Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 1
 V©RUR BRAGÐAST BEZT 148. tbl. — Laugardagur 6. júlí 1963 — 47. 6rg. 70 M. ÞESSAR myndír tók Ijósm. ^ímans, GE, af hinum 70 metra láa strompi Kiettsverksmiðjunn- ar f gær, þegar hann var kom- Inn f fulla lengd og verið var að fjarlægja steypumótin f topp- inum. Efri myndin er tekln úr fjarlægð af turninum, þar sem hann gnæfir upp fyrir húsþök- in, en hin myndin er tekin al- veg vlð turninn beint upp í loft- Ið. — Nú er eftir að tengja reyk. þáfinn við vélarnar, og er reikn- Framhald á 15. siðu. mrnmmmmmmmmmimmmmm LEITUÐU AÐ HAFNAR- STÆÐUM A SONDUM KH-Reyk.iavík 5. júlí Undanfamar vikur hafa danskur prófessor, Per Bmn að nafni, og prófessor Trausti Einarsson unn- ið að rannsóknum á sandburði með fram suðurströnd íslands með það fyrir augum að kanna möguleika á hafnargerð á þeim slóðum. Eink um er Dyrhólaey í athugun sem heppilegt hafnarstæði, ef út í það verður farið. Blaðið átti tal við vitamálastjóra dag um þetta mál, en rannsókn- irnar fara fram á vegum vita- og nafnarmálastjórnarinnar og sagði hann að þær væru enn á slíku byrj unarstigi, að ekki væri hægt að full yrða neitt, en prófessoramir væru nýkomnir úr könnunarför með íram suðurströndinni. Prófessor Trausti Einarsson sagði, að engar endanlegar niður- stöður lægju enn fyrir og yrði vafalaust ekki, fyrr en þá að litlu leyti í haust, því að langan tíma tekur að rannsaka sandburðinn með tilliti til brims og strauma. Fyrir um tólf árum rannsakaði prófessor Trausti sandburðinn á þessum slóðum og gaf skýrslu um rannsókn sína. Prófessor Per Brun, sem er sérfræðingur í sandburði með ströndum og staðsetningu hafna, hefur við þessa rannsókn oú í vor komizt að sömu niður- stöðu og Trausti í skýrslu sinni, að því er magn sandburðarins snertir. Sandburðurinn er gífurlegur með fram suðurströnd íslands, og segja niðurstöður, að brimið flytjl hálfa til eina milljón kúbikmetra af fínsandi fram og aftur með ströndinni árlega. Eftir er nú að fylgjast með brimi og straumum, og verður unnig að því í sumar og næsta vetur, en að Framhald á 15. síðu. Nógur fískur uboðstólum KH-Reykjavík, 5. júií. NÚ ER heldur léttarl brúnin á fisksölimum og húsmæðrun- um heldur cn var áður en drag nótaveiðin hófst, því að nú er nóg af öllum fiski. Blaöið hringdi í nokkra fisk- sala í dag, sem allir voru í bezta skapi. Þetta er nú ein- hver munur, sögðu þeir, við höfum glænýjan fisik á hverj- urn degi, hvaða tegund sem er. Þessa dagana er nýja ýsan hvað vinsælust, en áður en draguótaveiðin hófst, var ný ýsa ekki á boöstólum nesna með höppum og glöppum. Ali- flatfiskur er afar góður ur núna, og steinbíturinn er einn- ig hvað beztur um þetta leyti. Svo að nú er úr nógu að velja, og fisksalar og húsmæður bros ast á yfir afgreiðisluborðið. YMSIR ÞEGAR FLUTTIRI NÝSTÁRLEGA HVERFID KH-Reykjavík, 5. júlí Einbýlishúsin á Flötum, nýja hverfinu í Garðahreppi, rísa nú af grunni, eitt af öðru, og er þeg- ar flutt inn i allmörg þeirra. Hafa áætlanir mcð þetta nýstárlega hverfi yfirleitt staðizt, en þetta er fyrsta hverfi landsins, sem hef ur fullgerðar götur og gangstétt- ír á undan húsunum. Flatir er allstórt hverfi með 130 lóðum, sem Garðahreppur seldi undir einbýlishús í fyrravor, og var hafin bygging á húsum í vestari hluta hverfisins þá um sum arið. Hver lóð kostaði þá um 30.000 krónur, en hefur nú hækk- að nokkuð, svo að nú er verðið um 40.000. Innifalið í lóðarverðinu u allt gatnagerðargjald, þar með talin gangstétt, vatns- og skolp- ræsalögn og loforð um, að því yrði lokið á rúmu ári í vestari hlutan- um og næsta sumar í eystri hlut- anum. Gatnagerð, vatns- og skolplögn var boðin út, og tók Véltækni h.f. að sér verkið. Nýlokið er vatns- og skólplögn í eystri hlutanum, en gatnagerð verður væntanlega að fullu lokið í vestari hlutanum í ágústlok. Göturnar verða með olíumalarlagi, en tilraunir með olíumöl á smábút á Vffilsstaða- vegi hafa gefizt ágætlega. Þó verð ui malbikað á götuhomum. Rennu steinar verða úr hvítu sementi, en frá rennusteinum að gangstétt verður tæplega tveggja metra gras flöt með trjám, sem að vísu verða ekki gróðursett fyrr en á næsta vori. Síðan er eins m. breið gang- stétt, og loks 30—40 sm. breiður grasbekkur að lóðinni. Engin bílastæði eru leyfð á göt- unum, en gert ráð fyrir fimm bíla- stæðum á hverri lóð, þ. e. a. s. ætlað er pláss fyrir tvöfaldan bíl- Framhald á 15. síðú. LÍK VIÐ GRANDAGARÐ FB-Reykjavík, 5. júlí. KLUKKAN 12,10 í dag fannst lík af konu á fimmtugs aldri í fjörunnl vlð Granda- garð. f kvödd komst löigreglan að nafni ko.nunnar en sam- kvæmt ósk aðstandcnda er því haldið leyndu. Það var maður frá Fiskiðju- verinu, sem fyrstur kom auga á lík konunnar í fjörunni vestur við Grandagarð í nánd við syðstu verbúðina. Konan leit út fyrir að hafa verið á aldrinum milli 45 og 50 ára. Hún var dökkhærð með grásprengt hár, klædd í dökkt pils og bláleita kápu og siéttbotnaða göngu- skó. Engin skilríki fundust á konunni, og einnig var hún hringlaus. Þegar blaðið hafði tal af íög- reglunni, gaf hún þær upplýs- ingar að svo virtist setn kon- an- mundi hafa fallið í sjóinn í morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.