Tíminn - 20.06.1963, Side 7

Tíminn - 20.06.1963, Side 7
Útgeféndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Á.rnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andfés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómás Karlsson. Frétta- stjóri: Jónias Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Aígr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftórgjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Norðienzk forusta Verkalýðsfélögin á Norðurlandi hafa á réttum tveim- ur árum haft forustu um fjóra kjarasamninga, sem allir eru til fyrirmyndar, því að þeir hafa verið árangur af gagnkvæmum skilningi launþega og atvinnurekenda. Fyrsti kjarasamningurinn, sem norðlenzku félögin höfðu forustu um, var gerður vorið 1961. Þá stóðu yfir úlbreiddustu verkföll, er nokkru sinni hafa verið á landi hér. Ríkisstjórnin hvatti atvinnurekendur syðra til fyllsta óbilgirni og ekkert þokaðist því i samkomulagsátt. Allar horfur voru á, að síldarvertíðin færi forgörðum að mestu eða öllu. Verkalýðsfélögin og samvinnufélögin á Norður- iandi hófu þá samninga sín á milli og náðu samkomulagi um mjög hóflega kauphækkun. Aðrir fylgdu svo í slóð- ina. Þetta bjargaði m. a. einni hinni beztu síldarvertíð, sem hér hefur verið. Þessir samningar norðlenzku verkalýðsfélaganna og samvinnufélaganna voru gerðir til tveggja ára. Þeir lögðu íraustan grundvöll að jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vinnufriði, ef ríkisstjórnin hefði ekki raskað honum með aigerlega tilefnislausri gengisfelhngu. Til þess óhappa- verks rekur verðbólgan, sem hér hefur drottnað seinustu misserin, rætur sínar. Aftur á síðasta vori höfðu svo verkalýðsfélögin og samvinnufélögin á Norðurlandi forustu um hóflega kaup- iiækkun. í þriðja sinn höfðu svo sömu aðilar forustu um 5% kauphækkun á síðastliðnum vetn. Um seinustu helgi höfðu sömu aðilar svo forustu um fjórðu kjarasamning- ana, er fela í sér 7V2% kauphækþun. Á þessu ári er þvi ' búið að semja um 12—13% kauphækkun. Allir þessir kjarasamningar, sem Norðlendingar hafa haft forustu um, hafa einkennzt af hófsemi og gegnkvæm- um skilningi. Atvinnurekendur þeir, sem að samningun- um hafa staðið, hafa viðurkennt, að íaunþegar ættu rétt á kauphækkun vegna aukinnar dýrtíðar og vaxandi þjóð- aitekna. Launþegar hafa hins vegar ekki krafizt meira en augljóst var, að atvinnurekendur gætu borið. Af hálfu afturhaldsmanna, sem eru andstæðir laun- ^ ; 'Ogunum, hefur verið reynt að toríryggja þessa samn- inga, þeir kallaðir svijcasamningar o. s. frv. í kjölfar þessa afturhaldsáróðurs hafa jafnvel fylgt hefndar- aögerðir, eins og gengisfellingin 1961 Þess vegna er ástæða til að fagna því, að forsætisráðherrann hefur lýst velþóknun sinni á seinustu norðlenzku samningunum. Það boðar vonandi, að nú verði ekki gripið til heimsku- iegra hefndaraðgerða eins og sumarið 1961. Til hægri við íhaldið Það hefur vakið mikla furðu, að Alþýðublaðið hefur nýlega birt forustugrein, þar sem krafizt var hefndar- aðgerða gegn samvinnufélögunum vegna þess að forustu- inenn þeirra væru Framsóknarmenn í Bretlandi birta málgögn Verkamannaflokksins ekki shkar greinar. Þar er náið samstarí milli Verkamanna tlokksins og samvinnuhreyfingarinnar. Brezki íhalds- flokkurinn lætur þetta óátalið. Hann viðurkennir í verki, að ekki sé óeðlilegt, að samvinnunrevfingin leiti sér slíks stuðnings, þar sem andstæðingar hennar beita ekki sízl pólitískum áhrifum gegn henni. Hvað myndi Alþýðublaðið segja, eí samvinnuhreyfing- in hefði einhver slík tengsli hér á iandi? ' Þetta er annars eit* af mörgum dæmum þess, að svo iangt er forusta Alþvðuflokksins sokkin í afturhalds- niennsku, að hún stendur í flestum einum langt til hægri við íhajdsflokkana í nágrannalöndunum. ■ ini næsti páfi? Páfakjörið getur haft mikil áhrif á stjórnmál margra landa. KJÖR páfa er nú hafið í Vatikaninu með þeim venju- lega hætti, að allir kardínálar katólsku kirkjunnar, sem' hafa getað mætt, hafa verið lokaðir inni og verður ekki sleppt út aftur fyrr en nýr páfi h-efur verið kjörinn. Eins og að líkum lætur, hef- ur rajög verið rætt um það að undanförnu, hvaða maður sé líklegastur til að verða páfi. Fyrir rúmu ári, þótti það nokk- uð víst hver eftirmaður Jó- hannesar 23. mundi ve»ða, en nú er það talið tvísýnaa. Þessi maður var Montini kardínáli í Mílanó. Enn er hann talinn nokkuð sigurviss, en^þó hvergi nærri eins og áður. Ástæðan er m sú, að hann þótti ekki eins at- . kvæðamikill á kirkjuþinginu, sem haldið var síðastl. haust, og gert var ráð fyrir, heldur lét lítið á sér bera. Margir kard ínálar, sem höfðu vænzt mik- ils af forustu hans, urðu því fyrir vonbrigðum, en aðrir töldu þetta sprottið af þeim klókindum, að hann vildi ekki óvingast við neinn, því að hann væri að búa sig undir að verða páfi. Það er hins vegar talin vafasöm leið, því að hingað til hefur það ekki þótt sigurvæn- legt að sækjast eftir páfaemb- ættinu. Gamalt orðtæki segir, að sá, sem ætli að verða páfi, deyi jafnan sem kardínáli. Þrátt fyrir þetta er þó Mon- tini lalinn vænlegastur til að hljóta páfadóminn, þótt hann sé ekki talinn jafn sigurviss og áður. MONTINI nýtur yfirleitt þess álits, að hann sé einn mesti gáfu- og lærdómsmaður i liópi kardínálanna, og eng- inn þeirra þekkir betur til mála í Vatikaninu en hann. Hann er 65 ára, sonur þekkts ritstjóra, er var þingmaður um '—> MmÉ MONTINI kardináli LERCARO kardináli skeið. Hann ákvað ungur að ganga í þjónustu kirkjunnar og hlaut prestvígslu 1920. Hann var fyrst sóknarprestur,- síðan sendimaður í Varsjá og þar- næst starfsmaður í Vatikaninu. Þar starfaði hann samfleytt í 30 ór. Þar gerðist hann brátt mjög handgenginn forstöðu- manni ' utanríkisdeildar páfa- stólsins, Pacelli, sem síðar varð Píus páfi 12. Talið er, að Píus 12. hafí ekki metið annan sam- starfsmann sinn meira né treyst betur. Árið 1953 vildi hann gera Montini að kardín- ála, en hann afþakkaði. Mon- tini lét þó undan þessum ósk- um páfa ári síðar, en þá var tal- ið að páfinn hefði sérstakan hug á honum sem eftirmanni sínum. Þetta átti þó ekki eftir að rætast, því að Montini tók kardínálavígsluna meðan Píus 12. lá banaleguna og þótti því of nýr af nálinni sem kard- náli, er nýr’ páfi var kjörinn. Síðan 1954 hefur hann verið kardínáli í Milano og unnið sér þar mikinn orðstír. ÞÖTT Montini flytti frá Rómaborg, hefur hann haft á- fram náin tengsli við Vatikánið og mun Jóhannes páfi ekki hafa haft meiri skipti við ann- an kardínála. Orðrómur herm- ir, að hann hafi eins og Píus 12. haft augastað á Montini sem eftirmanni sínum. Montini er talinn hafa stult mjög að því, að Jóhannes 23. tæki upp frjálslyndari stefnu í kirkjumálum en fyrirrennari hans. Hann er m.a. talinn hafa átt þátt i því, að Jóhannes páfi tæki upp aukið samstarf við katólsku kirkjuna í kommún- istalöndunum og tæki tillit til sérstöðu hennar þar. Þá er hann og talinn hafa stutt að því, að katólska kirkjan styddi meira ýmsar félagslegar um- bætur og léti sig bættan hag al- mennings - meira skipta. Þetta hefur hann líka sýnt ljóslega í starfi sínu sem kardínáli [ Mil- ano, þar sem hann hefur látið sig miklu varða, að kirkjan styddi ýmsar félagslegar um- bætur. Montini kardínáli hefur því verið talinn heyra til vinstra armi katólsku kirkj- unnar. Þetta kom hins vegar ekki [ ljós á kirkjuþinginu í Róm i haust. Vinstri menn væntu þar stuðnings frá honum, en hann lét nær ekkert á sér bera. Sú hlédrægni er talin hafa heldur veikt aðstöðu hans og geta leitt til þess, að hinir vinstri sinnuðu kardínálar fylki sér um einhvern annan eða at- kvæði þessi dreifist og enda- lokin verði þau, að samkomu- lag verði um einhvern annan mann. Það er mikill styrkur fyrir Montini, að hann er í senn virðulegur og elskulegur í fram göngu, ágætur ræðumaður oc laginn samningamaður Yfir leitt er hann talinn hafa flesta kosti, er góður páfi þurfi að hafa. EF' SVO FER, að hinir vinstri sinnuðu kardínálar kjósa að sameinast um ejn- hvern annan en Montini, er tal ið næsta augljóst hver verður þá fyrir valinu. Það verður Lercaro kardínáli í Bologna Hann er 72 ára gamall Hann var náinn samverkamaður Jó- hannesar páfa, engu síður en Montini og studdi mjög hina frjálslyndu stefnu hans Ler caro er kunnur fyrir umbóta vilja sinn og hann hefur kom izt hjá öllum iildeilum við kommúnista, þótt þeir hafi ráðið lögum og lofum í Bo logna. Fullvíst þykir, að páfakjör ið verði í raun og veru átök um Framhalo -A 13 síðu T I M I N N, fimmtudagurinn 20. júní 1963.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.