Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.07.1963, Blaðsíða 14
XKirmala þjóðfélagi. Því ríkti stöð- ugt undarlegt andrúmsloft smá- munaseminnar meðal þessara at- vinnunjósnara. Þeir höfðu furðu- legan áhuga á aukastörfum eins og t.d. t'eftónskri forleifafræði, að rannsaka hauskúpur frumstæðra kynþátta og yfirburði herrakyn- stofns. Útlendingum, sem fylgd- ust með gangi málanna, gekk erfið iega að ná sambandi við þessa undarlegu menn, enda þótt Heydr- ich sjálfur, hrokafullur, ískaldur og miskunnarlaus maður, sæist af og til í næturklúbbum Berlínar umkringdur af hinum ungu Ijós- hærðu glæpamönnum sínum. Þeir héldu sig ekki einungis utan sviðs- Ijósanna vegna þess hvers eðlis starf þeirra var heldur einnig á árunum 1934 og 1935 að minnsta kosti, vegna þess að allmargir þeirra, sem njósnað höfðu um Böhm og félaga hans í S.A. týndu tölunni, fyrir tilstilli leynisamtaka sem kölluðu sig „Hefnendur Röhms“ og gættu þess vel að' næla miða með nafninu á lík fórnar- lambanna. Eitt af athyglisverðu verkefn- um S.D.,enda þótt það væri ekki xnikilvægasta verkefnið, var að komast að því, hverjir það voru, sem sögðu „Nei“ í þjóðaratkvæða greiðslum Hitlers. Á meðal hinna fjöldamörgu skjala frá Niirn- berg var skýrsla frá S.D. í Kochem varðandi þjóðaratkvæðagreiðsl- una 10. apríl 1938: Afrit fylgir með nöfnum þeirra, sem sögðu „Nei“ eða gerðu ógilt atkvæði sitt í Kappel. Athugunin var gerð á eftirfarandi hátt: nokkrir kjörnefndarmenn merktu alla atkvæðaseðlana með númer- um. Á meðan á kosningunni stóð var gerður listi yfir kjósendur. Kosningaseðlarnir voru afhentir í réttri röð, og því var hægt á eftir . . . að komast að því, hverjir höfðu sagt „Nei‘ og hverir höfðu gert atkvæði sitt ógilt. Tölurnar voru settar á bak seðilsins með undanrennu. Atkvæðaseðill mótmælenda- prestsins Alfreds Wolfers fylgir einnig. í fyrsta skipti í sögu Þýzkalands var komið upp sameiginlegri l'ög- reglu fyrir allt rikið. 16. júní 1936 — fram til þess tíma hafði 'hvert ríki haft sína eigin lögreglu — og Himmler var skipaður yfirmað- ur þýzku lögreglunnar. — Þetta jafngilti því, að leggja lögregluna í hendur S.S., sem höfðu stöðugt verið að fá aukið vald, allt frá því þær bældu niður Röhm-„uppreisn- ina“ árið 1934. Þær voru ekki að- eins orðnar að lífverði, eina armi flokksins, ekki einungis úrvalið. sem framtíðarforingjar hins nýja Þýzkalands voru valdir úr, heldur var nú einnig búið að fela þeim lögregluvaldið í hendur. Þriðja ríkið var orðið að lögregluríki, eins og óhjákvæmilega hlýtur að fara fyrir sérhverju einræðisrríki. Stjórn Þriðja ríkisins Þótt Weimarlýðveldið hefði verið eyðilagt, hafði Hitler aldrei numið Weimarstjórnarskrána úr gildi. Réyndar — og það var held ur kaldhæðnisl'egt — byggði Hitl- er „lögmæti“ stjórnar sinnar á þessari fyrirlitnu lýðveldislegu stjórnarskrá. Þannig var það, að þúsundir lagasetninga — önnur lög var ekki um að ræða í Þriðja ríkinu — voru afdráttarlaust byggð á lagasetningunni frá 28. febrúar 1933 um Verndun fólks- ins og ríkisins, sem Hindenburg hafið undirritað samkvæmt 48. grein stjórnarskrárinnar. Þess verður að minnast, að hinn aldni forseti var gabbaður til þess að undirrita lagasetninguna daginn eftir þinghúsbrunann, þegar Hitl- er fullvissaði hann um, að mikil 'hætta væri á kommúnistabyltingu. Lögin, sem afnámu öll borgaraleg réttindi., héldu áfram að vera í gildi, á meðan Þriðja ríkið hélzt, og 'hjálpuðu foringjanum til þess að stjórna með nokkurs konar stöðugum herlögum. Alræðislögin, sem Reichstag hafði greitt atkvæði með 24. marz 1933, og falið um leið nazista- stjóminni löggjafarvald sitt, voru annar máttarstólpinn undir „stjórnarskrárlegri“ stjórn Hitl- ers. Lögin voru framlengd með B55ES mikill'i undirgefni fjórða hvert ár af hinu auðsveipa þingi, en ein- ræðisherranum kom aldiei til hugar að afnema þessa eitt sinn lýðræðislegu stofnun, heklur gerði hann hana aðains ólýðræðis- lega. Þingið kom víst einungis 12 sinnum saman fram að stríði, og „set'ti" aðeins fjögur lög, engar umræður fóru fram eða atkvæða- greiðslur, og á því heyrðust held- ur al'drei neinar ræður fluttar, að undanteknum þeim, sem Hitler hélt sjálfur. Eftir fyrstu fjóra mánuði árs- ins 1933 hættu að eiga sér stað nokkrar alvarlegar umræður hjá ríkisstjórninni, fundir hennar urðu sjaldgæfari og sjaldgæfari eftir dauða Hindenburgs í ágúst 1934, og stjórnin var aldrei kölluð saman eftir febrúar 1938. Hins vegar var einstökum ráðherrum innan stjórnarinnar veitt töluvert vald, þar eð þeir gátu sett lög, sem með samþykki foringjans, gengu þegar í stað í gildi. Leyni- lega ríkisráðið (Geheimer Kabi- nettsrat), sem sett var upp með miklum lúðrablæstri árið 1938, e. t.v. til þess að hafa áhrif á Cham- berlain forsætisráðherra Breta, var einungis til á pappírnum. Það kom aldrei saman. Varnarmála- nefnd ríkisins (Reichsverteiding- ungsrat), stofnuð snemma á stjórnartímanum, sem stríða-áætl- ana-nefnd, með Hitler í forsæti, kom aðeins tvisvar formlega sam- an, enda þótt sumar undirnefnd- ir hennar væru mjög vinnusamar. Margt af störfum stjórnarinnar var falið sérstökum skrifstofum, eins og t.d. embætti varamanns foringjans (Hess og síðar Martin Bormann), alræðisstjórn í stríðs- efnahagsmál'um (Sohacht) og frambvæmdavald (Frick), og framkvæmdir Fjögurra ára áætl- cik íÆía B unarinnar (Göring). Þar að auki voru hinar svokölluðu „æðstu stjórnarskrifstofur“ og „þjóð- stjórnarskrifstofur," sem margar hverjar áttu rætur sínar að rekja til lýðveldistímans. Allt í allt voru 42 framkvæmdastjórnir þjóð- stjórnarinnar undir beinni stjórn foringjans. Þing og stjórnir hinna eln- stöku ríkja í Þýzkalandi voru lögð niður á fyrsta ári nazista- stjórnarinnar, þegar landið var sameinað, og ríkisstjórar ríkj- anna, sem gerð voru að héruð- um, voru skipaðir af Hitler. Sjálf- stjórn sveitar- og bæjarfélaga var einnig þurrkuð út, en þar höfðu Þjóðverjar virzt vera að ná ein- hverjum raunhæfum árangri í átt- ina að lýðræði. Fjölmörg lög voru sett milli 1933 og 1935, sem sviptu sveitar- og bæjarfélög sjálf stjórn sinni og færði þau undir beina yfirstjórn innanríkisráðherr ans, sem skipaði borgarstjóra — ef um fleiri en 100,000 íbúa var að ræða á staðnum — og viður- kenndi þá samkvæmt foringja- reglunum. í bæjum með innan við 100,000 íbúa voru borgarstjórarn- ir kallaðir héraðsstjórar. Hitler áskildi sér rétt til þess að tilnefna borgarstjórana í Berlín, Hamborg og Vín (eftir að Austurríki hafði verið hernumið 1938). Einræðisvald sitt fékk Hitler í gegnum fjögur ráðuneyti: försæt- isráðuneytið (enda þótt forseta- titillinn hyrfi úr sögunni eftir 1934) kanslaraembættið (titillinn var lagður niður 1939), flokkinn, og það fjórða, er kallað var ráð- herraembætti foringjans, og gætti persónulegra mála hans og tók að sér að framkvæma sérstök verk- efni. Sannleikurinn var sá, að Hitler lejddist daglegt amstur stjórnar- 37 genginn. Síðan getum við myndað SOS með steinum á flötina. Ertu þreytt?" „Nei.“ „Svöng?“ „Dálítið", sagði hún hikandi, eins og hún skammaðist sín fyrir að játa það. „Hlustaðu nú á mig. Þú verður að borða og þú verður að hvílast. Við fáum nóg að starfa síðar.“ Beecher reisti. hana upp. „Við sitjum reyndar ekki á veitinga- húsi, þar sem við getum valið um réttina, en þú verður að borða til að geta unnið. Við skulum koma.“ Beecher studdi hana yfir ójöfn- urnar að flugvélinni. Hún þurfti að gæta varúðar á háum hælun- um og þótt hann verði hana falli oftar en einu sinni, vissi hann að hún vildi síður þurfa að njóta hjálpar hans. Hann fann hvernig mjóir vöðvar hennar strengdust undir greip hans af einskærum mótþróa. „Viltu frekar fótbrotna?“ sagði hann gremjulega. „Það hugsa ég. En þá mundi ég aðeins vera enn frekár hjálpar- þurfi og þú yrðir væntanlega að mata mig og færa mér allt, sem ég þyrf'ti með? Mundirðu ekki hafa gaman af því? Svo að ég þyrfti að þakka þér minnst fimrn- tíu sinnum á klukkutíma?" „Af hverju heldurðu það?“ „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta bara.“ Hún klöngraðist upp í vélina á undan Beecher og hann andvarp- aði um leið og hann virfi fyrir sér fagurlimaðan kroppinn og nakta, velskapaða fótleggina. Honum fannst súrt í broti, að í slíkum líkama skyldi búa svo önug og afundin sál. Hitaflaskan var næstum full — þar var einn lítri af kaffi og sjö brauðsneiðar voru eftir. Þau snæddu eina brauðsneið hvort og drukku kaffið, og á meðan Ilse gekk aftur frá matnum, bjó Bee- cher um þau á gólfinu í fleti, er han bjó til úr teppum og púðum, sem hann fann í farangursnetinu yfir sætunum. í leit að einhverju ætilegu á- kvað hann að grannskoða póst- pokana, en um leið og hann dró þá fram á gólfið, kom hann auga á trékassa, sem var innsiglaður á sama hátt' og kassarnir, sem hann hafði séð þá Don Willie og Lynch rogast með út í bifreiðina fyrr um daginn. Kassinn lá upp við vegginn og vár að hálfu fal'- inn af póstpoka. Beecher tók hann upp og bar hann fram. „Þeir hafa gleymt þessum,“ sagði hann við Ilse. „Ég flutti einn kassann á bak við póstpokana, svo að ég gæti setið á einhverju, á meðan á flug- ferðinni stóð“, sagði Ilse. „Þeir sáu hann ekki, þegar þeir tóku hina." „Einmitt. Þú hefur setið á þess- um kassa á bak við póstpokana?" Hún kinkaði kolli hægt og virti gaumgæfilega fyrir sér andlit hans, til að sjá hvernig honum mundi verða við. „Ja, fari það nú í heitasta!" sagði hann og byrjaði að hlæja. Hann greip hamar úr verkfæra- kassanum og sló blikkböndin af kassanum. Ilann reif upp lokið og dró upp stafla af gulnuðum skjölum. Sum voru alsett arabísku hrafnasparki, önnur rituð á spönsku eða þýzku. Auk þess kort og teikningar af ýmsu tagi.' Skjöl- in voru rykfallin og hornin börk- uð af elli. Beecher fleygði frá sér hamr- inum og hristi höfuðið. „Þýzk al- vizka", sagði hann háðskur. „Full komleiki þáttar. „Hvað er þetta?“ spurði Ilse. „Þetta er aðalátriðið. Það er vegna þessara skjala, sem við sitj- um hér. Dýrmætasti eðalsteinn- inn í kórónu skurðgoðsins. — Og hér er það allt saman!“ Beecher gat ekki stillt sig um að hlæja. „Don Willie gleymdi þeim. Skil- urðu það? Allt fór nákvæmlega eftir-áætlun. — næstum allt. En þetta „næstum" á eftir að koma honum í gálgann. Jafnvel þótt þú og ég eigum eftir að deyja Drottni okkar hér. Það verður einhver til að finna þetta.“ „Hvrs vegna hlærðu að því?“ Beecher lét skjalabunkann falla aftur niður í kassann, svo að ryk- mökkur þyrlaðist upp í kringum þau. Hann leit á hana og sagði: „Finnst þér þetta ekki fyndið?“ „Það hefur aðeins meiri kvöl I för með sér.“ „Það er einmitt það, sem er grínið“, sagði Beecher þurrlega. Þetta hafði allt verið svo innilega þýzkt, hugsaði hann, eins og hund- leiðinl'egur sorgarleikur í gömlum stíL Don Willie hafði þrjú mannslíf á samvizkunni, eingöngu til þess að geta hreinþvegið nafn fyrir- tækisins. í t nafni föðurlandsins hafði hann eyðilagt allt, sem gat komið upp um svikabraskið í Mar- okkó — og blóðbaðið hafði hann réttlætt á sinn hátt — á sinn há- þroskaða, siðferðilega mælikvarða með heimspekilegum bollalegg- ingum að ívafi. Og síðan hafði Don Willie cneð vopn í hendi og fána réttlætisins dreginn að hún, þrammað taktföstum skrefum á járnhæluðum stígvélum beint of- an í mýrarfenið. Beecher skaut kassanum inn í farangursgeymsluna á ný. Dag nokkurn mundi þessi kassi kom- ast aftur til Spánar. Hann brosti. Og þessi kassi mundi fá að vitna um siðgæði Don Willies. „Nú verðurðu að reyna að hvíl- ast“, sagði hann við Ilse. „Ég er ekki þreytt." Beecher l'agðist endilangur á teppin og hagræddi kodda undir höfðinu. „Gerðu það, sem þú vilt,“ sagði hann. Hann tók nú eftir, að veðrið hafði breytzt. Hann var að rjúka upp og sandurinn hríslaðíst við hlið flugvélarinnar. En út um gluggann sá hann, að himinninn var enn hvítur og bjartur. Hann naut þess að liggja á mjúkum teppunum, þreytan seig út um allan skrokkinn. Áður en hann sofnaði, heyrði hann Ilse leggjast við hlið sér Hún lagðist yzt á brúnina á tepp unum. Þau mundu varla snerta hvort annað, hugsaði hann syfjað- ur og áhuglaus . . . Það skipti ekki máli. Ekkert skipti máli lengur, nema svefninn . . , Beecher hrökk upp við hálfkæft hljóð, sem yfirgnæfði gnauðið í vindinum fyrir utan þau . . Hann sneri sér á bakið og nuddaði aug- un. Grámugguleg skíma var úti fyr ir. í svefnrofunum átti hann bágt •með að átta sig, hvar hann var. Hann var þungur í höfði og augnal'okin voru sem blý. Himinn- inn var nú myrkur að sjá. Út um litinn Ijórann sá hann dimm ský og sandmekki þyrlast upp. Ilse sat flötum beinum á tepp- unum. Hún grét. Það hafði vakið hann. Hálfkæfð ekkasog hennar. Beecher þröngvaði dyrunum upp á móti vindinum. Sandurinn sveið í augum. Döðlupálmarnir sveifl- uðust fyrir vindinum, og yfirborð tjarnarinnar var gárað. Beecher skellti hurðinni aftur og settist á teppin. „Hvað amar að þér?“ spurði hann. „Ég ætlaði ekki að vekja þig.“ Hún hafði hætt að gráta, en nakt- ar, mjóslegnar axlirnar hristust af niðurbældum ekka. „Það eru mjög miklar líkur til að við sleppum heil á húfi“, sagði hann. „Hvers vegna græturðu?“ Hún þerraði tárin af vöngunum með handarbakinu, klaufaleg eins og barn „Ef við finnumst, er úti um hann. Er það ekki?“ „Don Willie? Jú, það geturðu reitt þig á.“ Snögglega fann hann til gremju. „Hann hefur átt sök á dauða þriggja manna. Af hverju græturðu ekki þeirra vegna?“ „Þú sérð aðeins hlutina frá einhi hlið. En hann getur bæði verið blíður og góður. Ég mundi ekki geta þolað, ef honum væri eitthvað gert til miska “ „Það kemur málinu ekki við, hvað þú getur þolað. Hann er þjófur og morðingi. Það er hið FÖRUNAUTAR ÓTTANS W. P. Wc Givern hins germanska kyn- T f MI N N r þriðjudaginn 2. júlí 1963 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.