá verður að endurnýja áburðargjöfina með nýjum skammti af lífrænum áburði. Þær staðhæfingar Jóns H. Björns sonar að flytja megi tré og runna yfir vor- og sumarmánuðina eða meðan trén eru laufguð, tel ég frá leitar, og ef forstjóri gróðrarstöðv arinnar Alaska vill eitthvert mark láta á sér taka, er ég hissa á því, að hann skuli láta slíka reginvit leysu frá sér fara. ÞÓ FJARLÆGJA MEGI laskaðar grelnar án þess til skaða verði, þá þarf að laga tréð i vexti og oft að taka af þvi stórar greinar, sem óþarfar eru og rekast f önnur tré eða liggja þannig, að nauðsynlegt er að taka þær. Og f eldri hverf. um hér í borg, þar sem litlir garð ar eru en plantað hefur verlð þétt í þá miklu af trjám, er óhjákvæmi legt að skerða allmikið trén til þess að bæta útlitið og fá birtu í garðinn. Slíka grisjun kemur ekkl til mála að framkvæma nema þeg- ar safarennsli er ekkert úr trján um eða á þeim tíma, sem trén eru í dvala. Heppilegasta tímann til trjákllpplnga tel ég vera I jan úar, febrúar og marz, eða þangað til trén fara að lifna, sem fer dá- lítið eftir því, hvernig tfðin er þeg ar fer að vora. Ég hef fyrir mér ummæli fróðra manna í þessum sökum, að fráleitt sé að fram- kvæma trjáklippingar, eftlr að tré in eru farin að laufgast, enda styðst ég einnlg vlð sjálfs mín reynslu i þessu efni. EG VIL AÐ lokum benda forstjóra gróðrarstöðvarlnnar Alaska á það, að þó hann hafi ekkl möguleika á að láta fyrirfæki sitt annast fram angreinda þjónustu við garðeigend ur á þeim tfma, sem hana þarf að inna af hendi, þá sé að mínum dóml ekki rétt að nota þær að- ferðir, sem hann notar og enda vafasamt fyrir hann sjálfan, ef taka ætti eitthvert mark á ráð- leggingum hans. Agnar Gunnlaugsson." Það má lesa það út úr Reykjavíkurbréfi Bjarna Bene- diktssonar í Mbl. á sunnudag- inn, að það er flefnn í hans holdi að Framsóknarmenn skuli yfirleitt koma nálægt samtök- um sem styðja aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og efla vilja vestræn menningarsam- skipti. Þetta er af því að sú staðreynd gcngur þvert á allt tal hans um „Þjóðfylkingu Framsóknar og komma“. Er Bjarni greinilega mjög argur ut af öllum lofræðunum hans Einars Olgeirssonar á þingi að undanförnu um ágæti Sjálf- stæðisflokksina. Hefujr Einar og í þessum ræðum Iátið ótví- rætt í það skína, að þessar ræður hans séu eins konar þakkarkvittun fyrir kosning- una í Norðurlandaráð og Sogs- virkjunarstjórn. í þessum ræð- um hefur Einiar ráðizt harka- lega að Framsóknarflokknum og sagt hann og alla Framsókn- armenn mjög óheila í öllu sam starfi. Nú er eins og Bjarni sé farinn að taka upp þráðinn hjá Einari. Kannski fáum við bráðum nýja ræðu frá Bjarna um viðsýni og gáfur Einars? Svona var hljóðið í þeim þá S.l. sunnudag birti Alþýðu- blaðið heilsíðumynd af Alþýðu- blaðinu, sem út kom í júlímán- uði 1931. Helztu greininni á forsiðu lýkur með þessum orð- um: „Jafnaðarmenn eru á móti atvinnurekstri einstakra manna en með atvinnurekstri af hendi hins opinbera í sameign fjöld- ans á framleiðslugögnunum. Þeir eru á móti öllum konung- um, konungsmóttökum og öðr- um slíkum hégoma. Þeir vííjá ekki ganga i ábyrgð fyrir spek- úlantana — sníkjudýrin á þjóð- félagslíkamanum. Oig þeir vilja heldur ekki þola það að fjöldi fólks verði að lifa í slík- um húsakynnum, að stórhættu- legt er velferð þess andlegri og líkamlegri“. Svona var nú hljóðið í þeim strokk þá. Eftir 30 ár Nú er Alþýðuflokkurinn búinn að berjast fyrir þessum hugsjónum í 30 ár og haft mikil ítök og oft setið í ríkisstjórn, svo að eitthvað hlýtur að hafa miðað. Það er víst af og frá, að hann hafi nokkurn tíma „geng- ið f ábyrgð fyrir spekúlanta“ eða sér nokkur þess vott í rfk- isstjórn? Greinin fyrir 30 ár- um var skrifuð sem árás á tog- araeigendur. Alþýðuflokkurinn var alveg á móti því, að ein- staklingai ættu slík atvinnu- tæki sem önnur. Einstaklingar áttu ekki að reka slík tæki held ur hið opinbera. f þessu efni hafa „jafnaðarmenn“ unnið í samræmi við stefnumarkið að minnsta kosti í einu tilfelli svo vitað sé. Þeir’ fólu góðura „jafn- aðarmanni“ rekstur togara f eigu hins opinbera „sameign fjöldans“ og sú útgerð hefur orðið allfræg og kennd við Brimnes. Það þarf varla að víkja að þessu með ógeðið á konungum og öðru slíku fólki. Það er víst enn við Ivði í Alþýðuflokknum, er það ekki? Undir þessari stórmerku grein fyrir 30 árum var svo bessi vísa: Eg veit ekki hver ég er. Eg veit ekki hvert ég fer. Og hlæjandi bikarinn ber ég að vör. f brotsjóum hlæjandi stýrl cgknör. T í M I N N, miðvikudagur 13. febrúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.