Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 8
Guðjón Ásgeirsson á Kýrunnarstöðum: POLITISK í kosningablaði Sjálfstæðis- flokksins, FRAMTAK, frá 11. mai s. l. stendnr grein sem ber yfir- skriftina: Með mjólkurbúi og raf- væðingu rennur upp blómaskeið i Dölum. Grein þessi er viðtal við heiðursbóndann Hjört Ögmunds- son í Álfatröðum. Af því ég þekki Hjört þó nokkuð, sem sýslunga minn, og að öllu hinu bezta, gætinn og athugulan í fjármálum og öðru, þá er ég hálf hissa á ýmsu í frá- sögn hans, er mig langar til að benda á sem andmæli við grein hans. Eg rengi það ekki, að Hjörtur vildi gjarna vera aftur orðinn þrí- tugur, ef hann á annað borð langar til að lifa, og þá eðlilega takast á við öldugang lífsins, sem alltaf er á takteinum og flesta snertir að einhverju leyti. En ég er hissa á því, ef Hjörtur telur betra að reisa bú nú, en þeg- ar hann gjörði það, því þó þæg- indi og möguleikar séu meiri, en um aldamót og fram á þessa öld talsvert, þá eru svo fjölmargar á- stæður sem valda því, að mér sýn ist ekki sambærilegt, hvað verri möguleikar séu nú að reisa bú hér í Dölum, en þá var. Vil ég nú sýna fram á þetta. Eg, sem þetta skrifa, byrjaði bú- skap árið 1902, sem leiguliði. Átti 19 kindur og tvö hross, en var gef- in ein kýr, eitt rúm og eitthvað af ínnanstokksmunum, svo fékk ég 2 kýr og 6 ær í kvígildi á % hluta jarðarinnar. Síðan keypti ég á uppboði um vorið 12 ær á kr. 14.00 stykkið, svo kindurnar voru orðn- ar 31. Þetta þótti hreint ekki lítið. Konuefnið kom ekki með neina skepnu, en átti kr. 200.00 — tvö hundruð krónur — á sjóði. Keypti ég tuttugu og tvær ær um haust- ið fyrir þessa upphæð, sem % — hálf — ær myndi nú kosta að haust lagi. Þá var roskna féð orðið 53 kindur. Hvað myndi þessi hópur kosta nú? Þá fengust nógar kýr fyrir 80 til 100 krónur. Þriggja vetr'a folalds- meri fékk ég á uppboði fyrir kr. 63.00 að haustinu. Svo varð ég auðvitað að kaupa meira og minna af búslóð, til þess að geta haldið fólk, sem þegar í byrjun varð 4—6 manns. Nú myndi alls ekki vera hægt að hafa nokkra mann- eskju á þessu búi, til að borga kaup. Það' er að vísu allra þyngst á metunum, að þá voru kröfur til lífsins svo litlar, ekkert útvarp, enginn sími, takmörkug upphitun, enginn útlendur áburður enginn' fóðurbætir, alls reynt að afla heima. Sem sagt, engin þau þæg- indi og lífskröfur, sem eru heimt- aðar nú og skilyrði til að veita sér með stærstu búum, þó því að eins, að framleið'slukostnaður sé að mestu í höndum fjölskyldunnar, eða hjónanna einna. Það er sannleikur, að lífsþæg- indi eru mikil fyrir hendi, bæði t. il sjávar og sveita víða. En það, hvað sveitirnar hanga í þéttbýlinu með þægindi og umbætur, er víst alveg óhæti að þakka Framsóknar- flokknum og samvinnufélögunum, sem voru fyrstu málsvarar sveit- anna, alltaf í togstreitu við ihaldið. Enda er það þess innsta eðli, að hafa fyrst á prjónunum það, sem kann að efla auðvaldið, kaup- mannastéttina. Eiginlega er það furðulegt, að bændur skuli ekki vera betur sameinaðir um að styðja þann flokk, sem hefir lyft þeim frá kúgun eftir megni, og beldur því áfram cnn í dag. Svo ég snúi mér aftur að sam- anburði á að byr'ja búskap nú, og aður framan af öldinni, þá eru allar aðstæður svo gjörólikar, a'ð það þolir engan samanburð, allar lifskröfur, sem allir eðlilega vilja og þurfa að njóta, svo stórum meiri nú en þá. Lauslega áætlað sýnist mér ekki vera viðunandi að' reisa bú nú, jafnvel þótt ekki sé keypt ábýli, íyrir minna en 400—500 þúsund krónur. En hvað margir skyldu þeir ungu menn vera, sem eiga þá fúlgu hálfa, hvað þá meira? Og þájiekki ég illa Hjört Ögmundsson í Alfatröðum, ef hann legði út í svoleiðis glæfraspil, þó hann yrð'i þrítugur aftur. Enda er það ekk- ert vit, ef á að hugsa sér að taka lán til þess, þó ekki væri nema 200 þúsund krónur, með þeim kúgunarvöxtum sem nú gilda. Af mörgu vanhugsuðu, sem „viðreisn un“ hefur gert, er liklega fátt eirns iamandi og vaxtahækkunin, því hún útilokar allar framkvæmdir og eðlilega þróun. Þrátt fyrir glæsilega möguleika, bæði hér i Dalasýslu og annars staðar, hljóta sveitirnar að smá- tæmast ef sama aðhlynning — kúgun — heldur áfram gagnvart landbúnaðinum, eins og nú undan- íarin ár. Á meðan sjórinn er eins gjöf- ull og að undanförnu, hlýtur fólk ið' að sækja í þorpin. Þó afurðir landbúnaðaiins fari hækkandi, þá hækka þær naumlega svo, að bú- in beri fólkshald eftir þörfum, svo hjónin gefast fljótt upp, þegar aldurinn færist yfir þau. En enginn getur keypt jarðirn ar, ekki einu sinni fyrir hálfvirði, hvag þá sannvirði. Á meðan eng- ir. lánastotnun er hjá þjóðnini, sem lánar með hóflegum vöxtum, okki einu sinni bústofnslánasjóð- ur, sem þó er kúgaður út af bænd um sjálfum að nokkru. þótt lík- >ga einsdæmi sé. Það, ásamt fleiru, sýnir hug „viðreisnarinnar,1 li! landbúnaðarins, sem búinn er að leggja, verð'festa, tug milljarða í ræktun og húsabætur fyiir fram- tíðina, ef notað verður. Að ó- sleymdu uppeldi æskulýðsins fyr- ir þéttbýlið, ásamt stóru fjármagni sem fjölskyldur fara méð, þegar þær hrökklast frá jörðunum, Eg held það sé sljóskyggni, að' sjá ekki hvaða erfiðleikar eru fram undan, jafnvel þó mjólkurbú komi og rafmagn kæmi á hvert heimili í Dölum, sem óneitanlega er mik- ils virði. En varla minnkar það skuldir bænda til að glíma við, sem nú þegar virðast ætla að sliga velflesta, sem nokkuð verulegt hafa aðhafzt og keypt vélar, sem Iiverjum bónda eru lífsnauðsyn nú á tímum', en eru gerðar ókaupandi og .óviðráðanlegar í rekstri fyrir á- iögur hins opinbera. Enda hefur heiðurskarlinn Hjört ur gert sér grein fyrir, hvað vél- ar útheimta, því hann er nú, að sögn, nýbúinn að fá sér dráttarvél, cn gerði það ekki sem frumbýling- ur. Eg hefi búið að nafninu til í 57 ár, og verið einn af þeim, sem lífað hafa tvenn fjárskipti og ýmis áföll, og staðizt þau án falls. En að öllu athuguðu tel ég vafasamt, að ískyggiiegar hafi horft fyrir landbúnaðinum, en nú, um að geta staðizt fjárhagslega, ef hann á að megna að veita öllum, sem við hann starfa. sömu lífskjör og öðr- um stéttum, og alls ekki með sama vinnutíma. Vona ég samt að ráðandi me*» þjóðarinnar sjái í tíma, hvaða þýg ingu það hefir fyrir hana, ef unga fólkið hrökklast burt úr sveit- unum, vegna þess, að flestum er ókleift að reisa bú eins og sakir standa nú. Sigurjón Guðmundsson for- seti Bridgesambands íslands Ársþing Bridgesambands fs- lands var haldið 25, maí, For- sefi sambandsins Júlíus GuS- mundsson, flutti skýrslu stjórnar. Þar kom fram m. a. að landslið íslendinga, sem spilar í Baden-Baden, verð- ur þannig skipað: Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Þor- geir Sigurðsson, Símon Símon- arson, Stefán Guðjohnsen og Lárus Karlsson. Fararstjóri Guðlaugur Guðmundsson. ís- landsmeistarar í sveitinni urðu sveit Þóris Sigurðssonar, en í tvímenningskeppni Ás- mundur Pálsson og Hjalti El- íasson. Merlki tekið upp fyrir Bridge- samibaud fsland's. Júlíuis Guðmundsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var ný stjórn kosin fyrir Bridgesam- band íslands. Sigurjón Guðmundsson, forseti. Þórður H. Jónsson, ritari. Kristj- ana Steingríimsdóttir, gjaldkeri. Fyrir Norðurlandsdeild: Sigurð- ur Kristjánsson, Siglufirði. Mikaei Jónsson, Akureyri. Fyrir Su'ðurlandsdeild: Björn Sveinbjarnarson, Hafnarfirði. Ósik- ar Jónsson, Selfossi. Varastjórn: Hjörtur Elíasson, Reykjavík; Magnús Oddsson, Rvík; Geirlaug Jónsdóttir, Borgarnesi; Oliver Kristófersison, Akranesi; Þráinn Sigurðsson, Siglufirði; Jón Jónsson, Dalvík. EndurskoSendur: Ragnar Þor- steinsson. Þorgeir Sigurðsson. Meistarastigsritari: Ásta Flyg- enring. Stjórnartillögur á sambandsþing inu, sem voru allar samþykktar: 1. Viðbótargrein við reglugerð um íslandsimót í sveitakeppni: — Mæti sveit ekki til leiks á fslands- móti, sem rétt hefur í landsliðs- flokki, skal rétturinn færast til næstu sveitar í meistaraflokki. — Ekki skal rétturinn færast neðar en til 4. sveitar í meistaraflokki. í þvi tilfelli skulu færri sveitir keppa í landsliðsfílokki. 2. Breytingar á fsflandsmóti í i tvímeunin'g'Sikeppni: Spiluð skal Barometerkeppni í báðum flokk- um með 28 pörum í hvorutn flokki: Spiluð skulu sömu spil. 3. Breytin.gar í firmakeppni: — Undanrás í Firmakeppni skal spil uð innan Reykjavíkurfélaganna. Skal einmeniningskeppni félaganna jafnframt verða undanrás i firma- keppni. Úthlutað skal firmum til félaganna í hlutfaJli við stærð þeirra. í úrslitakeppni firmakeppn innar skulu 48 eða 3 riðlar spila 3 umferðir. Að fengnu samþykki stjómar Bridgedeildar Reykjavík- ur, skal sá spilari, sem sigrar, hljóta titilimn Einmenningsmeist ari Reykjavíkur. Um fjölda þátt- takenda frá hverju félagi í úr- slituim ræður hlutfallstala miðað við fjölda firma. Þingið samþykkti að veita stjórn sambandsins heim- ild til að ráða framikvæmdastjóra. Stjómin hefur þegar notfært sér þessa heimild og ráðig Brand Bynjólfsson. 4. Samþykkt var tillaga þess efnis, að núverandi landsliðsflokk- ur héti framvegis meistaraflokkur og núverandi meistaraflokkur héti fraimvegis 1. flokkur. 5. Samiþykkt var tillaga þess efn- is, að Bridgefélagi Siglufjgrðar og Bridgefélagi Húsavíkur skyldi heimilt að senda sitt hvora sveú- ina til þátttöku í Meistaraflokki íslandsmótsins, því næsta, sem haldið verður. F.f úr því verður falla 4*niður, svo þar næst verða áfram 6 sveitir í Meistarafl. 6. Ákveðið hefur verið að sum- armót Bridgesambands íslands verði haldið að Laugarvatni 30. og 31. ágúst og 1. sept. n. k. Sennilega hefst mótið með tví- menningskeppni. 7. Borizt hefur bréf heimsbridge sambandsins, sem í eru 33 þjóðir, þess efnis, að Olympíumótið, það annað í röðinni, verði haldið í New York í byrjun maí 1964. — Heimssýningin verður þar borg á sama tíma og hefur verið séð fyrir því að þátttakendur í bridgemótinu SIGURJÓN GUÐMUNDSSON fái aðgang að henni. Herbergi kos'ta 7—14 dollara fyrir emn og 5—9 dollara fyrir tvo. íslendingar tóku þátt í fynsta Olympíumótinu, sem fram fór í Tomo og höfnuðu þar fyrir ofan miðju. Keppt er í Olyimpíumóti bæði í karla- og kvennaflokki. Þar kemur og fram í bréfinu að sérsitakt leiguflug verður Skipulagt frá Evrópu í sambandi við mótið og ameríska bridgesambandið hafi í huga aðr- ar leiðir til að lækka kostnað þátt- takenda í mótinu. 8. Norsika bridgesambandið hef- ur sent okkur bréf þar sem skýrt er frá því, að Norðurlandamót í bridge fari fram í Oslo dagana 13. —17. júní 1964 og verði keppt með sama fyrirkomulagi og áður. Svar okkar óskast fyrir lok 1963. 9. Þá hefur borizt athyglisvert bréf frá ameriska bridgesamband inu, þar sem óskað er upplýsinga eða lista yfir þau bridgefélög hér á landi, sem hafi á stefnuslkrá sinni tvímenningskeppnir og ame- rískir gestir myndu fá að taka þátt í gegn framvísun meðlima- skfrbeinis í ameríska Bridgesam- bandinu. 10. Að lokurn skal getið bréfs frá dr. Juraj í Júgóslaviu. Þar mun ekki vera til bridgesamband enn þá, en doktor þessi er mikill á- hugamaður um bridge. f bréfinu er skýrt frá alþjóðlegu bridgemóti, sem fram fer í Pula dagana 4.—8. sept. n. k. Borg þessi er við botn Adriah'af'sins. Keppt er í para- og sveitakeppni. Keppendum verðúr boðið upp á stangaveiði og síðast en ekki sízt bjarndýra- og fjalla- geitaveiðar. Meðlimaskírteini frá Bridgesambandi íslands veitir rétt til þátttöku í móti þessu. Uppi- hald fyrir manninn á dag er kr. 146,00, en hæstu verðlaun af sex eru ca. 5000,00 kr. 11. Meistarastigaritari frú Ásta Flygenring vM vekja athygli sam bandsfélaga á 2. gr. reglugerðar um meistarastigasjóð, en hún fjall ar um það, að félögum ber að greiða eina krónu í sjóðinn fyrir hvern félagsmann í hvert skipt.i, sem hann spilar í keppnum félags ins. Ef um sveitakeppni 6 manna sveita er að ræða ber að greiða fyrir þá alla, þótt aðeins 4 hafi spilað. Nokkur vanhöld munu vera á því að skii hafi verið gerð ti] sjóðs- ins. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí til 6. ágúst Sölunefnd varnarliðseigna 8 TÍMINN, þriðjudaginn 2. júlí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.