Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 13
í Ijóðabréfi til vestur-íslenzka skilctsins, Guttorms J. Guttormssonar, kvað Örn skáld Arnarson, á þessa leið: „Þú siglir úr Vesturvegi og vitjar þíns ættarlands með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans, því ísland var ætíð þitt draumland frá æsku í huga þér brennt. Nú rís það úr draumahafs djúpi. Og draumar og vaka er tvennt. Þótt draumar okkar hafi verið skirir og ætíð vakið undrun, er það okkur Vestur-íslendingum mjög ljóst, eftir nokkra vikna dvöl hér á íslandi, að draumar og vaka eru ekki hið sama. Nú höfum við litið náttúrufegurð íslands og séð í starfi allra, þær óskiljanlegu framfarir sem eiga sér stað hér í Reykjadk og víðar, og hefur hvort tveggja vakið undrun mikla, en það, sem meir en nokkuð annað hefur gripið okkur er fólkið — hin ís- lenzka þjóð. Nú vitum við að hinir ágætu íslendingar, sem hafa komið til. okkar í Vesturheim, eru ekki undantekningar, heldur erindrekar, sem spegla þjóðina eins og hún er. Nú hafa draumar og vaka sameinazt og það er myndin, sem við tökum til baka í hjörtum okkar og hún er ógleym- anleg. Valdimar Líndal REIKNINGAR R-VÍKUR Framhald af 7. síðu. legar, þegar haft er íÉ huga hið óhæfilega langa togaraverkfall og vinnustöðvun í fyrravor og fram á sumar. Enda fæst þessi jákvæða útkoma með því að færa til t'ekna s. 1. árs greiðslu frá Aflatryggingarsjóði fyrir ár- in 1960 og 1961. Nemur sú fjár- hæð á 13. mill'j. eða heldur meiri upphæð en Bæjarútgerðin yer til afskrifta á eignum sínum s. 1. ár. Ástæða er til að festa sér í minni, að Ingólfur Arnarson skilar mestum hagnaði (1.792 þús.), en Hallveig Fróðadóttir mestu tapi ' (2.573 þús.). Mun þar valda síldarævintýri, sem hún var látin taka þátt í, — í stað þess að sækja á sömu mið og Ingólfur Arnarson. Það virðist ekki fylgja því mikil farsæld, að vera að skilja þau að! Það er einnig' rétt að minnast þess, að 1961 var Ingólfur Arn- arson eini bæjartogarinn, sem skilaði arði, þ. e. kr. 1.390 þús. Og þá var rekstrarafkoma Hall- veigar næst bezt. Heildartekjur togaranna átta virðast hafa numið rúmlega 85 milljónum. Og rekstrarafkoma þeirra er raunar bytri -en flestir þorðu að vona. Og verður vænt- anlega batnandi á þssu ári. Sorpeyðingarsfötnn í fjárhagsáætlun fyrir 1962 var halli á sorpeyðingarstöðinni áætlaður 1.400 þúsund, en hann reyndist 2.074 þús. eða kr.674 þús. umfram áætlun. Það hallar árvisst á ógæfuhlið hjá þessum borgarrekstri meiri hlutans. — Vaxandi rekstrarhalli með hverju nýju ári. Á s. I. ári 674 þús. meiri en Sjálfstæðis- menn sjálfir áætluðu að hann gæti mestur orðið! Stofnkostnaður sorpeyðingar- stöðvarinnar er orðinn á 12. milljón, en framleiðsla hennar t;I áburðar bæði lítil og vond. Seldur skarni 1962 var ' fyrir rúmlega hálfa millj. og sú sala endaði með hálfgerðri skelfngu, því að snemma á þessu ári neyddist lögreglustjóri og heil- brigðisnefnd til að stöðva allan flutning í borgina á þessum óþverra, eftir að fram hafði kom ið mjög alvarleg kæra yfir verkn aðinum. En nú er aftur tekið til að flytja skarnann með fýlunni inn í borgina í óþökk mikils meiri hluta borgarbúa og í berhöggi við heilbrigðis- og lögreglusam- þykkt borgarinnar. Ekki verður séð annað en að bráðlega verði að breyta til um sorpeyðingu fyrir Reykjavík og taka upp fuilkomnari aðferð, það er að brenna sorpið upp við mikinn hita. Nokkrar fölur til umhugsunar Ég mun þessu næst drepa lauslega á nokkur atriði í reikn- ingunum, sem eru athyglisverð, sum l'ofsverð, — önnur ekki. ★ Til gatna og holræsagerðar var samþ. að verja rúmlega 55 millj., en greitt tæpar 55 millj. — En tekjur borgar- innar fóru 13,8 millj. fram úr áætlun, og því öllu varið til framkvæmda, segir Mbl. En ekkert af því fór til gatna gerðar! ★ Grjótnám, malbik og pípu- gerð: áætlað kr. 10.8 millj,, en greitt 16,5 millj. — Um- fram áætlun 5,7 millj., og er það svolítil ónákvæmni. M. ö. o. 50% skekkja! Á þessum rekstri hefur orðið 1,4 millj. halli. •k Stöðumælar gefa í brúttó- tekjur 1.870 þús., þar af rekstrarafgangur 524 þús. — og eru þeir stórum betri mjólkurkú, heldur en sorp- eyðingarstöðin! ★ Til alinannavarna var áætláð 750 þús., en aðeins greitt 81 þús. - Virðist meirihlutinn þannig hafa staðfest með verkum sínum álit þeirra manna, sem litla trú hafa á hinum svonefndu almanna- vörnum. k Sorphreinsunin kostar rúmar 10 millj., auk tapsins á sorp- eyðingarstöðinni og gatna- hreinsunin — tæpar 8 millj. Þessar háu tölur vekja menn til umhugsunar um, hvort alls staðar sé gætt fyllstu hagsýni. •k Húsatryggingiar Reykjavíkur virðast'hafa hagnazt s. 1. ár um 3,7 millj. og eiga í árslok hreina eign 26,2 millj., sem þær hafa lánað Hitaveitunni 15 millj. og borgarsjóði af- ganginn. k Strætisvagnar Reykjavíkur eru með rekstrartap, kr. 1,630 þús., eftir að hafa afskrifað eignir sínar um 2.130 þús. En fargjöld með strætisvögn unum voru stórhækkuð í árs lok 1962, svo að afkoma þeirra er vafalaust góð á þessu ári. k Ráðhússjóður. Greiddar hafa verið um 400 þús. á árinu til undirbúnings ráðhúsbyggingu og keypt málverk í hana fyr- ir 15 þús. — Nú er búið að verja rúml. 3 millj. til undir- búnings byggingunni og til listaverkakaupa í hana. — Hann stendur lengi þessi und irbúningur og reynist bæði erfiður og dýr! k Faxaverksmiðjan eða S.f. Faxi er eins konar huldumaður í þessari stóru bók — eða huldukona. Það finnst ekki greinargerð um fjárreiður hans eða rekstur. Þó sést á bls. 175, að Faxi skuldar Framkvæmdasjóð Reykjavík- ur tæpar 6 millj. og er skuld- in talin 2 millj. minni en í fyrra. Gott er ef framhald vérður á þeirri braut, að Faxi greiði skuldir. — En Faxi kemur meira við sögu. Á rekstrarreikningi Fram- kvæmdasjóðs eru vaxtatekj- ur frá Faxa 348 þús. En gjaldamegin á sama reikn- ingi hallar heldur undan fæti, þar er 1. liður: Halli borgarsjóðs af rekstrar halla Faxa s.f. 1960 og 1961 kr. 2.532 þús. Myndi ekki tímabært að gefa greinagóða skýrslu um allar fjárreiður Faxa s.f., og jafn- framt hugsanlega möguleika fyrir borgina að losna úr Faxa-ævintýrinu? BAULÁRVELLIR Framnair u 9 siðu ) grenjavinnslu þar af öll tvímælí, svo sem nánar verður rakið. 7. Nú kynni hins vegar að þykja nokkur vafi á leika hvað land það eða landskika snertir, sunnan vatnsins, sem á sínum tíma var lagt undir .,nýbýlið“ á Baulárvöllum, en sem hvorki kirkjan hefir lýst landamerkjum fyrir, né heldur bændur jarðanna sunnan íjalls. Reyndar hafa þeir heldur ekki viðurkennt nein sameiginleg .andamerki við Baulárvallajörð, né ytirleitt tilvist neins sérstaks býlis um þær slóðir, enda telja þeir lönd bessi hluta af sínum jörðum, nú og frá ómunatíð, þau hafi verið ólöglega undan þeim tekin, og ný- býlisstofnunin síðan farið út um þúfur, og allt því fallið í fyrra iiorf. Norðanjarðir gera engar kröfur til þessa lands. Áður eru í grein þessari færð rok að því, að Sth.-kirkja eigi ekki (lengur) r.einn rétt til þessara landsvæða, hvorki til eignar eða ítaks. En jafnvel þótt henni tækist að sanna hefð á landinu, myndu suðurjarð- irnar allt að einu halda afnotarétti, ril upprekstrar og veiði, og um hreppamörKin myndi það engu breyta; þar skéra fjallskilareglu- gerðir út til fullrar hlítar. Samkvæmt fjallskilareglugerð sýslunnar, m. 100/1916 (o. fl.), samþykktri af sýslunefnd, þ. á. m. fulltrúum Helgafellinga og Hólm- ara staðfestri af ráðherra íslands, og auglýstri í Stjórnartíðindum ann rst hreppsbúar smalarnir þangað, sem fjallgarðurinn „er hæstur, eins og vötnum hallar, eða þar sem hieppalönd ná saman“ (16. gr.). Jafnframt segir að Staðasveitingar og á móti Miklhreppingum að Urðarmúla, (þ. e. Draugagilsá). Þaðan leita Miklhreppingar síðan austur með vatni, (og norður), o. s. frv. Tekur þetta af tvímæli um, ag hreppamörk eru um Baulár- vallavatn, eins og fyrr er sagt. Því næst segir í sömu reglugerð, að hreppsnefnd annist „grenja- leitir og eyðing refa í hreppi sín- um“, (40. gr.), og að hver búandi skuli leita grenja „í landi ábýlis- jarðar sinnar", (41. gr., sbr. 42. gi.). Nú er það staðreynd, sem ekki tjáir í móti að mæla, að sunn anbændur hafa að öllu leyti ann- azt grenjaleitir og grenjavinnslu á Baulárvöllum, (sunnan vatns), þ. e. nánar tiltekið „í landi ábýl- isjarða sinna“ og „í hreppi sínum“, en Ilelgafellingar eða Sth.-kirkja þar hvergi nærri komið. Hefii þetta verið svo frá ómunatíð og alit fram á þennan dag, og aldrei sætt ágreiningi. Enda hafa sunn- anbændur eins og áður segir, nytj- að lönd þessi alla tíð, þ. á. m. veiði- skap, eftir því sem á hefir staðið og þuifa þótt. Eru hin tilvitnuðu reglugerðarákvæði staðfesting á þessu, og réttur jarðanna þar með tryggður og viðurkenndur lögform- ’ega til fullrar hlítar. Reykjavík, júní 1963 S.Ól. Iþróttir Framhald af 5. síðu. Laingstökk: m. Sigurður Friðriksson, Þ. 6,71 Ingvar Þorvaldsson, Þ. 6,62 Friðrik Friðbjörnsson, E 6,36 Vietor Guðlaugsson, E. 5,94 Þrístökk: Ingvar ÞorvaMsson, Þ. 14,09 Sigurður Friðriksson, Þ. 13,73 Friðrik Friðbjömsson, E. 13,14 Victor Guðlaugsson, E. 12,21 Hástökk: Sigurður Jónsson, Þ. 1,70 2.—3. Einar Benediktsson, E. 1,60 2.—3. Friðrilk Friðbjömsson E. 1,60 Tryggvi Valdimarsson, Þ. 1,55 Stangarstökk: Ófeigur Baldursson, Þ. 3,10 Sigurður Friðrikisson, Þ. 3,10 Auðunn Benediktsson, E, 2,80 Þóroddur JÓhannsson, E. 1,45 Kúluvarp: Guðmundur Hallgrímsson, Þ. 14,32 Þóroddur Jóhannsson, E. 13,52 Jón Ámi SigiMsson, Þ. 10,80 Sveinn Gunnlaugsson, E. 10,25 Kringlukast: Guðmundur Hallgríms®on, Þ. 38,95 Þóroddur Jóhannsson, E. 36,33 Jón Árni Sigfússon, Þ. 28,45 Ingimar Skjóldai, E. 26,96 Spiótkast: Jón Arni Sigfússon, Þ. 46,30 Sveinn Gunnlaugsson, E. 42,30 Arngrímur Geirsson, Þ. 41,90 Birgir Marinósson, E. 35,60 KONUR: 100 m. hlaup: sek. Herdís Halldórsdóttir, Þ. 13,5 2.—3. Lilja Sigoirðard., Þ. 13,7 2.—3. Þorgerður Guðim.d. E. 13,7 , Eygló Óladóttir, E. 14,0 1 4x100 m. boðhlaup: Sveit HSÞ. 57,3 Sveit UMSE 58,3 Hástökk: m. Sigrún Sæmundsdóttir, Þ. 1,47 Sóley Krlstjánsdóttir, E. 1,33 Lilja Sigurðardót'tir, Þ. 1,30 Arndís Sigurpálsdóttir, E. 1,20 Sigrún Sæmundsdóttir reyndi við nýtt íslandsimet, 1,51 m., en felldi mjög naumlega. Langstökk: m. Sigrún Sæmundsdóttir, Þ. 4,85 Þorgerður Guðmundsdóttir, E. 4,64 Þórdís Jónsdóttir, Þ. 4,60 Ragnheiður Þórðardóttir, E. 3,95 Kringlukast: Erla Óskarsdpttir, Þ. 28,15 Kristjana Jónsdóttir, Þ. 27,74 Ólöf Trygvadóttir, E. 23,71 Þorgerður Guðmundsd., E. 21,92 Kúluvarp: Erla Óskarsdóttir, Þ. 9,76 Helga Hallgríimisdóttir, Þ. 8,73 Sóley Kristjánsdóttir, E. 8,02 Þorgerður’ Guðmundsdóttir E. 7,10 Sýslumaður Árnessýslu. Ljósmæðraskóli Islands Námsárið hefst 1. október n.k. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára ug ekki eldri en 30 ára. Heilsuhraustir, heilbrigðisástand verður nánar at- hugað í Landspítalanum. Konur, sem lokið hafa héraðsskólaprófi eða gagnfræðaprófi ganga fyrir öðrum. Eiginhandarumsókn sendist forstöðumanni skólans i Landspítalanum fyrir 31. júlí n.k. Um- sókninni fvlgi aldursvottorð, heilbrigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að loknu námi, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Landspítalanum, 5. júlí 1963 Pétur H. J. Jakobsson ATH.: Umsækjendur ljósmæðraskólans eru beðnir að skrifa á umsóknina greinilegt heimilisfang, og hver sé næsta símstöð við heimih þeirra. Lögregluþjónsstaöa á Selfossi er laus til umsóknar nú þegar eða frá 1. ágúst n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, má senda sýsluskrifstofunni á Selfossi. Umsækjandi þarf að hafa meira bifreiðastjórapróf. T f M I N N, laugardagurinn 6. júli 1963. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.