Tíminn - 11.04.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1963, Blaðsíða 5
 «miw POyi iÖLLEH; *»* Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þóí-arinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason óg IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskriístofíir i Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka sfcræti 7. Símar: 18300—18305 — Auglýsingasimi: 19523 Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Hótanir Seðlabankans ,Samkvæmt lögunum um Seðlabankann, er þaS raun- verulega ríkisstjórnin, sem ræður mestu um stefnu hans og störf. Lögin ákveða skýrt um bað, að ríkisstjórnin skuli móta fjármálastefnuna og beri bankanum að hlíta fyrirmælum hennar í þeim efnum. í reynd hefur þetta iíka orðið þannig, að bankinn er ekki annað en verk- íæri og málpípa ríkisstjórnarinnar. Þetta sést vel á þeirri ársskýrslu, sem bankastjórnin hefur nýlega sent frá sér. Þegar bankastjórnin hefur lýst afkomu seinasta árs í anda ríkisstjórnarinnar, víkur hún að írámtíðarhorfunum. Þar skortir áreiðanlega ekki heldur á að talað sé í anda ríkisstjórnarinnar. Þegar bankastjórnin horfir fram á leið, sér hún ekki„ nema eina torfæru á veginum, er einhver hætta geti stafað af. Þessi torfæra er hins vegar mjög uggvænleg. Af henni getur meira að segja stafað svo mikil hætta, að „yfirstjórn peningamála þurfi að vera við því búin að gera gagnráðstafanir með auknu aðhaldi um útlán og öðrum aðgerðum í peningamálum", en þar getur vart verið átt við aiinað en gengisfall eða vaxtahækkun. Og hver er þessi mikla hætta? Þessi mikla hætta er sú, að „þær launahækkanir sem orðið hafa að undan- förnu, eru vafalaust meiri en æskilegt hefði verið, mið- að við framleiðsluaukningu“. Áður en lengra er haldið, er rétt að athuga, hvernig þessar launahækkanir eru til komnar. Hafa þær verið knúðar fram að tilefnislausu, eða hafa þær verið nauð- vörn launþeganna? Ef litið er óhlutdrægt á málin, kem- ur það í ljós, að þessar launahækkanir eru ekki meiri en svo, að langflestir launþegar verða að vinna mikla eftir- vinnu og hafa þó rétt til hnífs og skeiðar. Það verður því sannarlega ekki sagt, að launahækkanirnar hafi verJ ið knúðar fram af einhverri óbilgirni, þegar þær nægja engan veginn til mannsæmandi íramfæris. Sannleikurinn er sá, að launahækkanirnar eru af- leiðing, en ekki orsök. Þær eru afleiðing hinnar staur- blindu og hatrömmu dýrtíðar- og verðhækkunarstefnu, sem ríkisstjórnin hefur rekið með góðri aðstoð Seðla- bankans. Þær eru afleiðing hinna miklu gengisfell- inga, vaxtaokursins, stórkostlegra hækkaðra opin- berra álaga og annarra dýrtíðar- og verðþensluaðgerða ríkisstjórnarinnar. Það er mikil og furðuleg glópska. sem kemur fram hjá bankastjórn Seðlabankans, að sá vandi, sem kann að vera fyrir höndum, verði leystur með því að halda lengra áfram á þessari braut. Nýjar dýrtíðaraukandi að- gerðir eins og aukið vaxtaokur, nýtt gengisfall og aukn- ar ríkisálögur, munu aðeins gera illt verra. Það, sem þarf, er að víkja frá dýrtíðarstefnunni, draga úr vaxta- okrinu og lækka framfærslukostnaðinn á.þann og ann- an hátt. Það er hins vegar augljóst af skýrslu bankastjórnar Seðlabankans, að ríkisstjórnin hefur enn ekki neitt lært í þessum efnum. Eíkisstjórnin er sömu skoðunar og stjórn Seðlabankans, eins og Ijóst kom tram hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, er nýlega var rætt um vaxtamálin á Alþingi, — að allur vandinn stafi frá of miklurn launahækkunum, sem orðið hafa á síðastliðnu ári — þ. e. að kaupgeta almennings sé of mikil. Þess vegna verði að draga úr henni með vaxtaokri og öðrum dýrtíðaraukandi ráðum. Þess vegna verða kjósendur að gerá sér ljóst, að verði núverandi stjórn ekki steypt í kosningunum, mun skammt að bíða, að hótanir Seðlabankans um samdrátt lána, gengisfall eða vaxljahækkun, verði að veruleika. itarfshættir brezka þingsins sæta verulega vaxandi gagnrýni Stjórnin hefur dregið sér ofmikið vald á kostnað þingsins. BREZKA þingið í Westminst- er — formóðir þingræðisins — sætir gagnrýni. Þetta hefur gerzt áður, en í þetta sinn er um annað og meira að ræða en meinlausa gagnrýni. Hún er sérlega almenn og virðist á rök- um reist, auk þess sem það eru einkum þingmennirnir sjálfir, sem að gagnrýninni standa í þetta sinn. Svo mikið er víst, að á morg- un verða ræddar í lávarðadeild inni tillögur sameiginlegrar nefndar um breytingar á deild- inni. Fáir gera sér vonir um mikinn árangur af þeim breyt- ingum. Mestur er áhuginn fyr- ir því, hvort meðlimum deild- arinnar muni leyfast að leggja niður nafnbæturnar og hverfa aftur til neðri málstofunnar, þar sem störfín eru árangurs- ríkari. Mikilvægast er þó, að verið er að reyna í alvöru að koma fram víðtækri endurskoðun á aðstöðu neðri málstofunnar. Þetta hefur þegar verið rætt í sambandi við frumvarp eins þingmanns Verkamannaflokks- ins, og horfur eru á áframhald- andi umræðum um málið. GAGNRÝNIN á neðri mál- stofunni og uppástungur um breytmgar beinast einkum að eftirtöldum atriðum: Slæm starfsskilyrði þing- manna. Þeir geti til dæmis ekki fengið vinnuherbergi í þing- húsinu, né ritara til þess að annast hin miklu bréfaskipti. Laun þeirra séu mjög lág aðeins um 218 þús. ísl. krónur á ári. Þetta hrökkvi hvergi nærri, þar sem margir þingmenh utan af landi verði að búa í London rneðan þingið situr að störfum. Launin þurfi að hækka veru- lega, o-g þingmennirnir þurfi að hafa í eyðslueyri að minnsta kosti sem svarar 250 þús. ísl. króna á ári. Endurbæta þurfi starfshætti 'neðri málstofunnar. Þingmenn séu að kafna í frumvarpamergð og smámunum, sem dengt sé yfir á þá samkvæmt þeirri gömlu reglu ráðandi ríkis- stjórnar, að „það verði að láta þá hafa mikið að starfa, svð að þeir finni ekki upp á einhverj- um axarsköftum". Um sum frumvörp ætti að fjalla í nefnd í miklu ríkari mæli en nú er gert, svo að unnt sé að spara tíma deildarinnar sjálfrar. Þingmönnunum séu veittar ó- fullnægjandi upplýsingar. Að- gangur að heimildum sé ekki nægilega greiður til þess að unnt sé að dæma um einstök mál, gagnrýna þau og leggja fram rökstuddar breytingatii- lögur. Það eru aðeins sérfræð- ingar ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, sem geti leyft sér að fara út í einstök atriði eins og nú standa sakir Ríkisstjórnin geri of mikið úr nauðsyn á öryggi. Nýafstaðin deila um útgjöld, sem svara tii 242 milljarða ísl. króna, hafi að mestu byggzt á tveimur töfl- um og tvö hundruð orðum í hvítri bók. í neðri málstofunni þurfi að koma á fót stofnun. sem geti annazt athuganir á MACMILLAN, — aukið vald ríkisstjórnar og embættismanna hefur veikt álit þingsins. málum og safnað gögnum til að byggja þær á. EINSTAKIR þingmenn hafi ekki nóg tækifæri til að taka þátt í umræðum. Ætla þurfi meiri tíma en gert er, til fyrir- spurna, og það þurfi að auð- vejda einstökum þingmönnum bæði að flytja ræður og leggja fram frumvörp. Sfarfstilhögunina þurfi að bæta. Þingið situr nú í 160 daga á ári, en sat 110 daga árið 1900. Þetta sé hvérgi nærri í réttu hlutfalli við þá feikilegu aukningu, sern orðið hafi á störfunum. Til dæmis hafi ár- legar fjárveitingar aukizt úr 16 milljörðum ísl. króna í 800 milljarða á þessu tímabili. Þingið þurfi nánari tengsl við almenning en nú gerist. Hví ekki að leyfa sjónvarpinu að- gang að neðri málstofunni? Leiðtogi deildarinnar, Macleöd ráðherra, hefur tjáð sig hlynnt- an þessari uppástungu, en margir þingmenn hafa hrist höfuðið yfir henni. Forréttindi neðri málstofunn ar stafi frá löngu liðnum tíma og í því efni mætti breyta tölu vert til án þess að gengið vær of nærri erfðavenjunum. Ai menningur fyrtist sumum for réttindum, sem einstakir þing menn grípi til í tíma og ótíma. EITT mikilvægt atriði hefur lauslega verið haft á orði. Er hægt að halda sig við gamla skilninginn á meðlimum neðri málstofunnar sem áhugamönn- um í stjórnmálum, — eins og Iaun þeirra geta gefið tilefni til þar sem gengið virðist út frá því ólýðræðislega fyrirbæri, að þeir eigi drjúgar einkaeignir, — eða ætti að sækjast eftir meiri atvinnumöpnum í stjórn- málunum og fá þá um leið fleiri sérfræðinga og ' vísinda- menn inn í málstofuna? Sumir hafa gengið enn lengra í þessa átt og stungið upp á, að komið sé á fót starfs- hópum sérfræðinga frá atvinnu lifinu eða háskólunum, til þess að unnt vœri að veita málstof- unni haldgóðar ráðleggingar Benda má á, að með stofnun Efnahagsþróunarráðsins hafi verið stigið skref í þessa átt- Aðrir hafa undir eins bent á hættuna, sem stafi frá of mikl- um atvinnumönnum í stjórn- málunum, sem engin tengsl hefðu við fólkið og hversdags- lífið. í þessu sambandi hefur verið rætt um tölu þingmannanna í neðri málstofunni, en þeir eru nú 630. Sumir stinga upp á, að þeim sé fjölgað' upp í 800, svo að unnt væri að skipta málstof- unni í fjöímargar starfsnefndir, en aðrir hafa stungið upp á að fækka þeim, t.d. í 400. AÐ BAKI hinna almennu óska um breytingar á þinginu, einkum neðri málstofunni, ligg ur ákveðinn ótti. Leiðtogum stjórnmálaflokkanna þykir sem almenningur líti óvildaraugum til Westminster og hinna þjóð- kjörnu fulltrúa. Skoðanakann- anir hafa leitt í Ijós, að meiri liluta manna virðist sem þing- menn neðri málstofunnar gætu leyst störf sín betur af hendi en raun ber vitni, — og fjórðung- ur hinna spurðu sagði meira að segja „stórum betur". Það var aðeins einn fimmti hluti, sem hélt því fram, að störfin væru prýðilega af hendi leyst. Sama óvild virðist koma fram í afstöðu manna til Iauna þing- mannanna, en þau eru lág, eins og áður er sagt. Meirihluta manna þykir þingmennirnir bera nóg úr býtum, og þeir, sem vilja lækka launin, eru fleiri en hinir, sem vilja hækka þau. ÞAÐ MUN vera allþungt á metunum, að meðal stjómmála- mannanna ber til muna á þeim skilningi, að þingið — og þá einkum neðri málstofan — hafi síminnkandi hlutverki að gegna. Því er haldið fram, að í Bretlandi, eins og öðrum lönd- um, stafi lýðræðinu mest hætta af sterkari og sterkari aðstöðu valdhafanna, sem styðjist við volduga embættismannastétt og aukinn áróður ríkisstjóma og útgáfu „hvítra bóka“ um alla skapaða hluti, í.svo ríkum mæli, að þingið geti ekki gætt hagsmuna almennings nægi- lega vel og hamlað gegn beit- ingu ríkisstjórnarinnar á því valdi, sem hún hefur. Vanmáttartilfinning gerir vissulega vart við sig í brezíka þinginu. Þingmenn vilja, að þingið sé æðsta valdið, en þeir veita því athygli, að mikilvæg- ustu ákvarðanirnar eru teknar að þinginu forspurðu. Rætt hef urverið um hægfana þróun for- setastjórnar í Bretlandi, þar sem meira og meira vald safn- ist á hendur forsætisráðherr- ans og meðráðherra hans. Nú eru augu manna sem óðast að opnast fyrir þeim möguleika, að skýringarinnar á forseta- stjórnarsvipnum sé ef til vill fremur að leita £ minnkandi á- hrifum þingsins. Það hefur sjaldnast áhrif, á afdrif einstakra framvarpa, hvað sagt er í neðri málstof- Framhald á bls. 14. riMINN, fimmtudagurinn 11. apríl 1963 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.