Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 15
VILJA LÆRA AÐ . . .
Framhau at 16. síðu.
1 Noregi hefur verið lögð á
ullargæðin og þar höfum við
náð betri árangri en hér.ullin
er hvítari og áferðarfallegri,
af því tekizt hefur að útrýma
gulu hárunum úr henni. Nú
hefur vaknað áhugi í Noregi
að auka og kynbæta þennan
stofn, og því erum við hingað
komnir til að læra af íslend-
ingum í þessu efni. Ég hef kom
izt að raun um, að aðalmunur
á fóðrun hjá okkur og hér
liggur í því, að í Noregi hefur
verið notað svo mikið af hálmi,
að nauðsynlegt hefur verið að
bæta það upp með kraftfóðri.
Hér aftur á móti eru heygæðin
svo miklu meiri og hlýtur að
eiga drjúgan þátt í því, hve
íslendingar fá svo- miklu betra
kjöt af þessu kyni“.
Norland dýralæknir sagðist
svo frá:
— Þegar ég fór að fást við
sauðfjársjúkdóma fyrir 20 ár-
um, tók ég fl'jótt eftir því, að
þeir voru nátengdir vetrar-
fóðruninni, sem befur eikki að-
eins áhrif á kjötframieiðsluna,
heldur mætti rekja ýmsa sjúk-
dóma, svo sem doða, krampa
og krankleika lambfullra áa,
til efnavöntunar í fóðrið. Líka
hafa fóðrunarrannsóknir mik-
ið að segja í baráttunni við
lungna- og iðraorma. Við leggj
um áherzlu á að fara vel með
líflömbin. Vallarhey hefur
reynzt slæmt l'ambafóður. Við
verðum að rannsaka,, hvernig
bezt henti að beita ræktuð
lönd, verðum að auka beitar-
hreinlætið, losna^ við snikju-
dýr úr beitinni. í þessari ís-
landsferð minni hafði ég á-
huga á að kynnast því, hvaða
aðferðir íslendingar notuðu í
baráttunni við mæðiveikina,
gamaveiki og aðra sauðfjár-
sjúkdóma. Og ég dáist að því,
hvílíkur fyrirmyndarbragur er
á tilraunastöðinni á Keldum
og á ekki heitari ósk en þróun
hennar haldi áfram í samræmi
við tímana, séð verði fyrir
nægum sérfræðingum og þeim
búin hin beztu starfsskil-
yrði, svo að þeir nái sem bezt-
um árangri, sem landbúnaðin
um er iífsnauðsynh
Loks bætti Moberg við:
„Við höfum farið víða u_m
landið, og ekki sízt varð ég
hrifinn af því, sem við sáum
á Akureyri, þar sem kjötverk-
unin í sláturhúsunum og ull-
arvinnslan í Gefjun er með
hinum mesta myndarbrag. —
Móttökurnar voru alls staðar
með svo miklum ágætum, að
hvarvetna var eins og að koma
til frænda og vina. Þessi heim-
sókn verður okkur minnisstæð,
og óskum vi.ð íslenzkum bænd
um og þeim, er að málum
þeirra vinna, alls hins bezta í
framtíðinni.
REHl MOANA
MFNN
IH-Seyðisfirði, 5. júlí.
Klukkan 11 í gærkveldi lögðu
þeir Rehu _Moana-menn af stað
áleiðis til ísafjarðar í logni og
kyrrum sjó. Þeir höfðu verið bún-
ir að setja upp segl. en tóku það
svo niður nokkru eftir að þeir
voru komnir út á fjörðinn, og létu
sér nægja sinn 40 hestafla ■ hjálp
armótor.
Ferðinni er heitið til ísafjarð-
ar, en þar taka þeir ef allt fer
samkvæmt áætlun, Bandaríkja-
manninn Mae Lendon, sem brá sér
til Lundúna og Eandaríkjanna á
meðan hinir biðu þess á Seyðis-
firði, að smíðað væri nýtt mast-
ur á fleytuna.
KVIKMYNDA-
SÝNINGAR
VARÐBERGS
Á morgun, laugardag, kl. 2 e. h.
mun Varðberg hal'da kvikmynda-
sýningu í Nýja bíói. Verða þar
sýndar nokkrar kynningar- og
fréttamyndir frá ýmsum löndum.
Félagið hefur áður haft kvik-
myndasýningar fyrir almenning
og voru þær mjög fjölsóttar. Hef-
ur því verið ákveðið að gera sýn-
i.ngar þessar að föstum lið í starf-
semi félagsins og verða þær í sum-
ar haldnar mánaðarlega, en tvisv
ar í mánuði í vetur.
Starfsemi þessi hefst með því,
að sýndar verða þrjár myndir:
1. Kúba bíður. Sýnir hún, er
einvaldinum Batista var steypt af
stóli með þjóðbyltingu Kúbubúa
og einnig, hvernig byltiugin var
svikin af Castro. Myndin er með
íslenzku tali.
2. Bændur undir ógnarstjórn
kommúnista. Fjallar sú mynd um
aðgerðir hinna kommúnistísku
yfirvalda í Austur-Þýzkal'andi
gegn sjálfseignarbændum. Mynd-
in er með ensku t'ali.
3. Suðaustur-Asíuhi.’indalagið.
Kynnir sú mynd hinar ýmsu þjóð-
ir bandalagsins og siðu þeirra.
Er hún í litum og með íslenzku
tali.
Ókeypis aðgangur er að sýning-
um þessum og öllum heimill með-
an húsrúm leyfir, en börnum þó
einungis í fylgd með fullorðnum.
Norrænumenn frá
Gautaborg hér
Á miðvikudaginn komu hingað
til Reykjavíkur 16 manna hópur
kennara og stúdenta í norrænum
málum við háskólann í Gautaborg.
Hópurinn kom með leiguflugvél
beint frá Gautaborg og mun dvelj
ast hér á landi þrjár vikur.
Skoðaðir verða helztu sögu- og
merkisstaðir sunnan-, vestan- og
norðanlands. Verður fyrst farið
um Suðurlandsundirlendið og allt
upp að Stöng í Þjórsárdal og aust
ur í Skaftafellssýslu, síðan upp í
Borgarfjörð, um Snæfellsnes og
Dali og þaðan norður í land allt
austur í Mývatnssveit a. m. k. Að
lokum verður dvalizt nokkra daga
í Reykjavík. — Ferðaskrifstofa
ríkisins hefur verið með í ráðum
um skipulagningu ferðarinnar og
annast margháttaða fyrirgreiðslu
við útvegun gistingarstaða o. fi.
Venja er, að stúdentar í norræn
um málum við sænska háskóla fari
árlega náms- og kynnisferð undir
leiðsögn kennara sinna, oftast um
Svíþjóð, en stundum til nágranna-
l'andanna. Aðeins einu sinni áður
hefur slík ferð verið gerð til ís-
lands, þá einnig frá Gautaborg,
en nú eru um So ár siðan. Prófess-
or Hjalmar Lindroth hafði for-
göngu um þá ferð, en hann er m.
a. kunnur fyrir ágæta bók, er
hann skrifaði um ísland (Island
— motsatsernas ö) og út kom
1930 í tilefni af Alþingishátíðinni.
Fyrir hópnum að þessu sinni
er eftrmaður Lndroths, prófessor
Ture Johannisson, einn þeirra
átján, er sæti eiga í Sænsku aka-
demíunni, og einn af merkustu
málfræðingum Svía. Hann hefur
einu sinni áður komið til íslands,
var varaforseti víkingaþingsins,
sem hér var haldið 1956.
Auk hans eru með í förinni
dósentarnir Bengt Holmberg og
Verner Ekenvall. enn frmur fil.
lic Sture Allén, sem vinnur nú að
samningu sænsk-islenzkrar orða-
bókar ásamt Baldri Jónssyni mag
ister. Sá síðast nefndi verður leið
sögumaður Svíanna hér á landi,
en hann hefur undanfarin 3 ár
verið lekt'or í íslenzku við háskól-
ana í Gautaborg og Lundi.
Hópurinn heldur utan aftur 23.
júlí að undanskildum tveimur
stúdentum, sem verða hér eftir og
munu taka þátt í námskeiði í ís-
lenzku fyrir norræna stúdenta,
sem haldið verður við Háskóla
íslands dagana 2. ágúst til 19.
sept.
Síðar í þessum mánuði mun
prófessor Ture Johannisson flytja
hér fyrirl'estur í boði Háskóla ís-
lands.
ÝMSIR ÞEGAR FLUTTIR
Framhald af 1. síðu.
skúr og framan við hann stæði
'yrir 2 bíla og svo enn eitt í inn-
seyrslunni.
Um leið og unnið er að gatna-
gerðinni, er og lagður rafmagns-
Sirengur og símastrengur, og graf
íð' fyrir Ijósastaurum, en það mun
vera einsdæmj við gatnagerð hér.
Ekki hefur enn verið geit ráð fyr-
tr neinum verzlunum á Flötum, en
þangað mun að líkindum koma
daglega kaupfélagsbíllinn í Hafn-
arfirði.
Einbýlishúsin eru öll sitt með
hverju sniði, að öðru leyti en því,
að' þau eru öll á einni hæð. Bygg-
ingarnefnd samþykkti teikningarn
ar, sem gerðar voru af ýmsum arki
tektum.
Blaðið tekk þessar upplýsingar
hjá Sveini Torfa Sveinssyni, verk-
fræðingi Garðahrepps, og Ólafi
Einarssyni, sveitarstjóra.
HAFNARSTÆÐI
Framhald af 1. síðu.
siíkum rannsóknum hefur ekki ver
ið unnið kerfisbundi til þessa. —
Verða m. a. teknar myndir bæði úr
lofti og á landi, og verður flogið
austur nú fljótlega í því skyni. Þá
verður einnig unnið að straummæl-
ingum og endurteknar dýptarmæl
ingar, sem gerðar voru fyrir fáum
arum.
Prófessor Trausti kvaðst ekki
geta sagt neitt um möguleika á
hafnargerð á þessu stlgi málsins,
rnda væru rannsóknir enn þá svo
skammt á veg komnar, en prófess-
ci Brun hefði það verkefni til
sérstakrar athugunar, hvort finna
rnætti stað á ströndinni, þar sem
baráttan við sandburðinn yrði
ekki um megn. Ljóst væri, að
a einhvern hátt yrði ag losna við
‘andburðinn til þess að unnt yrði
að gera höfn í Dyrhólaey, en ekk-
ert væri hægt að' segja um, hvern-
ig það' yrði gert.
* NTB-Soestdijk, 5. júlí
Júliana Hollandsdrottning liefur
beðíið Jan de Quay, ráðherra fyrri
Stjórnar að reyna myndun nýrrar
Jjórnar og hefur ráðherrann beð-
ið um umhugsunarfrest.
*> NTB-Washington, 5. júlí
Bandaríkin, Stóra-Bretland og
I'fakkland Iiafa sent Sovétríkjun-
um mótmæiaorðsendingu, vegna
aðgerða austur-þýzku yfirvaldanna
i Beriín 21 júní s.l., er þau létu
afgirða nýtt bannsvæði við múr-
inn.
Húsaviðgerðir
&.
gler ísetningar
Húseigendur i borg, bæ og
sveit, lár.fg okkur annast við-
gerðir 02 viðhald á fasteignum
yðar.
Einnik tökum við að okkui
ræktun tóða. girðingar og skyld
störf. Ei þei þurfið á AÐSTOÐ
að halda þá hringið i
„AÐSTOÐ" Siminn er 3-81-94
AÐSTOÐ
70 M
Framhald af 1. síðu.
að með, að það taki um hálfan
mánuð. Þar með ættu nágrann-
ar verksmiðjunnar að losna við
lyktina frá henni, sem mlkið hef
ur verið kvartað yfir. — Stiginn
upp turninn er mikið verkfæri
með þremur hvíldarpöllum á leið
inni, því ekki er á hvers manns
færi að hlaupa alla leið upp í
einnl lotu.
SAKFELLDIR
Framhald af bls. 3.
Breta, Profumo, og Ivanovs og
samskipti þeirra beggja við
sömu gleðikonuna, Keeler, sem
varð tfl að vekja grun brezku
öryggisþjónustuninar um, að
njósnir væru flæktiar í þetta
margslumgna mál.
Að lokum er svo mynd af
brezka blaðamanninum Harold
Philby, sem komst nýlega aft-
ur í heimsfréttirnar, er það
vitnaðist, að ha.nn byggi í Sovét
ríkjunum, en væri ekki dauð-
ur, eins og talið hafði verið,
eftir hvarf hans frá Líbanon í
vetur. Hann er gruniaður um
að hafa starfað fyrir Sovétrík-
in um árabil.
Ekkert nema bar-
lómur heyrist frá
sjómönnunum
FB-Reykjavík, 4. júlí.
— ÞAÐ er allt svo steindautt,
sem það getur verið, og þegar við
heyrum í skipunum er það ekkert
nema barlómur, sagði Síldarieitin
á Raufarhöfn í kvöld. Þá hafði að-
eins heyrzt um eitt skip á norður-
svæðinu, sem fengið hafði 150
tunnur, en nokkur sikip höfðu feng
ið afla á Reyðarfjarðardýpi. Salt-
að hafði verið í 27.221 og hálfa
tunnu á 11 stöðum.
Fréttaritari blaðsins á Siglufirði
sagði, að lítið væri um að vera
vestan Langaness. Sjómenn segðu
að sjórinn væri of kaldur, en hann
er 5—6 stiga heitur, en þyrfti að
vera 7—8 stig. Átuflekkir hafa
sézt vestur á Húnaflóa og á Kol-
beinseyjarsvæðinu bætti hann við.
Á Norðfjarðar- og Reyðarfjarð-
ardýpi fengu 36 skip 20.300 mál og
tunnur í nótt ekki nema 28 mílur
frá landi. Á Seyðisfirði var allt
í fullum gangi og fjórar söltunar-
stöðvar höfðu tekið til starfa í dag.
Sjómenn láta vel af síldinni, og
segja hana fara batnandi.
Saltað hefur verið som hér segir
á eftirtöldum stöðum:
Siglufirði í 72231/2 tunnu. Rauf-
arhöfn 12.251. Ólafsfirði 1269y2.
Dalví'k 976V2. Hrísey 457. Húsavík
1519. Þórsíhöfn 186. Vopnafirði
304. Seyðisfirði 1034. Neskaupstað
1863. Reyðarfirði 138.
ÍSLENZK-ÞÝZ ORÐABÓK
Framhaid at 16. síðu.
bækur eru lagðar til grundvallar
i'C sömuleiðis nýyrðasöfn, en
Sveinn hefur sjálfur gert eitt hefti
af fjórum í íslenzku nýyrðasafn-
inu. Stúdentainir munu að öllum
likindum safna 8—9 þúsund orð-
um í sumar, en síðan verður
Sveinn að fara yfir þau og kasta
burtu og gera ýmsar nauðsynlegar
breytingar, og bæta enn við nokkr-
um þúsundum orða. Allar venju-
íegar málfræðiskýringar verða í
uókinni og orðatiltæki þar sem
peirra er þörf.
Handritið að bókinni á að vera
Uibúið næsta vor, en hún mun síð-
an koma út einhverntíman á ár-
inu 1965, því prentunin tekur um
eitt ár. VEB Verlag Enzyklopadie
í Leipzig annast um útgáfu bókar-
mnar og er hún í orðabókaflokki,
sem forlagið gefur út. Bækurnar í
þessum flokki telja yfirleitt 12 þús
und orð eða þar um bil, og hafa
þegar komið út m. a. þýzk-ung-
versk orðabók, þýzk-rússnesk,
’ ússnesk-þýzk, ensk-þýzk og
sænsk-þýzk.
Aðeins em íslenzk-þýzk orðabók
liefur komið út hér á landi, er hún
eítir Ólaf Óskarsson, og voru í
henni tæp 6000 orð, en sú bók er
nú uppseld.
Dr. Sveinn Bergsveinsson er
xomin hingað til lands, og mun
/inna að rannsóknarstörfum í ís-
ienzkri málfræð'i í sumar.
Kaupfélagsstjóri
KRON
INGÓLFUR ÓLAFSSON var í vik-
unni ráðínn kaupfélagsstjóri Kron.
Hann er 35 ára gamall og eru for-
eldrar hans Þórunn Magnúsdótttr
og Ólafur Daníelsson bóndi a®
Hurðarbaki á Hvalfjaröarstirönd.
Ingólfur er Samvinnuskólageng-
inn og hefur verið skrifstofustjóri
í Kron frá 1955.
UKID FIJNDIÐ
FB-Reykjavík, 5. júlí.
í gær fannst lík Þóris Gestsson-
ar, sem drukknaði aðfaranótt 15.
júní á Suðureyri við Súgandafjörð.
Þórir hafði farið út á fleka um
kvöldið, en annar maður, Sigurð-
ur Guðmundsson, reyndi að koma
Þóri til hjálpar, en tókst. ekki. Sig
urði var bjargað í land, og tókst
með lífgunartilraunum að fá hann
til að anda, en stuttu síðar lézt
hann. Lík Þóris hefur verið flutt
til ísafjarðar, þar sem hann verð-
ur jarðsettur.
MINNISVARÐI
Á síðast liðnu ári voru liðin 100
ár frá fæðingu sr. Sigtryggs Guð-
laugssonar, stofnanda Núpsskóla.
Af því tilefni hafa nokkrir nem-
endur hans haft forgöngu um, að
reistur verði í gróðurreitnum
Skrúð á Núpi minnisvarði um hann
og konu hans, frú Hjaltlínu Guð-
jónsdóttur. Minnisvarðinn verður
afhjúpaður við hátíðlega athöfn
sunnudaginn 4. ágúst n. k.
Með því að gera má ráð fyrir,
að nemendur Núpsskóla, ungir
sem gamlir og aðrir nemendur
skólans fjölmenni þar við þetta
tækifæri, hefur verið ákveðið að
efna til sameiginlegrar ferðar
þangað vestur frá Reykjavík fyr-
ir þá, er þess kunna að óska, og
verður fargjaldi mjög i hóf stillt.
Er ráðgert að fara frá Reykjavík
bæði á föstudaginn 2. ágúst og
laugardaginn 3. ágúst, en suður
verður haldið á mánudag 5. ágúst
sem er frídagur verzlunarmanna.
Skólastjóri Núpsskóla héfur heitið
fyrirgreiðslu með mat og húsa-
skjól fyrir samkomugesti.
Þátttöku í förinni vestur þarf að
tilkynna fyrir 10. júlí Jóni I.
Bjarnasyni, Langholtsv. 131, sími
33406 eða í verzlunina Ciro, sími
19118, Kristjáni Brynjólfssyni,
Gnoðarvogi 48, sími 37374 og
Kristni Gíslasyni, Hofteigi 12,
sími 34456, og veita þeir nán.iri
upplýsingar.
Þökkum innilega auösýnda samúð við andlát og útför
SigurSar SigurSssonar
frá Vigur, fyrrvrandl sýslumanns.
Fyrir hönd aðsfandenda,
Stefanía Sigurðardóttir.
T í M I N N, laugardagurinn 6. júlí 1963. —
15