Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 7
Útgefi ndí: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Norræn menning í dag hefst hér í borg fundur norrænu menntamála- ráðherranna, en slíkir fundir hafa verið haldnir árlega tun nokkurt skeið. Það hefur á síðari áratugum verið margt og mikið rætt og ritað um norræna samvinnu og margt og mikið gert til að efla hana og styrkia. Það ber líka að viðurkenna, að verulegt hefur áunnizt í þessum efnum, þótt stund- !im kunni sumum að finnast að norræn samvinna sé meh’a svipur en sj'ón. Því er vitanlega ekki að neita, að þótt norrænu þjóð- :rnar eigi margt sameiginlegt og leiðir þeirra liggja víða saman, er einnig margt, sem aðskilur þær. í utanríkis- málum liggja leiðir þeirra ekki saman, nema að takmörk- uðu levti, eins og sést á því að þrjú ríkin eru aðilar að Atl- antshafsbandalaginu, en tvö standa utan við. Þrjú þeirra iiafa sótt um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, en tvö ekki. Dönum, Norðmönnum og Svíum kann að geta hentað aðild að EBE, en íslendingum getur hún ekki hent- að. Því veldur ekki aðeins smæð þjóðarinnar, heldur einn- ig hitt, að lega landsins er slík, að það á ekki heima í evrópsku stórveldi. ísland liggur miðja vegu milli Evrópu og Ameríku og verður að gæta góðrar sambúðar á báðar hendur, en það verður því aðeins gert, að það tengist ekki annarri álfunni nánara en hinni. En þótt leiðir Norðurlandanna liggi ekki alltaf saman pólitískt, er hitt jafn áreiðanlegt, að menningarlega liggja Jeiðimar saman og geta gert það ekki síður í framtíðinni en í nútíðinni og fortíðinni. Menningararfur þeirra er sam- eiginlegur og það er þeim öllum til styrktar, að hann sé ekki aðeins varðveittur, heldur ávaxtaður eins vel og kostur er. Þess vegna er íslendingum það sérstök ánægja, að menntamálaráðherrar hinna norrænu ríkjanna gisti nú land þeirra og eiga viðræður við fulltrúa íslands á því sviði. Það er von íslendinga, að hin norræna menn- ingarsamvinna megi eflast og blómgast. Pólitísk tengsli og efnahagsleg tengsli eru mikilvæg Hin menningarlegu tengsli eru bó sterkust. Þess vegna eru t. d. tengsli íslands og Danmerkur raunar betri í aag en fyrir hálfri öld, þótt hin pólitísku bönd séu alveg horfin. Svo sterk er hin norræna menning að norræn menningartengsl haldast og munu haldast, þótt leiðir liggi ekki alltaf saman pólitískí Það, sem öðru fremur einkennir norræna menningu ' dag, er virðingin og umhyggjan fyrir manninum, jafnt :;em einstaklingi og félagsveru. Þess vegna stendur per sónufrelsi, lýðræði og félagshyggja dýpri rötum á Norð urlöndum en annars staðar í heiminum. Um þessa menn mgu eiga norrænar þjóðir að standa vörð sameiginlega. þótt leiðir kunni að skilia um sitthvað annað. Með þvi styrkja þær ekki aðeins eigin hag jg hamingju, heldur gefa öðrum verðugt fordæmi. Noregskonungar Ólafur Noregskonungur er sexmgur í dag og mun þess verða minnzt hátíðlega í Noregi, en konungur nýtur mik illa vinsælda hjá þ.jóð sinni. Hér á landi hafa hinir gömlu Noregskonungar verif sögufrægastir allra konunga. Þvi er erfitt fyrir íslend inga að hugsa sér sjáifstæðan Noreg án konungs. A' Deim ástæðum er það íslendimnrai líka fagnaðarefn nve vei himr nýju Noregskonunsar hafa revnzt Það c ósk íslendinga í tilefni afmæli Ó'afs konungs að norska þjóðin haldi áfram að eignast slíka þjóðhöfðingja og Olafur er og Hákon faðir hans var T í M I N N , liiiðjudaginn 2. júlí 1963 — Söguleg þjóöaratkvæðagreiösla Danska stjórnin knúin til samninga við stjórnarandstöðuna. SÍÐAST LIÐINN þriðjudag fór fram í Danmörku þjóðar- atkvæðagreiðsla um landeigna- log, sem höfðu verið afgreidd frá þinginu í vetur, fjögur tals- ins. Niðurstaðan varð sú, að öll þessi lög voru felld við þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Forsaga málsins er þessi: Eftir að ákveðið var, að Dan- mörk sækti um aðild að Efna- hagshandalagi Evrópu, varð það fljótt ljóst, að mikil hætta væri á því, að útlend- ingar frá EBE-löndunum keyptu jarðir og aðrar land- eignir í Danmörku, þar sem þeir fengu sama rétt í þessum efnum og Danir sjálfir. Einjc- um var það liklegt, að Vestur- Þjóðverjar og Hollendingar færu inn á þessa braut, þar sem mikill skortur er á land- rými bæði í Vestur-Þýzkalandi og Hollandi. Dönum þótti það að sjálfsögðu ekki gott, að eiga það þannig yfir höfði sér, að iandeignir í Danmörku kæmust meira og minna í útlendar hendur. Allir flokkar þingsins urðu því sammála um, að nauðsyn bæri til að setja ný landeignalög, er tryggðu eign- arráð Dana yfir dönsku landi áfram, þótt Danmörk gerðist aðili að EBE. Það var hins vegar hægara sagt en gert að setja slík lög, ef þau áttu ekki að brjóta gegn ákvæðum Rómarsáttmál- ans, sem EBE hvílir á, én eftir að Danmörk væri orðin aðili að EBE, yrðu dönsk lög að víkja, ef þau og Rómarsáttmál- ann greindu á um þessi efni. EFTIR að dönsku þingflokk- arnir höfðu lengi velt þessu máli fyrir sér, varð niðurstað- an sú, að þeir klofnuðu um málið. Þeim tókst ekki að sam- einastvum neina lausn. Stjórn- arfiokkarnir, jafnaðarmenn og radikalir, ákváðu því að setja lög um þetta upp á eigin spýt- ur. þótt þeir hefðu ekki nema eins atkvæðis meirihluta í þinginu. Það styrkti þó að- stöðu þeirra nokkuð, að þeir gátu í þessum efnum treyst á stuðning kommúnistaflokks Axels Larsens. Segja má, að lög þau, sem rikisstjórnin setti, hafi falið í sér þrjú meginákvæði, sem áttu að tryggja eignarráð Dana yfir dönsku landi, eftir að Danmörk væri komin í EBE Hið fyrsta þeirra var búsetu- ákvæði, þ.e. að ekki mættu aðrir kaupa eða eiga jarðeign- ir en þeir, sem byggju á við- komandi stað, en þó skyldu bændur og landbúnaðarlærðir menn undanþegnir slíku á- kvæði. Hið annað var um for- kaupsrétt ríkisins til að kaupa landéignir, ef sérstaklega stæði á, og hið þriðja um hlið- stæðan forkaupsrétt b.æjar- og sveitarfélaga. Loks voru sett sérstök náttúrufriðunarlög. sem veittu opinberum aðilum sérstakt vald til að koma í veg fyrir að dönsku landslagi yrð) spillt með verksmiðjubygging- um eða sumarbústaðahverfum Stjórnarandstæðingar, þ.e. vinstri menn, íhaldsmenn og ó- háðir, voru andvígir öRum þessum ákvæðum. Þeir töldu KRAG forsætisráðherra með úrslitin. búsetuákvæðið gagnslítið, þar sem það útilokaði aðeins borg- i arbúa -en r ekki t.d. hollenzka. i og. þýzka bændur. Þeir töldu að forgangsréttur ríkis og bæj- arfélaga til jarðakaupa gæti orðið misnotaður, enda ætti að stefna að því að danskt land gæti áfram haldizt í danskri einkaeign, þótt gengið yrði i EBE. Loks töldu þeir náttúru- friðunarlögin gera ráð fyrir alltof víðtækum ríkisafskiptum. Þá deildu þeir ekki sízt á þessi lög fyrir það, hvaða að- ferð væri beitt við setningu þeirra. Lítill þíngmeirihluti beitti naumu valdi sínu til að setja hin þýðingarmestu laga- ákvæði áöur en borgararnir hefðu fengið ráðrúm til að kynna sér efni þeirra. Slíkt væri óþingræðislegt og ólýð- ræðislegt í mesta lagi. Þá lýstu þeir sig reiðubúna til viðræðna við ríkisstjórnina um setningu annarra laga ákvæða, se:n fullnægðu sama tilgangi, en tryggðu áfram danska einkaeign á dönsku landi. í framhaldi af þessu kröfð- ust svo stjórnarandstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu um hin umræddu deiluatriði. en þeir höfðu þingstyrk til að knýja fram slíka atkvæðagreiðslu samkvæmt ákvæðum stjórnar- skrárinnar. ÞESSI þjóðaratkvæðagreiðsia fór fram síðastl. þriðjudag, eins og áður segir. Báðir aðilar sóttu hana af miklu kappi, einkum þó stjórnarandstæðing- ar. Það, sem reyndist þeim ekki sízt áhrifamikið í áróðr- inum, var að geta bent á hin óþingræðislegu og ólýðræðis- legu vinnubrögð, sem lítill þingmeirihlutj hefði beitt með skyndisetningu þessara laga Þá töldu þeir, að mikil þjóð- nýtingarhætta stafaði af þeim. Hins vegar svöruðu þeir lítið fyrirspurnum stjórnarsinna um, hvað þeir vildu láta koma í staðinn til að hindra að út- lendingar næðu yfirráðum yfir dönsku landi eftir að Danmörk væri komin í EBE. Hið helzta. sem stjórnarandstæðingar sögðu um það, var það, að um þetta yrðu þingflokkarnir að semja, ef lögin féllu. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að stjórnarandstæð- ingar sigruðu með miklum at- kvæðamun. Búsetuákvæðið var fellt með 1.353 þús. atkv gegn 843 þús. atkvæðum For- kaupsréttur ríkisins var felld- ur með 1.346 þús. atkv. gegn 849 þús. atkv. Forkaupsréttur bæjarfélaga var felldur með 1.328 þús. atkv. gegn 871 þús. atkv. Náttúrufriðunarlögin voru felld með 1.282 þús atkv gegn 936 þús. atkv. Það kom mjög á óvart, hve mikil þátt- taka var i atkvæðagreiðslunni. Niðurstaða þess, að um- rædd lög voru þannig felld, er nú orðin sú, að ákveðið hefur verið að hefja viðræður milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstæðinga um nýja löggjöf, þar sein stefnt verður að því að tryggja eignarráð Dana yfir dönsku landi eftir inngöngu Danmerkur í EBE Þetta geta orðið erfiðir samn- ingar, því að menn reka sig fljótt á, að flest ákvæði um slíkt reka sig á Rómarsamn- inginn önnur en ákvæðin um forkaupsrétt ríkis og bæjar- félaga. Fróðlegt verður því að sjá, hvernig þessum viðræð- um dönsku flokkanna lýkur, en misheppnist þær, getur það leitt til þingkosninga áður en langt um líður. Aílt er þetta mál ljóst dæmi um þann mikla vanda, sem fylgir aðild að EBE. Þ.Þ. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.