Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason, Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Sigurjón Daviðsson, Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523 Aí. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan la,nds. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda b.f. — Hverjir fylgja skattránsstefnu? í hinni vtarlegu ræðu, sem Ólafur Jóhannesson flutti við 1. umræðu um tollskrárfrumvarpið í efri deild, vék hann m. a. að þeim áróðri stjórnarflokkanna, að horfið hefði verið frá skattránsstefnu, er fyrri stjórnir hefðu fylgt. Ólafi sagðist á þessa leið: — Nú segja málgögn stjórnarflokkanna og láta mikið, að horfið hafi verið«frá skattránsstefnunni, sem þau vilja kenna við Framsóknarflokkinn. Það þarf furðu mikla óskammfeilni til að láta slíkt frá sér fara. Engin ríkis- stjórn hefur gengið lengra í skattheimtunni en núverandi rikisstjórn. Hún hefur m.a. innleitt þessa skatta: 1. Almennan 3% smásöluskatt á allar vörur. 2. 8% innflutningssöluskatt, sem aðeins átti að verða til bráðabirgða, en hefur verið framlengdur ár eftir ár og nú á að lögfesta til frambúðar í verðtolli. 3. Lagt var á 34 aura innflutningsgjald á hvern lítra af benzíni. 4. 50 aura útflutningssjóðsgjáldið af benzínlítran- um, sem rann til útflutningssjóðs og átti að falla niður með gengisfellingunum var látið standa áfram og tekið í ríkissjóðinn. 5. Þjónustugjóld allra ríkisstofriana voru hækkuð, póstur, sími, rafmagn, hitaveita o.fl. o.fl. 6. Aukatekjugjöld voru hækkuð öll um 50%. 7. 5ett var á útflutningsgjald á sjávarafurðir. 8. Settur var á 2% launaskattur á bændur. 9. Tekinn var upp sérstakur söluskattur á landbún- aðarafurðir. 10. Lögfest var 1% áhættugiaid til ríkisábyrgða- sjóðs. Milljónir búa við hunpr, þótt nóg matvæii séu til í heiminum Athyglisverdar athuganír og tillögur stofnana Sameinuöu þjóðanna Helmingurinn af þeim þrem milljörðum manna, sem jörðina byggja, er van- nærður eða lifir við beinan sult. Á stórum svæðum í heiminum er daglegt brauð manna langt frá því að vera nægilegt. Börnin fá ekki aðra mjólk en þá, sem móð- urbrjóstin gefa. Barnadauði á aldrinum 1—5 ára er oft 15 sinnum meiri en á svæð- um þar sem börnin fá ríku- legri og f jölbreyttari fæðu. Ekkert af þessu er nýtt. Það, sem er nýtt, er sú staðreynd, að með uppgötvunum og árangri vísindanna er hægt að framleiða matvæli, sem nægja mundu tvö- faldri íbúatölu heimsins nú. Væri þekking okkar noluð, þar sem hennar er brýnust þörf, væri hægt að koma í veg fyrir eða a. m. k. takmarka mjög veru lega þá sjúkdóma, sem stafa af vaneldi. Þetta ætti að gleðja þá bölsýn ismenn, sem álíta, að fólksfjölg- unin sé örari en aukning mat- vælaframleiðslunnar. Samkvæmt nýbirtri skýslu er þvi raunveru lega svo farið, að framleiðsla matvæla á árunum 1962—63 á að taka örari vexti en hin árlega fólkfjölgun, sem er tveir af hundraði. norn i*jÍl4 ÞVÍ MIÐUR felur þetta samt ekki í sér neina lausn á vanda- máli matvæladreifingarinnar, þar eð mestu framfarir í fram- leiðslu matvæla eiga sér stað í löndunum, sem þegar búa við allnægtir, en framfarir eru hæg astar í löndum, sem mesta hafa þörfina. Þrátt fyrir aukna fólks- fjölgun geta hin háþróuðu lönd nú veitt íbúum -sínum meiri mat vælakost en nokkru sinni fyrr. { Norður-Ameriku hefur íbúatal an t. d. aukizt um 35 af hundr aði síðan árið 1945, en fram- leiðslan hefur hins vegar aukizt um 60 af hundraði og arður hvers verkama-nns á hverp klukkutíma hefur aukizt yfir 100 prósent. Munurinn á þróuðum löndum og vanþróuðum er í ýmsum til- vikum mjög áberandi. í Japan er t. d. uppskeran á hvern hekt ara akurlendis þrisvar til fjórim sinnum meiri en í Indlandi. í Evrópu er framleidd fjórum sinnum meiri mjólk á hverja kú en í Suður-Ameríku og nálægum Austurlöndum, sjö sinnum meiri en í Afríku og tíu sinnum meiri en í Suður- og Austur-Asíu. í NOKKRUM löndum er mat- væla-framleiðslan svo mikil, að umframafurðir safnast fyrir. Þar eð hin hungruðu lönd hafa ekki fé til matvælakaupa, kemur þessi umframfra-mleiðsla aldrei á heimsmarka-ðinn. Til að ráða nokkra bót á þessu óeðlilega ástandi hafa Sameinuðu þjóðirn ar og Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin (FAO) gert áætlun um alþjóðlega matvæladreifingu sem miðar að því að nýta um- framafurðir með þeim hætti, að þær stuðli að efnahagslegri og félagslegri þróun. Hefur þegar verið hafizt ha-nda um fram kvæmd þessarar áætlunar. Umframafurðir eru þó aðeins mjög lítiH hluti af framleiðslu heimsins. Talið er, að umfram birgðir af korni séu kringum 130 mil'ljón smálestir, og mest af þeim mun vera í Norður- Ameríku. Það er mikið ma-gn, en þó mundi það ekki geta full- nægt hitaeiningaþörf all-s mann- kyn-s lengur en tvo mánuði. JAFNVEL þó að hægt væri að jafna mismuninn, er óleyst enn brýnna vandamál í sambandi við gæði þeirra matvæla, sem framleidd eru. Einnig á þessu sviði hafa aðeins orðið framfar- ir á takmörkuðum svæðum heimsins. Þannig hefur t. d Vestur-Evrópa gerl mikilsvcrða bragarbót í sambandi við neyzliw kjöts og annarra fæðutegunda, sem ríkar eru að jurtahvítuefn- u-m. Taka má Frakkland sem dæmi: Árið 1958 át hver Frakk> að meðaltali 13 kg. meira kjöt en han-n gerði tíu árum áður og á sama tíma jókst neyzla mjólk ur og mjólkurafurða á hvern mann um þriðjung. Á sama tíma minnkaði smám saman neyzlan á korni og rótarávöxtum í Vestur Evrópu. í Suður- og Austur-Asíu eru mjög alvarleg matvælava-ndamál. Flestir íbúar landanna á þessu -svæði lifa við ófullnægjandi mat aræði, einkum að því er snertir afurðir af skepnum, svo sem kjöt, egg og mjólk, þ. e. a. s. þau matvæli, sem auðugust eru -að næringarefnum. Þar eð sjaldan er um réttláta niðurjöfnun að ræða, má auk þess gera ráð fyrir að yfirgnæfandi meirihluti fólks ins lifi á fæðu, sem hefur enn minna næringa-rgildi en meðal- tölur í hagskýrslum sýna. Að bæta lífskjörin á þessu svæði, þannig að hin ört vaxandi íbúa- tala fái nokkurn veginn viðun- andi viðurgerning, er gífurlegt verkefni, sem aðeins verður leyst af hendi á löngum tíma. Milljónir á mílljónir ofan af J> íbúum heimsins eiga þess engan kost -að eta sig sadda. Erfitt er að gera sér grein fyrir viðtæki þeirra þjáninga, sem af þessu leiðir. Þetta er tvímælalaust eitt brýnasta vandamál samtímans. Ekkert einstakt land getur á eigin spýtur leyst þennan vanda Hér þarf til alþjóðlegt átak. Her ferð S. Þ. og FAO gegn hungr- inu í heiminum er því verkefni, sem snertir hvern einasta lif- andi mann. AF ÞEIM 3000 milljónum manna, sem nú búa á jörðinni, má gera ráð fyrir að 300—500 milljónir séu vannærðar og u. þ. b. helmingurinn — kannski Framhald a 13. siðu. WBIðnMMWHMa 11. í frumvarpi, sem ríkisstjórrtin hefur lagt fram og aetlar að lögfesta, er gert ráð fyrir sérstökum skatti á sement. 12. í sama frumvarpi er ráðger) að leggja gjald á timbur. 13. Enn fremur á steypustyrktnrjárn. 14. Þá er fyrirhugaður sérstakur skattur á útborg- uð vinnulaun til verkafólks. 15. Tekinn sérstakur 0.4% söluskattur á allar inn- lendar iðnaðarvörur Af þessari upptalningu, sem ekki er tæmandi, sést gerla að hér er ekkert smáræði á ferð og menn verða að hafa það vel í huga að með tveimur meiri háttar gengis- fellingum núverandi ríkisstjórnar bafa skattstofnarnir verið margfaldaðir sumir hverjir. Álögur ríkisins hafa \ hækkað sem næst um 1400 milliónit siðan 1958 og ef til vill meira því að gera má ráð fyrir meiri tekjum ríkissjóðs á árinu 1963, en áætlað er í fjárlögum Það þarf því enga smáræðis óskammfeilni til að tala um skattránsstefnu hjá óðrum og láta eins og núverandt t-íkisstiórn hafi bara a'lls engar álögur á þjáðma lagt. Hún sem á þó algert yfir- burðamet á þessu sviði. — - - Fjármálaráðherrann reyndist svarafár við þessari ádrepu Ólafs. Athugasemd HERRA RITSTJÓRI! AS gefnu tilefni og til frekari skýringar, biS ég ySur aS birta eftirfarandi afhugasemd i blaSi ySar. Er hún í tilefni greinar, cr dr. Gunnar G. Schram ritstjóri skrifaSi í Vísi hinn 27. marz'og nefndist „Deilur um myndlist", — svo og vegna athugasemda er Her. steinn Pálsson ritstjóri hefur lát- iS birta í öSrum dagblöSum varS- andi þetta mál. En hann tók, sem kunnugt er, með drengskap og einurð skýlausa afstöSu meS þeirrl rétflætiskröfu okkar um aS sett verSi lög og reglur varS- andi allar íslenzkar listsýningar, sem haldnar eru erlendis, og kost- aSar af almannafé o. s. frv.: RITSTJÓRI VÍSIS, dr. Gunnar G. Schram, birtir í blaði sínu mi'ð- vikudaginn 27. marz grein er nefn ist „Deilur um myndlist“ og er út af samtali við undirritaðán í í Vísi þann 19 sama mánaðar. enn fremur út af leiiðara í blaðinu nokkrum dögum seinna. um sama efni Það er víst fremur fágætt að ritstjóri ráðist á leiðara blaðs síns. sem meðritstjóri hans hefur skrif- að. Einhverjir verða að vera frum legir, sennilega heyrir þetta undir fyrirbærig „Ótrúlegt en satt“, sem og önnur sjaldgæf fyrirbrigði. Ég tók það fram í nefndu við- lali, að því væri ekki stefnt gegn neinum listastefnum eða ismum, heldur gegn því, að ein-u lista- mannafélagi í landinu skuli vera leyft að halda einokunaraðstöðu varðandi þátttöku íslands í sýn- ingum Norræna listbandalagsins, sem kostaðar eru af almannafé. Viðtal þetta fjallar eingöngu um það efni, svo og nauðsyn þess að sett yrðu lög og reglur, við- víkjandi tilhögun og framkvæmd íslenzkra Ustsýninga, sem kostað- ai eru af opinberu fé, með hliðsjón , af því fyrirkomulagi, sem tíðkast i nágrannalöndunum. Það er því algert „vindhögg“ hjá doktornum (svo notuð séu hans eigin orð), að fara að flækja málið með hátt- stemdri slagorðalistfræði. ismum og abstrakti, sem ekkert koma þessu við Ég vil taka það fram. að stíll og orðalag nefnds viðtals. er eins og það ber með sér. að verulegu leyti mitt verk. Doktorn- um finnst viðtalið, og yfirleitt það,- sem listamenn rita, of hvassyrt, mér skilst til dæmis, að hann vilji ekki lála kalla ofbeldi ofbeldi, eða^ óbilgirni óbilgirni o. s. frv., heldur r.ota einhver önnur orð' um þess háttar. En þá eru hinir vísu lands- feður vorir (blessaðir stjórnmála- mennirnir) litlu betri þegar þeir eru ósammála, og deila hver á ar.nan, án þess þó að ritstjórar verði hneykslaðir, eða finni sig knúða til vandlætingasemi í þeirra garð af þeim sökum. Um lislfræði doktorsins get ég verið fáorður, þó er þar eitt atr- iði, sem ég vi] minnast á, hann i lalar um „forníslenzkan raunsæis- stíl“ í málverkum. Verð ég að játa að það listfyrirbæri hef ég aldrei heyrt nefnt, og held ég að fullyrða megi, að það hafi aldrei verði til, því miður. Slettum doktorsms um götu- strákastíl o s. frv vísa ég beinustu Ieið til föðurhúsanna og vil í því sambandi minna á hið sígilda. forna heilræði: „Þeir sem búa í glerhúsi, eig^a ekki að kasta stein- um“: Finnur Jónsson, form. Myndlistarfélagsins. T í M I N N , þriðjudaginn 2. april 1963 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.