Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 14
eins og marmarastyttur og báru sfcríðsfána iþjóðarinnar. Að baki þeirra á géysistóru tjaldi hékk feiknastór sOfurl'itaður og svartur jánnkross. í orði kveðnu átti þetta að vera athöfn til heiðurs þeim, sem fallið höfðu fyrir Þýzkaland [ styrjöldum. Athöf'nin varð hins vegar fagnaðarhátíð yfir dauða Versaiasamningsins og endurfæð- ingu þýzka fastahersins. Það mátti sjá á andlitum hers- höfðingjanna, að þeir voru yfir sig glaðir. Þetta hafði komið þeim jafnmikið á óvart og öðrum, því að Hitler, sem eytt hafði síðustu dögunum á undan á fjallaheimili sínu í Berchtesgaden, hafði ekki látið svo lítið að skýra þeim frá hugsunum sínum. Samkvæmt framburði von Mansteins hershöfð ingja við Nurnbergréttarhöidin hafði hann og yfirliðsforingi hans í Wehrkreis III (Þriðja hersvæð- inu) í Berlín, von Witzleben hers- höfðingi, fyrst heyrt um ákvörð- un Hitl'ers í útvarpinu 16. marz. Herforingjaráðið hefði heldur viljað mannfærri her til þess að byrja með. — Herforingjaráðið, hefði þaðj verið spurt ráða (sagði Mann- stein) myndi hafa stungið upp á tuttugu og einni herdeild. Tal'an þrjátíu og sex var komin vegna skyndilegrar ákvörðunar Hitlers. Hér fóru á eftir allmargar inn- antómar viðvaranir, sem Hitler bárust frá hinum stórveldunum. Bretar, Frakkar og ítalir komu saman til fundar í Stresa 11. apríl, fordæmdu aðgerðir Þýzkalands og endurtóku stuðning sinn við sjálfstæði Austurríkis og við Ló- karnósamninginn. Þjóðabandalags ráðið lýsti einnig yfir óánægju sinni vegna fljótfærnislegra að- gerða Hitlers og skipaði eins og vera bar nefnd, sm gera skyl'di tillögur um, hvað gera bæri næst til þess að stöðva hann. Frakk- land, sem gerði sér ljóst, að Þýzka land myndi aldrei sameinast um Austur-Lókarnó, undirritaði í flýti samning um gagnkvæma að- stoð við Rússland og Moskva gerði sams konar samning við Tékkóslóvakíu. f fyrirsögnum blaðanna hljóm- aði þessi sameining gegn Þýzka- landi óheillavænlega og virtist hafa nokkur áhrif á ýmsa menn í þýzka utanríkisráðuneytinu og í j hernum, en auðsjáanlega ekki á Hitl'er. Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði honum líka heppn- azt það, sem hann ætlaði sér. j Samt þýddi ekki að leggjast til hvíldar á lárviðarsveigunum. Nú var kominn tími til þess að halda áfram að lofsyngja friðinn og sjá, hvort ekki væri hægt að grafa undan sameiningu stórveldanna gegn honum og skilja þau að eft- ir allt saman, Að kvöldi 21. marz flutti hann enn eina „friðar“ræðu í þinginu — ef til vill snjöllustu og vissu- lega einhverja allra beztu og mest villandi ræðu, sem hann flutti í þinginu og þessi höfundur, sem hlust'aði á flestar þeirra, heyrði hann nokkru sinni flytja. Hitler var rólegur og flutti með sér ekki einungis anda trúnaðartrausts, heldur — til mikillar undrunar áheyrendum hans — einnig um- burðarl'yndis og sáttfýsi. Það kom hvorki fram reiði né ögrun i garð þjóðanna, sem höfðu fordæmt hann fyrir að gera að engu þær greinar Versala-sáttmálans, sem fjölluðu um hermálin. Hins veg- ar kom hann með fullyrðingar um það, að hann óskaði ekki eftir neinu öðru en friði og skilningi, sem byggðist á réttlæti handa öll- um. Hann vísaði á bug sjálfri hug- myndinni um stríð. Það var óskyn samlegt, það var tilgangslaust um leið og það var hryililegt. — Blóðsúthellingarnar á megin landi Evrópu síðustu þrjár aldirn ar eru í engu sarþræmi við þann þjóðarlega árangur, sem náðst hefur. Frakkland er enn Frakk- land, Þýzkaland Þýzkaland, Pól- land Pólland og Ítalía ítal’ía. Það sem konungleg eigingirni, stjórn- málaástríður og blind föðurlands- ást hafa fengið áorkað, hvað við- kemur pólitískum breytingum, með því að úthella heilum ám af blóði hefur með tilliti til þjóðar- tilfinningarinnar ekki gert meira en rétt snerta skinn þjóðanna. Það hefur ekki breytt svo neinu I nemitr innsta eðli þeirra. Hefðu i þessi ríki notað aðeins hluta af fórnunum, sem þau hafa fært, til i viturlegri aðferða, myndi árang- iurinn sannarlega hafa orðið meiri og varanlegri. Þýzkaland hafði alls ekki hugs- að sér að leggja undir sig aðrar þjóðir. — Kynþáttakenningu okkar mun sérhver styrjöld, sem háð er til þess að ná yfirráðum yfir er- lendri þjóð, fvrr eða síðar breyta og veikja sigurvegarann innan frá," og að lokum leiða til ósigurs hans . . . Þar sem ekki er lengur um nein ónumin svæði að ræða í Evrópu hlýtur hver sigur . . . þeg ar bezt gengur, aðeins leitt til mik illar fjölgunar íbúatölu lands. En ef þjóðirnar telja svo þýðingar- mikið að fá þessu framgengt, þá geta þær það án tára á einfaldan og utn leið eðlilegri hátt — (með) heilbrigðri stefnu í félagsmálum, með því að auka möguleika þjóð- arinnar til þess að fæða börn. Nei! Hið þjóðernissósíalistíska Þýzkal'and óskar af innstu sann- færingu eftir friði. Og það óskar eftir friði af þeirri einföldu ástæðu, að engin styrjöld myndi verða líkleg til þess að breyta verulega hörmungunum í Evrópu . . . Aðaláhrif hverrar styrjaldar- eru að eyðileggja blóm þjóðar- innar . . , Þýzkaland þarfnast friðar og þráir frið! Hann hélt áfram að hamra á þessari fullyrðingu. Að lokum kom hann fram með þrettán sér- stakar uppástungur með það fyrir augum að viðhalda friðinum, og þær virtust svo aðdáunarverðar, að þær sköpuðu djúp og heppileg áhrif ekki einungis í Þýzkal'andi, heldur í allri Evrópu. Á undan þeim kom hann með áminningar- orð: 131 Þýzkaland hefur viðurkennt og , tryggt Frakklandi landam,æri þess af heilum hug eins og þau voru ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í Saar . . . Um leið féllum við að lokum frá öllum kröfum um í Elsac-Lothringen, land'ð, sem 1 við höfum háð tvær stórstyrjaldir til' þess að ná . . . Án þess að taka tillit til fortíðarinnar, hefur Þýzka land gert samning við Pólland um það, að ekki verði gerð árás á landið . . . Við munum skilyrðis- laust standa við samninginn . . . Við viðurkennum Pólland sem heimkynni mikillar þjóðar, sem gædd er mikilli þjóðernistilfinn- ingu. Hvað viðkemur Austurríki: Þýzkaland ætlar hvorki né ósk- ar eftir að skipta sár af innanrík- ismálum Austurríkis, að innlima Austurríki eða framkvæmg, An- schluss (sameiningu). Ilinar þrettán uppástungur Hitlers voru mjög svo víðtækar. Þjóðverjar gátu ekki snúið aftur til Genf, fyrr en Þjóðabandalagið losaði sig við Versalasáttmálann. Þegar það hefði verið gert og fullt jafnrétti allra þjóða hefði verið viðurkennt, þá lét hann í það skína, að Þýzkaland myndi ganga aftur í bandalagið. Þýzkal'and mundi samt sem áður „virða skil- yrðislaust“ þær greinar Versala- sáttmálans, sem ekki fjölluðu um hermál, „þar á meðal landsvæða- ákvæðin. Sérstaklega myndi það virða og uppfylla allar skuldbind ingar í sambandi við Lokarno- sáttmálann". Hitler hét einnig, að Þýzkaland stæði við það ákvæði að Rínarlöndin yrðu laus við allt herlið. Enda þótt Þýzkaland væri „hvenær sem er“ fúst til þess að taka þátt í sameiginlegum öryggis ráðstöfunum, þá óskaði það held- ur eftir samvinnu tveggja þjóða og var reiðubúið að gera gagn- FÖRUNAUTAR ÓTTANS W. P. Mc Gfvern 41 fyrir mér“, sagði hún. „En þú varst mjúkhentur. Hvers vegna? Var þér ekki sama?“ Beecher, nennti ekki að svara henni. Hann gekk út í dyrnar og kveikti sér í sígarettu. „Heldurðu, að Jimmy deyi hérna?“ spurði hún. „Það gerum við kannske öll. Hvert höfðuð þið í hyggju að fara?“ „Við höfðum ráðgert að aka til Dakar. Jimmy ætlaði að fara inn í landið og starfa með innfæddum stjórnmálamönnum þar. Við stjórnina. Þeix eru hrifnir af að hafa hvíta ráðgjafa“. „Og Brunó og Don Willie ætl- uðu til baka til Mirimar. Var ekki svo?“ „Jú“. Hún andvarpaði og þreif aði á sárabindunum um hnén. „En allt fór öðru vísi en ætláð var“. „Gengur betur næst“, sagði hann þurrlega. „Hlustaðu á mig, Mike“. Hún sneri sér skyndilega við og greip hönd hans. „Gefðu mér tækifæri. Enginn þarf að vita, að ég var með í þessu. Don Willie og Brunó eru dauðir. Og Jimmy á ekki langt eftir. Hvaða gagn væri af því að láta mig t'aka ábyrgð á heimsku- legum mistökum þeirra? Gefðu mér aðeins tækifæri. Eg skal gera allt fyrir þig, sem þú vilt. Eg sver það. Eg skal fá þig til að gleyma öllu, sem gerzt hefur“. Hún brast í hjálparlausan grát, tárin blikuðu í augnkrókunum. „Hjálpaðu mér, Mike“. Hún þrýsti hönd hans í örvæntingu. „Ó, Mike, viltu það ekki?“ Beecher dró að sér höndina. „Þú getur sparað þér þetta“. Hún hneig aftur niður á teppin og studdi höndunum á gólfið fyrir aftan sig. Brjóst hennar bunguðu út í blússuna og kvöldskinið lit- aði brúna fætur hennar gyllta. „Þú ert auli“, sagði hún og brosti beisklega. Hún dró andann djúpt og augu hennar skutu gneist'um í óhreinu andlitinu. „Þú hefur aldrei reynt, hvernig það er að vera með mér. Og þú munt aldrei komast ,að raun um það“. Beecher brosti veikt. „Þú minn ir á kaupmann, sem hælir vöru sinni“. Hún formæl'ti honum um leið og hann klifraði niður stigann. Bee- cher gekk og virti fyrir sér eyði- mörkina. Gulur lit-ur hennar rann, saman við kvöldskinið, klettarn- ir og kaktusarnir lituðust gulir og flatneskjan teygði úr sér svo langt sem augað eygði í titrandi sólarljósinu. í fjarska sá móta fyr ir skörðóttum tindum eins og svörtum höggmyndum gegn hvít- um himninum. Beecher heyrði fótatak að baki sér og leit við. Ilse var á leiðinni til hans. „Eg gaf henni dálítið meira vatn“, sagði hún. „Eg hugsa, að henni líði betur nú“. „Ilvernig l'íður þér sjálfri?“ „Eg veit það ekki.“ Hún settist við hlið hans á steininn. „Don Willie var allt, sem ég lifði fyrir. Nú lifir hann ekki lengur og mer líður engan veginn. Það er skrýt- ið“. „Ef hann hefði lifað, hefði hann verið handtekinn“. „Já. Það er gott, að hann skuli ekki þurfa að þjást þess vegna. En hvað mig snertir, er eins og ég sé orðin tilfinningalaus. Það er eins og að sitja í búri með dyrn- ar á gátt. Frelsið blasir við aug- um, án þess að maður geti not- fært sér það“. Um leið og skuggarnir lengdust varð gol'an snarpari og feykti sand inum eftir sólbakaðri jörðinni. Beecher tók undir arm hennar og leid’di hana til, baka að flugvél- inni. Eyðimörkin rann. út í enda- lausa flatneskju, um leið og myrkr ið seig yfir og hún þá hjálp hans þakklát. „Heldurðu, að okkar verði leit- að að nóttu til líka?“ spurði hún. Beecher horfði upp í gráan him ininn. Pálmamir svignuðu fyrir vindinum, sem jókst stöðugt. 16. KAFLI. Við dagrenningu fékk Lynch meðvitund á ný. Sótthitinn hafði rénað og augu hans fengið eðli- legan bl'æ, en hann átti erfitt um mál. Andardráttur hans varð skyndilega hraður og hryglu- kenndur. Beecher vætti varir hans og gaf honum morfínsprautu. Augu Lynch loguðu af sársauka, en hann virtist ekki þekkja Bee- cher. Andartaki síðar dró úr hon- um allan mátt og hann lá kyrr. Beecher beið, unz hann heyrði hann anda rólega aftur og gaf honum síðan vatn og penisilín. Aðeins tvær brauðsneiðar voru eftir. Kvöldið áður höfðu þau snætt þrjár. Hann skar aðra í þrjá hluta — það var morgunverður- inn. Hina lagði hann aftur í körf- una. Hún átti að verða kvöldverð- ur þeirra — og sennilega sá síð- asti, ef þau fyndust ekki í dag. Beecher og Ilse unnu til há- degis að því að raða saman stein- um í neyðarmerkið. Frá steinun- um gerðu þau langa ör, sem benti að flugvélinni. Þetta var þreyt- andi starfi og leiðinlegur — sólin hellti vægðarlausum geislum sín- um yfir þau og þau rifu sig til blóðs á steinnibbunum. Lauru var um megn að aðstoða þau. Hún hafði sagt þeim, að hún væri of stirð og sár í fótunum, en Beech- er sá, að hún hafði samt haft nógu mikla löngun í sér til að skipta um föt og baða sig. Þegar síðasti steinninn var lagð ur á sinn stað, rétti Beecher úr sér og nuddaði bakið. Svitinn streymdi niður andlitið og jörðin gekk í bylgjum undir fótum hans. Brennheitt sól'arljósið blindaði hann — það var sem geislar henn ar hömruðu miskunnarlaust á höfði hans. Ilse starði út á enda- lausa flatneskjuna. Þar var ekk- ert að sjá —- ekki fugl, ekki ský, ekki nokkurt merki minnsta vind- sveips. „Þú ættir að reyna að hvílast dálítið", sagði hann. Hún leit í blóðrisa lófana „Það var gott að hafa eitthvað fyrir stafni“, sagði hún. Síðan leit hún upp í logandi himininn. „Jafnvel þótt það verði ekki til nokkurs gagns“ ..Það var kjánalegt af þér að um borð í flugvélina". ,,_g veit það“. Hún yppti öxl- um þreytulega. Andlit hennar var rautt af hitanum og svitinn hrann aðist á enni hennar. „En ég hélt, að ég mundi geta hjálpað honum. Ef hann hefði drepið þig, hefðu þeir komið einn góðan veðurdag og handtekið hann. Eg vildi það ekki. Þegar ég var ein gat ég haft mínar eigin skoðanir á málunum. En þegar hann var með mér, var eins og ég yrði rugluð og hrædd.“ Hún andvarpaði þreytulega. „Þann ig var það, þegar flugvélin lenti á eyðimörkinni. Eg hafði ákveðið að biðja hann að hlífa þér, en þeg ar ég heyrði rödd hans fyrir ut- an, þorði ég ekki annað en liggja áfram í felum“. Beecher þerraði svitann af nn- inu. Hann var þreyttur og aum- ur um allan kroppjnn. „Þú hafðir ekki áhyggjur af lífi mínu. — Þú hafðir aðeins áhyggjur af að hann yrði tekinn“. Hann brosti lítillega. „Nú, það skiptir ekki meginmáli. Ef við sleppum héðan heil á húfi, skal ég bjóða þér upp á glas“. „Eg kæri mig ekki um sjúss“. „Hvað viltu þá. Heiðursmerki til að hengja um hálsinn?" Hún sneri sér frá honum. „Fað- ir hans er enn á lífi“, sagði hún hægt. „Eg mundi vilja, að lík hans yrði sent til föður hans, — til Þýzkalands.“ Beecher fann til skyndilegrar gremju, en hún hvarf fljótlega aftur. Hann var of þreyttur til að geta gefið tilfinningum sínum lausan tauminn. „Það væri bezt að jarðsetja hann á hernaðarvísu“, sagði hann. „Með heiðursverði við kistuna og járnkrossinn festan á barminn“. Hún sneri sér snögglega að hon um. „Hann er dáinn, skilurðu það ekki?“ hrópaði hún. „Hvernig get' urðu hatað hann enn?“ T í M I N N, laugardagurinn 6. júlí 1963. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.