Tíminn - 20.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.06.1963, Blaðsíða 14
ÞRIDJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER Návist ungra fallegra borgar- stúlkna olli oft óróa á sveitaheim- ilum, og kvartanir frá reiðum for- eldrum yfir því, að dætur þeirra höfðu verið barnaðar á bæjunum, fóru brátt að streyma að. En þetta var ekki eina vandamálið. Venjulega voru búðir stúLknanna í námunda við vinnubúðir ungu mannanna. Þessi staðsetning virð- ist hafa orðið orsökin til' þess að rnörg stúlkan varð ófrísk. Svipuð siðferðivandamál risu einnig upp í sambandi við heim- il'isár stúlknanna, en um hálf millj ón stúlkna úr Hitlersæskunni eyddi einu ári í vist á heimilum í borgunum. í rauninni leit sann- ur nazisti ekki á þetta sem sið- ferðilegt vandamál. Oftar en einu sinni hlustaði ég á B.D.M. kven- foringja — þær voru undantekn- ingarlaust fremur ólaglegar og oftast ógiftar — halda ræður yfir ungu stúlkunum, sem þeim hafði verið falið að gæla, um siðferði og skyldurnar við föðurlandið, um að fæða ríki Hitlers börn, innan hjónabands ef mögulegt var, utan hjónabands ef nauðsyn krafði. I árslok 1938 voru 7,728,259 meðlimir í Hitlersæskunni. Það er augljóst, að þrátt fyrir það, að þessi tala var svo há, héfur um fjórum milljónum unglinga tekizt að halda sig utan samtakanna, og 1 marz 1939 settí stjórnin út lög, sem skylduðu allt æskufólk til þess að ganga í Hitlersæskuna, á sama hátt og piltar voru skyld- aðir til þess að ganga f herinn. Þrjózkir foreldrar voru varaðir við því, að gengju börn þeirra ekki í hreyfinguna, yrðu þau tekin frá þeim, og í þess stað sett á mun- aðarleysingjahæli eða á önnur heimili. Lokaáfall menntunarinnar í Þriðja ríkinu kom, þegar settir voru á stofn þrenns lags skólar til þess að þjálfa úrvalið: Adolf Hitl- ersskólarnir, undir stjórn Hitlers- æskunnar, stofnananna, sem sáu um þjóðlega stjómmálamenntun og undir stjbrn Kastalareglnanna. Þetta tvennt síðasta var undir verndarvæng flokksins. Adolf Hitl ersskólarnir tóku þá unglinga, sem efnilegastir voru í „Jungvolk", aðeins tólf ára gamla, og veittu þeim sex ára nákvæma þjálfun í að gerast foringjar innan flokks- ins og í þjónustu hins opinbera. Nemendurnir bjuggu í skólunum við spartverskan aga, og þegar þeir útskrifuðust, höfðu þeir rétt- indi til þess að halda áfram námi við háskólana. Tíu slíkir skólar voru stofnaðir árið 1937, en aðal- s'kólinn var Akademie í Brunswick. Tilgangur stofnananna, sem sáu um þjóðlega stjórnmálakennslu, var að koma á aftur þeirri tegund menntunar, sem áður hafði tíðk- azt í hinum gömlu prússnesku herakademíum. Þetta, að sögn opinbers ummælanda, þroskaði ..hermannaandann, og það, sem honum fylgdi, kjark, skyldurækni og einfal'dleika." Við þetta var síðan bætt sérstakri þjálfun í naz- istakenningunum. Skólarnir voru undir yfirstjórn S.S., sem lagði til skólastjóra og flesta kennara. Þrír slíkir skólar voru settir á fót árið 1933, og tala þeirra var komin upp í þrjátíu og einn, áður en stríðið brauzt út, þar af voru þrir fyrir konur. Á toppi pýramídans voru hinar svokölluðu Kastalareglur, Ordens- burgen. í þeim var þjálfað úrvalið úr nazistaúrvalinu, j andrúmslofti kastal'a Teftónariddarareglna fjórtándu og fimmtándu aldarinn- ar. Riddarareglan hafði byggzt á reglunum um algera hlýðni við meistarann, Ordensmeister, og helgaði sig þýzkum landvinning- um í slavnesku löndunum og í austri og þrælkun hinna inn- fæddu. Jíastalareglur nazista ] höfðu svipað markmið og aga. Að- eins hinir ofstækisfyllstu meðal ungra þjóðernissósíalista urðu fyr ir valinu, oftast úr hópi þeirra allra beztu, sem útskrifuðust úr Adolf Hitlers-skólunum >,g stjórn- málastofnununum. Kastalarnir voru fjórir ,og nemandinn var í þeim öll'um, hverjum á eftir öðr- um. Fyrsta árið af sex var hann í þeim kastalanna, sem lagði sér- staka áherzlu á „kynþáttavís- indi“ og aðrar hliðar nazistakenn- jnganna. Áherzla var lögð á and- lega þjálfun og aga, að viðbættri líkamlegri þjálfun. Þessu var snú- ið við næsta árið í kastalanum, þar sem íþróttir og líkamsþjálfun komu fyrst, þar á meðal fjallgöng- ur og fallhlifastökk. í þriðja kast- al'anum, þar sem nemendurnir dvöldust í eitt og hálft ár, fengu þeir kennslu í stjórnmálum og hermennsku. Að lokum á fjórða og síðasta stigi menntunarinnar var nemandinn sendur um eins og hálfs árs skeið til Ordensburg í Marienburg í Austur-Prússlandi, í nánd við pólsku landamærin. Þarna, innan veggja einmitt þess kastala, sem verið hafði höfuðvígi Teftónariddaranna fimm öldum áður, var stjórnmála- og hernaðar- þjálfuninni aðall'ega beint að vandamálunum j austri og þörf Þýzkalands (og réfti!) á að teygja sig inn í hin slavnesku lönd í hinni eilífu leit landsins eftir Lebens- raum — afbragðs undirbúningur, eins og síðar átti eftir að koma í Ijós, og ætlunin var eflaust, að atburðunum 1939 og þar á eftir. Á þennan hátt var æskan í Þriðja ríkinu þjálfuð fyrir líf og starf og dauða. Enda þótt hugur fólksins væri eitraður af ásettu ráði, almenn skólaganga þess not- uð til þess að túlka einn hlut, heimili þess látin víkja fyrir öðru ] að mestu leyti hvað viðvék upp- eldinu, voru piltarnir og stúlk- urnar, ungu mennirnir og konurn- ar að því er virtist ákaflega ham- ingjusöm og uppfull af lífslöngun Hitlersæskunnar. Og á því lék eng- inn vafi, að sú aðferð, að safna saman börnum í öllum stéttum og stöðum þjóðfélagsins, þar sem þau, hvort sem þau komu úr fá- tækt eða auði, frá verkamanna- heimilum, úr sveit eða af heimil- um kaupsýslumanna eða úr yfir- stéttinni, deildu sama hlutskipti, var í sjálfu sér góð og heilbrigð. í flestum tilfellum skaðaði það ekki á n'kkurn hátt borgardreng- inn eða -stúlkuna að eyða sex mánuðum í Vinnuþjónustunni, þar sem þau lifðu úti undir beru lofti og þar sem þe'-m lærðist að meta gildi lí'kamlegrar vinnu og þess að láta sé~ koma saman við þá, se-»i ekki komu ú~ sama um- hverfi. Það fór ekki fram hjá neinum þeim, sem ferðaðist um Þýzkaland á þessum tíma og ræddi við unga fólkið í búðunum og fylgdist með vinnu þess og leik og söng, að hversu óhellavænleg sem kennslan var, þá var hér á ferðinni ótrúlega aflmikil æsku- lýðshreyfing. Æskulýðurinn í Þriðja ríkinu óx upp meðt það fyrir augum að hafa sterkan og hraustan l'íkama, trú á framtíð lands síns og trú á sjálfum sér og með samfélagstil- finningu og félagslund, sem ýtti til hliðar öllum hindrunum stétt- arskiptingar og efnahags- og sörnu leiðis öllum félagslegum hindrun- um. Ég hugsaði til þessa síðar, í maí 1940, þegar maður sá, með- fram veginum milli Aachen og Briissel, mismuninn á þýzku her- mönnunum, sólbrenndum og -hraustlegum, eftir að hafa eytt æs'kunni í sólskini og við gott mataræði, og fyrstu brezku stríðs- föngunum, með innfallinn brjóst- kassa, signar axlir, grábleika húð og skemmdar tennur — sorgleg dæmi um þá æsku, sem England hafði vanrækt af svo miklu ábyrgð arleysi árin mill'i heimsstyrjald- anna. Bóndinn í Þriðja ríkinu Þegar Hitler kom til vaida árið 1933, áttu bændur Þýzkalands eins og flestra annarra landa við óhemju örðugleika að stríða. Að því er skrifað var í Frankfurter Zeitung, var nú verr komið fyrir þeim en nokkru sinni áður, frá þvl FÖRUNAUTAR ÓTTANS W. P. Mc Givern 27 um. Ekkert annað komst að í huga hans. Lynch dró skammbyssu upp úr vasa sínum og beindi henni að Beecher. „Þú hegðar þér eins og fífl'“, sagði hann rólega. „Þú skalt fá að geispa golunni hér á staðn- um, ef þú gerir ekki eins og við segjum “ Beecher vildi ekki deyja. Hann vildi lifa til að geta tortímt þeim. Honum skyldi takast það. Ein- hvern veginn. Aldrej fyrr hafði hafði löngun hans eftir nokkru verið jafn sterk og brennandi. Og skyndilega varð honum ljóst, að í þetta sinn vænti hann ekki ósig- urs. Hann fann ekki lengur til þess arar tilfinningar um stöðugt tap og ósigra, sem alltaf áður hafði gert honum lífið leitt. Hann hafði næstum rekið upp hlátur. Ef þetta var sú síðasta gjöf, sem guðirnir skenktu honum, varð hann að við- urkenna að þetta var hin full- komna gjöf. „Allt í Lagi, ég skal taka að mér stjórnina,1' sagði hann loks Hann sá þau brosa hvert til ann- ars — sá áhyggjusvipinn víkja fyrir sjálfsánægju. Hann hafði augsýnilega létt af þeim þungu fargi. „Ég vissi, að þú mundir hjálpa okkur“, sagði Don Willie. „Ég er hræddur um að ág þurfi að þvo framan úr mér,“ sagði Bee- cher. „Ég skal vísa þér á snyrtiher- bergið", sagði Lynch og benti með skammbyssunni. „Við fylgjumst að nú, Beecher." Beecher sneri sér við og horfði með hugsunarsvip á Lauru. Fyrir honum var það eins og að loka dyrum — hin hinzta kveðja. Síðan gekk hann út ásamt Lynch. 12. KAFLl Dimmt var í flugstjómarklefan- um. Einu ijósin voru týrumar í mælaborðinu. Flugvélin var af gerð C-47 og Beecher hélt henni í átján hundruð metra hæð með stefnu suðvestur frá Mirimar. Ef Lynch skipaði honum ekki að breyta um stefnu, mundu þeir vera yfir Gíbraltar eftir stundar- fjórðung. Beecher sat í flugmannssætinu, hafði sett á sjálfstjórnartækin og fylgdist af nákvæmni með mæl- unum. Laura sat við hlið hans. Hann sá ljóst hár hennar og hvít- an hálsinn speglast í framrúðunni, Skammbyssuna bar hún kæruleys- islega í skauti sér. „Þú virðist vera snjall flugmað- ur“ sagði hún. Hann svaraði ekki. Hann þorði ekki að tala við hana. í stað þess reyndi hann að beina allri athyglinni að þvi að stjórna vélinni. Bæði loftskeyta- tækin voru ónýt. Honum fannst hljóðið dálítið einkennilegt í stjórnborðsmótornum, en hann var ekki viss um að geta treyst dómgreind sinni á þessu sviði, þar sem svo langt var síðan hann hafði stjórnað flugvél. Hann hafði ekki stjórnað vél af þessari tegund sið- an í stríðslok seinni heimsstyrj- aldarinnar Á lokadegi stríðsins og siðan viku síðar. Hann hafði flutt tvo hershöfðingja og nokkra liðsforingja frá París til Lundúna. Þeir voru í ljómandi skapi og sólin hellti geislum sínum yfir Picca- dilly og Eros-styttuna, sem loks var laus við varnargarðinn. sand- pokana og tréverkið. Menn á krán- um hrópuðu: „Komdu og fáðu þér einn, Kani!“ Og svo slógu þeir hann á öxlina og voru þakklátir. En samt hafði hann verið í hálf- leiðu og angurværu skapi — tjón- ið, sem þessi vingjarnlega borg hafði beðið, kom nú skýrar í ljós, er allt var að vakna til lífs á ný, ljósin voru kveikt og varnargarð- arnir rifnir niður. Hann hafði drukkið sig fullan ásamt þremur áströlskum orrustuflugmönnum, og að endingu hafnað í krá í East End, þar sem þeir sungu „Moun- tains of Moni“ og gömul, hrukk- ótt og tannlaus kerling hafði brölt upp á borðið og beðið bæn. Minningarnar um fortíðina gerðu honum léttara i skapi. Hon- um varð rórra í huga við að rifja upp löngu horfna daga, daga, þar sem hann var virkur þátttakandi með milljónum annarra manna að sameiginlegri hugsjón, sameigin- legu verkefni. Þetta var honum styrkur nú, er svo dökkt var í ál- inn. Hann minntist aðgerðanna gegn Aachen, Köln, Diisseldorf og Frankfurt, og Aachen æ ofan í æ, borgarinnar, sem varin var þremur hringum 88 m. fallbyssna og hann hafði þurft að brjótast í gegnum þétt kúlnaregn þeirra, áður en hann komst niður j rétta sprengjuhæð. Þá hafði hann verið annar maður en nú. Þrautseigur og rólegur, hvað sem á gekk. Hann hafði gert sér Ijósar hætturnar og vitað, hvað hann átti að hræðast- Hann hafði ekki látið sjálfsmeð- aumkun ná tökum á sér. Hann minntist þess nú með nokkuru stolti, hvernig hann hafði verið og hverju hann fékk áorkað. Það var ef til vill dálítið fáfengilegt, hugs- aði hann, eins og gamall maður, sem í ellinni lítur um öxl, rogg- inn yfir afrekum æskunnar og lætur sér það nægja. En ef til vill var hann alls ekki dauður úr öllum æðum enn þá ,ef til vill gæti hann einmitt nú fengið tækifæri til að sýna sjálfum sér og öðrum, að hann var ekki aflóga skar, sem þyrfti að láta sér nægja minn- ingar um löngu drýgðar dáðir . . . Á flugvellinum í Mirimar hafði allt gengið brotalaust. Á leiðinni þangað hafði Lynch stöðugt þrýst skammbyssunni í mjöðm Beech- ers. „Haltu þér sem næst mér, unginn minn“, hafði hann sagt. „Laura sér um vegabréfin og far- riiiðana. Flugvélin frá Madrid lenti fyrir klukkustund. Þeir hafa flutt allan farangur yfir í farþega- vélina og eru nú á heimleið aftur til Madrid. En það verður seink- un. Don Willie hefur látið taka frá öll' sæti til Rabat. Það var gert í Sevilla, en auðvitað verða öll þessi sæti auð. Við verðum ein um vélina. En þeir munu væntan- lega fresta förinni þeirra vegna um nokkura stund. Við bíðum hins vegar kurteis og þolinmóð Hef- urðu skilið það?“ „Já, en ef nú einhver kaupsýslu- maður kæmi á síðasta andartaki og vildi fá far?“ Lynch hafði glott. „Ég er hrædd ur um, að hann yrði að sætta sig við að gera allt önnur viðskipti en hann hafði ætlað sér. Það væri allt og sumt.“ „En ef þeir hafa fundið líkið af Frakkanum?" Beecher og Lynch sátu í dauf- lega lýstri flughöfninni, á meðan Laura lét stimpla vegabréf þeirra og leysti út farmiðana. Beecher gat séð úr sæti sinu, þegar menn- irnir gerðu flugvélina klára fyrir Rabatförina. Benzínvagn stóð við hlið hennar og flugvirki hafði klifrað upp á annan vænginn. Flugmennirnir sátu við barinn og drukku kaffi í minna en tíu metra fjarlægð frá þeim. Báðir voru mennirnir dökkir á brún og brá, alvörugefnir, myndarlegir menn. Beecher gat numið fáein orð úr samræðu þeirra: „Þú mátt ekki misskilja mig. Ég hef persónulega ekkert við það að athuga, að tengdamamma búi hjá okkur. En hún unir sér alls ekki í Madrid. Það er engan veg- inn rétti staðurinn fyrir hana.“ „Þú hefur rétt fyrir þér. Hún mundi una sér langtum betur i sveitinni, gamla konan.“ „Heyrðu, gætirðu ekki reynt að koma Pepa í skilning um þetta fyrir mig á morgun?" „Hún kærir sig væntanlega ekki um að mamma hennar lendi fyrir bíl í stórborginni." „Það veit ég satt að segja ekki. Kannske vill hún það." Benzínvagninum var ekið brott frá vélinni og flugvirkinn stökk ofan af vængnum og renndi stiga að dyrunum. Síðan gekk hann á braut um leið og hann stakk klúti, svörtum af olíu, í bakvasann. T f M I N N. flmmtudagurinn 20. júní 1963 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.