Tíminn - 11.04.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1963, Blaðsíða 6
GOD AFKOMA MBF ÞRATT FYRIR AUKINN KOSTNAD Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær var 35. aðalfund- ur Mjólkurbús Flóamanna haldinn að Flúðum í Hruna- mannahreppi s.l. þriðjudag 9. apríl og var mjög fjölmennur að venju. — Veður var kalt og bjart, kominn norðanstorm ur með frosti nokkru en ekki snjókoma sunnan fjalla. Sigurgrímur Jónsson, bóndi í Holti, varaformaður stjórnar mjólkurbúsins, setti fundinn með ræðu í forföllum séra Sveinbjörns Högnasonar. Bauð hann fundar-i menn velkomna til fundar, rakti i störf stjórnarinnar og ræddi um rekstur búsins s. 1. ár, en hann gekk mjög vel svo og flutningar til og frá búinu, enda snjóalög með minna móti og teppur litlar. Hlns vegar óx flutnings- og rekstr arkostnaður allverulega. Sigur- grímur minntist tveggja nýlátinna manna, sem lengi hafa verið full- trúar og trúnaðarmenn á fundum Mjólkurbúis Flóamanna, þeirra Eirfks Jónssonar, Vorsabæ, en íhann hafði verið endurskoðandi búsins frá Í935, og Jóns Þorkels- sonar frá Brjánsstöðum í Gríms- nesi. Fundaretjórar voru kosnir Þor- steinn Sigurðsson, Vatnsleysu og Sigmundur Sigurðsson í Syðra- Langholti, en fundarritarar Páll Björgvinsson oddviti á Efra-Hvoli og Eggert Ólafsson bóndi á Þor- va-ldseyri. Fundinn sátu 63 fulltrúar frá 32 félagsdeildum, auk stjórnar og ýmissa starfsmanna búsins og fjölda bænda af félagssvæðinu, svo sem venja er, því að aðalfund ir MBF eru jafnan meðal fjölmenn ustu bændafunda, sem haldnir eru ó landinu, enda nær nú félagssvæð ið allt austur fyrir Mýrdalssand. Á fundinum á Flúðum mun hafa verið nobkuð á sjötta hundrað manna. í ræðu Sigurgríms kom fram, að á þessu ári hefði náðst meðal- grundvallarverð fyrir mjólkina, eða kr. 4,90, en þó stóð það svo tæpt, að fá varð 500 þús. kr. úr verðmiðlunarsjóði tfl þess. Grétar Símonarson, forstjóri mjólkurbúsins flutti síðan skýrslu um rekstur búsins og skýrði reikn inga þesS, sem frammi lágu á fund inum. Grétar Símonarson, forstlérl MBF flytur skýrslu sína og les relknlnga. Alls bárust búinu 34.644.498 kg. mjólkur á árinu 1962, en árið 2961 var sambærileg tala 32,800 450 kg. og er aukningin 5,622%. Þessa mjólk sendu 1113 bændur til búsins og eru þeir 24 færri en árið 1961, og hefur því haldið áfram sama þróun og áður, að mjólkurframleiðendum á þessu svæði fækkar, en árið 1961 fækk- aði þeim um 62. Kúafjöldi á svæðinu var 13299 árið 1962 en 12908 árið 1961 og hefur því aðeins fjölgað um rúm- ar 80 en mjólkuraukningin staf- ar af hærri nyt að verulegu leyti. Kúafjöldi að meðaltali hjá hverj- um framleiðanda var 11,94 kýr árið 1962 en var 11,35 kýr árið 1961. Innlagt mjó’lkurmagn hvers framleiðianda varð að meðaltali 31.127 kg. árið 1962 en 28.848 kg. árið 1961. Meðalmjólkurmagn úr hverrl kú á öllu mjólkurbússvæð- inu var 2.607 kg. árið 1962 en 2.541 kg. árið áður. Mest aijólk til búsins úr einum hreppi var úr Hrunamannahreppi, 2.600.394 kg. en bezta mjólkin kom austan úr Hörgslandshreppi, þaðan sem einna lengst er að flytja, og fóru 96.88% hennar í 1. flobk. Nýmjólk var seld á árinu frá búinu 19.139-855 lítrar, og seldur rjómi var 496.590 lítrar. Framleitt smjör var 378.820 kg., framleitt skyr 1.003.700 kg., framleiddur mjólkurostur 275.033 kg. og fram- leitt mjólkurduft 566.050 kg. Brúttóverð til bænda varð kr. 4.9005 eða rétt meðalgrundvallar- verð ársins, sem var kr. 4,90. Nettó verð, útborgað til bænda, þegar frá hafði verið dreginn flutnings- kostnaður til búsins, stofnsjóðs- gjald, Búnaðanmálasjóðsgjald, framlag til etofnlánadeildar land- búnaðarins o. fl. varð kr. 4.4146 á lítra. Eftirstöðvar þess mjólkur- verðs urðu 88,5 aurar hver lítri og kom það til útborgunar að venju á aðalfundi búsins. Mjólkurbú Flóamanna á nú alls 46 bifreiðar. Kostnaður við sveita flutningana, það er til búsins, varð alls 11,6 millj. kr. eða 39,2 aurar á hvern mjólkurlítra, en árið 1961 varð sá kostnaður 35,4 aurar og er hækkunin 10,7%. Flutnings- kostnaður til Reykjavíkur varð 15,26 aurar hvert kg. og er sú hækkun 6,05%. Verðmiðlunar- gjald lækkaði úr 14 aurum í 12 aura á lítra. / Hjá Mjólkurbúi Flóamanna unnu alls 108 manns og greiddi búið 8,7 millj. kr. i laun á árinu. Mesta dagsinnvigtun mjólkur á ár- Slgurgrímur Jónsson I Holtl, vara- formaður mjólkurbússtjórnarinnar setur fundinn. inu varð 4. júlí, 131.053 kg. en minnsta 13. febrúar, 66.327 kg. MjóLkurframleiðendur í Árnes- sýslu voru alls 534 en 550 árið 1961, í Rangárvallasýslu 422 en 431 árið áður, í Skaftafellssýslu vestan Mýrdalssands 61 en 62 árið áður og ausban sands 96 en voru 94 árið áður. Smjörbirgðir hjá búinu um áramót voru 101 smálest og munu selj&st upp í mai. Ostabirgðir voru nær 166 tonn. Hafin var fram- leiðsla á nýrri ostategund, sem ebki er húðuð með vaxi eða látin myndast á skorpa, heldur sett þeg ar í sfcaðij plastumbúðir og pakk- að í pappakassa og Látin gerjast þannig. Þessir ostar rýrna mjög lítið. Þeir eru nú nýkomnir á markað. Þá gat mjólkurbússtjórinn þess, að búið hefði orðið að kaupa all- mikla mjólk í hyrnum frá Mjólk- urstöðinni í Reykjavík, og eftir- spurn eystra á mjólkursölusvæði búsins færi sívaxandi og mundi ekki verða hjá því komizt að búið fengi fljótlega eigin tæki til þess ; að setja sölumjólk í pappahyrnur. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- j ings búsins eru 203.5 millj. kr. en vörusala búsins á árinu nam alls 199,9 millj. kr. Að síðustu þakkaði Grétar Sím- onarson öllum þeim, sem lagt liefðu hönd á plöginn, gott fram lag, bændum samstarfið og starfs fólki búsins vel unnin störf — öll- um þeim, sem lagt hefðu sitt fram til þess, að afkoma búsins hefði orðið góð, þrátt fyrir stóraukinn kostnað við rekstur þess á s. L ári. Að lokinni skýrslu forstjórans og nokkrum umræðum um hana fóru fram kosningar, en jafnframt tó'ku fundarmenn aðrir en fulltrú- ar sér kaffihlé. í stjórn búsins var Águst Þorvaldsson, alþingis- maður, endurkjörinn og Einar Þor steinsson til vara. Aðrir í stjón- inni eru: Séra Sveinbjöm Högna- son, formaður, Sigurgrímur Jóns- son, Þorsteinn Sigurðsson, Eggert Ólafsson. Endurskoðandi var kjör inn Guðjón Jónsson í Hallgeirsey og til vara Páll Lýðsson. í fulltrúa ráð mjólkurbúsins voru kjörnir Sigurgrímur Jónsson, . Þorsteinn Sigurðsson, Páll Diðriksson, séra Sveinbjörn Högnason, Páll Björg vinsson, Ágúst Þorvaldsson, Haf- liði Jónsson, Sveinn Einarsson, Bjarni Bjarnason, Guðjón Jónsson og Eggert Ólafsson. Varamenn voru kjörnir í fulltrúaráðið: Jón Gíslason, Pétur Sigurðsson og Þór arinn SigurjónsSon. Þegar lýst hafði verið úrslitum kosninga og umræður hófust aft- ur, flutti Stefán Björnsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík skýrslu um rekstur stöðvarinnar, en helztu niðurstöð- ur hennar hafa áður verið birtar hér í blaðinu. Einnig flutti Jón Guðbrandsson dýralæknir erindi um meðferð mjólkur og greindi frá starfi efnarannsóknarstofu, sem tekin er til starfa á vegum búsins og hann veitir forstöðu. Hefur þegar orðið gott gagn að starfi hennar og miklar vonir bundnar við hana í framtíðinni til aukinna vörugæða og betri nýting ar. Grétar Símonarson flutti og skýrði skýrslu um gæði mjólkur- innar. Sigurgrimur Jónsson ræddi nokkuð um stofnun minningar- SéS helm að félagsheimillnu á Flúðum meðan aðalfundur mjólkurbúslns stóð yfir — Bílaflotinn var mikiil við húsið, enda fundarmenn á sjötta hundrað. g T í M I N N, fimmtudagurinn 11. aprfl 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.