Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 6
KÖLLUÐU HANA SÖLKU (Framhald ai 9 síflu.i þetta nauðsynlegt fyrir fiski- fræðinga. En þetta er mjög skemmtilegt og væri gaman, ef slíkur klúbbur væri starf- andi. hér. — Hvaða rannsóknarefni tókstu til prófs? — Það var ormur, sem l'fir á sandbotni í sjónum og nefn- ist Lippobranchius jeffreseyii. Þetta er nú ekki meira en svona fjögurra sentimetra dýr, en samt vann ég að rann- sóknum á honum og ritgerð um hann mestallan s. 1. vetur. — Svo varst þú eitthvað til sjós hér heima í sumarleyfum. — Ég hef unnið á vegum Fiskideildar hér og fór með þeim í árlegan leiðangur kring- um landið í fyrra á Maríu Júlíu. Það var reglulega skemmtileg ferð og þó að sum ir séu ekki trúaðir á að hafa kvenfólk með til sjós, voru skipverjar mér ósköp góðir og þökkuðu mér góða veðrið, sem við fengum í ferðinni. — Hvað gerðist skemmtileg- ast í ferðinni? — Mér þótti mjög spennandi það verkefni, sem ég fékk, að taka blóðsýnishorn úr þorski, en það var gert að beiðni dansks erfðafræðings, sem fæst við rannsóknir á blóðflokk um fiska, en það eru rannsókn ir, sem fáir fást við. Þetta var ekki alltaf svo fljótgert, þorsk- urinn brauzt um á meðan ég var að skera að hjartanu í hon- um, og þaðan tók ég blóðið með „pípettu“. Líka varð all- mikill spenningur hjá okkur, þegar við vorum einu sinni stödd inni á Eyjafirði og troll- ið festist í botninum, og þegar það náðist upp, voru í því heit- ir hverasteinar, sem benti til þess, að þarna væri hver á botn inum. Ég veit nú ekki enn, hvað rannsóknir á því hafa leitt í ljós. — Hefurðu í hyggju að halda áfram námi eða rann- sóknum erlendis eða byrja starf hér heima? — Það er ekki ákveðið enn. Meðan ég var úti, barst mér boð um ókeypis skólavist í bandarískum háskóla í Massa- chusetts, ef ég kærði mig um að halda þar áfram til doktors- prófs og samhliða starf í rann sóknastofu þar, en því boði hef ég ekki enn tekið. Ég hefði fremur kosið að komast strax í starf hér heima. En það er ekki enn komið svar við því. BÁTUR BRENNUR Framhald af 2 síðu. lega og tveir þeirra komu um líkt leyti til okkar, Ingólfur og Týr. Við fórum fyrst allir yfir í Tý, en síðan var afráðið að Ingólfur reyndi að draga Dux til hafnar. Helgi Kristófersson skipstjóri og ég brutumst þá aftur yfir í Dux til að höggva trollið frá, og ein- mitt meðan við vorum að því sprungu tveir tankar. Sprenging- in var minni en við höfðum vænzt, líklega af því, hve fullir tankarn- ir voru. Síðan fórum við aftur yf- ir í Ingólf, sem hélt með Dux áleiðis til Sandgerðis. Klukkan um hálf ellefu kom Sæbjörg svo til aðstoðar og hóf þegar að dæla sjó á bátinn, en ekki var þá viðlit að fara um þorð. Var báturinn þá þegar orðinn mjög siginn og brunninn neðan þilja. Er við vor- um komnir upp undir innsigling- una í Sandgerði laust upp úr mið- nætti sökk báturinn. Dux, KE 38 var 54 tonna eikar- bátur, smiðaður í Svíþjóð 1943. Eigandi hans var Jóhann Guð- jónsson í Keflavík, eri Einar Gísla son í Sandgerði gerði hann út frá miðjum nóvember s. L Skipstjórt var Helgi Kristófersson í Sand- gerði. Áhöfnin var sex manns. KR—KEFLAVÍK Framhald af 6. síðu. gaf vel fyrir til Hólmberts, sem spyrnti viðstöðulauist, en rétt yfir. 14. mín. Kjartan, markvörður ÍBK, varði vel eftir gott færi Gunn ars Felixsonar til að skora. 15. mín Mikil hætta við mark Keflavíkur og úr þvögu hrekkur knötturinn út fyrir endamörk. 18. mín Heimir, KR, bjargar vel með góðu úthlaupi. 24. min. Geysileg hætta við KR- markið, sem var gjargað á 11. síundu. 25. mín. Karl Hermannsson, ÍBK, skallar glæsilega að marki, en rétt yfir pverslá. Þar skall hurð aærri hælum. 30. mín. Dæmd aukaspyrna á Keflavík við hægra vítateigshorn- ið. Gunnar Guðmannsson spyrnti vel fyrir til Ellerts, sem skallaði óverjandi í mark. 1:0 fyrir KR. 32. mín Sigurþór útherji KR iék skemmtilega fram hjá tveim- ur Keflvíkingum og gaf vel fyrir t'I Ellerts, sem spyrnti knettin- um beint í fang markvarðar. Þarna gat auðveldlega orðið mark. 35. mín. Kjartan markvöiður hirðir knöttinn af tám Gunnars F elixsonar 37. mín. Jón Ólafur á gott skot, cn fram hjá. 40. mín Dæmt á meinta hendi á markvörð Keflavíkur. Sigurþór spymti vel fyrir til Sveins Jónsson ar, sem skallaði í mark. Mér fannst þetta strangur dómur, en leikur inn vannst einmitt á þessu atriði. 2:0 fyrir KR. Siðari hálfleikur var nær stanz irus sókn af\hálfu Keflvíkinga að undanteknum nokkmm snöggum upphlaupum KR og í einu þessara upphlaupa á 11. mín. gaf Garðar vel inn fyrir til Ellerts, sem stöðv- áði knöttinn á brjóstinu ög‘spymti s>ðan föstu skoti, en ,knötturinn small í þverslá. Þetta var eitt af fáum skipíum, sem lánið lék við Keflvíkinga í ieiknum. Á 30. mín. meiddist Kari Hermannsson, inn- herji ÍBK, og var borinn af velli, -*n kom inn á aftur fimm mínút- urn fyrir leikslok. Á 32. mín. opnaði svo Hólmberc vörn KR og gaf til Högna, sem rtrax sendi til Jóns, hægri útherja sem skoraði laglegt mark 2:1 fyr ir KR. KR-ingar drógu nú innherj ana aftur og vörðust hraustlega og héldu bsðum stigunum, þvi fJeiri urðu mörkin ekki. Hjá KR voru beztir Heimir í markinu, sem átti sinn bezta leik * sumar, Garðar, sem var mjög góður meðan úthaldið entist og i framlínunni Ellert ásamt báðum útherjunum. Sigurþóri og Theódór. Hjá Keflaiík voru framverðirnir þeztir með Sigurvin sem frískasta rr.ann. f framlínunni var Högni heztur og Karl sem innherji komst vel frá leiknum. Dómari var Hann- es Sigurðsson og áhorfendur marg- :i. - AKUREYRI—VALUR Framhald af 6 síðu liði á öðrum kantinum komst einn inn fyrir Valsvörnina, en hitti ekki knöttinn í opnu færi. Og lauk hálfleiknum án þess að mark væri skorað. En það voru aðeins liðnar örfá- ar mínútur af síðari hálfleik, þeg ar fyrsta markið var skorað. Haukur Jakobsson, sem nú lék vinstri útherja, gaf vel fyrir mark ið til Skúla Ágústssonar, sem þeg ar skoraði með snöggri, hnitmið- aðri spyrnu. Þegar líða tók á hálf leikinn var sókn Vals þyngri, sem stafaði nokkuð af því, að Kári varð að yfirgefa völlinn um tíma vegna meiðsla, en hann kom þó fljótt inn á aftur. En Valsmenn náðu að jafna, Trúlotunarhringar F'ljóT afgreiðsla GUÐM ÞORSTfrlNSSON gullsmiSur Bankastræti 12 Sími 14007 þegar 30 mín. voru af hálfleikn- um. Hinn ungi útherji Vals, Her- mann Gunnarsson, fékk knöttinn við vítateiginn, lék mjög skemmti lega á tvo varnarleikmenn og skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Einar. Markið hleypti hörku í Akur- eyringa, sem ekki voru á því að gefa stig á heimavelli og tvívegis tókst varnarleikmönnum Vals að bjarga á síðustu stundu, eftir að miðjutríóið hafði leikið skemmti- lega saman. En hins vegar réði vörnin ekki við góða fyrirgjöf frá Hauki til Kára, sem skallaði knött inn mjög skemmtilega í mark. Fleiri urðu mörkin ekki, en Val ur fékk þó eitt bezta tækifærið til að j;.fna rétt fyrir leikslokin. Steingrímur og Bergsteinn kom- ust báðir inn fyrir vörn Akureyr- inga og var Einar einn til varnar, en knötturinn vafðist eitthvað fyrir Valsmönnunum og tókst Einari að kasta sér og ná honum. Gott hjá Einari, en hins vegar mikill klaufaskapur hjá þeim Bþrgsteini og, Steingrími að geta ekki le&ið á' markmanhinn í sam eíriingu. Dómari I leiknum var Carl Bergmann, Fram. íhróttir Agnar Levl, í, 15:22,4 ísland 3 — Danmörk 8. Langstökk: Úlfar Teitsson, í, 6,97 Jens Petersen, D, 6,90 Einar Frknannsson, í, 6,81 Ulrih Friborg, D, 6,55 fsland 7 — Danmörk 4 Rringlukast: Kay Andersen, D, 46.60 Hallgrímur Jónsson í 45.58 Þorsteinn Löve, fs. 44.80 Jörgen M Plum, D 44,30 ísland 5 — Danmörk 6 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, í, 4,00 Jórgen Jensen, D 3,90 R Larsen, D 3.30 Páll Eiríksson, í 3,60 ísland 6 — Danmörk 5 4x100 m. boðhlaup: 1 Danmörk 42,2 2. ísland 44.0 ísland 2 — Danmörk 5. FRAM—AKRANES Framhald al 6 síéu ur er sagt frá, dró máttinn úr Skagamönnum og síðustu mínút- ur leiksins höfðu Framarar yfir- höndina. Samspil var mjög í molum hjá báðum liðum, en bezti samleiks- kaflinn var í byrjun seinni hálf- leiks, er Akurnesingar sýndu sína réttu hlið. Mjög áberandi var hjá báðum Hðum, hve allt rann út I sandinn, er að vítateig var komið og var eins og enginn fengi sig til þess að s-kjóta. Raunar er þetta ekki ný bóla hjá íslenzkurn liðum, ROYAL T - 700 Árs ábyrgð á allra bifreiðinni. en hlutur, sem verður að lagast. Það er ekki nóg að geta spilað úti á miðjum velli, ef allt fer svo í handaskolum upp við markið. Eins og í fyrri leik liðanna, var það Skúli Hákonars., sem bar af i framlínu Akurnesinga og Bogi Sig urðsson í vörninni, en báðir hafa þessir ungu roenn átt mjög lýta- litla leiki, það sem af er keppn- istímabilinu. Helgi sýndi öryggi i markinu, eins og áður, en óþarfi er að fyrtast, þótt sótt sé að mark- manni f úthlaupi, það er hlutur. sem alls staðar er tíðkaður og ekkert er við að segja. Þá sýndu Sveinn Teitsson ög Jón Leós sæmilegan-leik. Ríkharð ur var eitthvað miður sín og lít- ið fór fyrir Ingvari. ir Ódýr ir Sparneytinn 'k Hár á vegi ic Verð aðeins kr. 114.000,00 ★ Varahlutir fyrirliggjandi. Jón Ingi lof'ar góðu, er fljótur og lipur, en skortir keppnisreynslu. Beztur í liði Fram var Baldvin miðherji, sem er mjög fljótur, harður og fylginn sér, eins og mið- herji á að vera. Þá átti Baldur Scheving betri leik, en oftast áður. í vörninni var Halldór Lúðvíksson traustur, en Hrannar lék skemmti lega og prúðmannlega, eins og hans er vandi. Ásgeir Lúðvíksson sýndi oft góð tilþrif, en virðist „bail“ þegar inn fyrir vítateig andstæðingsins er komið. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi með miklum tilþrifum, eins og oftast, en gerir alltof mik ið að því að stöðva leik, enda þótt sá aðilinn, sem broUð er gegn, haldi boltanuim og sé í sókn áfram. KROM & STAL Bolholti 6 — Sími 11381 Heildverzlun í fullum gangi, með mjög góð viðskiptasambönd, vill gera samning við fjársterkan aðila um hlut- deild í fyrirtækinu gegn venjulegu fjárframlagi. Tilboð sendist afgreiðslu Tímans fyrir 10. júlí, merkt: „Umboðs og heildverzlun". Tilboð óskast í nokkrar fólks- og sendiferðabifreiðir, sem verða til sýnis í porti Landssimans við Sölfhóls- götu 11, miðvikudaginn 3. júlí n.k. kl. 13—15. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Ránar- götu 18, kl. 16 sama dag. Innkaupastofnun ríkisins Til sölu er íbúð í nýju húsi á Sauðárkróki, 4 herb. og eld- hús á efri hæð, 110 ferm. Nánari upplýsingar veitir Fríðrik Margeirsson, Hólavegi 4, Sauðárkróki, simi 119. 6 T í M I N N , þriðjudaginn 2. júlí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.