Tíminn - 20.06.1963, Blaðsíða 13
MINNING
Gtiðríður Árnadóttir
„Allf hefur sinn dag.“
. (Einar Ben.)
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara, það er lögmál lífsins, hér á
þessu tilverustigi, og verð'ur þar
engu um breytt. Sérhver kynslóð
hefur sín séreinkenni, sína heildar
mótun í hugsunarhætti og afstöðu
til samtíðar og framtíðar. Sama
máli gildir um hina mörgu ein-
staklinga í heildarmyn^inni, þeir
eru misjafnir að gerð og gildi, en
þó með eitthvað sameiginlegt, sem
myndar heildarsvipinn.
Við burtför hverrar kynslóðar
og hvers einstaklings, hvort heldur
það er karl eða kona, standa eft-
irkomendurnir í þakkarskuld, fyr
ir liðið lífsstarf, þegar gengið hef
ur verið „til góðs götuna fram eft-
ir veg.“
Trúlegt þykir mér, að enginn hafi
áður staðið í meiri þakkarskuld
við sína fyrirrennara en þeir, er
nú taka við af þeim sem staðið
hafa í íslenzku athafnalífi s.l. ára-
tugi, og eru nú sem óðast að
kveðja; því þó oft áður hafi verið
þungt fyrir fæti og erfitt reynzt að
halda stefnunni, þá hafa þó á þess
um tímum orðið svo miklar og
margþættar breytingar til bóta,
að ekki er sambærilegt við neitt,
sem áður hefur gerzt.
Laugardaginn fyrir páska, 13.
apríl, var til grafar borin að Þing-
múla ein af eldri konum þessarar
sveitar, frú Guðríður Þ. S. Árna-
dóttir, f. v. húsfreyja á Hallbjarn-
arstöðum. Guðríður var fædd að
Ormarsstöðum í Fellum 20. marz
1894. Foreldrar hennar voru hjón-
in Árni ísaksson Benedrktssonar,
bónda á Stóra-Steinsvaði og víðar
á Hóraði og María Jóhannesdóttir
trkr Bústöðum við Reykjavík.
Á Ormarsstöðum bjuggu þá
Þorvarður læknir Kjerúlf og Guð-
ríður Ólafsdóttir (Hjaltested).
Voru þær Guðríður og María mik-
ið venzlaðar, hafði hún komið með
læknishjónunum að sunnan, er
Þorvarði var veitt Fljótsdalshár-
að.
Vorið 1896 fluttu þau Árni og
María út á Hérað og hófu búskap
á Hnjóti i Hjaltastaðarþingá og
síðan í Hólalandi í Borgarfirði
eystra og bjuggu á þessum tveim-
ur stöðum i 30 ár.
Árni var bráðduglegur maður,
eldfjörugur og verklaginn en
„kvistur kynlegur”, eins og Guð-
mundur á Sandi sagði um Steindór
Hinriksson
María var greind kona og bauð
af sér einstaklega góðan þokka.
Framúrskarandi vandvirk og starfs
söm. Hún var gædd dulrænum
hæfileikum, sem erfitt er að skil
greina. Hún lagði spil og las í
lófa, og þótti furðu sæta, hve
oft hún fór nærri um óorðna hluti.
Þau Árm og María eignuðust
15 börn og var Guðríður þeirra
elzt. Má nú nærri geta, að bæði
hafi þurft dugnað og fyrirhyggju
að sjá þeim stóra barnahóp far-
borða af eigin ramleik, við léleg
búskaparskilyrði, þó að ikröfur
þeirra ríma væru ekki eins og nú
gerist. En þeim lánaðist það ótrú-
lega vel og nutu hylli og vinsælda
þeirra, er bezt til þekktu.
Laust eftir fermingaraldur fór
Guðríður úr heimahúsum og þá
að Vallanesi.
Hinn vinsæli læknir Þorvarður
Kjerúlf var þá látinn í blóma lífs-
ins og ekkja hans, frú Guðríður,
orðin seinnr kona séra Magnúsar
Bl. Jónssonar i Vallanesi og mun
það hafa ráðið mestu um för henn
ar þangað.
Heimili þeirra prestshjónanna
var líka eitt af þessum landskunnu
myndarheimilum, sem gott þótti
að koma unglingum á, ekki sízt
var sótzt eftir því, að koma ung
um stúlkum á þessi heimili, enda
satt bezt að segja voru mörg þeirra
eins konar verknámsskóli, sem í
fábreytni þeirra tíma höfðu mikil
og góð áhrií. Guðilði var líka ver-
an þar drjúg til náms og þroska.
Það var hennar eina skólaganga,
ef svo mætti segja, önnur en sú,
sem lífið sjálft með sínum marg-
breytileik er hverjum hugsandi
manni.
Árið 1912 giftist Guðríður eftir-
lifandi manni sínum, Hrólfi Krist
björnssyni Guðvarðarsonar bónda
í Hléskógum í Grýtubakkahreppi,
Björnssonar bónda á Löngumýri
í Skagafirði og Málfríðar Sveins-
dóttur (skaftfellskrar ættar). —
Hrólfur hafði þá búið í tvö ár á
Hátúnum í Skriðdal og tekið báða
foreldra sína til sín.
Að Hrólfi stóð dugnaðar- og
gáfufólk í báðar ættir, enda mjög
vel gerður maður bæði að líkam-
Iegu og andlegu atgervi, en sök-
um fátæktar og umkomuleysis fór
hann á mis við aðra fræðslu í æsku
en hina venjulegu barnafræðslu
þeirra tíma.
Á Hátúnum bjuggu þau Hrólfur
og Guðríður í tvö ár eða til vorsins
1914, að þáu fluttu að Vallarnes
hjáleigu og bjuggu þar í önnur
tvö ár. Vorið 1916 fluttu þau í
Skriðdalinn aftur og þá að Hall-
bjarnarstöðum. Hefst þá í raun
réttri hin samfellda starfssaga
þessara hjóna hér í sveit. Það var
ekki bjart yfir vordögunum 1916.
Það var hart vor og þungi í hug
margra bænda, en það var ekkert
víl, enginn kvíði í huga hinna ungu
hjóna, er þá hófu framtíðarstarf-
ið á Hallbjarnarstöðum, og aldrei
á ævinni voru þau haldin þeim
kvilla. Þessi staður tók hug þeirra
allan strax í upphafi. Má eflaust
ætla að kjörorð þeirra hafi verið:
„Hér vil ég una ævi minnar daga“.
Því að svo trygg og rótgróin voru
þau Hallbjarnarstöðum og þessari
sveit. Hallbjarnarstaðir voru
kirkjujörð, en er þau höfðu búið
þar í tvö ár, keyptu þau hana og
\ar þá þegar hafizt handa um
stórfelldar umbætur á henni.
Hrólfur var dugnaðarmaður mik
ill og honum ríkur framfara- og
íramkvæmdahugur. Hann var t. d.
búinn að slétta allt gamla túnið
og vel það, er hin stórvirku jarð-
vinnslutæki komu til sögunnar.
íbúðarhús úr steinsteypu var
byggt þar i þeirra tíð og margar
aðrar framkvæmdir gerðar.
Guðríður var að eðli og upplagi
mikil manndómskona, þróttmikil
og bjartsýn, og stóð dyggilega við
hlið manns síns í öllu hans upp-
byggingarstarfi og öllum þeim á-
föllum, sem jafnan fylgja löngum
starfsferli. Ekkert var henni fjar
stæðara en að æðrast, þótt eitthvað
•gengi á móti Ef eitthvað var
andstætt, hvort heldur v£(r hjá
þeim eða öðrum, fannst henni það
bara ekki umtalsvert, svo mikill
var kjarkurinn og baráttuviljinn
og einhverjar leiðir alltaf sjáan-
legar. Hún var fyrirhyggjusöm og
dugleg, enda þurfti hið stóra heim-
ili þeirra þess mest með. Fast-
heldin var hún á það, sem henm
fannst vel hafa gefizt í liðinni tíð
pg þótti oft nóg um breytiþróun
hinnar líðandi stundar og lét það
þá í ljós á einorðan og ákveðinn
hátt. Hún var mikil tóskaparkona,
vann úr ull sinni heima, lengur
og meira en nokkurt annað heimili
sveitarinnar. Útsaumur og blóma-
rækt, úti og inni, var henni hug-
stætt viðfangsefni, og gegndi furðu
hverju hún áorkaði á þvi sviði,
en hún var nýtin á tímann sem
annað, en þo reglusöm og unni sér
bóflegrar hvíldar. Hún var félags-
lynd og hjálpfús, er þess þurfti
með. í kvenfélagi sveitarinnar var
hún alla tíð virkur þátttakandi og
átti frumkvæði að ýmsu því, sem
það tók sér fyTÍr hendur, t. d.
var hún upphafsmaður að því,
að kvenfélagið gróðursetti eitt
sinn trjáplöntur í Þingmúlakirkju
garði til mikillar prýði. Hlúði hún
að þeim gróðri, meðan þess þurfti
með.
Innst inni var hún trúuð kona,
þótt hún flikaði lítt þeim málum.
Eg vissi þó fyrir víst að hún leit
með velþóknun á áratugastarf
Hrólfs að safnaðar- pg kirkjumál-
um sveitannnar.
Hún var vinföst og trygglynd
og lét engan smávegis skoðanamun
rjúfa slík bönd. Hún bar í brjósti
skemmtilegan og heilbrigðan metn
að fyrir sveit sína, vildi umfram
allt, að hún stæði öðrum jafn-
fætis og helzt öllu framar í sem
flestu. Slíkur hugsunarháttur er
góðra gjalda verður og mikils virði
hverju byggðarlagi.
Þau Hrólfur og Guðríður eign-
uðust 8 börn. Allt mesta myndar-
og manndómsfólk. Nöfn þeirra
eru: Sveinbjörg, búandi í Reynis-
•haga (nýbýli í Hallbjarnarstaða-
landi), Magnús, búfræðingur,
bóndi, Hallbjarnarstöðufn, Jón, bú
íræðingur, bóndi á Haugum í
Skriðdal, Björgvin, búfræðingur
og smiður, Egilsstaðakauptúni,
Karl, verkstjóri hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa, Reyðarfirði, Marla, bú-
sett á Fáskiúðsfirði, Málfríður, hús
freyja á Höskuldsstöðum í Breið-
dal, Sigríður, húsfreyja í Tjarnar-
landi í Hjaltastaðaþinghá.
Vorið 1951 létu þau Hrólfur og
Guðríður af búskap á Hallbjarnar-
stöðum eftir 35 ára samfelldan bú
skap þar, og við tók Magnús, son
ur þeirra. Guðríður stóð þó fyrir
búi hans allt að tveimur síðustu
árunum.
Nú er kapítula Guðríðar á Hall
bjarnarstöðum lokið. Hann hefur
verið jákvæður eins og fjölmargra
annarra karla og kvenna í þeirri
kynslóð, sem ég vék hér að fram-
an, líf hennar var starfsamt og
tarsælt og fellur því vel inn í
heildarmyndina. Guðríður átti við
nokkra vanheilsu að búa allra síð-
ustu árin en enginn bjóst við burt
för hennar að svo stöddu Hinum
siðustu veikindum tók hún með
æðruleysi og ró, eins og öllum
erfiðleikum lífsins fyrr og síðar,
þótt hún vissi fullvel, hvað að fór.
Sveitungar, vinir og vandamenn
þakka Guðríði Árnadóttur hlýj-
um og hljóðum huga langa og
crugg samfylgd og biðja henni
blessunar á nýju tilverustigi.
Friðrik Jónsson
67 UTSKRIFUÐUST
Framhald af 8. síðu.
hafði orð fyrir 10 ára stúdentum
og afbenti lestrarstofu nemenda
fyrir þeirra hönd tæknifræðiorða-
bók og peningaigjöf til bókakaupa.
í skólanum stunduðu 444 nem-
endur nám í vetur, þar af var
þriðjungur stúlkur. Vegna hús-
næðisvandræða mun miðskóla-
deild ekki starfa við skólann
næstu órin.
ARÐUR GREIDDUR
Framhald af 8. síðu.
son, framkvstj. — Endurskoðend-
ur eru: Stefán Bjömsson, skríf-
stofustj. og Þoríeifur Guðmundson
skrifstofustj.. - <
Að lokum þakkaði formaður fé-
lagsstjórnar stjórn og starfsliði vel
unnin störf í þágu félagsins á s.l.
ári, og tóku fundanmenn undir
með lófataki.
Erlenf yfírlit
það, hvort fylgt skuli áfram
hinni frjálslyndu stefnu, er
Jóhannes 23. markaði, eða
hvort aftur skuli horfið tll aft-
urhaldssamari stefnu í anda
Píusar 12. Það getur haft veru-
leg áhrif á stjórnmál Ítalíu,
Spánar og fleiri landa, hvor
armurinn verður sigursæll.
Svo getur og farið, að sigri
hvorki vinstri eða hægri arm-
urinn í fyrstu umferðunum, að
valinn verði einhver hlutlaus
páfi, þ.e., sem báðir armar geta
sætt sig við. Undir þeim kring-
umstæðum getur komið til
greina, að valinn verði í fyrsta
sinn páfi, •sem ekki er ítalskur,
t.d. Armeníumaðurinn Aga-
granian kardínáli. Hann er há-
aldraður og hefur lengstum
dvalið í Róm, þar sem hann
hefur aflað sér mikilla per-
sónulegra vinsælda. Þ.Þ.
Skurðgröftur
Tilboð óskast í gröft á ca. 1 meters djúpum skurði
fyrir vatnsleiðslupípur. Vegalengd um 3800 metr-
ar. Jarðvegur að mestu þurrt og ógrýtt valllendi.
Tilboð skilist til oddvita Hvoihrepps fyrir 1. júlí
1963.
I
• wli.
Efra-Hvoli, 17. júní 1963
Páll Björgvinsson
Gólfeinangrun fyrlr
geislahitun.
Bakaður korkmulningur.
ííorktappar.
Asfalt iím í tunnum.
'Armstrong
V V CORK C O M P A N V
Einangrunarkork 1M, 1*4”, 2”, 3” og 4” þykktir
Suðurlandsbraut 6 — Sími 2 22 35 2 llnur
Vörugeymslur við Klcppsvcg.
Undirlagskork fyrir gólfcfnl ; - v
Iíorkparkett, bónslípað
Hljóðeinangrunarplötur, ■ "V ^ \
hvítar úr texi og korki og lím. '
Pipueinangrun.
Ilarðplast á borð. Fugu fyllir Múrhúðunarnet Mótavír
llarðplast lím. ilísalím Lykkjur llindivfr
Veggflísar, postulíns Gólfflísa Ifm Garðanet Sléttur vi
Veggmósaic Góifflísar Túngirðingarnet Saumur,
Gólfmósaic Aluminium pappír Gólfdúkur Glugga plast Gaddavír Þakjárn
T í M I N N, fimmtudagurínn 20. júní 1963.
13