Tíminn - 23.04.1963, Síða 9

Tíminn - 23.04.1963, Síða 9
t OG KOMMUNISMA Myndirnar hér efst á síðunum eru teknar yfir súlnasialinn allan með- an setning þingsins fór fram. Ey- steinn Jónsson sést í ræðustól lengst til haagri. Gefa myndimar nokkra hugmynd um þa'ð fjöl- menni, sem fylltl þessi glæsilegu salarkynni. ar, unz þar er komið að hún nái um allt landgrunnið. Verndun fiskstofnanna Koma þarf í fram- kvæmd öllum þeim ráðstöf- unum, sem nauðsynlegar eru, til að tryggja fiskstofninn og koma í veg fyrir ofveiði í landhelginni. Tryggja þannig, ávaxta og efla þann stórkostlega fjársjóð, sem Islendingar eiga í sjónum umhverf- is landið. Sá fjársjóður er svo stórfelldur, að segja má með nokkr um rétti, að þegar íslendingar mega gera ráð fyrir því að fá 10 fiska úr sjó á heimamiðum, þá eigi aðrar þjóðir flestar aðeins von á einum. Ættu allir að geta gert sér grein fyrir, hvílíkur fjár- sjóður þetta er. Þjóðin og landið Við eigum ekki aðeins hafið um- hverfis landið, við erum líka svo lánsöm að eiga stórt og gjöfult Jand, þar sem óþrjótandi mögu- leikar blasa við, hvarvetna. í þessu tilliti er aðstaða okkar ólíkt betri en fjöimargra annarra þjóða, sem hafa fuiinotað náttúruauðlind- ir sínar. Það er mikil gæfa að eiga s!íkt land, en það fylgja því líka stórfelldar skyldur við landið. Við verðum að játa, að við höfum ekki rækt þær, að öllu leyti sem skyldi, þótt margt hafi landinu verið gert til góða á siðustu áratugum. Eg hrökk vig í vetur, þegar ég hitti einn þeirra ungu manna, sem starfs síns vegna fylgist manna bezt með gróðuríari landsins og hvern- ig ástatt er í þeim efnum. Eg spurði hann, hvort meira gréri upp cn blési, ems og nú stæðu sakir. Hann kvaðst ekki vera í neinum vafa. Það blési meira upp, en gréri af nýju. Þetta eru sannarlega geig vænleg tiðindi. Það er ófagurt til þess að hugsa, ef landið er enn að f.iúka á sæ út undan fótum þjóð- arinnar og það á því herrans ári 1963. Og má alls ekki svo til ganga lengur. Við viljum eiga þetta land og ætla það niðjum okkar. En hvern- ig getum við búizt við því, að rétt- ur okkar til landsins verði virt- ur um alla framtíð, ef við sýnum því ekki meiri sóma en svo, að við gætum þess ekki einu sinni, að það ckki fari minnkandi vegna foks og annarrar eyðingar af náttúrunnar völdum. Hér verður ag kveðja til hina beztu og færustu menn í þessum efnum og gera sér fulla grein fyrir því, hvar þjóðin stendur að þessu Jeyti og síðan í framhaldi af þvi, gera fullnægjandi ráðstafanir til að úr þessu verði bætt. Vörn og undanhaldi í þessum efnum verði snúig upp í sókn með aukinni grasrækt, sandgræðslu og skóg- rækt og öllum tiltækum aðferð- um. Við verðum að hefja nýja öfl- uga sókn gegn eyðingaröflunum, sem herja á landið og eigi linna fyrr en öruggt er, ag við séum á sigurleið en ekki undanhaldi. Landið sjálft, gróðurinn á land inu, landhelgin, landgrunnið og það líf sem býr í hafinu umhverf- is landið að ógleymdum jarðhitan- um og vatnsorkunni, allt er þetta sú eign, sem við verðum að skila niðjunum og ávaxta sífellt til að skila þeim i hendur. Ekki kemur til mála, að núlif- andi kynslóð, sem ræður yfir meiri þekkingu og betri tækni en nokk- ur önnur, sem hefur búið í land- inu, geti sett sér lægra mark en ag láta landið fara batnandi og auðæfin vaxandi I sjónum um- hverfis. Hér er um hin stærstu mál að tefla og bjóða verður út öllu okk- ar bezta liði og draga saman alla þá þekkingu, sem hægt er að ráða yfir, til að komast að niðurstöðu um hvar við erum raunverulega stödd í þessum efnum og hvað gera þarf, til að tryggja framtíð þjóðar- innar í landinu. Líklega erum við sem nú lifum, íyrsta kynslóðin á fslandi, sem hefur skilyrði til að vita hvar þjóð in stendur i sambúð sinni við land- ið. Og fyrsta kynslóðin, sem með sanngirni er hægt að krefjast þess af, að hún skili landinu að öllu leyti betra, en hún tók við því. Og þá megum við heldur ekki bregðast. Fullveldssmálin á dagskrá Þau verkefni, sem ég nú þegar hef rætt, eru sannarlega mikils- verð, en þó er eftir að minnast þess, sem mi'kilsverðast er af öllu og afstaða verður.tekin til í kosn- ingum þeim, sem framundan eru í vor. Á næsta kjörtímabili verður að móta afstöðu íslands til þess, sem nú er að gerast í Vestur-Evrópu. í því sambandi verður að taka ör- lagaríkar ákvarðanir, sem varða fullveldi landsins og alla framtíð þjóðariminar í landiinu. í Evrópu er komin upp öflug hreyfing í þá átt að sameina þjóð- irnar. Efnahagsbandalag Evrópu hefur verið stofnað og hefur starf- að um skeið, og það er grumdvall- að á því að deila löndum og lands- gæðum og steypa þjóðunum sam- an. Koma upp 'Sameiginlegri stjórn á efnahags- og atvinnumálum fyrir öll löndin. í því eru þegar sex lönd, og flest lönd Evrópu vestan jámtjalds hafa sótt um inngöngu eða aðild, með einu og öðru móti að þessu bandalagi. En það er sam- eigimlegt fyrir öll þau lönd, sem sótt hafa, að þau eru reiðubúim að fallast á þá sameiningarstefnu í efnahags- og atvinnumálum, sem li'ggur til grundvallar störfum bandalagsins. Og einnig þau lönd, sem sótt hafa um tengsl við Efna- hagsbandalagið með aukaaðild. Pólitískur ágreiningur imnan Efnahagsbandalagsins hefur kom- ið í veg fyrir, að Bretar gengju inn í Efnahagsbandaiagið nú strax eins og til stóð og lamgt var kom- ið áleiðis En augljóst er, að viiji Evrópu- þjóðanma til þess að sameinast efnahagslega, deila löndum sínum og landsgæðum og ganga undir samstjórn, er svo sterkur, að þær hljóta að tengjast þannig á næst- uonii á eirnn eða annan hátt. Leikur engtam viafi á því, að Efnahags- baindailag Evrópu verður megim- kjamntan í þeirri samsteypu. Framoni fyrir þessart þróun stönd um við á næstu misserum og verð- um að taka afstöðu til hemmar. Og þá fyrst og fremst Efnahagsbanda lagsimis, sem er megtakjaminm og vafalaust einkemnandi fyrir það, sem koma skal. Hjólið snýst ekki aftuí á bak Leiðtogar stjóinnarflokkanna á fslandi, Sjálfstæðisfloikksiims og Alþýðuflokksims, munu vera einu stjórnmálamenetanir í Evrópu, sem bera- sér í mumin niú allt í einu annað veifið, að þessi þróun verði stöðvuð og hjólið snúist aft- ur á bak að þessu leyti. íslending- ar þurfi þvi ekki um þessi mál að hugsa, eða nánar tiltekið afstöðu sína til Efnahagsbamdalags Evr- ópu. Við vitum öll af hverju leiðtogar stjómarflokkanna hér gera sig að því umdri að halda þessu fram. Vegna þess að þeirra stefna í þessum málum er ekki lík- leg til að falla megimþorra ís- lenzku þjóðarinmar í geð, og þess vegma á að hafa lágt um hana á meðan verið er að kjósa. Það á svo að hafa óbundnar hendur eftir kosningar. Prógramræða sú, sem viðskipta- málaráðherra flutti um þessi efmi á 100 ára afmæli þjóðminjasafns- ins og útvarpað var til þjóðarinnar, ’sýnlr þó gleggra en nokkuð ann- að, hve mikið þeir trúa áróðri sín- um um að þessi mál séu úr sög- unni og þess vegna eigi ekki að ræða þau. En sú ræða var kröft- ugur áróður um það, að sjálfstæð smáríki væru úrelt orðim og fengju ekki staðizt. Eftir þá ræðu ættu allar deilur um það hvað rík isstjórnta vill, að vera óþarfar. Ég get ekki rætt Efnahags- bandalagsmálið jáfn ýtarlega og þörf væri á, því að margt ammað hefur þurft að nefma. En nokkur höfuðatriði vil ég benda á. Þegar þess er svo gætt, að við erum aðeims 180 þúsund, sem byggjum okkar lamd, eigum stór- felld náttúruauðæfi ónotuð, byggj- um tUveru okkar hér sem sjálfstæðrar þjóðar að veruiegu Jeyti á óvemjulegum náttúruauð- lindum, eims og til dæmis fiski- miðunum við strendur landsins, sem við höfum notað immam land- helginmar fyrir okkur eima, þá sjá- um við hvílíka sérstöðu vig höfum meðal þjóða Evrópu. Enn fremur ættu menn að sjá hver fjarstæða það er, að við getum gengið undir sam'Stjórn efnahags- og atvimmu- mála með háþróuðum iðmaðarstór- veldum Evrópu. Loks hversu fjarri það er öllu vtai að hugsa sér að við getum opnað land okkar fyrir þeim hundruðum milljóna, sem búa í Evrópu og hafa fullar hendur fjár. Yrði slikt gert, hlyti íslenzka þjóðin að drukkna í þjóða hafinu, og við myndum áður en við hefðurn hugmynd um, hafa misst gjprsamlega stjórn á öllum okkar málum. Samvinna en ekki sameining Það ætti að sjást af þessu, þótt ekki væri lengra farið, að það sem við þurfum að sækjast eftir ©r að geta haft eðlileg og hindrumarlaus viðskipti við þjóðlir Evrópu. Þessu marki þurfum við að má, emda þótt þessar þjóðir sameinist í eitt eða fleiri bamdalög eða rfW. Eftir þessu eigum við og þurf- um umfram allt að sækjast og það er erfitt að trúa því, að þessar þjóðir taki það til bragðs að úti- loka okkur frá viðskiptum’, enda 'þótt þær sjái sér hag í því að sam- eimast, og við ekki getum verið með í þvi, vegna þess að allt öðru visi stendur á hjá okkur en þeim. Aðstaðan er svo ólik, að það sem þeim verða mikilsverð gagn- kvæm rétttadi, verða í mörgum .dæmum óbærilegar kvaðir á okk- ur. Minmij ég emm á samstjórn efnahags- og atvimmumála. Margar af þessum þjóðum beinlínis sækja imn í hama til að auka ráð sírn og áhrif. En við mymdum verða gjör- samlega áhrifalausir. Þá ekki síður a'tvinnurekstrarréttindin óg afnot lamds og sjávargæða. í þeim efn- um yrði bóksfaflega ekki um neitt gagnkvæmt að ræða og gæti aldrei orðið vegna stærðarmunar. Það þarf ekki að nefina mörg dæmi til að sýna, hvað gæti beðið Islendimga, ef óvarlega væri fiarið í þessum efnum. í löndum Efna- hagsbandalagsims, skipta þau fyrirtæki fremur hundruðum en tugum, sem hafa meiri umsetn- imgu. hvert um sig, en nemur allri þ.ióðarframleiðslu íslendimga. Þar að auki eru fjölmörg þessara fyr- tatækja tengd saman og úr því verða fjármálaleg stórveldi. Frá því farið var að móta stefn- ur í þessum málum, hafa Fram- sóknarmenn haldið því fram, að íslemdingar gætu ekki gengið í Bfnahagábamdalagið. Hefur sú stefna verið mótuð af hendi Fram- sóknarmamna, að íslendimgar ættu að sækjast eftir tolla- og við- skiptasaimmingum við Efnahags- bamdalag Evrópu, og reyma að k’omast tarn fyrir tollmúrana með gagnkvæmum samnimgum varð- andi tolla- óg viðskiptamál. Rógur Bæði kommúnistar og Sjálfstæð- ismenn dreifa þeim rógi, af því þeir vita að margir treysta okkar flokki í þessu máli — að við höf- um skipt um skoðun í þessu og verið reikulta. Þes^ar álygar er auðvelt að hrekja. Ég mefni fyrst þessi um- mæli úr þtagræðu Gylfa Þ. Gísla- sonar, nú 2. april s. 1.: „Það er alveg rétt, sem formaður Framsóknarflokkstas heldur fram hér og skal ég með ánægju staðfesta það, að hann hef ur frá upphafi talið, að tolla- og viðskiptasamntagsleiðta væri eina leiðin, sem hentaði íslendtagum í þessu máli. ÞaS kom fram í fyrsta samtalinu, sem við áttum um mál ið. Á því hefur aldrei verið ,vafi í míipuim huga, að 1. þing- maður Austfirðinga, Eysteinn Jóns son, hefur haft þessa skoðun, þó að ég hafi htas vegar talið á sín- um tíma í upphafi, að hún hafi ekki verið nægilega vel rökstudd, en það er anmað mál“. Þessi ummæli eru hæfilegt svar við róginum og sýna, hvers vegna Framsóknarmenn gerðu kröfu til að ifylgjast með þessum málum hjá ríkisstjórmnni. Þessari stefnu hélt ég einnig fram á ráðstefnu, sem félagið Frjáls menning efndi til í janúar 1962. Aðalfundur Miðstjóimar Fram- sóknarflokksins 1962 ályktaði að taka bæri upp málefni fslands við Efnahagsbandalag Evrópu á þess- um sama grundvelli, þegar tíma- bært þætti. Og nú í haust, þegar þessi mál komu til meðferðar á Alþingi og ríkisstjórhin flutti skýrslu um það, sem gerzt hafði, af hennar hálfu, tóku Framsóknar- menn enri þessa afstöðu. Vilja aðild Það hefur á hinn bóginn engum dulizt, að stjórnarflokkarnir hafa verið ákaft fylgjandi aðild að Efna hagsbandalaginu, og hvað eftta ann að legig við, að þeir beittu sér íyrir þvi, að ísland sækti um aðild. Enn hefur slikt, góðu heilli, dregizt úr hömlu. Sumpart vegna þess, að þeir urðu varta við það erlendis, að ekki var það talið hyggilegt, að ísland sækti um aðild strax og sumpart hafa þéir hikað vegna afstöðu Framsóknarflokks- ins og einnig kröfu hans um, að beðið yrði átekta. Enn fremur hef ur það ekki farið fram hjá forráða- mönnum stjómarflokkanna, að af- staða Framsóknarflokksins í Efna- hagsbandalagsmálinu á óvenjulega sterkan hljómgrunn meðal þjóðar- innar. Þeir hugsa sér því að fara varlegar en ella, og nú reyna þeir að draga athygli þjóðarinnar frá máltau. Tvær leidir verSa a3 einní Þegar ríkistjórnin flutti skýrslu sína í haust, taldi hún tvær leiðir mögulegar. Önnur var sú, að sækja um aukaaðild, og var það látið fylgja, að þeirri leið hlyti að fylgja samningur um atvinnurekstrarrétt indi útlendinga á íslandi, og önn- ur meginatriði Rómarsamningsins. Hin leiðin væri að gera tolla- og viðskiptasamning við ' Efnahags- bandalagið. Kom þá allt i einu í ljós, að sú leið var nú talin hugsanleg, sem áður hafði verið nefnd ófær og fjarstæða, þegar ég hélt hennj fram i janúarmánuði 1962 á ráðstefnu Frjálsrar menn- ingar. Skýrslu ríkisstjórnarinnar fylgdi svo sú yfirlýstag, að stjórnin hefði ekki gert það upp vig sig, hvort hentugra væri fyrir fsland, að sækjast eftir aukaaðild eða tolla- og viðskiptasamningi. En þegar Framsóknarmenn tóku sömu afstöðu og áður og lýstu Framhald á bls. 14. TÍMINN, þriðjudagur 23. aprfl. 1963. — I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.