Tíminn - 11.04.1963, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.04.1963, Blaðsíða 23
MASSEY- FERGUSON ^ Skurögröfusamstæður HAFA NÚ VERIÐ í NOTKUN í 2 ÁR HÉR Á LANDI og segja má aS’ meS þeim hafi hafizf þróun nýrra vinnuaðferða við margs konar verk- legar framkvæmdir, svo að þáttaskil megi feljast. TUGIR MF-GRÖFUSAMSTÆÐNA hafa á þessu tímaþili verið seldar hér á landi og alls sfaðar er reynslan hin sama: Afköst og vinnumögu* leikar langt fram yfir það, sem kaupendurnir höfðu þorað að yona. Fáanlegar skóflugerðir og aukahlutir. MASSEY-FERGUSON SAMSTÆÐAN ER ALDREl ATVINNU- LAUS, — NOTKUNARMÖGULEIKAR ÓTÆMAND! Vafnsveita Reykjavíkur,. Rafmagnsveifa Reykjavíkur, Verktakar hífa-' veituframkvæmda, Verktakar síma- og atnsleiðsluframkvæmda, Rækf- unarsamband Flóa og Skeiða. Ólafsfjarðarkaupstaður og Búnaðarsam- band Skagafiarðar eru meðal þeirra mörgu> sem reynslu hafa öðlazt af MF-skurðgröfusamstæðunni við margs konar framkvæmdir. Bæjarfélög og verkfakar! Leitið upBlýsijttga um reyuzlu aunarra a£ Massey-Ferguson skurðgröfusamstæff-’ unui! Er hér ekki verkfærí, sem öll stærri bæiarfélög og fjölmargir. verktakar þurfa á að halda, sem ALHLtÐA VINNUTÆKI TIL GRAFTAR, MOKSTURS. OG LYFTINGA? „KONSTRUKTION" on smíði' MF-skurðgröfusamstæðunnar er eitthverf merkasta afrek verkfræðinga Massey-Ferguson verk- smiðjanna á síðari „árum. -— Hér hefur tékizf 'að sameina á merkilegan hátt: • HINDRUNARLAUSf AFL • LÉTTLEIKA í BYGGINGU • MIKINN HREYFINGARHRAÐA • FRUMLEGA SAMEiNlNGU (.Splittun” en ekki ,,Boltun“) • ÓTRÚLEGA VINNUNÁKVÆMNI (t.d. við að grafá ofan afvatns- og rafleiðslum í jörðu). „Torque - Converter" er fáanlegur á alíar MF-iðnaðardráttarvél- ar. — Engín Mpling — Sjálfvirk vökva- skipting — Z olíu* gjafarpedalar; • annar áfram, hinn aftur á hak. VERÐIÐ er ótrúlega hagkvæmt eða frá kr. 300 þús. fyrir samstæðu með tveim skóflum. — GREIÐSLUSKILMÁLAR HAGKVÆMIR 11 fórust Framnaid ai i síðu sen, formaður, og Jón Matthías son. Ekkert hefur spurzt til hins bátsins, Magna, ÞH 109, en í dag rak stýrishús bátsins á svokölluðum , Sævarlands J fjörum. svo og umbúðir af | gúmbát lians. Allar fjörur hafa 1 verið leuaðar, og þar eg bátinn hefur ekki rekið, þrátt fyrir álandsvind, er talið, að báðir mennirnir hafi farizt. Þeir voru báðir ungir: Elías Gunnarsson, ættaður úr Hafnarfirði, lætur eftir sig konu og þrjú börn. Þórhallur Jóhanncsson frá Flögu í Þistilfirði, lætur eftir sig konu og eitt barn. Þess skal getið, að er þeir félagar voru að leggja af stað í sinn síðasta róður, björguðu þeir manni frá drukknun, en hann hafði fall.ið út af bryggju; á Þórshöfn. Var hann allþjak- aður, en þeir höfðu lífgað hann við, er læknir kom. Sambandslaust var allan síð- ari hluta dagsins í gær við| Siglufjarðarbátinn Hring, SI-34. Báturinn kom að klukkan hálf tíu til tíu og kom þá í ljós, að slys hafði orðið um borð. Bát- urinn hafði nýlokið við að draga línu sína á Skagagrunni, um þrjúleytið í gærdag. Skip- verjar voru að ljúka við að ganga frá um borð, er brotsjór reið yfir skipið. Þrír menn voru afturá, er sjórinn reið yfir- Tvo þeirra tók fyrir borð, en| sá þriðji festist og varð það; honum til lífs. Bátnum var þeg I ar snúið en áður en hann komst1 að mönnunum, sökk annar þeirra. Það var Andrés Þor- láksson, rúmlega þrítugur Sigl- firðingur, ókvæntur. Hinn náð- ist um borð, en var þá örend- ur. Var lengi reynt að lífga hann við, m. a. með blástursað- ferð, en arangurslaust. Hinn var Kristján Ragnarsson, 23 ára Akureyringur, sem lætur eftir sig unnustu á Siglufirði. Báturinn hélt sjó í nótt út af Skagagrunni í ofsaveðri. Loft- net bátsins ísuðust svo mjög, að ekki var unnt að senda út, og ekki viðlit, veðurs vegna, að fara út til þess að hreinsa þau. Um klukkan sjö í morgun var báturinn staddur 18 sjó- mílur út af Strákum og kom að milli hálftíu og tíu, eins og fyrr segir. Aðrir Norðurlandsbátar náðu höfnum. Auðun og Svanur frá Akureyri héldu sjó á Þistil- firði í nótt og báðu um aðstoð í morgun, þar eð þeir treýstu sér ekki til að taka höfn á Raufarhöfn og fór þá varðskip áleiðis til þeirra. En áður en á aðstoð þess þyrfti að halda komust bátarnir til Kópaskers. Bátarnir frá Drangsnesi og Hólmavík, sem héldu sjó á Húnaflóa í nótt, komust til hafnar á Skagaströnd. Guð- mundur frá Bæ komst þangað klukkan 10 í gærkveldi, en Hilmir klukkan 6 í morgun. [ Hafði hann andæft í nótt j skammt innan við Kálfshamars víkurvitann. Er ljóst, að för bátanna yfir flóann hefur verið mikil hættuför. Ryðvórinn — Sparneyllnn — Stcrkur Sérstaklcga iyvsSur tyrtr matarvcgt Sveinn B/örnsjon & Co, Hafnarslrxti 22 — Síml 24204 * Trúlofunar hringar afgreiddir samdægurs HALLDÚR SkólavörSustfg 2 Sendum um allt land , JIFFYPOTTAR T ÐÆHnfeldtfræ = BEZTAR PLUNTUR HARALDST. BJÖRNSSON I K 10 85- OS lEILBVEiail ÞIMSaiLTSSTIATI 3 SlHI 13711 Skipstjórinn dó um borð MB-Reykjavík, 10. apríl I kvöld áttu hafnsögumenn í miklum ei'fiðleikum vig að koma danska skipinu Etly Danielsen að bryggju hér í höfninni. Skipið lá utan við Engey í dag en þá veikt- ist skipstjórinn skyndilega. Lækn ir var fenginn til að fara um borð og taldi hann nauðsynlegt að koma skipstjóranum í sjúkrahús. Var þess þá freistað, að koma skipinu í höfn, þrátt íyrir að vont væri í sjóinn. Gekk vel inn í höfnina, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að leggja skipinu að bryggju, og slitnuðu allar festar jafnóðum. Var síðan reynt að ná lækninum og skipstjóranum, sem var þá látinn, um borg í hafnsögu bát, en ekki var útséð um, hvern- ig það gengL er blaðið hafði síð- ast samband við viðkomandi að- ila T í M I N N, míðvikudagurinn 10. apríl 1963 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.