Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.02.1963, Blaðsíða 8
8, GREIN SVEN LINDQVIST Gamall bóndi í NorSur-Kína. í relptaglinu, sem hann hefur i beltisstað hangir tóbakskyllir hans, en reipið, sem hann hefur á öxlinni notar hann til þess að binda sér hrísbyrði. Menn hafa hlegið að Kín- verjum þegar þeir fullyrtu, að kommúnu-skipulagið væri ósjálfráð fjöldahreyf- ing. En það er engu að síð ur satt, að ekki þurfti að þvinga bændur til þess að hverfa að þessum breyt- ingum. Þær breiddust um landið eins og eldur í sinu. Skáldsagan „Umskipti í fjalla þorpi“ eítir Chou Lipo lýsir bak sviði þessara umskipta. Þar er sagt frá því, hvernig forystu- menn og áhugasamir æsku- menn töldu bændur á að stofna landbúnaðarsamvinnufélög eða samverkafélög. Þar sem bókin er rituð á þeim tíma, er al- mennt var litið svo á, að þess- ar breytingar væru orð'nar fast ar í sessi og vandamál landbún aðarins leyst, leyfir höfundur- inn sér að lýsa allnáið þeirri andspymu, sem vart varð hjá bændum. Samvinnu- eða samverkafé- lag er stofnað á frjálsum grund velli. Sá sem tekur sér stöðu utan félagsins, á þó á hættu að verða af áburði eða hjálp um uppskerutímann. Frjáls- ræði í þessu efni er því blekk- ingarorð eitt í kínversku sveita þorpi með áveitukerfi. Regnið, sem fellur af himni, gerir bónda á Norðurlöndum óháð- an, en það, sem kínverskur bóndi óttast öðru fremur, er að vera sviptur aðild að hinu sameiginlega vatnsveitukerfi. Með hliðsjón af því hugsa bænd urnir sem svo: „Ríkið lét mér að vísu eftir þennan landskika, sem ég hef, en hann hefur í raun og veru aldrei verið minn. Eg get þvi alveg eins afhent ríkinu hann aftur“. Áróðursmenn þessara breyt- inga gylltu skipulagið fyrir unga fólkinu með því að heita því dráttarvélum, en fyrir hin- um eldri með fyrirheitum um afkomuöryggi. „Að ganga í samverkafélagið er eins og að eignast syni. Því fyrr, sem menn eignast syni. því fyrr geta þeir lagzt til hvíld- ar á lárberin“. í skáldsögunni veitir Liu formaður það heit, sem úrslitum ræðuir, helztu kvensögupersónunni, Sheng Ohiahsiu Hún þarf að sjá sjálfri sér og börnum sínum farborða, og þau hafa lifað á þúsund kg. hrísgrjóna, sem þau hafa ræktað á landskika sín- um. „En láti ég nú landskikann af hendi og fái ekki þessi þús- und kg. af hrísgrjónum — til hvers á ég þá að snúa mér? spyr hún. „Til min“. Hann tók pípuna út úr sér og hét þessu án nokk- urs hiks. „Það er gott“, sagði hún bros andi. „Þegar þú lofar þessu, er ég örugg. Eg afhendi samverka- félaginu landið, og á hverju ári kem ég til þín, Liu formaður, og sæki þúsund kílóin mín.“ Kinverska stjórnin var undr- andi á því hve kommúnuskipu- lagið komst greiðlega á. Það tók aðeins nokkra haustmánuð'i 1958. Auðvitað höfðu verið gerð ar um þetta áætlanir, og með hliðsjón af andspyrnu þeirri, sem áð'ur hafði orðið vart, var búizt við að það tæki miklu lengri tíma að koma þessum umskiptum á. í skáldsögu Chou Lipo fást nokkrar skýringar á því, hvað gerðist á þessum haustmánuðum. Bændumir töldu landskika sína hvort sem var tapaða. Þeim var sama, þó að þeir létu þá í hendur komm únunni — ríkið var hvoit sem er búið að taka landið aftur. Það óttaðist þessar skyndibreyt ingar og setti allt sitt traust á loforð þau, sem Liu formað- ur gaf Sheng Chiahsiu. í þeirra augum var þessi skipulagsbreyt- ing að'eins nýtt lofoifi frá Maó. Hann tókst með þessu á hend- ur að ala önn fyrir þeim. Bónd- inn var búinn að missa land sitt — öryggi sitt. Nú lagði hann örlög sín í hendur Maós Þetta ástand hafði þó í för með _sér illilegan misskiln- ing. í augum bóndans var kommúnuskipulagið fyrirheit um ókeypis mat. Stjórnin áleit hins vegar, að bændurnir væru orð'nir sósíalistískir. Slík hug- arfarsbreyting var grundvöllur þeirra áætlana, sem riú voru gerðar um framhald mála. Nú var tekið að framkvæma þess- ar áætlanir við erfið og frum- stæð skilyrði. Það virtist fyrst í stað ætla að takast, því að árið 1958 reyndist bezta upp- skeruár í sögu alþýðulýðveld- isins. Forjngjarnir gátu staðið vel við' ioforg sín, og fólk tók vel til matar síns á kostnað kommúnanna. Vandamál land- búnaðarins virtust leyst. Nú reið á að veita þeim kröftum. sem leystir höfðu verið úr læð- ingi, meira svigrúm og rétt verkefni. Eftir iveggja ára dvöl í Kína á ég hægt með að gera mér skýra mynd af því, sem gerðist, og styðst þá mjög við hinar mjklu og margvíslegu heimild- ir, sem Kínverjar hafa birt um þessi mal. Kommúnunum var stjórnað af mönnum, sem flest ir voru nýlega orðnir læsir. Þeim var nú fyrir lagt að leysa af hendi fjölþætt skipulags- og efnahagsverkefni, sem voru viðamejri en nokkuð annað, er þeir höfðu áður færzt í fang. Þeir áttu að stjórna og láta vinnuafl margra manna koma að notum. Vinnuaflið var mjög notað til þess að gera vegi og áveitur. Kommúnurnar áttu að sjá fyrir miðstöðvum og verk- stæðum og halda skyldi dag- lega fundi tjl þess að hvetja fólkið og gera það áhugaríkara í starfinu og stjórnmálabarátt- unni Þetta hafð'i það í för með sér, að fram kom eins konar tilbúinn skortur á vinnuafli, og talið var, að fólksfjöldavanda- málið værj úr sögunni. Menn gleymdu ýmsu í sig- urvímunni. Áður höfðu bænda- fjölskyldurnar ræktað græn- meti og haft eigin húsdýr. Þær höfðu einnig margar hverjar rekið smáverzlun og gert við verkfæri sín í frístundum, og þær höfðu ræktað landskik- ann sinn af mikilli elju og um- hyggju. Nú var jörðin órækt- ug víða, því að tími vannst ekki til ræktunarstarfanna. — Veðurfarið snerist til hins verra, og uppskeran vaið lítil, en út frá metuppskerunni 1958 höfðu menn sett markið enn þá hærra, og ríkið hafði tekizt á hendur miklar ábyrgðir. Ríkig krafðist mikils af for ustumönaum kommúnanna, og þeir vora sem milli steins og sleggju — kröfuhörku ríkisins og matvælaþarfa bændanna. Þá gripu þeir til gamals bænda- váðs. Þeii töldu uppskeruna ríi lega fram, svo að hún var alls talir. 375 milljónir lesta af korni, en um 125 milljónir lesta ai' þvi migni reyndist vera vatn grjót og haldlaus loforð. Þegar hér var komið, var ríkið þegar farið að takast á hendur skuld Dindingai fyrir næsta ár, mið- aðar við tvöfalt meiri uppskeru en áður Vorið 1960 voru bændurnir sendir úi á akrana með kröfu um uppskerumagn, sem var rniklu meira en nokkur von var um, að þeir skiluðu. Það ár skullu miklar náttúruhamfarir vfir. Hin þrjózka andstaða fór vaxandi. og uppskeran var í samræmi við’ þetta allt. í annað smn varð að taka skerfinn til ríkisins t'rá soltnu bændafólki. Að yfirbragði störfuðu komm- únurnar sem fyrr. Hjól áróðurs- ins snerust. En um áramótin 1960—1961 sneri stjórnin við kyrrþey Kommúnurnar voru (*ndurskipulagðar samkvæmt i'yrirmæium, sem aldrei voru birt opinberlega, en kölluð hafa verið „sextíu atrið'i". CNDURBÓT Á UMBÓTUNUM Þessar endurbætur á skipu- iaginu voru í megindráttum á þessa leið: 1. Áhrif fólksins í kommún- unum sxyldu aukin. Nokkrar TÍMINN miðvikudaguí 13. febrúrr 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.