Tíminn - 01.03.1963, Side 1

Tíminn - 01.03.1963, Side 1
benzin eaa diesel HÉKLA LUMA ^A, ER UOSGJAFlþ BÓKAMARKAÐUR var cpnaður í gær í Listamannaskálanum. Þar voru á boðstólum rúmlega 2000 bókatitlar. Fyrsta daginn var þar þegar margt um manninn og áhuginn skein úr hverjum drætti bókaskoðendanna. (Ljóstn.: TÍMINN-GE). ENN EITT BÍLSLYS í SKRIÐUNUM STEYPTIST í GLJUFRSÐ ES-Egilsstöðum og KS-EskifirSi, 28. febrúar. í DAG varð bflslys f Skriðunum í Fagradal, svo aS segja á sama staS og banaslysin urSu fyrr f vet. ur. Sams konar blfreið, Austin- Gipsy, fór þar út af veginum og steyptist niður í gljúfrið. Aðeins einrt maður var í bifeiðinni og gat hann fleygt sé út, áður en bifreiðin fór fram af gljúfurbarminum. Rétt eftir hádegið I dag var Árni Þórhallsson frá Kirkjubóli í Norðfirði á leið upp skrið- umar í bifreið sinni, sem er af Austin-Gipsy gerð. Er hann var kominn nokkru upp fyrir þann stað er banaslysin urð'u í vetur fór bifreið hans út af veginum, rann mður melinn og steyptist síðan fram af gljúfurbarminum. Árna tókst á síðustu stundu að kasta sér út úr bifreiðinni og komst hann af eigin rammleik upp á veg- inn aftur. Þá bar þar að bifreið, er flutti hann niður á Firði. Engin skýring hefur fengizt á þessu óhappi. Vegurinn þarna er breiður og alauður og Árni hefur meirapróf og er talinn mjög gæt- inn og góður bílstjóri. SLASAÐIST KS-Eskifirði, 28. febrúar. ÞAÐ SLYS varð í dag, er Guðmar Ragnarsson frá Sandi í Hjaitastaðaþinghá var að taka myndir fyrir TÍM- ANN af flakl bifreiðarinnar er fór út af veginum í Skrið- unum, að steinn féll í höfuð hans. Slasaðist Guðmar tals- vert á höfði og var þegar fluttur að Egilsstöðum, þar Framh. á bls. 15. 10 JATA SPRUTTSOtU í VESTMANNAEYJUM NÝMÆLI í LAGAFRUMVARPI TK-Reykjavík, 28. febrúar. I FRUMVARPI til laga um kirkju- garða er nú er til meðferðar á Al- þingi eru mörg nýmæli, er ætla má, að öllum mun ekki falla í geð, enda hér í mörgum tilvikum um viðkvæm tilfinningamál að ræða. Þetta frumvarp er orðið all velkt. Upphaflega samið af nefnd, sem skipuð var 1955. Hefur frum- varpið oft komið fyrir þingið en ekki fengið afgreiðslu. í þessum meðförum hefur það orðið fyrir allmiklUm breytingum. 1962 sam- þykkti Kirkjuþing frumvarpið og var það í þriðja sinn, er Kirkju- þing sendi frumvarpið frá sér. Er ^ það nú flutt af menntamálanefnd j efri deildar að beiðni Bjarna Bene ! diktssonar, dóms- og kirkjum.ráð- herra. Er frumvarpið var til 2. umr. i efri deild í dag gerði Sig- 1 urvin Einarsson við það nokkrar athugasemdir og benti á atriði, sem hann áliti að lagfæra þyrfti og endurskoða. Þau atriði, sem hann taldi var- hugaverð voru m. a. þessi: Að heimila að tvígrafa í sömu gröf. Að banna heimagrafreiti. — Taka upp sérstákt gjald, legkaup, fyrir þá, sem eru í öðrum trúfé- Framh. á bls. 15. SK-Vestmannaeyjum, 28. febr. Tíu manns hér hafa við lög- reglurannsókn, játað á sig leynivínsölu. Hafa þeir mest- megnis selt vín frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, en einn þeirra hefur þó selt nokk uð af „landa". Undanfarið hefur verið tals- vert mikið um leynivínsölu í Vest- mannaeyjum og hefur lögreglan unnið að því undanfarnar vikur að upplýsa þetta mál. Hafa undan farið farið fram yfirheyrzlur og vitnaleiðslur í þessu máli og hafa þær verið allumfangsmiklar. Hafa nú 10 mans játað á sig leynivínsölu. Magn það, er þeir hafa játað að hafa selt. er nokk- uð mismunandi. Yfirleitt hafa þeir selt brennivínsflöskuna' á 350— 400 krónur. Þá hefur og einn af þessum tíu viðurkennt að hafa selt 9 flöskur af „landa“ og var verðið á honum líkt. Ekki hafði sá sjálfur bruggað, heldur keypt af öðrum manni. Hafa bruggtæki hans nú verið gerð upptæk. Brugg arinn mun ekki hafa selt fram- leiðslu sína öðrum en þessum eina manni, svo sannað sé. • Grunur leikur á, að vínsalarnir Framh. á bls. 15. Flokksþingi Framsóknar- manna frestað VEGNA ánflúenzunnar er flokksþingi Framsóknarmanna, sem auglýst var, að hefjist 7. marz n. k„ frestað fram yfir páska. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gær. Samkomudagur þingsiins verður auglýstur mjög fljótlega. IÐJUFUNDURINN í GÆRKVELDI SJÁ BLS. 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.