Tíminn - 09.04.1963, Síða 7

Tíminn - 09.04.1963, Síða 7
I UtgefandU FRAMSÓKNARFLOKKURINN F’ramkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómás Karlsson Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- núsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka stræti 7 Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523. A1 greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan lands t lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — i____________________________________ Kosningadagurinn Ríkisstjórnin hefur rofið Alþingi frá og með 9. júní og ákveðið, að þingkosningar skuli t'ara fram þann dag. Ýmsum mun hafa komið þessi ráðstöfun nokkuð á óvart, einkum það að færa kosningarnar frá hinum lögtekna kosningadegi, sem er síðasti sunnudagur í júní. Þó að segja megi, að þetta skipti ekki stórmáli, er þó ýmislegt, sem mælir gegn réttmæti þessarar ráðstöfunar. Af því er séð verður af túlkun stjórnarblaðanna, er ástæðan helzt talin sú, að verði kosningarnar dregnar bangað til síðast í júní, verði margt sjómanna farið til síldveiða norður og erfitt fyrir þá að neyta atkvæðis- ’-éttar. Þetta er þó haldlítil röksemd; því að gera má ráð ivrir, að 9. júní verði sjómenn einnig dreifðir um ýmis mið og verstöðvar engu síður. Líklegt er, að síldveiði standi enn yfir sunnan lands og verulegur hluti flotans einnig kominn á síldarmið fyrir norðan, því að fiski- iræðingur sagði í fyrra, að þá hefðu veiðarnar fyrir norð- an byrjað þremur vikum of seint. Vafalaust má telja, að 9. júní sé óheppilegri kjördag- ur fyrir sveitirnar, enda verður vorönnum þá varla lokið og sumarsamgöngur ekki alveg öruggar. Þegar kosninga- lögin voru se,tt var um það rætt að hafa kjördag snemma í júní en sveitirnar óskuðu yfirleitt eftir honum síðar, og lnnn lögfasti kjördagur síðan ákveðinn með samkomu- lgai allra þingflokka og í sem fyllst.u samræmi við al- mennar óskir. Af þessum sökum er óeðlilegt að breyta kjördeginum, nema ríkari ástæðu.r úggi til. Þá er og þess að geta, að mjög illt er fyrir ýmis félagssamtök að geta ekki með löngum fyrirvara gengið út frá því á reglulegu kosningaári. hvenær kiördagur er. Ýmis stór þing eru boðuð með margra mánaða fyrir- vara og illt er að láta breytingar á kjórdegi hagga slíku IvTá til dæmis nefna, að kennarastéttin hafði ákveðið fyrir alllöngu að halda uppeldismálaþing sem venjulega eru mjög fjölmenn, 9. júni í sumar. Nú lenda kennarar < vandræðum með þing sitt. Vafalaust hafa fleiri sett þin? fundi á þennan dag og verða nú að oreyta því. Hvað er í pokanum? En allir vita raunar, að rök þau sem stjórnin færir fram, eru tylliástæður einar. Ástæöan fyrir tilfærslu ’nördagsins er allt önnur. Hún er einfaldlega sú, að stjórnin er sem á glóðum um allan sinn hag og sinna mála. Hún veit ofurvei að kómið er að því að logi upp úr þeim bálkesti sem hún hefur hiaðið. Hún veit, að éðadýrtíðin er að því komin að sprengja allar hömlur og hlevpa af stað nýrri og miklu stói telidari launahækk- nnarskriðu en áður Hún óttast ið þessi sprenging verði og eldurinn brjótist út fyrir mnílok Hún óttast bað líka. að eitthvað það gerist ‘ EBE-málinu sem sýni enn betur en orðið er óheilindi nennar og óþjóðhollustu í málinu. Hún óttast samningaþófið við opinbera starfs- menn. Tilfærsla kosningadagsins sýnir það eitt, að stjórmn p.r með lífið í lúkunum og setur alla von sína á það. að koma kosningum af. áður en eldurinn gýs upp úr þeim glóðum. sem hún treður nú Með hv' að kjósa 9. júní vonar hún að ekk; verði eins mikið i dunið af því, sem nú vofir yfir. Hún ve’t að það munai um hvern daginr i þeim efnum. Von hennar er öll við bað bundm a8 geta láti ðdap dómíins líða — og líða sem fyrsi — án þess að burfa sýna þjcðinni, hvað er í pokanum og geta svo efti: kosningar hellt úr honum yfir þjóðina. Hvers konar aðild að EBE er íslendingum hættuleg í umræðunum um Efna- hagsbandalagið í sameinuðu Alþingi á laugardag tóku m. a. til máls þeir Jón Skaftason og Páll Þorsteinsson. Fer hér á eftir örstuttur útdráttur úr ræðum þeirra: Jón Skaftason vék í upphafi máls síns að þeim atburði, er slitn- aði upp úr samningaviðræðum við Breta. Það var með dálítið skrýtn- um hætti, sem ríkisstj. og blaða kostur hennar brást við þessum tíðindum. Þau þóttust að vísu og sérstaklega þó viðskmrh. harma þessi endalok, en þó leyndi sér ekki ánægja þeirra yfir því, að de Gaulle hefði með þeirri framkomu, er hann sýndi í samningum þessum, hjálp- að þeim til að fela mál, sem þeú vildu mjög gjarnan hafa rólegt um o.g helzt ræða sem minnst í þeim kosningum, sem framundan eru. Iívernig stendur á þessu? — Skýringin hlýtur að vera sú, að hæstv. ríkisstj. finni sjálf innra með sér að málsmeðferð hennar og stefna eða ætti ég heldur kannski að segja stefnuleysi,: sé ekki allt of vinsælt hjá þjóðinni. Ég er ekki í vafa um. að þrátt fyrir samn ■ ingaslitin á milli EBE-þjóðanna og Breta verða samningar teknir upp fljótlega á ný og að yfirgnæfandi líkur eru til þess, að einhvers kon- ar samningar náist þar á milli og í kjölfar þeirra fylgi fleiri þjóðir Efnahagsbandalagsmálið er þvi sannarlega enn þá mjög á dagskrá o.g það er mikilvægara en flest ann að fyrir íslendinga að gera sér vel grein fyrir þeim vanda, sem það hefur skapað okkúr og við hvern ig honum eigi að bregðast Stjórnmálaflokkunum ber ein- mitt í komandi kosningabaráttu siðferðileg skylda til þess að tjá | stefnu sína og afstöðu til málsins skýrt fyrir kjósendum. því að mjög miklar líkur má telja til þess, að einmitt sú í’íkisstj., sem tekur við á næsta kjörtímabill, fái það hlut verk að semja um tengsl okkar við Efnahagsbandalaglð, hvort þau verði laus eð'a náiin. Það er ómöguiegt að loka aug- unum fyrir þeirri hættu, sem er á vexti auðhringa og stórfyrir- tækja við það skipulag, sem Efna- hagsbandalagið byggir á og þau áhrif, sem af slíku mundu leiða fyrir stjórnmálastarfsemina i þeim ríkjum, sem innan bandalags ins kynnu að verða. Reynslan á þessu sviði síðan 1958 er heldur ekki uppörvandi fyrir þá, sem eru andvígir stórkapitalisma og flokkum, sem hann gerir út. í ölium iöndum Efnahagsbandalags ins hefur síðan 1958 þróunin verið sú að stærri fyrirtækin hafa í æ ríkara mæli keypt upp þau smærri eða ef það ekki hefur tek- izt, þá hafa þau hreinlega sett þau á hausinn með óheiðarlegri samkeppni. Fullyrt er t. d., að tvö félög í Hollandi, Philips og Royal Duch Shell, eigi orðið um helm- ing alls þjóðarauðs Hollendinga og hafa þessi stórfyrirtæki fyrir nokkru síðan hafið æðisgengið kapphlaup U1 þess að kaupa upp fyrirtæki og úlvíkka slarfssvið sitt. Um 2/3 hlutar allrar éinkafjár- festingar í Belgíu síðustu árin hef ur verið stjórnað af tíu fjármála- fyrirtækjum, þ. á. m. Sósitil Cener iai, sem svo rækilega kom við sögu í Katanga og slaðið hefur að baki Tshombe í mörgum óþurftar- verkum hans þar syðra. Hækkun sú, sem varð á tollum af fiskinnflutningi íslendinga til Efnahagsbandalagsrikjaíina þýðir, að íslendingar hefðu orðið að greiða af innflutnin.gi sínum eða af sjávarafurðum árið 1961 til sex veldanna og þeirra ríkja annarra, er sótt hafa um aðild og aukað- ild, um 80 millj. kr. meira í tolla en þeir gerðu. En hver getur full yrt um það í dag, að tollur þessi verði ævinlega svona hár? Margt bendir til þess að svo verði ekki og vil ég þá vitna i fyrstu röð U1 þess, sem segir í Rómarsamningn- um sjálfum, að þátttökuríki hans hafi skuldbundið sig til þess að vinna að frjáisari heimsverzlun með því smátt o,g smátt að afnema innflutningshöft og lækka tolla. Þáu eru ennfremur öll aðilar að efnahags- og framfarastofnuninni og alþjóðatollamálastofnuninni. sem vinna í sömu stefnu hvort á sínu sviði. Það er mjög áberandi og hröð þróun í þá átttina í heimin um síðustu árin að gera heims verzlunina sem frjálsasta og hafta minnsta. Ég vil aðeins nefna eilt dæmi þessu til sönnunar, er sýnir þetta vel og er það samþykkt trade inpersion-laganna sem ný- verið voru samþykkt á þingi Bandaríkjanna og vejta forsetan um heimild til þess að semja gagn kvæmt um allt frá 50% til 100% lækkun á tollum við í'íki Efnahags bandalagsins. sem svo aðrar þjóð ir myndu n.ióta góðs af samkv reglum GATT. Ríkis=tjórnin talar nú um tvær færar leiðir. þ. e. að tengjast bandaiaginu sem aukaaðili samkv 238 gr Rómarsamningsins eða gera við það viðskipta- og tolla- samning Ljóst er, að margt er enn um þessár leiðir óvitað og óskýrt í dag, sem vitneskja fæst um siðar Nauðsynlegt er að íslendingar geri það upp við sig hvora leiðina þeir vilja fara, áður en þeir reyna að hafa áhrif á mótun sameiginlegr ar stefnu um meðferð sjávaraf urða. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að afstaða okkar til mótunar slíkrar stefnu, hiýtur að vera gjör ólík eftir því, hvort við sækjumsi eftir að ná aukaaðildarsamningi. er tryggi hömlulausan og tollfrjáls an innflutning fisks til EBE-svæð- isins, ellégar við sækjumst eftii að ná tollasamningi við bandalag tryggja einhverja tollalækkun. — íð, sem e. t. v. kynni aðeins að Sem aukaaðili — og ef við kepp- um að því marki, þá hefðum við hag af því, að ytri tollar banda lagsins á innfluttum sjávarafurð um væru sem hæstir og hömlurnar mestar fyrir fiskinnflutning þjóða. er utan vébanda Efnahagsbanda iagsins kynnu að standa. Við mynd um vilja, að Efnahagsbandalagið ræki verndarpólitík tii hags fyrir fiskveiðiþjóðir þær, sem innan þess eru. Ef við hins vegar kepptumst eftir að ná samningum um tolla- mál og viðskiptamfU við bandalag- ið, myndum við vinna þveröfugt. Þá mundum við vilja, að ytri toll- urinn yrði sem iægstur og hömlu minnstur innflutningur, þ. c„ að viðskipti með sjávarafurðir yrðu sem frjálsusl. Mér finnst ekkert vafamál, ettir hvorri leiðinni við eigum að vinna. Ef við fáum tæki- færi til þess að hafa áhrif á mót- un sameiginlegrar stefnu. en radd ir eru ruí uppi um það innan vé- abnda Efnahagsbandalagsins að gefá f'skveiðiþjóðum í Vestur-Evr ópu a. m. k. tækifæri U1 að taka þátt í ráðstefu, er móti slíka stefnu alveg óháð því, hvort þessar þjóð- ir hafi sótt um tengsl við banda- lagið eða ekki. Það er m. a. vegna þessa. sem við Framsóknarmenn höfum hiklaust lýst því yfir, að v'ð teldum rétt fyrir íslendinga aö sækja eftir tollasamningi við Efnahagsbandalagið og við viljum miða allar aðgerðir okkar í við- skiptum við bandalagið við það. Við teljum áhættuna fyrir sjálf- stæði og hagsmuni þjóðarinnar svo mikla, ef játast á undir sam- stjórn, sem óhjákvæmilega mundi fylgja aukaaðiidartengslum og gerir það ómögulegt fy,rir okkur að fallast á þá leið. Það liggur ljóst fyrir, að á móti réttindum er aukaaðild fær með samningi koma tilsvarandi skyldur. Réttindi og skyldur eiga að vera að dómi samningsaöila svipuð. — Þetta er mikilvægt, að vel sé liaft í huga. Ef við viljum fá mikinn rétt hjá bandalaginu eftir aukaað- ildarleiðinni verðum við líka að vera reiöubúnir til þess að taka á okkur miklar skyldur. ef fara á hana. Bjarm Benediktsson lagði sig mjög í framkróka i umr. til þess að reyna að gera mun á aukaaðild arleið og tollasamningsleið sem minnsta og ógreinilegasta. Sjálfur Rómarsamningurinn sker úr þessu og þarf ekki mikið um það að deila Tollasamningur hefur stoð í 18 gr Rómarsáttmálans. en aukaaðild i 238. gr. og sýnir það út af fyrir sig, að höfundar samningsins gera á þessu mikinn mun Af fræðimönnum, sem skrifað hafa um Efnahagsbandalag Evrópu og tekið til meðferðar bæði 237 gr _ og 238. gr eða þær greinar samningsins, sem fjalla um fulla aðild og aukaaðild, sýnist mér. að fiestum eða öllum beri saman um eftirfarandi: Þeir telja, að þó að aukaaðild byggðist á tollabanda- lagi mundi hún tvímælalaust hafa svipuð áhrif eins og full aðild hvað tekur til afnáms allra hindr ana á viðskiptum bandalagsríkj- anna sín í milli Sömu áhrif á setningu sameiginle.gs ytri tolls gagnvart þriðju þjóð og sameigin- legrar viðskiptastefnu gagnvart rikjum, gr utan bandalagsins stæðu. Sömuleiðis virðast þeir allir sammála um. að ef aukaaðild ætt' að byggja á fríverzlunarsamningi mundi slíkur samningur ná til svip aðra atriða, að því einu undan skildu, að þá væri aukaaðildin ekki skuldbundin til að sæta sam eiginlegum vtri tolli gagnvart þriðju þjóð. Aukaaðildartengsl verða skv þessu að innihalda skuldbindingar um að lúta flestum aðalákvæðum Rómarsamningsins og er fram líða stundir, verði smáþjóð sem er aukaaðili bundin á svipaðan hátt tú Framhald á 15. síðu. T í M 1 N N, þriðjudagur 9. apríl 1963. — %

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.