Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 8
Sigurður Ólason, lögfræðingur:
Nokkrar umræður og blaðaskrií
hafa orðið um eyðibýlið Baulár-
velli í Snæfellsnesfjallgarði, vegna
sérkennilegrar sögu þeirra, og dul-
arfullra atburða, sem þar eiga að
hafa skeð á liðinni öld. í leið-
inni hafa þær umræður m. a.
beinzt að því hver væri „réttar-
staða“ þessa býlis, ef svo má að
orði kveða, en einnig hún virð-
ist vera all umdeilanleg og óljós,
svo sem flest, er viðkemur þessu
dularfulla „draugabýli". Þá hefir
í því sambandi þótt leika nokkuð á
tveim tungum hver eru hin réttu
hreppainörk um þessar slóðir, milli
norð'an- og sunnanfjallshreppa.
Enda þótt það skipti reyndar
ekki beint máli aðra en hlutað-
eigandi bæi og byggðarlög, þykir
mér samt rétt að bæta við nokkr-
um athugasemdum hér í blaðinu,
sérstaklega í tilefni af grein Leifs
Jóhannessonar í vor, þar sem
henni var ætlað að hnekkja ýmsu
þvi, sem ég hafði haldið fram í
Lesbókargrein minni í vetur
(„Hvað gerðist á Baulárvöllum?“),
en svar þetta hefi ég dregið að
birta, þar sem greinarhöfundur L.
Jóhs. hefir verið erlendis undan-
farið, enda blöðin haft öðium
hnöppum að hneppa og mikilsverð-
ari málum að sinna siðustu vikur.
Allt um það vil ég ekki láta með
öllu hjá líða að svara greininni,
þótt seint sé. þar sem og, að mál
þetta er enn og jafnan allmjög á
dagskrá þar vestra, og reyndar
ekki ólíklegt, að senn kunni að
draga til nýira tíðinda.
Greinarhöfundur L. J. er búsett-
ur í Stykkishólmi, og dregur því
að vonum taum sinnar kirkju, sem
hann telur réttan og löglegan „eig-
anda“ Baulárvalla, sem enn séu
„sérstök og séimetin jörð“, og inn-
sn hreppamarka Helgafellssveitar.
Ekki skal dregið í efa, sem hann
segir, að hann sé „staðkunnugur“
á þessum slóðum. Þar fyrir þarf
hann ekki, eða þeir Hólmarar að
halda, að þeir sitji endilega inni
með allra veraldarinnar vizku um
þessa hluti; þar þekkja fleiri nokk
uð til, svo sem sunnanfjallsmenn
ýmsir, og sem sumir hafa m. a. s.
rannsakað þá gagngert. Kristján
Elíasson frá Elliða hefir t. d. graf-
,ð fram, úr opinberum söfnum hór,
íurðulega mikinn bunka af skjöl-
um og heimildargögnum varðandi
Baulárvelli og sögu þeirra. Bera
þau með sér meðal annars, að
miklar ýfingar hafa verið í byggð-
oilaginu út af býli þessu, frá fyrstu
tið, og margs konar kærur og
klögumál komið til kasta yfirvalda,
enda gefa gögn þessi allglögga
þverskurðarmynd af réttarfram-
kvæmd þeirra tíma, og grófri vald-
níðslu og yfirgangi höfðingjavalds-
ins í Stykkishólmi gagnvart al-
múga. í bréfi Sverresens sýslu-
manns í Mávahlíð til „det konge-
lige Rentkammer" í Khöfn seg-
ir t. d. frá margvíslegum erjum,
(„vidlöftige Disþute“), milli pró-
fastsins á Helgafelli og „en
Mængde Bönder i de nærmeste til-
stöende Böigder hvilke ansaae sig
forurettede med dette Provstens
Fcretagende“, nfl. að taka upp
nýbýli á Baulárvöllum, án nokk-
arra bóta fvrir landrán undan jörð-
unum. í skjalasafni Vesturamtsins
er getið fjölda klögumála út af
tandráni þessu, bæði frá „Gaard-
hrugere í Miklaholts Repp“, „Al-
muen i Stadarsveit“ og frá „hin-
um merkustu innbúum í Helga-
fellssveit“ o. s. frv. Enn eru
þó víða eyður 1 skjalaheimt þessa,
en stendur væntanlega til bóta,
sérstaklega ef könnuð yrðu í
Khöfn skjalasöfn stjórnardeildar
Vesturheimseyja, sem Baulárvell-
ir voru að vissu leyti í slagtogi
með, sjá tsk. 1776, en þar munu
kærumál þessi hafa lent að síð-
ustu. Væri vel, ef svo greindur
og gegn maður sem greinarhöfund
ur, L. J., vildi kynna sér heimild-
argögn þau um Baulárvelli, sem
tiitæk eru, áður en hann gengur
lengra fram fyrir skjöldu að verja
gömul rangindj prestsins á Helga-
felli, sem Sighvatur Borgfirðingur
kallar „annálaðan sviðing" í Presta
æfum sínum, og sem með tilstyrk
höfðingjavaldsins í Stykkishólmi
'ókst að gera þessa friðsælu fjalla-
byggð að ófriðar- og rangindabæli
um langa hríð, og sumpart allt
f’-am á þennan dag.
Annars verður ekki sagt, að
grein L. J. varpi neinu nýju ljósi
a þessi mál, þar kemur ekkert
fram, sem ekki var áður vitað,
eða fram haldið af ýmsum, né
neitt, sem tekið gæti af skarið
um óvissu þá og ágreining, sem
hér liggur í landi, og sjálfsagt
verður ekki til lykta leiddur úr
þessu nema með dómsúrskurði.
Því fer og fjarri, að greinin hnekki
að neinu leyti því, sem sagt var
í grein minni um „réttarstöðu“
þessa býlis. Eg mun nú, til yfir-
lits og glöggvunar, rekja það, sem
a milli ber og um er deilt, og setja
fiam sjónarmið (okkar) sunnan-
fjallsmanna hin helztu, enda þótt
enginn geti fullyrt hverjum augum
dómstólar kynnu að líta á þau, ef
aða þegar þar að kæmi:
1. Greinarhöfundur L. J. vill
balda því fram, að Baulárvellir
séu enn við lýði sem „sjálfstæð
jörð“, sem hann kallar svo, og
ótvíræð eign Stykkishólmskirkju,
samkv. tilgreindu „gjafabréfi".
Geng ég út frá, þótt það komi ekki
beint fram. að L. J. eigi við/Baul-
árvallajörð með hinum upphaflegu
landamerkjum skv. útmælingu
1823 og lögfestu 1847, en ekki ein-
ungis land það eða skika við vatn-
ið, sem bærinn stóð á, og sem nú
ber örnefnið Baulárvellir. En sá
skiki er ekki og hefir aldrei verið
sérstök jörð, heldur hluti af landi
,,nýbýlisins“. Hitt er sannanlegt,
að jörðin Baulárvellir er ekki leng
ur til, sem slík, heldur er land
hennar fyrir áratugum eða manns-
i'ldrum kominn undir jarðir þær
aftur, sem það hefir tilheyrt frá
alda öðli, beggja vegna fjallgarðs-
ins. Og hreppamörkin þannig raun
verulega komin í upprunalegt horf,
þótt ekki hafi enn verið gengið
fcrmlega frá þeirri leiðrétting.
2. Nýbýlið Baulárvellir var frá
upphafi til orðið fyrir yfirgang og
iögleysur gagnvart byggðamönn-
um, þar eð land er tekið af jörð-
unum án samþykkis bændanna, og
án nokkuira bóta, (þ. e. lækkunar
afgjalda). Er þetta reyndar stað-
fest í amtsúrskurði 26. marz 1859,
sbr. bréf sýslumanns, 8. febr. sama
ár. Þá voru það augljósir hrekkir
prófasts og yfirvalda, að gera um
boðsmanni jarðanna ekki aðvart,
og þarf vart í grafgötur að leita
um tilganginn. En samkvæmt ný-
býlatilskipuninni 1776 skal stofn-
un nýbýlis vera „ógild", ef fram
kemur, að „brúfcfið hafi verið
nokkurt undirferli o. s. frv.“, svo
áem augljóslega var gért hér.Virð-
ist riptun eða mótmæli af þessum
sökum hvorki háð tímatakmörk
unum né fyrningu. Kemur og hefð
varla til greina, eins og hér stóð á,
enda verður hefð aldrei unnin á
nelnu þvi, sem að ófrjálsu er tekið
eða í ónógri góðri trú. Allra sízt
gæti Stykkishólmskirkja byggt á
hefð í þessu sambandi, þar sem
ábúð á jörðinni er fyrir löngu
niður lögð, og land hennar partað
sundur í ýmsar áttir, og „afnot“
rirkjunnar alla tíð svo óljós, óveru
‘:eg og ósamfelld, að ekki kemur
til mála að þau hafi, út af fyrir sig,
getað skapað henni neinn rétt, til
úirýmingar fomum og löglegum
iétti aðliggjandi jarða. Verður
heldur ekki séð, að eigendur/ábú-
endur þeirra hafi nokkru sinni
firrt sig neinum slíkum rétti. Þeir
báiu strax fram mótmæli, eins og
fyrr er sagt, og þótt þeir hafi ekki
að því sinn; náð rétting þeirra
mála, má segja að þeir hafi gert
pað síðar. þar sem þeir nytjuðu
lönd þessi og fríðindi 'áfram, sem
áður og jafnan, og sama gildir um
ítök og upprekstrarrétt annarra
hreppsbúa úr neðra. Þeir hafa og
aldrei samþykkt „landamerki"
Baulárvallajarðar, og síðar beinlín-
is lýst merkjum í fullri andstöðu
við það, sem yfirVöldin höfðu upp-
haflega ákveðið þeirri jörð.
3. Þá er það „gjafabréf" Stykk-
ishólmskirkju fyrir Baulárvöllum.
Þar á byggir kirkjan allan rétt
sinn, og þykist báðum fótum í jötu
slanda. Greinarhöfundur L. J. læt-
ur í veðri váka, að mér muni ekki
hafa verið kunnugt um plagg þetta.
Það var mér nú reyndar; hins
vegar var mér ekki kunnugt um,
með hvaða heimildum bréf þetta
er út gefið. hvenær og hvernig
„gefandinn“ Egill Egilsen kaup-
maður, eða fyrirrennarar hans,
hafa orðið „eigendur" jarðarinn-
ar og lögfoimlegir ráðstöfunarað-
i’ar yfir landi hennar. E. t. v. vildi
L. J. svo vel gera og upplýsa
það. Nú ber þess að gæta að þar
sem nýbýlið Baulárvellir var byggt
út úr umboÖsjörðum (Stapaum-
boðs), og að presturinn á Helga-
felli fékk aðeins byggingarbréf en
ekki afsal, þá hafði hann vita-
SKuld alls enga heimild til þess
að selja jörðina, nema þá í mesta
lagi húsaræfla hennar, ef einhverj-
ir hafa verið uppi standandi. Hefir
jörðin þess vegna aldrei gengið
undan hlutaðeigandi jörðum, eða
orðið sjálfstæð einstaklings eign,
með neinum löglegum hætti. Þeg-
ar presturinn allt að einu lætur
sig hafa það, að „selja“ jörðina,
þá var þa'ð löglaust og reyndar
beint refsivert athæfi, enda þótt
yfirvöldin létu honum haldast það
uppi eins og fleira. Gat þessi verkn
aður því ekki skapað honum neinn
rétt, né síðari „kaupendum“ jarð-
arinnar, þ. á. m. heldur ekki Agli
Egilsen, jafnvel þótt ekki sé á-
stæða til að vefengja, að hann
Kunni að hafa verið í góðri trú.
Auk þess virðist þinglestur „gjafa-
bréfsins" ekki hafa verið lögum
samkvæmur. þar sem „gefanda“
skorti sjálfan þinglesna eignar-
heimild. Skapar því þinglesturinn
ut af fyrir sig bréfinu ekkert auk-
ið gildi. Greinarhöfundur L. J. seg
ir, að ekki verði séð, að þinglýs-
ingunni hafi verið mótmælt. Þar
er því til að svara, að fyrirsvars-
menn aðliggjandi jarða þinglýstu
skömmu á eftir merkjum fyrir
sinar jarðir alls ósamrýmanlegum
merkjum þeim fyrir Baulárvelli,
sem „gjafabréfið,, byggði á. Fól
það í sér svo greinileg mótmæli,
að ekki þurfti um að villast.
4. Samkvæmt því, sem nú var
sagt, virðist „gjafabréf" Stykkis-
hólmskirkju vera ógilt frá upphafi
og haldlaust á alla lund. En jafnvel
þótt kirkjan teldist hafa öðlazt ein
hvern rétt með bréfinu, þá er sá
,'éttur fyrir löngu niður fallinn,
fyrir brestandi forsendur bréfs-
ms sjálfs. Samkvæmt bréfinu er
það beint skilyrði, að kirkjan sjái
um, að Baulárvallajörð gangi ekki
undan henni, hvorki við sölu eða
á annan hált, og þá að sjálfsögðu
heldur ekki einstakir hlutar jarð-
afinnar, né gögn hennar eða gæði.
Keyndin hefir hins vegar orðið sú,
sbr. hér á eftir, að mikill eða reynd
ar meiri hlut' jarðarinnar, — mið-
rð við hína upphaflegu útmælingu,
— er þegar fyrir löngu undan
henni genginn, beinlínis, og að því
er virðist með vitund og fullu sam
þykki kirkjunnar. Eru forsend-
ui- „gjafannnar" þar með brostn-
ar, og sá réttur til handa Stykkis-
hólmskirkju, sem bréfinu var ætl-
að að veita, að fullu og öllu niður
fallinn.
5. Hér við bætist loks, að kirkj-
an hefir frá upphafi sýnt slíkt
tómlæti og aðgerðaleysi gagnvart
þessari „gjöf“ að helzt er svo að
sjá, sem hún hafi aldrei tekið
hana „alvarlega“ eða raunverulega
talið sig eiganda jarðarinnar. Enda
hefir hún ekki haldið uppi lögað-
i’d fyrir jörðina eins og henní bar
samkv. landamerkjalögunum 1882,
3. gr„ og alls engum landamerkj-
um lýst fyrir hana, þá né síðar.
yfirleitt liggur ekki fyrir hvort
fða hvernig kirkjan hefir innt af
hendi lögski1 af jörðinni, eð'a t. d.
íullnægt skyldum ábúðarlaga o.
s. frv. Vitað er, að sunnanfjalls-
menn hafa annazt fjallskil, smal-
anir og grenjavinnslu á Baulár-
völlum, en kirkjan engan þátt tek-
ið í slíku. Ekkert hefir kirkjan
haft við að athuga, þótt mikill
nluti Baulárvalla, samkv. „gjafa-
bréfinu", gengi undan henni, eins
og áður var sagt, engum athuga-
semdum eða mótmælum hreyft
gagnvart landamerkjalýsingum að
l’ggjandi jarða, er þær helguðu
sér (á ný) hin fornu lönd sín á
Baulárvöllum. Að vísu mun kirkj-
an hafa „leigt“ út einhverja veiði
og t. t. v. upprekstur hin síðari
ár, en varla verður eignarréttur
né heldur eignarhefð byggð á slíku
nema fleira komi til. Og jafnvel
þótt kirkjan vaeri þannig talin
hafa eignazt ítaksréttindi af þessu
tagi, þá hefir sóknarnefndin einnig
gloprað þeim úr hendi sér fyrir
vangeymslu, með því að lýsa
ekki, — til vonar og vara, — ítök-
um þessum, samkvæmt nýlegum
lögum um lausn ítakskvaða af
jrrðum.
Samkvæmt því, sem nú hefir ver
-ð rakið, sýnist það meir en vafa-
samt, að Stykkishólmskiikja eigi
nokkurt réttartilkall til Baulár-
valla; hafi hún nokkru sinni átt
slíkt tilkall er það fyrir löngu
íiður fallið og að engu orðið. Vilji
t. irkjan eða forráðamenn hennar
allt að einu halda því til streitu,
verða þeir að freista eignardóms-
og landamerkjaipáls, en það úr-
ræði virðist til þessa hafa vafizt
nokkuð fyrir þeim, og reyndar að
vrnum.
6. En nú mætti að síðustu spyrja:
Iíver er þá eigandi Baulárvalla,
og hvar eru hreppamörk Helgafells
sveitar og sunnanfjallshreppa?
Þessum spurningum er tiltölu-
lega auðsvarað. Hreppamörkin eru
x Oarnli T’aulorvaÍlab;:a?irm
1 ul íir ■val la vat n
: ‘. í Iraunnf j ar óorvat n
3 Vatnaá
4 í;traumf“ ^jar öar á
3 1 ia u 6s te í iialfokur
6 iDraufíafíilsá
•. . •. nroppamörk a.
^lierf.raös korti
Svar til Leifs Jóhannessonar
8
T f M I N N, laugardagurlnn 6. júlí 1963.