Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 2
 DUX BRANN OG SOKK ÍHAFID .' j íÆSSa/mt,iÉaM MB-Reykjavík, 1. júlí. Er skipverjar á Dux, KE 38, sem var 54 rúmlesfia eikarbátur, voru að taka inn trollið um 10 mílur NA af Eldey um hálf átta- leytið á laugardagskvöldið, urðu þeir skyindiilega varir við mikinn eld í vélarrúmi bátsinis. Eldurinn varð strax svo magnað- ur, að ekki varð við neitt ráðið og ekki var unnt að senda út hjálp arbeiðni. Skipverjar reyndu að ljúka við að 'hífa trollið, en er lítið var ef'tir, urðu þeir einnig að hætta við það og síðan yfir- gefa bátinn. Þeim var fljótlega bjargað um borð í aðra báta, sem voru á veiðum á svipuðum slóðum og Dux tekinn í tog inn til Sand- gerðis. Þá kom Sæbjörg einnig á vettvang og reyndu skipverjar þar að slökkva eldinn, en árang- urslaust. Er búið var að draga bátinn inn undir innsiglinguna í Sandgerði sökk hann þar á 11 faðma dýpi. Við náðum tal af Guðmundi Stéfánssyni, vélstjóra. Honum sagðist svo frá: — Við vorum all- ir Uppi, þegar við urðum varir við mikinn eld í vélarrúmi báts- ins. Við reyndum strax að slökkva eldinn. Við höfðum þrjú hand- slökkvitæki um borð, en reykur- inn var orðinn svo mikill, að ekki var viðlit að komast niður. Við gátum ekki sent út hjálparbeiðni, því að öryggi fyrir talstöðina var í töflu niður í vélarrúmi og mun hafa brunnið strax yfir. Við reyndum að halda áfram að hífa, en þegar við vorum komnir með trollið á síðuna, brann reimin yf- ir og við urðum að hætta. Eitt- hvað þremur stundarfjórðungum eftir að við urðum eldsins varir, fórum við í gúmbátinn. Bæði var, að ill'verandi var orðið í bátnum fyrir eldi og reyk, og svo vorum við með alla olíutanka fulla og vorum hræddir við sprengingu. Nærstaddir bátar sáu okkur fljót Framhaid á 6. síðu. MYNDIRNAR: Efst: Þa8 logar glaft í stýrishúsi Duxins og reyk leggur upp. Glöggt má sjá, hversu siginn báturinn er orðinn. Næstefst: Ing. ólfur kominn með Dux í tog og heldur inn tii SandgerSis. Næst- neSst: Sæbjörg er að koma á vett. vang og siglir fulia ferð, með við- búinn mannskap. Neðst: Sæbjörg komin að hllð Duxins og farin að dæb sjó á eldinn. TÍMINN, þriðjudaginn 2. júlí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.