Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1963, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Skrif stjómarblaðanna um næstu kosningar Það er tæpur mánuður síðan kosningar fóru fram til Alþingis og því fjögur ár framundan til næstu kosninga, ef ekkert sérstakt kemur fyrir. Það ætti því að vera óþarft að fafa strax að ræða um næstu kosmngar. Þær hafa þó hvað eftir annað skotið upp kollinum i forustugreinum stjórnarblaðanna undanfarna daga. Þráðurinn í þessum skrifum stjórnarblaðanna hefur yfirleitt verið á þessa leið, eins og glóggt kom fram í forustugrein Vísis síðastliðinn miðvikudag: Það tókst að koma í veg fyrir, að Framsóknarflokkurmn fengi stöðvun- aivald á Alþingi í kosningunum í vor og vonandi tekst það líka næst! Þessi skrif stjórnarblaðanna lýsa tvennu. í fyrsta lagi því, að það eru völdin, sem forkólfar stjórnarflokkanna huga fyrst og fremst um. Þeir geta ekki hugsað til þess missa þau og eru því strax farnir að hafa áhyggjur vegna næstu kosninga! í öðru lagi sýna þessi skrif, að það er Framsóknarflokkurinn, sem þeir óttast. Þess vegna eru strax byrjaðar ráðagerðh’ um, hvernig bezt verði unnið gegn Framsóknarflokknum í kosning- um, sem eiga að fara fram eftir fjögur ár! Það er hins vegar rétt að segja strax, að þessi skrif stjórnarblaðanna og þessar fyrirætlanir stjórnarherr-' anna valda Framsóknarflokknum engum áhyggjum. Það, er svo oft, sem foringjar stjórnarflokkanna hafa þótzt vera búnir að fina djúphugsuð ráð til að koma Framsóknar- flokknum á hné. Tvívegis hefur kjördæmaskipuninni verið breytt í því skyni. Forustumenn flokksins hafa orðið fyrir furðulegustu árásum og ofsóknum. En allt hefui þetta verið unnið fyrir gýg. Framsóknarflokkurinn er sterkari í dag og hefur að baki sér meira kjörfylgi en nokkru sinni fyrr. Seinustu bæjarstjórna- og þingkosn ingar hafa sýnt, að hann er í örum vexti. Framsóknarflokkurinn lætur sér því í léttu rúmi liggja. þótt forkólfar stjórnarflokkanna þykist nú ætla að leggj- ast undir feld og finna djúphugsað ráð til að hamla gegn gengi hans. Þau vopn, sem þannig verða til, munu snpast í höndum þeirra eins og fyri. Framsóknarflokk- urinn mun á næstu misserum og árum helga sig því hlut- verki að halda uppi merki jákvæðrar stjórnarandstöðu Hann mun kappkosta að' standa öruggan vörð um hags- muni almennings inn á við og rétt þjóðarinnar út á við. Það, sem stjórnin gerir rétt mun hann viðurkenna — en hitt mun hann líka óragur gagnrýna. Framsóknarflokkurinnn mun svo óhræddur bíða þess dóms, er þetta starf hans kann að fá í næstu kosningum. Kjör iðnlærðra manna Samkvæmt hinu nýju reglum um laun opinberra starfsmanna, verður nú tekið meira tillit til menntunar og ábyrgðar en áður Þetta er gert til samræmis við það, sem annars staðar þekkist. Það er alveg í ósamræmi við þetta viðhorf; að ríkis- stjórnin beitir sér nú gegn því. að iðnlærðir menn fái þær kauphækkanir, sem ófaglærðir menn eru búnir að fá á þessu ári — þ. e. fyrst 5% hækkun og svo aftur 7V2% hækkun. Ríkisstjórnin segir, að bilið milli íðnlærðra manna og ófaglærðra eigi að minnka. Það vakir bersýnilega eitthvað annað fyrir henni en að auka iðnmenntun þjóðarinnar. Reikningar Reykjavíknr 1962 Ræða Björns Guðmundssonar borgarfulltrúa við 2. um- ræðu um reikninga Reykjavík urborgar 1962, en hún fór fram á borgarstjómarfundi í fyrradag. Heiðraði forseti! Reikningar Reykjavíkur 1962 og ýmissa stofnana, sem reknar eru á vegum borgarinnar, eru hér til umræðu. Enda þótt ástæða sé til að ræða þá, mun þó lítinn árangur bera, að tala langt mál, og mun ég l'eitast við að forðast málalengingar. Við Framsóknar- menn höfum ekki endurskoðanda úr okkar flokki og leiðir af því verri aðstaða. En meirihlutinn kýs að halda okkur til hliðar. Hann hefur valdið. Ekki stoðar að mögla, en það er verðugt svar, að auka fylgið og fjölga fulltrúum flokksins í borgar- stjórninni. Áður en ég ræði reikningana, skal vikið nokkrum orðum að Hækkun úfsvara Sjálfstæðismenn samþ. all- mikla hækkun útsvara, bæði í borgarráði og borgarstjórn 18. f. m. Daginn eftir auglýsti borg arstjóri, að skatta- og útsvars- skráin liggi frammi öllum gjald- endum til athugunar frá og með 20. júní. — Augljóst er af þess- um dagsetningum, að alllöngu áður en að borgarráð og borgar- stjórn fær málið til athugunar og afgrei.ðsl.u, hefur verið tek- in ákvörðun um að útsvörin skyldu hækka um ca. 30 mill’j. £rá því sem samþ. var við af- greiðslu fjárhagsáætlunar borg- arinnar fyrir s. 1. áramót. Eftir þessari leynilegu ákvörðun hef- ur síðan verið unnið að samn- ingu útsvarsskrárinnar og véla- vinnu allri, svo að allt er tilbú- ið til birtingar degi eftir sam- þykktina í borgarráði og borgar- stjórn, Meira að segja tilbúið að senda öllum gjal'dendum út- svars- og skattaseðla sína! Þessi vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Hér hefur borgar- stjórn verið sýnd óvirðing, sem ekki má láta ómótmælt. Borgar stjórn ein hefur vald til ákvarð- ana í þessu máli, en ekki starfs- menn borgarinnar utan funda Þessi vinnubrögð eiga því mið- ur lítið skylt við lýðræðisskipu- lag, — og er rík ástæða til að drepa við fæti og láta jafn grímu laust einræði aldrei endurtaka sig í stjórn höfuðborgarinnar. Reikningarnir 1962 Ársreikningar Reykjavikur- borgar og ýmissa stofnana henn- ar eru mikl'ir fyrirferðar Eru þeir prentaðir í stórri bók, sem er 344 bls. í stóru broti. Liggur þar mikið verk á bak við, enda hafa þar margar hendur að unn- ið. Vil ég hér sem einn fulltrúi minnihluta flokks færa borgar- starfsmönnum þakkir fyrir, að mörgu leyti glögg og greinargóð reikningsskil. — Hitt er jafn- ljðst, að einstök atriði geta ork- að tvímælis. Og vafalaust má ýmislegt betur fara og af meiri hagsýni fyrir hönd borgarinnar En heildarniðurstaða reikn inganna er hagstæð, enda að- staða stjórnenda Reykjavíkur góð. Möguleikar borgarinnar eru meiri en nokkurs annars bæjarfélags á landinu Hér er miðstöð þjóðarinnar um flesta hluti og fjárhagsmöguleikar mestir. Björn Guðinundsson. Eignaaukeiing 1962 Samkvæmt reikningunum jókst hrein eign Reykjavíkur- borgar um 96,7 milljónir króna s. 1. ár og er blað 'borgarstjórn- armeirihlutans laundrjúgt yfir En gullnáman, sem skapar þenn- an mikla gróða, eru vasar skiatt- þegnanna. — Rekstrarhagnaður hefur orðið á: 1. Vatnsveitu 3 millj 2. Hitaveitu 11 — 3. Rafmagnsveitu 12,5 — 4. Höfninni 10 — 5. Borgarsjóði ca. 60 — Þetta eru snotrar tölur og gott að eignast 96,5,mill’j. og margt hægt að framkvæma fyrir þær En ef við minnihlutamenn stæð um fyrir skattheimtunni, kynni að koma hljóð úr horni um skatt píningu! Ógreidd útsvör Samkvæmt reikningunum eru við áramótin ógreidd útsvör frá 1961 og eldri kr. 10.252 þús. 1962 — 34.415 — Samt. kr. 44.667 þús. Enn fremur aðstöðugj. — 8.609 — Alls. kr. 53.216 þús. í greinargerð með reikn. upp- lýsir borgarritari, að 15. maí s. 1. sé búið að innheimta af útsvör- um f.á. kr. 19 millj., en ekki er tekið fram, hvort í þeirri upp- hæð sé átt við aðstöðugjaldið einnig. En sé svo, hefur þann dag verið ógreitt rúmlega 34 millj. af þessum tekjum borgar- innar, sem hjá flestum áttu að vera að fullu greiddar fyrir ára- mót og í allra síðasta lagi fyrir 1 febrúar þ. á. Þetta er 15 millj. hærri upp- hæð en á sama tíma s. 1. ár. Ég efast ekki um. að starfs- menn borgarinnar leggi sig fram við innheimtuna. En ógreiddu útsvörin eru viðkvæmt mál, t. d. fyrir skilamennina, sem alltaf leggja sig fram um að borga hvern eyri, sem þeim er gert að greiða. Og verða í reynd inni að borga meira, ef vanskil verða á greiðslum frá öðrum. Þar sem það er eitt af megin undirstöðuatriðum reikninganna, að álögð útsvör, m. ö. o. rétt- mætar tekjur, innheimtist vel, leyfi ég mér hér í umræðunum, að endurtaka spurningu, sem ég bar fram fyrir ári síðan á þess- um sama stað og að sama tfl- efni: Er mikill hluti af þessum ógreiddu útsvörum hjá mönnum eða fyrirtækjum, sem hafa háar upphæðir í útsvar, eða er megin hluti upphæðarinnar hjá lág- tekjumönnum? Svar við þessari spurningu fékkst ekki í fyrra, en nú er þess vænzt, að það sé á reiðum höndum. Stjórn borgarinnar Hér skal ekki höfð uppi ádeila vegna kostnaðar við stjórn Reykjavíkur. En á eitt atriði, sem virðist smátt á pappírnum, skal þó minnzt. Er það kostn- aðurinn við borgarstjórnina. í fjárhagsáætlun var hann settur 130 þús., en samkv. reikn, eru greiddar 110 þús. Þarna sparast 20 þús. krónur! Aftur er kostnaður við borg- arráð nær fjórum sinnum meiri, eða 415 þús. og fer 65 þús. kr. fram úr áætlun! Tölurnar tala sínu máli. Kostn aður við borgarráð eykst og störfin þá væntanlega samhliða. En við borgarstjórn minnkar kostnaðurinn frá því sem áætl- að er og þá sennilega einnig störfin. Með sama áframhaldi ér hætta á, að áhrif borgarstjórnar þverri, enda þegar uppi raddir um að fækka fundum hennar. Þær raddir eru að visu lágvær- ar enn, sem betur fer Og ekki líkur til að þær fái nokkurn hljómgrunn innan borgarstjórn- arinnar En þrátt fyrir það, vil ég árétta það, sem ég sagði fyrir ári síðan, þegar rætt var um reikn. Reykjavikur 1961 og þá vafasömu braut, sem vitandi eða óvitandi er að þróast í hefð um áhrifaleysi borgarstjórnar sjálfr. ar, og m. a. lýsir sér I því, að henni eru búin sömu kjör og nefndum, sem hún kýs til að fjalla um eyistök málefni. En samkv lögum og reglum fer hún með yfirstjórn flestra eða allra borgarmálefna. Það er mikið starf og vandasamt, sem krefst mikillar árvekni og vinnu. Og borgarinnar er að búa stjórn- endum sínum aðstöðu til starfa, um leið og kjósendur krefjast af þeim ábyrgrar forustu um láusn fjölþættra vandamála borgar- innar á sviði menningar, atvinnu og verklegra framkvæmda. Bæjarúfgerðin Aðalrekstrarreikningur Bæjar útgerðarinnar greinir frá, að hagnaður hafi orðið á rekstrin- um árið 1962 um 392 þús. Eru það góðar fréttir og næsta ósenni Framhalo f 13 «f8u T í M I N N, Iaugardagurimi 6. júlí 1963. — z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.