Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 13
ÁSTARHRI'NGURINN verður sýndur I kvöld kl. 8,30 í Iðnó. — Örfáar sýn- Ingar eru nú eftir á þessu leikriti, en L.R. frumsýnir væntanlega nýtt lelkrit um næstu mánaðarmót. Á meðfylgjandi mynd eru þau Guðrún Ásmundsdóttir og Helgi Skúlason í hlutverkum „Ijúfu stúlkunnar" og „skáldsins". Sinfóníuhljómsveit íslands hélt r.íundu tónleika sína í samkomu- ! sal Háskólans þann 7. febrúar s.l. Stjóniandi var að þessu sinni j ungur íslendingur, Ragnar Björns- son organleikari, og karlakórinn Fóstbræður aðstoðaði. Inngangur tónleikanna var Rómanza með' til- birgðum op. 51 eftir E. Grieg. — Ekki skortir á stemmingu og ljóð- lænar línur í þessu verki, en þótt sjalfur Grieg standi þar á bak við, er það sem hljómsveitarverk, held- ur grannt og viðalítið og nálgast að vera langlokukennt og var ekki örgrannt um, að áhugi hlustandans væri hálf daufgerður þrátt fyrir hnökralítinn og víða áferðarfall- egan flutnin.g. Danska tónskáldið J. P. Hart- j mann (1805—1900) er kunnur hér á landi, fyrir sínar minni tón- smíð'ar. Stóð hann föstum fótum í músiklífi I 'anmerkur á fyrri öld, sem menntaður o.g ve! kunnandi músikant. Hann hefir orðið fyrjr áhrifum frá Eddu-kvæðunum og eit.t stærsta verk sitt Völuspá, sem ur hann við hluta úr þeim og var j það fyrst fært upp í Kaupmanna- j höfn 1872 af söngfélagi stúdenta þar í borg og frá háskólabænum I,undi. Efni textans í þessu verki er bæðj kjarngott og mergjað og \ á þeim tíma sem verkið er sam- ið eða á síðrómantíska tímabilinu hefur það vafalaust þótt þungt og mikilfengle.gt, en sem kórverk heldur það velli þann dag í dag, þótt ekki risti þar allt jafn djúpt. Er t.d. bassatemað, sem verkið hefst á verulega fallega unnið, og eins sú stígandi sem á eftir fylgir. Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Ragnars Björnssonar, með aðstoð Sinfóníuhljómsveitar- ínnar, flutti verKið og hefjr stjórn- andanum tekizt þarna vel að sam- ræma söng og músikaðstoð, var þarna öllu í hóf stillt, og söngur þeirra kórfélaga jafn og áheyri- '.egur. Á undan flutningi Völuspár las Lárus Pálsson leikari þann hluta Eddu-kvæðanna, sem efnj verksins byggist á. Gerði hann innihaldi þeirra kvæða, sem hann las svo góð skil að hið þróttmikla innihald þejrra varð áheyranda, enn, ljósara að lestri loknum. Að síðustu lék svo hljómsveit- in áttundu sinfóníu Beethovens og var leikur bennar þar, yfirleitt j lýtalaus og víðast hvar góður. — i Ragnar Björnsson stjórnaðj þarna bæði kór og hljómsveit, og hefjr honum vel tekizt, þar eð hljóm- -veitarstj. er ekki það sem menn Koma fullkomnir að í fyrsta sinni. Góð stjórn byggist á kunnáttu og reynslu. Það síðarnefnda ásamt rútínu, kemur með æfingu, nægu verkefni og vinnu. Ragnar hefjr viljann til að móta eftir sinni sannfæringu og tókst það vel að þessu sinni. Er ástæða íil að óska honum alls góðs með frammistöðuna og framtíðina. Unnur Arnórsdóttir íjjróttir Framhald af 5. síðu. um léku England og Skotland landsleik leikmanna yngri en 23 ára og var hann háður á leikvelli Everton, Goodison Park í Liver- pool. Síðan hefur Everton keypt fimm af þeim leikmönnum, sem þá léku fyrir Skotland, það er bakverðina Parker og Thomson, miðherjann Young, vinstri útherj- ann O’Hara og nú hægri útherj- ann Scott. Kristur einn Framhaid af 9 síðu ) er rakin U1 virðast satt að segja ekki ýkja trúverðugar, ef dæma má eftir þeim heimildum, sem ég hefi um þær og alkunna er þá raunar, að hafi störf miðla verið T f M I N N, miðvikudagur 13. febrúar 1963. rannsökuð að staðaldri hleypi-1 dómalaust, þá hafi æðimargir þeirra orðið uppvisir að svikum einhvern tíma á starfsferli sínum | og burt séð frá því, er vitað að 1 fyrirbæri þau, er gerast á miðils- fundurh má skýra á ýmsan annan veg en þann, að þar sé um að ræða samband við framliðna menn og það mun þeim full-ljóst, er bezt hafa kynnt sér þessa hluti, — ti! munu jafnvel miðlar, er sjálfir hafna skýringum spíritista á fyrir bærunum. Nú veit ég ekki, hvort Halldór Kristjánsson er nokkru nær fyrir það sem hér hefur verið rakið, enda virðast mér skrif hans satt að segja ekki benda á lærisveins anda beinlínis, en hér skal þó staðar numið. Víst má segja, að eins og nú er málum háttað, sé það nokkurrar virðingar vert, að hugsað sé og rætt um kristindóm, eins og Hall- dór undirstrikar, að hann geri — en eins og ég hafði áður sagt, þá dugir það eitt þó skammt til þess að við megum eignast þá trú á Jesúm Krist, að hann sé vegur- inn, — eini vegurinn til móts við hið eilífa líf, eins og Biblíán boð- ar. Castro Framhairi -f 7 síðu hverra úrkosta átti Castro völ? Hann þurfti á rússneskri mat- vöru að halda til þess að hafa að éta, og hann þurfti rússnesk vopn til þess að verjast óvinum sínum." Ég var fréttaritari New York Times á Punta del Este-j ráðstefnunni og hafði það hlut- verk, að „skyggja" Che Guev- ara. Þá var það klukkan þrjú eina mikla ræðunótt, að kúb- \ anski ráðherrann lét þessi orð falla: „Hver einasti Kúbubúi veit, að á okkur verður ráðizt. Við verðum að venja okkur við þá staðreynd, að flestir okkar ,munu deyja. En við munum ' Ihljóta ^KoÍTan dauða og ef til vill auðnast að senda Washing *on eitt skot áður en við deyj- um.“ Vegna þessarar innrásar gat enginn Suður-Ameríkumaður treyst orðum Bandaríkjanna einum. í augum þeirra, sem ég hef talað við, voru Banda- ríkin árásaraðilinn og Kúba fórnarlambið. Ríkisstjóri Rio Grande do Sul, Leonel Brizola, er kaþólskur andkommúnisti og hann er braziliskur þjóðern- issinni. Hann harmaði það op- inberlega, að Kúba skyldi' hafa verið gerð að árásarbækistöð Sovétríkjanna, en samt sagði hann við mig: „Ég vildi og gera sáttmála við hvern sem væri til að verja land mitt, jafnvel sjálfan fjandann." SÉ GERT RÁÐ fyrir að ijómi kúbönsku byltingarinn- ar sé að fölna í Suður-Ame- ríku, þá er það sama og að gera ráð fyrir að Þjóðernis- sinnunum þyki ekki réttlæt- anlegt af Castro að reyna að verja Kúbu. Þeir vita, að Castro óskaði ekki eftir her- stöðvunum til þess að gera árás, heldur til þess að gera gagnárásir, ef og þegar á Kúbu j yrði ráðizt. Þjóðernissinnarnir; hörmuðu nauðsyn þessara stöðva, en Ijómi byltingarinn ar var jafn bjartur eftir sem áður. í raun og veru fer fylgið við Castroismann ekki svo sér- lega mikið eftir því, hvað | Castro gerir eða lætur ógert. heldur fyrst og fremst eftír hinu, hvað Bandaríkjamenn | gera. Og það er aðeins tvennt sem Bandaríkjamenn geta gerr til þess að draga úr aðdráttar afli Castroismans í álfunni Það fyrra er. að leyfa Kúbtt að verzla hvar sem hún vill og j hvenær sem hún vill, kaupa till Jóhannes Jakobsson Finnmörk Hinn 29. nóvember s.l. andaðist a Sjúkrahústnu á Akureyri, Jóhann es Jakobsson fyrrum bóndi á Finn mörk í Miðfirði. Jóhannes var fæddur á Fremri-Fitjum 9. okt. ; 1875. Foreldrar hans voru hjónin Jakob Finnsson og Þóra Árnadótt- ír. Ungur missti Jóhannes móður sína, aðeins 6 ára gamall og föður sinn 12 ára, og ólst hann því upp a ýmsum stöðum. Hann fór ungur suður til sjóróðra, eins og algengt var um unga menn á þeim árum, enda var hann snemma vilja og dugnaðar maður, dyggur og traust- ur í starfi, orðlagður sláttumaður var hann, svu talig var að að hann ætti fáa sína líka. Vorið 1898 hóf! Jóhannes búskap í Nýpukoti í Víði | cial og bjó þar í fjögur ár, ásamt Konu sinni Petru Guðnýju Gísla- dóttur. Ijósmóður, mætri konu, sem reyndist manni sínum stoð og stytta í margþættu og erfiðu starfi. Árið 1902 keypti Jóhannes jörð- ína Finnmörk í Miðfirði, og bjó þar í eitt ár, en hætti þá búskap, og eru þau næstu þrjú árin í lausamennsku og stundaði Jó- hannes þá mikið sjóinn, var í þil- skipum og fór víða. En svo kom, að Jóhannes fór að þrá gömiu átthagana aftur. Því römm er sú taug. sem rekka dreg- ur föður túna til. Vorið 1906 fluttust þau hjónin dfíur að Finnmörk og bjuggu þar siðan, eða þar til að Petra kona nans lézt árið 1934. Börn Jóhann- esar voru fjögur, son misstu þau kornungan. Þóra Guðný lézt árið 1960 hún var gift Guðvini Gunn- laugssyni kennara, Sæmundur og Gyða, baeði gift og búsptt | Akur- eyri. Eftir að lóhannes fór frá Finn- mörk árið 1937 var hann á ýms- um stöðum, mikið nokkuð í Reykja vík, þar til hann fór til Gyðu dótt- ur sinnar og var hjá henni til dánardægurs. Það sagði hann mér eitt sinn, að það gæti hvergi farið betur um sig, en hjá henni. í sjón var Jóhannes vel meðal- maður á hæð, sterkbyggður og þéttur á velli. Allur var maðurinn hinn höfðinglegasti á að líta. Er gervi hans vel minnistætt þeim, er honum kynntust. Jóhannes var hressilegur í tali, •'æðinn og skemmtinn í frásögum. Þótti afar gaman. af söng, enda hafði hann mikla rödd sjálfur. Jó- hannes var í anda og sannleika dæmis kjöt frá Argentínu og korn frá Kansas fyrir sykur og tóbak. Það síðara er, að gera það fullljóst, að „lýðræði" er ekki aðeins annað orð yfir „frjálst framtak". í augum allra þjóðernis- sinna er kúbanska byltingin því miður eina áþreifanlega dæmi þeirrar endurreisnar, sem Suður-Ameríka þarfnast. — Þetta á einnig við um þær 50 þúsundir suður-amerískra tæknifræðinga, sem fóru til Kúbu 1959 til þess að hjálpa til, og hurfu aftur 1961. þegar kommúni'Staleiðtoginn Charles Rafael Rodriguez tók við stjórn efnahagsmálanna. — Tæknifræðingur frá Chile, sem hafði unnið { 18 mánuði á Kúbu, komst þannig að orði: Castro kann að hafa brugðizt okkur, og ég fyrir mitt leyti 'ar mjög bitur þegar ég fór Irá Kúbu. En bylting hans eaf j okkur aftur réttinn til sjálfs- j virðingar. Nú •'ifpiu: víð eftir að vinna til henuar, og við ger-1 um það.“ samgróinn néraði sínu og störfum bóndans. Eftir að hann fluttist til Akur- tyrar fór hann heim í átthagana hvert sumar meðan heilsan leyfði og dvaldist þar, lengur eða skem- ur oftast meginpart sumarsins, svo rikum vinsældum átti hann þar að' fagna, að á hverjum bæ, var það talið með höppum dagsins, þegar hann bar að garði, og hvergi þótti dvöl hans nógu löng. Þetta, meðal annars, sem kunnugt er um Johannes frá öllum tímabilum ævi hans, staðfestir svo ekki orkar tví- mælis, að með honum er til mold- ar genginn sá mannkostamaður, sem lengi mun minnzt verða. Eg þakka Jóhannesi samfylgdina og þökk sé honum fyrir tryggð og sæmd er hann ávann sér og hér- aði sínu með lífi sínu og starfi. Jóh. Árnason Auglýsið í Tímanum 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Fle.star gerðir sýningarlatnpa Ódýr sýningartjöld Fiímulím og fl. Ljósmyndavörur Filrnur FramkölJnn c-g kcpering (Trr^Ástor) FILMUX OG VSI.AR Freyjugotu 15 Sirri í:o935 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.