Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER úr málmi, og niður úr honum héngu bönd með dúskum á, síðan kom ferhyrnt swastiku-flagg, sem á var letrað stórum stöfum: „Deutschland Erwache!" (Þýzka- land vaknaðu“). Ef til vi'll var þetta ekki „list'% en það var áróður á hæsta stigi. Nú höfðu nazistarnir tákn, sem tákn einskis annars flokks gat jafnazt á við. Hakakrossinn virtist hafa yfir að ráða einhverjum dul- armætti, sem gaf hinum áður óör- uggu lægri stéttum merki um að hefjast handa, og stefna í nýja átt, en fram til þessa höfðu þær ráfað um stefnulaust á fyrstu upplausn- arárunum milii styrjaldanna. Þær byrjuðu að hópast saman undir merkjum hakakrossins. Tilkoma foringjans Sumarið 1921 tók hinn rísandi æsingamaður, sem hafði sýnt svo undraverða hæfileika, ekki aðeins sem ræðumaður heldur einnig sem skipuleggjari og áróðursmeist ari, algerlega að sér forystu flokksins. Um leið gaf hann sam- starfsmönnum sínum forsmekkinn af miskunnarleysi því og kænsku, sem hann átti eftir að beita á svo árangursrikan hátt síðar meir á örlagarfkum augnablikum. Snemma um sumarið hafði Hitl- er haldið til Berlínar til þess að komast í samband við þjóðernis- sinnaöflin í Norður-Þýzkalandi og til þesS að halda ræður í Þjóðar klútobnum, sme var aðalbækistöð þeirra. Hann vildi athuga mögu- leikana á því, að útbreiða hreyf- ingu sína utan landamæra Bay- ern, til annarra hluta Þýzkalands. Ef til vill tækist honum að komast í góð sambönd í þessum tilgangi. Á meðan hann var fjarverandí, á- kváðu hinir- stjórnarmeðlimir Nazistaflokksins, að nú væri stund in runnin upp til þess að bjóða formennsku hans byrginn. Þeim fannst hann orðinn of einráður. Þeir stungu upp á, að samvinna tækist með þeim og flokkum í Suður-Þýzkalandi., sem hefðu svip uð stefnuskrármál, sérstaklega sósíalistaflokknum, sem frægur Gyðinga-ofsóknari, Julius Strei- cher, svarinn fjandmaður og keppinautur Hitlers, var að skipu- leggja í Niiremberg. Stjórnin var þess fullviss, að tækist að fá þessa flokka, og hina metnaðargjörnu foringja þeirra, til þess að sam- einast nazistunum, þá myndi vald Hitlers minnka. Hitler flýtti sér aftur til Miin- chenar, þegar hann gerði sér grein fyrir, hvað þar var á seyði, til þess að gera að engu klækja- brögð þessara „heimsku geðsjúkl- inga,“ eins og hann kallaði þá í Mein Kampf. Hann bauðst til þess að segja sig úr flokknum. Þetta var meira en flokkurinn hafði ráð á, eins og stjórnin gerði sér fljót- lega ljóst. Hitler var ekki aðeins bezti ræðumaður flokksins, held- ur var hann einnig þeirra bezti ski.puleggjari og áróðursmaður. Auk þess var það ha-nn, sem afl- aði riú meiri hluta þess fjár, sem samtökin höfðu yfir að ráða, með samskotum á fjöldafundum, þar sem hann sjálfur hélt ræður og sömuleiðis frá öðrum penjnga- uppsprettum, þeirra á meðal hernum. Yfirgæfi hann Nazista- flokkinn, sem' nú var farinn að blómstra, myndi það án efa leiða til þess, að hann yrði að engu. Stjórnin neitaði að taka við úr- sögn hans. Hitl.er, sem nú hafði sannfærzt um það, hversu sterk aðstaða- hans var, krafðist algjörs valdaafsals hinna leiðtoganna. Hann krafðist einræðisvalds til handa sjálfum sér, sem eina for- ingja flokksins, stjórnarnefndin yrði afnumin, og endir bundinn á leynimakk við aðra flokka, eins og t.d. flokk Streichers. Þetta var meira en hinir stjórn- armennirnir gátu þolað. Undir forystu stofnanda flokksins, Ant- ons Drexler, bjuggu þeir kæru á hendur hinum verðandi einræðis- herra, og dreifðu henni í bæklings formi. Þarna voru samankomnar þær alvarlegustu ákærur, sem Hitler átti nokkru sinni eftir að verða fyrir af höndum manna úr hans eigin flokki — þ.e.a.s. þeim, sem vissu yfllilega, hvern mann hann hafði að geyma, og hvernig hann starfaði. í bæklingnum stóð m.a.: Valda- græðgi ' og persónulegur metnað- ur hefur orðið til þess, að Adolf Hitler snéri aftur til starfa sinna, eftir sex vikna dvöl í Beriin, en enn þá hefur ekki komið í ljós, hver var ástæðan fyrir þessari ferð hans þangað. Hann álítur, að hinn rétti tími sé kominn til þess að koma af stað óeiningu og sundrung meðal okkar, með aðstoð skuggalegra manna, sem standa að baki honum, og bæta þannig hagsmuni Gyðinganna og vina þeirra. Það kemur greinileg- ar og greinilegar í ljós, að mark- mið hans er einungis • að nota Nazistaflokkinn sem stökkpall fyr- ir hans eigin ósiðavöndu ætlunar- verk, og ná undir sig forystunni til þess að neyða flokkinn inn á nýjar leiðir á sálfræðilega réttu augnabliki. Þetta kemur hvað bezt í ljós í úrslitakostum þeim, sem hann setti foringjum flokks- ins fyrir nokkrum dögum, þar sem hann krefst m.a., að honum verði fengið í hendur algert ein- ræðisvald innan flokksins, og stjórnin, þar á meðal Anton Drex- ler lásasmiður, stofnandi og leið- togi hans, dragi sig í hlé. . . . Og hvaða aðferðir notar hann svo í baráttunni? Þær sömu og Gyðingar. Hann rangfærir hverja staðreynd . . . Nazistar! Takið af- stöðu til slíkra manna! Gerið eng- in mistök. Hitler er æsingamað- ur . . . Hann trúir því, að hann sjálfur sé fær um að fylla ykkur með all'S konar sögum, sem eru allt annað en sannar . . . Ásakanirnar voru j rauninni réttar, enda þólt þær væru gerð- ar veikari með bjánalegum and- semitisma ( að Hitler hegðaði sér eins og Gyðingur), en það, að birta þær opinberlega, var ekki eins áhrifamikið fyrir uppreisnar- mennina, og þeir höfðu haldið.. Hitler fór samstundis með meið- 19 yrðamál á hendur höfundum bækl ingsins, og Drexler sjálfur var neyddur til þess að bera þær til baka á almennum fundi. Á tveim- ur sérstökum fundum lagði Hitl- er fram friðarskilmála sína. Lög- unum var þannig breytt, að hon- um var veitt einræði sem forseta flokksins, og stjórnarnefndin var lögð niður. Hinum auðmýkta Drexler var veitt uppreisn með því að gera hann að heiðursfor- seta, en hann hvarf brátt af sjón- arsviðinu í júlí 1921 voru svo sett „foringjalögin", sem íyrst voru lög Nazistaflokksins, en síðar Þriðja ríkisins. „Fiihrer" þýzku þjóðarinnar var kominn fram á sviðið. „Foringinn" hófst nú handa um að endurskipuleggja flokkinn. Skuggalega bakherbergið í Ster- neckerbrau var látið sigla sinn sjó, en í augum Hitlers var það líkara grafhvelfingu en skrifstofu, og nýjar skrifstofur fengnar í annarri krá í Corneliusstrasse. Þær voru mun bjartari og rúm- betri. Gömul Adler-ritvél var keypt með afborgunarskilmálum, og smátt og smátt bættust við eignirnar peningaskápur, skjala- skápar, ýmiss konar húsgögn, sími og að lokum launaður ritari. Peningarnir voru að byrja að streyma inn. Um það bil ári áður, í desember 1920, hafði flokkurinn komizt yfir dagblað, sem var í hinni mestu niðurníðslu og djúpt ■sokkið í skuldir, Völkischer Beo- bachter, and-semitískt sorpblað, sem kom út tvisvar i viku. Ná- kvæmlega hvaðan 60 þúsund mörkin komu, sem greidd voru fyrir blaðið, er ekki vitað. Það var leyndarmál Hitlers eins, en vitað er, að Eckart og Röhm fengu tal- ið Ritter von Epp hershöfðingja, lö'greglumaður. — En hr. Rodney var svo vingjarnlegur að koma hingað. Eg vissi ekki, hvað égi átti að segja, ég heyrði aðeins! rödd mína segja undarleg,! bjánaleg orð. Gertrude starði upp[ glenntum augum fram fyrir sig, I hún kreisti saman munriinn. Svo hné hún skyndilega niður. Það er erfitt að hugsa um þenn- an voðalega tíma. Það leið á löngu, unz hún kom aftur til með- vitundar. John Rodney var mjög hjálpsamur. Við meðhöndluðum það eins og taugaáfall. Við hlúð- að henni með hitaflöskum, og ég hringdi til dr. Keet, og hann lof- aði að koma eins fljótt og mögu- legt væri. Hann sagði, að það væri gott, að hún hefði misst meðvit- und. Hann hlaut að hafa heyrt um Sylvester, því að hann varð ekkert hissa, þegar ég sagði hon- um, hvað hefði gerzt. John Rodney var hjá mér, þang- að til dr. Keet og kona hans komu. Eg þekkti hana rétt aðeins í sjón, vegna þess hve hún var sjaldan í samkvæmum. Hún var lítil og þéttvaxin með rauðar kinnar og fjörleg augu, sem nú voru full samúðar. Það var undarleg tómleikatil- finning innra með mér, og ég var fegin því. Eg vildi ekki finna nokkurn skapaðan hlut. Eg vildi ekki gráta. Eg gat ekki hugsað mér að tala um Sylvester . . . vildi ekki muna, hvað hann hafði verið góður. Einhvern veginn varð ég að reyna að gleyma honum . . Frú Keet svaf inni hjá Gertrude um nóttina. Þegar Gertrude vakn- aði, gaf dr. Keet henni aftur sprautu, svo að hún sofnaði aftur. Fyrst þegar ég var alein á kvöld- in, rann upp fyrir mér, hversu tómlegt og eyðilegt líf beið mín Allir, sem mér hafði þótt vænt um, allir þeir, sem elskuðu mig, voru dánir. Clare Breton Smith Afi minn . . . en ég mátti ekkij hugsa um hann. Þá varð mér illt og ég fékk svo mikinn hjartslátt. j Svo vesalings ungfrú Abby og . . . núna síðast Sylvester. Morguninn eftir horfði ég á tómt rúmið hans og mundi allt á ný. Eg flýtti mér að klæða mig og ganga út S hlýtt sólskinið. Eg byrjaði að vinna í garðinum. Eitt- hvað varð ég að hafa fyrir stafni. Dr. Keet kom árla og hafði með sér hjúkrunarkonu. Nokkru síðar kom Carmichal majór frá lögregl- unni í Mbabane. Eg sat j stólnum hennar Ger- trude með fætuma á litla skeml- inum og horfði undrandi á þá. Þeir voru ákaflega alvörugefnir og mjög vingjarnlegir, þegar þeir báðu mig að segja það, sem ég vissi. — En ég veit ekkert, sagði ég Síðan sagði ég þeim frá fyrirætl unum mínum að fara á þetta upp boð, en að kvöldið áður , . . hefði maðurinn minn sagt, að ég mætti ekki fara ein. Eg gat ekki fengið mig til að nefna nafn Sylvesters. Eg sagði þeim frá kakóinu, sem hann hefði útbúið handa mér og bætti við: — Eg held, að það hljóti að hafa verið svefnmeðal i því, en hvers vegna skyldi hann gefa mér það? Ef hann hefði sagt mér, að hann vildi helzt fara einn, hefði ég skilið það. — Hefðuð þér gert það? spurði majorinn og horfði rannsakandi ofan í gólfið. — En hver sagði honum, að þér hygðust fara til Spongeni? Móðir hans? — Eg veit það ekki. Eg hafði farið snemma í rúmið, vegna þess að ég hafði höfuðverk. Eg var sofnuð, þegar Syl . . . þegar mað- urinn minn kom inn Eg kreppti fast hnefana. — Eg get sagt yður það. Dr. Keet hallaði sér fram og andlit hans var mjög alvarlegt — Frances Blandford. — Frances, kallaði ég upp, svo skildi ég. — Guy hlýtur að hafa sagt henni frá því. Eg sagði hon- um það í síðustu viku. — Nei, það var ekki hann, sem sagði henni það. Eg veit ekki, hvers vegna, en hann hafði ekki nefnt það við hana. Eg braut heil ann um, hvers vegna dr. Keet horfði svona undarlega a mig. — Eg bað, hann ekkert fyrir það, sagði ég hraðmælt. Carmichal majór var hugsi: — Svo að Frances heyrði það hjá öðrum? — Hún þaut heim úr kokkteil- boði. Guy uppgötvaði, að hún var horfin, varð óttasleginn og fór á eftir henni. Hann kom heim í þann mund, að hann heyrði hana grátbiðja Sylvester að láta Elisa- bethu ekki fara til Spongem Guv var mjög kvíðafullur. hann sagði að Frances hefði verið í óskap- legu uppnámi. — Én hvers vegna skyldi hún vera það? Dr. Keet yppti öxlum — Eg veit ekki meira en þú. Eg reis upp. — Eg skal hringja til hennar og spyrja hana. — Eg er hræddur um, að hún jSé ekki heima. Hún er á sjúkra- húsi. — Er hún veik? En . . . — Hún fékk taugaáfall, þegar ; hún frétti um Sylvester . . . I — En . . . Eg starði ráðþrota á hann . — Eg veit, að henni féll vel við hann, en . . . Eg leitaði í huga mér eftir ástæðu. — Það er ekki það. Orð dr. Keet hljómuðu eins og sprenging ' í herberginu. — Hún tönnlast á [því allan tímann, að það hefði get að verið þú . . . — En það er fáránlegt . . . Bara jvegna þess . . . að hann keyrði út af . . . Carmichal majór þorfði alvöru- ! gefinn á mig. — Þetta var ekkert , venjulegt slys, Elisabeth Eg fann, að ég náfölnaði. Eg vissi, hvað kom fyrir fólk, sem þótti vænt um mig. Hvað eigið þér við? Eg hélt, að ég hefði hróp- að, en orð mín urðu að lágu , hvísli. Dr Keet tók fast um hendur mínar og þrýsti þær. — Sylvester var myrtur, Elisa- beth Andlit hans hvarí mér í þoku Svlvester hafði verið myrtur . 2 KAFLI Það var undarlegt líf. sem nú hófst Þegar frú Keet fór aftur til Mbabane varð systir Keogh | Gertrude var, að því er virtist, ; meðvitundarlaus mestallan tím- j ann, en ef systir Keogh skrapp út til að fá sér frískt loft, j settist ég venjulega fyrir utan ( dyrnar hjá Gertrude — hún vildi ; ekki sjá mig inn til sín. Og þá heyrði ég oft braka í rúminu, ég (heyrði fótatak og skúffur dregn- ar út. Eg sagði systir Keogh ekki frá ! því. Eg áfelldist heldur ekki Ger- trude. Eg öfundaði hana. Eg ósk- aði oft sjálf, að ég gæti hlaupið j felur og forðazt annað fólk í nokkra mánuði. Allir vildu vera vingjarnlegir, en það voru marg- ir, sem skildu ekki, að þeir sýndu imesta tillitssemi með því að láta eins og ekkert hefði gerzt. Og ég óskaði, að lögreglan hætti þessum sífelldu yfirheyrsl- um. Þeir urðu að bíða lengi, áður en þeir fengu að tala við Ger- trude, og þegar þeir fengu leyfi til þess, hafði hún ekkert sérstakt að segja þeim. Hún sagði, að hún hefði oft ekki séð Sylvester fyrr en um hádegi, og því hefði hún ekki verið neitt hrædd um hann. Hún hafði ekki heldur hugmynd um, hvers vegna Frances hafði hringt til hans. Eg ók til sjúkrahússins til að heimsækja Frances, en var sagt, að hún gæti ekki tekið á móti heimsóknum. Eg heyrði orða- sveim um, að hún værí orðin hálfskrýtin . , . já, sumir sögðu, rið hún væri að missa vitið. Eg skildi þetta ekki. T f M I N N, miðvikudagur 13. febrúar 1963. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.