Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 15
SÍLDIN Framhald af 16. síðu. 'hvað smávegis á fjórum eða fimm stöðvum á Raufarhöfn, og þangað hafa komið ein 6 skip. Á Siglu- firði hefur verið saltað hjá Pól- stjörnunni og Nirði h.f. Nokkur skip hafa komið til Siglufjarðar í dag með góða síld, sem veiddist út af Slétt'u. Snæfell kom með 1400 mál og Jón Finnsson með 850, en önnur skip komu með minna. Fyrsta síldin á sumrinu barst til Ólufsfjarðar í dag. Jónas Jónas son frá Es'kifirði kom með 450— 500 tunnur, og er söltun þegar haf in hjá söltunarstöðinni Auðbjörgu h.f. Síldin, sem veiddist úti á Rifs banka í nótt, er sæmilega góð, og atenzt 20%, en innan uim er noikík- uð af magurri ^ síld. Smásíldar- bræðsla er á Ólafsfirði, en hún er þó aðeins til þess að bræða úr- gang frá söltunarstöðvunum, þeg- ar mikið berst að. Lítið hefur verið um að vera í sambandi við síldina á Seyðisfirði yfir helgina. Fjórir bátar komu þangað í gær, en enginn bátur ‘/ar kominn þangað klukkan um 7 í kvöld. Sæfari kom með 314 mál, Freyja með 158 mál í bræðslu og 150 tunnur í frystingu, og Hannes Hafstein með 272 mál í bræðslu. Verksmiðjan hefur nú tekið á móti rúmum 20 þúsund málum. Mikill hluti flotans hefur verið á veiðum út: af Austurlandi um helgina og nokkur skip hafa kom ið inn til Ncsbaupstaðar í gær og nótt. Búið er að salta nokkurn sl'atta úr Sæfara í dag, en hann kom með 700 tunnur, og í kvöld var verið að salta 150 tunnur úr Gnýfara, sem kom inn með 600 tunnur. Þá kom Glófaxi með 550 mál, Jón Oddsson með 400 mál og Hafrún með 200 mál. Auk þess komu ýmiss önnur skip með dálítinn slatta. Síldin er yfirleitt nokkuð blönd uð frá 18—22% %. Bræðslan í Neskaupstað hefur nú tekið á móti 33.000 málum, en á sama tíma í fyrra var hún aðeins búin að fá bragð, en þá hófst bræðsl- an 3. júlí. Söltun er ekki hafin á Reyðar- firði, enda síldin ekki nægilega góð til þess að vera söltuð. í dag komu til Reyðarfjarðar Stein- grímur trölli með 300 mál, Hring- ver með 550, Snæfugl 400 og Sel- ey og Vattarnesið voru væntan- leg með 900 mál hvort. Bræðslan hefur nú tekið á móti 12 þúsund málum. Síldin hefur vaðið á Reyðar- fjarðardýpi seinni hluta dagsins, en í morgun og s. 1. nótt var hún erfið viðureignar og mjög stygg. Eftirtalin skip eru með 3000 mál' og tunnur og þar yfir: Sigurð ur Bjarnason 6920, Sigurpáll 5877, Grótta 5016, Hannes Hafstein 4878, Helgi Flóventsson 4788, Jón Garðar 4461, Oddgeir 4344. Guð- mundur Þórðarson 4332, Gunnar 3836, Gullfaxi 3766, Eldborg 3231, Hoffell 3164, Halldór Jónsson 3144, Hafrún 3076, Sæfari 3060, Sæúlfur 3042. MB-Reykjavík, 1. júlí. í DAG var óvenjumiki'i þoka hér suðvestanlands. Var það haf- þoka, er rak hér inn með haf- rænunni. Var víða þoka og slæmt skyggni við suður og vesturströnd- ina, en um mestan hluta landsin' var sólskhi og blffla. Mestur hit' í dag var á Hæli í Hreppum, þar komst hitinn upp í 23 stig. — f Jökulheimum komst hitinn upp í 19 stig og er það mesti hiti sem þar hefur mælzt í sumar. ÞÓRUNN OG ASKENAZY FARA FRÁ MOSKVU MB-Reykjavík, 1. júlí Blaðið átti í kvöld tal við Jóhann Tryggvason og spurði hann um, hvernig gengi með Þórunni dótt- ur hans og Askenasí píanósnilling mann hennar, sem margir eru Framhald af 1. síðu. Danir hafa gefið til kirkjunnar. 'tarður það vígt sérstaklega á vígsludegi kirikjunnar. Eftir er að koma upp ölturum, prédikunar- stóli og bekkjum. Utanhúss er eft- ír að fullgera tröppurnar o. fl. Ibúðarhúsið — biskupsstofan — er fullgert að utan, en ófullgert að mnan og verður látið óhreyft í sumar. Vígsluathöfnin verður margþætt t.g hin stórbrotnasta í lúthersk- um sið hérlendis. Verður sérstak- lega vandað til tónlistar, og kem- ur þar margt nýtt fram. Róbert A. Ottósson, söngimála- stjóri þjóðkirkjunnar, hefur und- anfarnar vifcur æft söngkór í Bisk upstungum, sem á að verða kór Skál'holtsfcirkju. Hægt hefði verið að fá þjálfaðan kór frá Reykjavík til að syntgja við vígsluna, en tal- ið var meira virði að byggja upp eigin kór fyrir kirkjuna, þótt það kosti mikið starf. Hefur söngfólkið orðið að koma um langan veg til æfiniga, oftast tvisvar í viku. Hornablástur er algjört nýimæli í íislenzkri ldrkjutónlisit. Guð- mundur Gilsson, organleikari, hef ur þjálfað Hornakór Selfosskirkju, sem leikur við vígsluna. Mun Hornakórinn m. a. blása úr turni Skálholtskirkju að lokinn saimhring ingu allra kirkjuklukknanna að morgni sunnudagsins. Klulkkur Skálholtskirkju eru alls átta, flestar gefnar kirkjunni. Tvær eru frá Svíþjóð, ein frá Nor- egi, ein frá Danmörku og ein frá Finnlandi. Þessa dagana er unnið að uppsetningu á klukku, gefinni af eimkaaðila í Noregi. Hefur hún að undanförnu verið í Bessastaða- kirkju. Klukka þessi er talin vera frá 12. öld, og mun upphaflega vera komin frá Skálholtskirkju. Síðan var hún í Hrunakirkju, en var seld þaðan til Eyrarbakka og síðan sem brotajárn til Noregs. — Klukkurnar mynda ekki heilsteypt klukknakerfi, því að gefendumir höfðu ekki samráð sín á milli, en það er ekki talið koma að sök. Vigsiluathöfnin sjálf hefst kl. 10 að morgni sunnudagsins 21. júlí með samhringingu klukkna og hornablæstri úr kirkjuturninum. Verður til skiptis klukknahringing og hornablástur, meðan skrúð- ganga lærðra og leikra gengur í kirkju. Fimm stúdentar við guð- fræðideild Háskólans syngja, dr. Páll ísólfs'Son leikur á orgelið, — flutt verður bæn úr kórdyrum, kirkjukój- Skálholtskirkju syngur, altarisganga verður, heilsan, tón- bæn og blessun. Biskupinn yfir íslands, herra Sigurbjörn Einars- son, vígir kirkjuna, og að lokum fer fram afhending kirkju og stað ar í hendur þjóðkirkjunnar. — Ávörp flytja þá Ásgeir Ásgeirs- son, forseti. Bjarni Benediktsson, kirkjumálaráðherra. og einn full- trúi erlendra gesta. Eftir vígsluna verður hlé i nokk urn tí.ma. og verður þá kirkjan opin almenningi. en gestir einir komast í kirkjuna við vígsluna Séð verður fyrir hátölurm-n utan kirkju Fyrsta almenna guðsþjón ustan eftir vígslu hefst kl 3 uim daginn Þá þjóna sóknarprestur. séra Guðmundur Ó Ólafsson, o.s Skálholtsvíg'slubiskup, séra Fjarni Jónsson. orðnir langeygðir eftir. Jóhann kvað þau hjónin hafa verið vænt- anleg til Lundúna í kvöld, en vegna /eðurs hefði flugvélinni frá Moskvu seinkað, en þau væru vænt snleg í fyrramálið til London. Hing að til íslands myndu þau svo halda á miðvikudag eða fimmtudag.. Jó- hann kvaðst lítið vita um fyrirætl- anir þeirra hjóna. Hann sagði, að þau þyrðu lítið að segja sér í síma, því enda þótt þau feðginin töluðu íslenzku saman virtist það ekki nægja. Þórunn hefði sagt sér, að símtal, sem þau áttu saman skömmu eftir að þau hjónin fóru austur nú síðast, og fram fór á ís- lenzku, hefði birzt svo til orðrétt í frönsku blaði, sem barst austur i.il Moskvu. Jóhann kvaðst ekki vita, hvaða blað þetta væri, en vel virtist fylgzt með hlutunum. Jóhann vildi ekki gera mikið úr RANNSÓKN SLYSSINS Framhald af 1. síðu. við þetta mál, en þeir eru vænt anlegir til Reykjavíkur í fyrra málið. Rannsóknarlögreglu- mennirnir komu til Búðardals laust eftir kl. 18. Fréttaritari blaðsins á staðnum hafði tal af þeim skömmu síðar, en þeir létu ekkert uppi um erindi sitt. Sýslumaðurinn í Búð'ardal fór að heiman í morgun, en frétta- ritarinn vissi ekki til, að það stæði í sambandi við erindi lög reglumannanna. Hins vegar er vitað, að þeir töluðu við sýslu- skrifstofuna fyrir og eftir há- degi Vaktmaður í skipi fann mann inn, sem lézt af vítisótabrunan- um, hjá vörustafla upp af Lofts bryggju, skammt frá Hafnar- búðum, umrædda nótt. Vakt- maðurinn tilkynnti þetta götu- lögreglunni, og hinn slasaði var þegar fluttur á slysavarð- stofuna og það'an á Landspítal- ann. Hann var með sýnilegan áverka, auk þess sem hann virt ist hafa brunnið undan sterk- um efnum. Magnús Eggerts- son, varðstjóri hjá rannsóknar- lögreglunni, var þegar kvaddur út og komst að raun um, að maðurinn hefði farið inn í kompuna undir tröpp- unum við Hafnarbúðir, en þar var sódinn geymdur í stampi. Hurðin var ólokuð og hafð'i þrútnað svo hún féll ekki að stöfum. Maðurinn var með rænu fyrsta sólarhringinn og sagði rannsóknarlögreglunni, að hann hefði dottið, en annað gaf hann ekki til kynna. Kandí- dat á spítalanum sagði blaðinu, að maðurinn væri brunninn um meira en hálfan líkamann og virtist hafa fallið í sódapækil. sem hefði étið sig inn úr fötun- um. Hann var svo með'vitundar laus fram í andlátið. Þrátt yrir orð mannsins um fallið hefur lögreglan séð ástæðu tii að halda rannsókn inni áfram Eitthvað hefur kom ið fram, sem bendir til, að slys ið sé ekki einleikið, og í dag bárust þær fregnir, að för rann sóknarlögreglumannanna vest- ur stæð) í sambandi við það. Skýrsla um réttarkrufningu var undirrituð í dag, en blað- inu er etrki kunnugt um niður- stöður 'nernar Hinn látni var 47 ára e,amall SAMNINGARNIR Framball ai 16 síðu nannafélag Reykjavíkur boðaðr =|‘mennan -élagsfund í kvöld. þar sem samningar voru lagðir fyrir og sacnþykktir. töf þeirra, sem orðið hefur á brott för þeirra hjóna frá Moskvu. Kvað hann tengdasoninn hafa haldið miklu fleiri hljómleika, en áætlað hafi verið, vegna mjög góðra und- irtekta, og hefði hljómleikaför lians ekki iokið fyrr en s.l. mið- vikudag. Vísað úr landi NTB-Washington, 1. júlí. BANDARÍKJASTJÓRN hefur vísaS einum sovézkum sendiráSs manni úr landi vegna gruns um njósnastarfsemi af hans hálfu. — Ekki var í tilkynningu utanríkis ráSuneytisins greint frá því, hver þessi maður væri. Banvænt eitnrloft NTB-New York, 1. júlí. ÓTTAZT er nú, að banvænt eiturloft kunni aS leggjast yfir nokkrar stórborganna i austan- verSum Bandaríkjunum, eftir tveggja vikna hitabylgju og logn. Eiturgas frá bifreiSum og Ö3r- um farar’tækjum hefur myndaö lofthjúp yfir hitamistrinu, sem hvílir yfir borgunum, en vegna iognsins hreinsast loftiS ekki nærri nógu vel, en elturloft safn ast fyrir. RÍISSAR KAUPA 120 ÞÚS. TUNNUR HINN 30. júní s. I. var á Siglu- firðl undirritaður samningur milli sfldarútvegsnefndar og v/o Prot- íntorg Moskva um sölu til Sovét- ríkjanna á 120 þúsund tunnum af Nor®ur- og Austurlandssaltsfld. (Fréttatilkynning frá síldarútvegsnefnd). NÁMSKEIÐ í SKÁLH0LTI LAXAMET Framhald af 1. síðu. hann sagði einnig, að laxarnir, sem nú veiddust, væru miun vænni en undanfarin ár. Haraldur kvast ekki vita með neinni vissu um veiðina á hinum bæjunum á þessum slóðum, en hann taldi, að hún myndi einnig þar vera mun betri en áður. Það er eftirtektarvert, að sel- veiði er nú einnig miun betri við Þjórsá en verið hefur undanfarið. FRYSTIHUSIÐ Framhald at 16 síðu. Framkvæmdir hófust seint í íyrrasumar en lágu niðri í vet- ur. Grunnflötur hússtas er um 700 fermetrar, en ekki er fullráðið hvernig innra_ fyrirkomulagi verð ur háttað. Á Stokkiseyi er nú eitt gamalt og allt of lítið íshús. KREFST JAFNRÉTTIS Framhald af bls. 3. hart gegn því og sumir hafa látið að því ligja, að frumvarpið brjóti í bága við friðhelgi eignaréttar. Þá er og vitáð, að leiðtogi repu blikana í öldungadeildinni, Ever- et Dirksen, er andvígur frumvarp inu og hefur lagt fram breytingar tillögur við það, sem raunveru- lega felur í sár, að ekki verði gef- ta út nein lög í þessu sambandi, heldur haldið áfram viðræðum við aðilana KH-Reykjavík, 1. júlí. Einn liðurinn í endurlífgun Skálholtsstaðar, sem nú á að fara að vinna að af fullum krafti, er námskeið kirkjuorganleilaara og söngstjórta, sem haldið verður þar dagana 29. ágúst til 5. sept. í sum- ar. Fyrsta mánuðinn eftir vígslu Skálholtskirkju verður þar vinnu- flokkur þjóðkirkjunnar, en síðan hefst fyrrnefnt námskeið, sem haldið er þar á vegum þjóðkirkj- unnar. Nemendur á námskeiðinu verða 12—15, en ekki verður unnt að taika fletai, sökuim rúmleysis. Þeir munu búa á biskupssetrtau, og verður náms- og dvalarkostnaður aðeins 450 krónur. Á námskeiðinu verða erindi flutt og umræðum stjórnað. Kennd verður tónfræði, söng- stjórn, organleikur og raddþjálf- un og kennarar verða m a. söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, dr. Ró- bert A. Ottósson og Guðmundur Gilsson, organleikari, Selfossi. Við kennsluna verður notað hið nýja orgel, er Danir gáfu Skálholtsdóm kirkju og vígt verður um leið og kirkjan 21. júií n. k. ÓLAFUR V. Framhaid ai 16. síðn. verðlaun á Olympíuleikunum 1928 fyrir kappsiglingar. Eigin- kona Ólafs konungs, Martha, sem hann kvæntist árið 1929, lézt árið 1954. Börn þeirra eru Harald krónprins, Astrid prinsessa og Ragnhild prinsessa. Sem krón- prins kom Ólafur hingað til ís- lar.ds árið 1947 og afhjúpaði þá Snorrastyttuna í Reykholti. Öðru sinni kom Ólafur hingað til lands árið 1961, þá konungur, og dvald- ist hér í opinberri heimsókn dag- ana frá 31. maí til 4. júní. Orðsending Verzlunin Dísafoss er flutt að Grettisgötu 57, þar sem áður var verzlunin Fell. Sími 17698 Þakka au'ðsýnda samúS vi8 andlát og jarSarför móður minnar, Guðrúnar Jónsdóltur frá Seljanesi. Fyrlr hönd vandamanna, Jón Kristjánsson. Móðir mfn, Etilríður Pálsdóttir verðu> jarðsetl miðvikudaginn 3 júlí kl. 2 e.h. að Staðarhólskirkju í Saurbæ i Dalasýslu. Vegna vandamanna, Hjörtur Kristmundssom. TÍMINN, þrfðjudaginn 2. júlí 1963 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.