Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 9
Ég hef fyrir saitt, að suSiur með sjó hafi þeir kallað bana Söltou Völku, svo gáttaðir urðu iþeir á þessari Beykjavíkur- telpu, sem þangað kom í sum- arleyfinu, hætti ekki að suða í fræuda sínuim á Nýlendu á Hvalnesi fynr en hann lét það loQos eftir henni að hún reri tneð honum, tólf ára gömul á vorvertíðinni. Á Suðurnesjum hafði ekki tíðlkazt, að kvenfólk reri tíl fiskjar, og ætti alls ebki við, þótt fyrir hefði kom- ið. Og þótt hún fetaði ekki al- veg í fótspor Þuríðar formanns, hefur hún samit haldið sig ná- lsegt sama heygarðshominu. — Noktour sumur reri hún með frænda sínum á triHunni hans. Það kom, að hún varð stúdent, sigldi og hóf nám í dýrafræði, gefck á fj'örur í Skoitl'andi, tók þátt í sjórannsóknum á Maríu Júliu f sumarleyfinu, og er nú nýkomin heim með Guiifossi útskrifaður fiskifræðingur. — Ungfrú Unnur Skúladóttir heit ir hún, nýbakaður dýrafræðing ur frá Gl'aisgow-hásfcóla, með sjávarbotndýr sem sérgrein. — Hnú er fædd og uppalin hér í borg, o-g eru foreldrar hennar Skúli Hal'ldórsson tónskáld og Steinunn Magnúsdóttir. — Má ég spyrja, hvers vegna valdirðu þér þessa námsgrein? spurði ég Unni, þegar ég hitti hana að máii um helgina. — Ég hef haft reglulega gam an af dýrafræði frá því ég man fyrst. Ég hef víst verið hneigð- ari fyrir raunvísindin, en náttúrufræði þykir mér ólíkt meira lifandi grein en stærð- fræðin og þær greinar, sem á henni byggjast. — Og hvað kom tii, að þú hélzt til Glasgow, þar sem mér skiist að fáir íslenzkir stúdent- ar hafi sótt þangað tii náms? Hafa ekki t. d. fleiri vaiið Edin- borgarháskóla af skozkum há- skólum? — Jú, reyndar, og mættu fleir} vera. Sárafáir landar hafa stundað nám í háskólanum í Giaisgow, oig máske það sé af ó- kunnugleifca. Báðir þessir há- skólar eru ágætir, hvor á sínu sviði. Ég held mér sé óhætt að segja, að Glasgow-háskólinn standi mjög framarlega í raun- vísindum, þar sem aftur Edin- borgar-háskólinn leggi meiri á- herzlu á hugvísindin og fer mik ið orð af báðum. En af fjórum háskóluim Skotlands, hafa tveir sérhæft sig fyrir fiskifræði, í Glasgow og Aberdeen. Flestir Lslenzkir fiskifræðingar hafa stundað nám sitt á Norðurlönd um eða í Þýzkalandi, og ég held það sé ekki verra, þótt sótt sé á fleiri mið. Við höfum þrjú verið við nám undanfarið í Glasgow-háskóla, Elín Ólafe- dóttir (læbnis Bjamasonar) í lífefnafræði og HjáJmar Vil- hjálmsson (alþm. Hjálmarsson- ar) í fiskifræði, sem lýkur prófi á næstunni. Svo af þessu sést, að íslenzkir stúdentar eru ekki nema eins og dropi í hafi af öllum stúdentafjöldanum við skólann, sem er yfir sex þús- und. Raunar eru stúdentar flest ir frá Bretíandi og samveldis- löndunum, mjög mar.gir frá Ní- gerlu. Norskir stúdentar sækja þangað mikið í læknisfræðinám og vefcja athygli sem afburða námsmenn, mér finnst þeir tafca námið miklu alvarlegar en fslenzkir strúdentar. — Voru margar stúlikur, sem tóku þessa sérgreln í Glasgow- hásk'ólanum? — Nei, ekki ein einasita frá Bretlandi. Segja má, að þeim sé vorkunn, því að þar, eins o«g víðar þykir ekki sæma, að stúlk ur laggi fyrir sig þessa grein, og jafnvel sérfræðingarnir þar í landi tetja kvenstúdenta mjög af að fara í þessa sér- grein. Það þykir ekki beint heppilegt að hafa t. d. einn kvenma'nn innan um karlmenn í sjórannsóiknaferðuim. Ég kynntist einni skozkri stúlku sem hafði mikinn áhuga á að takia þessa sérgrein, en þeir fengu hana ofan af því, þegar á áfcti að herða. — En þú hefur ekki látið neinn aftra þér frá sjónum. Hvernig féll þér að róa með frænda þínum forðum daga? — Ég hafði mikið gaman af því og er honum mjög þakklát fyrir að hafa látið það eftir mér. Við vorum alltaf tvö ein á opinni smátrillu. Einkum man ég eftir einu sumri, þegar við mokfiskuðum svo af ufsa, að við vorum ekki fyrr búin að renna færinu en komið var á Þetta var eitthvert mesta ufsaveiðisumar, sem komið hefur í manna minnum, ætli það hafi ekki verið fyrir svona átta árum. Mér finnst afskap- lega gaman að veiða ufsa, ætli það sé ekki allt að því eins skemmtilegt og að veiða lax. Ufsinn er snarpur og og sprett- harður eúis og laxinn. — Gafst þér kostur að fara til sjós við Skotíand í sam- bandi við nám þitt? — Ekkert að ráði. En hins vegar gengum við nokkrum sinnum á fjörur. Slíkar ferðir voru alltaf farnar um páskana, og það var raunverulegt nám- skeið, með mjög frjál'su sniði þó. Enginn var skyldaður til þess að verja páska-leyfinu í þetta, en úr því að prófessorinn var búinn að orða ferðina við okfcur hefði enginn dirfzt að skorast undan. En það sá held ég enginn eftir því að vera með. — Þátttakendur voru ekki aðeins úr okkar skóla, heldur hvaðanæva úr Skot- landi og Euglandi. — Við gengum á fjörur, fórum líka nofckuð út fyrir á bátum, nám- sfceiðsstjórinn tylliti sér á stein í fjörunni eða fötu í sandin- inum og hélt yfir okkur fyrir- lestur. Þetta ferðalag vakti nokkra athygli, þegar að því kom, og síðast slóst einn blaða- maður með í förina og var með okkur allan tímann, fékk sér skóflu og fötu og gróf í sand- inn eins og rið hin. — Er annars háskólalífið í Skotlandi líkt og hér? — Það er sitthvað ólíkt. Yfirleitt er miklu strangara nám þar og meiri vinnu krafizt. Við vorum oftast í skólanum frá níu á morgnana og til fimm á daginn, þar með talin rann- sóknavinna, en þá var eftir að lesa undir næsta dag, Hvað snertir félagslíf eða stúdenta- siði, sem sumuim koma fyrir sjónir sem ósiðir, dettur mér í hug að nefna viku þá, sem nefnist Charity Week og er samskotavika eða söfnunar handa fátæklingum. Lengi hafa stúdentar gengið einna fremsf í þessari söfnun, og líðst þá að hafa í frammi alis konar fíflalæti, ókunnugir mættu stundum ætla, að þeir værn gengnir af vitinu, sumir hverj- ir. Þeir klæðast hinum afkára- legustu búningum, vaða fyrir hvers manns dyr og láta oft dólgslega. Bolludags- og ösku- dagshasar hér heima kemst ekki i hálfkvisti við þessi ósköp. Einu sinni réðust þeir inn í einn kvenstúdentagarð- inn hjá okkur, þar sem réði ríkjum óskaplega ströng og siðavönd kona. Hún fór til dyra, þegar þeir komu askvað- andi að húsinu. En það var sama, hvernig hún þrumaði yf- ir þeim, hvort eð var heyrðist ekkert i henni og þeirtóku hana á augabragði þegar hún fór að sýna þeim, hver væri hús- bóndi á heimdinu, skelltu henni á gólfið og settust ofan á hana. Auðvitað ærðist manneskjan af reiði, kærði piltana þegar í stað, þegar þeir höfðu sleppt henni, og fyrir hennar orð voru þeir reknir úr skólanum. — Tókstu þátt í ýmsum fé- lögum stúdenta? — Mjög fáum, gaf mér ekki tíma til þess. Þó var ég i einu skemmtilegu, það var köfunar- klúbbur. Við æfðum okkur fyrst innan húss, í sundlaugum, og ég var nú ekki farin að kafa í sjónum meðan ég var ytra. Nei ekki svo að skilja, að ég telji Framhald á 6 síðu. Gengið á fjörur Skotlands. Unnur með rekuna á mlðrl mynd. GUNNAR BERGMANN TÍMINN, þriðjudaginn 2. júlí 1963 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.