Tíminn - 13.06.1963, Side 15
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
Framhalí af 16. síðu.
æða, meðan beðið er eftir lög-
.reglustöðinni nýju. Aðalsteinn
Guðlaugsson, skrifstofustj. em-
bættisins, sagði í viðtali við
blaðið í dag, að húsrýmið í
Borgsrtúni mundi fullnægja
þörfum eins og sakir standa.
Umferðardómstóllinn, sem
heldur nú til á lögreglustöðinni
í Pósthússtræti, flytur einnig
inn í Borgartún og skýrslu-
safnið, sem nú er ^ejmit í
Hcgningarhúsinu. Óskilamun
um verður haldið eftir á Frí-
kirkjuveginum næstu viku, og
geta rnenn þá kannað safnið
klukkan 14—18 daglega, en
síðan verður haldið uppboð á
leifunum.
Fáar opinberar stofnanir
hafa búið við slík húsþrengsli
sem rannsóknarlögregl'an og
sakadómaraemb. í bárujárns-
hjallinum á Fríkinkjuvegi má
reikna 16—17 herbergi og einn
dómsal, en í Borgartúni er 41
herbergi og 2 dómsalir talið
hæfilegt.
HELGI BERGS
Franlb si bls. 16. síðu.
— Mér er efst í huga þakk-
læti fyrir hinn öfluga stuðning
til alls þess fjölda fólks, sem
af mikilli óeigingirni hefur
fórnað tíma og fyrirhöfn til
þess >að gera sigur okbar mögu-
legan. Oig auðvitað er maður
ánægður með að hafa náð
þessu tukmarki.
— Þú hefur auðviteð þurft
mikið að ferðast.
— Já, þetta er stórt kjör-
dæmi og ég hef heimsótt alla
hreppa þess og í síðustu vik-
unni voru níu sameiiginlegir
framboðsfundir víðs vegar um
kjördæmið. Á kjördag var ég
svo í Vestmannaeyjum og fór
um nóttina með báti til Þor-
lákshafnar.
— Og frúin?
— Ég er auðvitað mjög á-
nægð líka, bæði með árangur-
inn oig að vera búin að fá
Helga heim aftur.
HUS M.R.
F'ramhald af 16. síðu.
ins hefur ekki verið fáanlegur til
þess að selja það, en fyrir
liggur eignarnámsheimild, og mun
henni að líkindum verða beitt, þeg
ar eignin hefur verið mietin í
samræmi við lóðirnar, sem þegar
hafa verið keyptar.
Húsið, sem byrjað verður á mun
liggja með gaflinn að Bókhlöðu-
stígnum og verður á lóðunum nr.
9 og 11. Verður það tvær hæðir
og kjalilari. Á neðri hæðinni verða
þrjár skólastofur en á efri hæð-‘
inni fjórar stofur. í húsinu verða
stofur fyrir ýmsar sérgreinar svo
sem efna- og eðlisfræði, og auk
þess stofur fyrir tungumál og
sögu.
í tungumálastofunum á að koma
fyrir segulbandstækjum, þar sem
nemendur lesa inn á bönd og geta
síðan hlustað á lestur sinn og
fengið aðstoð og leiðbeiningar við
að bæta framburðinn. í sögustof-
unum á að vera aðstaða til kvik-
myndasýninga í sambandi við sögu
kennsluna.
Ekki hefur enn verið ákveðið,
hver mun sjá um byggingafranu
kvæmdirnar fyrir skólann. í fyrra
hafði Jón Bergsveinsson húsa-
smíðameistari tekið að sér að
byggja smáhýsi þau, sem setja
átti upp í Olíuportinu, og hefur
hann lagt frani tilboð í bygginga-
íramkvæmdir þær, sem framund-
an eru. Verður tilboðið tekið fyr
ir í Bygginganefnd skólans á morg
un.
Kristinn Ármannsson rektor
skýrði blaðinu frá því í dag, að
búast mætti við, að nálægt eitt
þúsund nemendur yrði í skólan-
um næsta ár, en í ár voru þeii
á níunda hundrað. Vegna þessar-
ar fjölgunar er augljóst, að skól-
inn verður að hafa áfram á leigu
húsið Þrúðvang við Laufásveg,
sem er í sigu Framkvæmdabank
ans, og skólinn tók á leigu síðast
liðið haust,
Ekki er enn vitað, hvenær byrj-
að verður á byggingaframkvæmd
um nýs Menntaskólahúss í Hamra
hlíð, en þar var eitt sinn búið að
úthluta skólanum lóð, og eitthvað
byrjað á grunni að nýju skólahúsi.
KYNÞÁTTAÓEIRÐIR
Framhald af bls. 3.
eftír að hann hafði verið við fyrir
lestra í háskólanum, að sér finnd
ist, að skólafélagarnir hefðu tek-
ið honum eins og hverjum öðrum
félaga og mætti skólastjórn Ala-
bamaháskóla vera öðrum mennta-
stofnunum til. fyrirmyndat. -
Bæði republikanar og demókrat-
ar hörmuðu í dag og fordæmdu
dráp blökkumannaforingjans, Edg
ar Evers, en ein rödd meðal stjórn
máilamanna sfear sig þó úr þessum
hóp. Það var rödd Allan Ellender,
öldungadeildanþingmanns, sem
hæddist að frumvarpi Kennedys
um bætt réttindi blökkumanna og
réðist á afstöðu Kennedys til kyn-
þáttamálanna.
Skömmu eftir að fréttir bárust
aí morði Evers, gaf Kennedy,
Bandaríkjaforseti út yfirlýsingu,
þar sem hann lýsir harrni sínum
vegna atburðarins og sagðist
hann mundu gera allt, sem í hans
valdi stæði til þess að hafa hendur
í hári tilræðismannsins.
HANS PETERSEN H.F.
Sími 2-03-13 Bankastræti 4.
Fundir í Akureyrardeilunni
KH-Reykjavík, 12. júní.
Þrjú vei'kalýðsfélög á Akureyri
hafa boðað verkfall frá 16. þ.m.,
og verzlunar- og skrifstofufólk á
Akureyri hefur boðað vinnustöðv
un frá 20 þ.m., hafi ekki náðzt
KJÖRBÚÐ Á
HELLISSANDI
NÝLEGA opnaði Kaupfélaig
Hellissands kjörbúð i ný upp-
byggðu húsi á Hellissandi.
Fyrifr áiri keypti kaupfélagið
gamalt verzlunarhús, Clausens
verzlun, sem er miðsvæðis í þorp
inu. Húsinu var siðan breytt eft-
ir teikninigum og fyrinsögn Teikni
stofu SÍS í nýtízkulegt verzlunar-
hús.
Húsið var að mestu leyti endur-
byggt og inmréttuð kjönbúð, sem
fullnægir öllum þeim kröfum, &em
gerðar eru um slíkar verzlanir.
Jafnhliða sölu á landbúnaðaraf-
urðum mun kaupfélagið opna
mjólkursölu í sama húsi, og hefur
aflað sér til þess hinna fullkomn-
ustu tækja.
Einar Guðbjartsson, sem verið
hefur kaupfélagsstjóri, siðasta ár-
ið, er nú að láta af störfum, en
við rekstri félagsins tekur Ásgeir
Hjálmar Sigurðsson, sem undan
farin ár hefur verið aðalbókari
Kaupfélags Dýrfirðinga á Þing-
eyri.
HOFUNUM BJARGAÐ
Framhald af bls. 3.
trúinn í UNESCO-nefndinni, sem
undirbýr björgun hofanna, sem
lýsti yfir þessum fjárstuðningi
Bandaríkjanna við þetta mikla og
vandasama verk, sem mun hefjast
innan tíðar.
gamkvæmt tillögu, sem Svíar
lógðu fram í undirbúningsnefndr
inni, mun kostaður við björgun
hofanna áætlaður 36 milljónir
dollara.
Arabíska sambandslýðveldið hef
ur fallizt á tillögur Svíanna í öll-
um aðalatriðum, og verður björg-
un hofanna framkvæmd sam-
kvæmt þeirri áætlun. Önnur til-
laga kom fram frá Frökkum, en
þótti ekki eins hagkvæm. Sam-
kvæmt til.ögum sænsku nefndar-
mannanna, mun björguninni verða
hagað þannig, að hofin verða
rifin I sundur í viðráðanleg stykki,
sem síða-n eru flutt á annan stað í
heilu lagi, en hofin síðan reist á
nýjan leik.
Tal'smenn 34 landa hjá UN-
ECO hafa lýst því yfir fyrir
hönd þjóða sinna, að þær muni
fúsar til að leggja að mörkum
til þessa verks upphæð, sem svar-
ar til 7.7 milljóna dollara.
Ara'bíska sambandslýóveldið
mun leggja til 11,5 milljónir doll-
ara, og hefur stjórn þess lýst því
yfir, að verksamningar verði þeg-
ar í stað undirritaðir, þegar upp-
hæðin er komin upp í 20,5 millj-
ónir dollara.
ÖXLAR
með fólks- og vörubílahjól-
um. Vagnbeizli og beizlis-
grindur fyrir heyvagna og
kerrur. Notaðar felgut og
ísoðin bíladekk til sölu hjá
Kristjáni Júlíussyni. Vest-
urgötu 22, Reykjavík —
sími 22724. Sendi i póst
kröfu.:
samkomulag um kaup og kjör fyrir
þann tíma. Ekki varð samkomulag
um hérað'ssáttase-mjara á Akur-
eyri, og eru því fulltrúar deilu-
aðila komnir til Reykjgvíkur til
viðræðna við sáttasemjara ríkisins,
Torfa Hjartarson. Aðalkröfur fé
laganna eru: 20% kauphækkun og
44 stunda vinnuvika. Fundur deilu
aðila með sáttasemjara hófst kl.
4 í dag, og stóð enn yfir síð'ast er
fréttist í kvöld.
Braut stöðvunar-
skyfdu
BÓ-Reykjavík, 12 júní.
UM KLUKKAN eitt í nótt varð
liarkalegur árekstur á mótum
Laufásvegar og Njai'ðargötu. —
Moskovitz-bíll var þar á leið norð'
ur Laufásveginn, en VW-bíll á
leið austur Njarðargötu var, að
því cr virðist, ekið viðstöð'ulaust
'inn á gatnamóffan, án þess að
sinna stöðvunarskyldu. Þar lenti
Moskovitzbíllinn á hægri hli® hins
með þeim afleið'ingum, að öku-
maður Moskovitz-bílsins féll út og
sat eftir á götunni, en bæði far-
artækin runnu stjórnlaus á ská
í norðausturhornið á gatnamótufi-
um og lentu þar á steinvegg. Fólk
úr bílum þessum var flutt á
slysavarðstofuna, og fullorðin
kona, Ólöf Kristjánsdótth’, Höfða
borg 3, sem var í VW-bílnum, ligg
ur nú á Landakotsspítala.
LIK JONS FDNDIÐ
LÍKIÐ, sem fannst úti fyrir Sels-
vör var af Jóni Björnssyni, Blöndu
hlíð 12, sem livarf, ásamt Birni
Braga aðfaranótt 15. fyrra mánað-
ar. Þar með er staðfestur grunur
um afdrif þeirra félaga, en haldið
var, að þeir hefðu farið út á trilHiu.
JÖFNUÐUR MEÐ 5
Framhald af bls. 3.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, a3 5 upphótarsæti hefði
þurft til viðbótar eða samtals
16 uppbótarsæti, en ekki 28
cins og Mbl. hafði haldið fram.
— Mbl. leiðréttir þetta reyndar
í dag, en þó þannig, að það'
gefur í skyn, að á þriðjudag
liafi það ekki sagt, að 17 upp-
bótarsæti hafi vantað til vi'ff-
fcótar við þau 11, sem úthlutað
var, heldur, að það hafl sagt,
að uppbótarsætin hafi þurft að'
vera samtals 17.
Reynir Mbl. þannig að draga
úr lyginni. Ilitt stendur óhagg-
að, sem stóð í Tímanuni í dag,
að samkvæmt þeirri reglu, sem
höfð var til grundvallar af nú-
verandi stjórnarflokkum og
kommum, er kjördæmasktpun-
inni var breytt, þá hefur Frani-
sóknarflokkurinn lang mest at-
kvæð’amagn á bak vlð hvern
kjörinn mann í Reykjavík og
mun meira atkvæðamagn en
Siálfistæðisflokkurmn á bak við
kiöma þingmcnn utan Rcykja-
víkur.
NÝ SÍLDARPLÖN
Framhald af 1. síðu.
er ek.ki tilbúin til þess að taka á
móti sild í bræðslu.
Til síldarverksmiðjunnar voru
keyptir tveir hvalbátar frá Ilval-
stöðinni í Hvalfirði, og nú er unn
ið að því að koma gufukötlum úr
bátunum fyrir í verksmiðjuhni,
þar sem þeir verða notaðir.
Þrjár nýjar söltunarstöðvar eru
aS rísa upp á Ssyðisfirði. Borigir
hf. reka eina stöðina, önnur stöð-
in heitir Þór hf., og er hún rekin
af Vilhjálmi Jónssyni og fleirum,
og þriðja stöðin heitir Neptúnus
hf. rekin af Karvel Ögmundssyni
og fleirum. Reistur hefur verið í-
búðarbraggi "fyrir starfsfólk Nept-
únsar, og rúmar hann milli 70
og 80 manns, og er þar bæði svefn
rými og matsalur.
Fyrsti norski síldarbáturinn
kom inn til Seyðisfjarðar í dag.
Var hann með slasaðan mann,
sem hafði farið með höndina í
spilið og misst fingurna. Báturinn
hafði ekki fengið síld, en fjórir
aðrir síldai'bátar frá Noregi, voru
komnir á miðin og fjölmargir
aðrir á leiðihni. Tveir bátar fara
á síldveiðar frá eyðisfirði að
þe-ssu sinni, Gullver, sem lagði
af stað í -gærkvöldi og Dalaröstin,
sem fer út í dag.
FRANSKI TOGARINN
Framhald af 16 siön.
hættu statt. — í frét’taskeyti frá
NTB segir, að froskmönnum og
vélsmiðum brezka skipsins hafi
tekizt að þétta togarann á tveim-
ur klukkustundum svo vel, að
hann geti siglt til Frakklands án
viðkomu í íslenzkri höfn. Talið
er aff áhöfn togarans sé 70—80
manns.
EVRÓPURÁÐSFUNDUR
FramhalJ aí 16. síðu.
Fram að |>essu hefur ekki verið
haldinn á Islandi fundur á veg-
um Evrópuráðsins af þessu tagi.
Birgir Thoi'lacius ráðuneytis-
stjóri, sat fund Menningarmála-
hefndr Evrópuráðsins af íslands
hálfu. Á fundinum var fjallað um
ýmis mál, m.. voru ræddar skýrsi-
ur um störf þeirra þriggja fasta-
riefnda, sem starfa á vegum ráðs-
ins. Nefndir þessar fjalla um æðri
menntun og vísindastörf, almenna
fræðslu og tæknifræðslu og um
fræðslustarf utan skóla.
(Frá upplýsingadeild
ráðsins).
EINAR ÁGÚSTSSON
Framhald af 16. síðu.
að vinna í henni og auðvitaö
bezt. þegar endirinn var svona
góður.
— Og frúin?
— Ég er auðviitað ósköp
ánægð með það hvort tveggja,
að Kosningabaráttan skull vera
búin, og það, að endirinn varð
svona góður. Það fer aldrei hjá
því, að kosningabarátta
komi eitthvað niður á heimiilis
lífinu, og eins og ég sagði áðan
þá er ég ósköp fegin því, að
þessu skuli Iokið.
Öllum þeim, sem vottuöu samúS sína og hlýju við fráfall og jarð-
arför
Olgu Þórhallsdóttur
frá Höfn í Hornafirði og heiðruðu minningu hennar, þökkum við
lnnilega.
Vandamenn.
Útför föður míns,
Þorláks Marteir.ssonar,
fyrrum bonda á Veigastöðum,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní kl. 10,30 árdegis.
Athöfninni verður útvarpað.
Kristín Þorláksdóttir.
TIMINN, fimmtudaginn 13. júní 1963
15