Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 16
• * •»*»"* * -I. Miðviðkudagur 13. febrúar 1963 37. tbl. 47. árg. ii' ií n iTf 1 " 'H ■'* • * ' i .i ' ' i (■■} . f • i f * m f / nf; ' f i i i r t i Fyrsta morðið í Eiffel-turninúfft? Stefanska annað kvöld CZERNY-STEFANSKA HF-Reykjavík, 12. febrúar. SÍDASTLIÐIO HAUST átti Tón- listarfélaglð 30 ára afmæli. Það var stofnað árið 1932 af tólf ungum á- hugamönnum, flestum úr Hljóm- svelt Reykjavíkur, sem þá var. Til- gangur þess var meðal annars, að efla íslenzkt tónlistarlíf 09 bæta að- Stöðu íslenzkra tónlistarmanna, — bæði til náms og starfs, en alls al- mennings til tónnautnar. Ekki verður annað sagt en að Tónlistarfélaginu hafi farizt þetta hlutverk vel úr hendi. Það hefur rekið Tónlistarskóiann með aðstoð rikis og borgar, stofnað Sinfóníu- hljómsveitina að nokkru leyti upp úr Hljómsveit Reykjavíkur, og séð um að hún sé ævinlega full- skipuð, komið upp Tónlistarkórn- Framh. á bls. 15. Verkaiýðsmálafréttir KB—Reykjavík, 12. febr. Um síðustu helgi var haldinn á Akureyri sameiginlegur fundur | Verkakvennafélagsins Einingar og v erkamannafélags Akureyrar. Var tilefni fundarins að framkvæma cinróma samþykktir beggja félag-1 anna um sameiningu. Hlaut hið nýja félag nafnið Verkalýðsfélag- ið Eining. í stjórn félagsins voru kjörin Björn Jónsson, formaður, Þorir Daníelsson, varaformaður, Rósberg G. Snædal, ritari, Vilborg Guðjónsdóttir gjaldkeri og þau Björgvin Einarsson, Auður Sigur- pálsdóttir og Ólafur Aðalsteins- son meðstjórnendur. Stjórnarkjör í Múrarafélagi Reykjavíkur fór fram um síðustu helgi. Hlaut A-listi stjórnar og trún aðarráðs 128 atkvæði, en B-listinn 78 atkvæði. Formaður er nú Einar Jónsson. (Framh. á blaðsíðu 15). Á sunnudaginn lét 320. fórn ardýr Eiffel-turnsins lífið, og er það jafnframt talið fyrsta morðið, sem þar er framið. Hingáð tií hefur turninn verið vinsæl sjálfsmorðsmiðstöð, en í þetta sinn báru tvö vitni, að Francesco Toledo-Pernia (til hægri) hafi ýtt konu sinni, Dolores (til vinstri), út af brún- inni, þar sem merkt er með svartri ör á myndinni af turn- inum. Fallið var 57 metrar, og bendir Ijósa örin á, hvar eigin- konan kom niður. Eiginmaður- inn sjálfur heldur því fram, að uin sjálfsmorð hafi verið að ræða. Dagens Nyheter ræðir við Guðlaug Rósinkranz á 60. afmælisdegi hans NJÁLS SAGA NÆSTA VERKEFNI EDDA FILM? Rtykjavík, 12. febrúar. Guðlaugur Rósinkranz þjóð leikhússtjóri er á ferð erlend- Skoðar eld- f jöll Alaska Dr. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON IGÞ-Reykjavík, 12. febrúar. DR. SIGURDUR ÞÓRARINSSON, jarðfræSingur, er nú á förum vesf- ur til Bandaríkjanna, þar sem hann mun flytja fyrirlestra við ýmsa há- skóla um jarðfræðileg efni. Það er Ameríska landfræðinga- félagið, sem hefur fengið dr. Sig- urð til að fara þessa fyrirlestra- ferð. Alls er reiknað með, að hann flytji fyrirlestrana við tólf háskóla í Kanada og Bandaríkj unum, tvo til fimm fyrirlestra við hvern skóla. í þessum fyrirlestr um mun dr. Sigurður fjalla um ýmisleg íslenzk 1 eldfjöll. öskulög hér á landi, uppblástur og fleira Hann mun m. a. ræða um síðasta Öskjugos í fyrirlestrum sínum. Dr. Sigurður hefur í hyggju að enda för sína í Alaska og fljúga þaðan hingað heim hina svoköll uðu pólarleið. Alaska er mikil Framhald á 15. síðu. is þessa dagana, og í gærdag, sem var 60. afmælisdagur GuS laugs, birtist eftirfarandi við- tal við hann í Dagens Nyheter: „Gegnum vetrarmóðuna í Stokk- hólmi hillir undir þjóðleikhús- stjóra íslands, Guðlaug Rósin- kranz, sem kemur gangandi með skjalatöskuna sína. Nú er hann í utanferg að fara í leikhús og kaupa leikrií. Og ekki ber á öðru en hann sé kominn með „Stoppa varlden" í skjalatöskuna sína. — Þegar ég ákvað að setja „My fair lady“ á svið Þjóðleikhússins í Reykjavík. var mér úthúðað fyr- ir það á alla lund, sagði þjóðleik- hússtjórinn, þegar við tókum hann tali. En við höfðum eiginlega ekki neitt til neins að ráðast í verkið. Samt vildi ég fyrir hvern mun reyna. Eg valdi unga stúlku, sem | aldrej hafði áður komið fram á leiksviði, hún var flugfreyja hjá Loftleiðum, og ég hafði heyrt, að hún hefði góða söngrödd og fram- komu. Hún heitir Vala Kristjáns- son, dóttir Einars óperusöngvara. Eg bað aðstoðarleikstjóra að kíkja á hana fyrir mig og prófa hana. Gg aldrei höfum við dottið eins í lukkupottinn og með því að ráð- ast í þetta í Reykjavík. Söngleik- urinn gekk 68 sinnum fyrir troð- fullu húsi. Af 75 þús. íbúum Rvík- ur sáu 45 þús. leikinn — Við græddum tvær milljónir króna árið 1962, og það er meira en flest leikhús geta slært sig af. Framh á bls. 15. ÁRSHÁTÍÐ FÖSTU- DAGINN 22. FEBR. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í Rtykjavík halda árshátíð sína föstudaginn 22. febrúar næst kumandi. Árshátíðin verður hald- m í Glaumbæ. Til Iiennar verður vandað sem bezt og verði stillt í bóf. Munið. Árshátíðin vcrður 22. febrúar Einn kominn á net MB—Reykjavík, 12. febr. Einn Reykjavikurbátur, Hannes Hafstein, er hættur á línu og lagði net í gær Ekki mun aflinn hafa verið góður, að því er heyrzt hef- ur, en báturinn er væntanlegur að um níuleytið í kvöld, „með nokkra fiska“, eins og það var orðað. Eins og kunnugt er hefur línufiskiiiið verið mjög slæmt hjá Reykjavík- urbátum að undanförnu. Bíllinn stnkkst ofun / skurð 'iLr—Fornahvammi, 12. febr. í dag um tvöleytið varð bílslys i * Norðurárdalnum, skammt fyrir .ieðan Hreimsstaði. Þar fór Mosk vits fólksbifreið út af vegirium og stakkst ofan í djúpan skurð. Kon i an, sem ók bifreiðinni. slasaðist I uokkuð en maður hennar og son-1 u sluppu ómeiddir. Moskvits bifreiðin var á norður- •uð, er slystð varð. í henni voru r.jón frá Hvammstanga og sonur iteirra. Ók sonan bílnum. Er þau i’oru á leið niður brekkuna skammt neðan Hreimsstaða rann bíllinn til á hálku í beyejunni og hefur kon- unni ekki tekizt að rétta bílinn aftur af. Stakkst hann þar ofan í skurð. Feðgarnir sluppu alveg ómeiddir en konan meiddist nokk- uð á höfði og fæti. Var hún flutt hcim að Hreimsstöðum og náð í Þórð Oddsson, lækni á Klepþjárns- rcykjum. ’■ '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.