Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 1
TVÖFALT
EINflNGRUNflH-
on. GLER
zUcire* reynsla
hérlendis
SÍMI 11400
EGGERT KRISTJANSSON aCO HF
176. tbl. — Miðvikudagur 21. ágúst 1963 — 47. árg.
FB-Reykjavík, 20. ágúst.
Seyðisfjorður er nú orð-
inn Ianghæsti söltunarstað-
urinn á landinu, og hefur
það ekki igerzt síðan um
aldamót, en þá var hann
aðaisíldveiðibærinn hérlend
is. Heildarsöltunin þar á
miðnætti s.l. var komin upp
í 75.613 tunnur.
Sunnudaginn 11. ágúst
var búið að salta í 72.586
% tunnu á Raufarhöfn, og
aðeins í 67.282% tunnu á
Siglufirði. Síðan hefur eng-
in síld borizt til þessara
staða, þannig að Seyðis-
fjörður ber höfuð og herðar
yfir síldarbæina norðan
lands.
Seyðisfjörður var eitt
sinn mikill síldarbær, og
virðist nú sem hann sé að
verða það aftur.
STORSPJOLL FRAMIN I
BOLUNGAVIKURHOFN
Krjúl-Bolungavík, 20. ágúst.
AÐFARANÓTT sunnudags-
ins voru framin stór spjöll hér
við höfnina. Aðkomumaður
frá Reykjavík, sem mun vera
vel kunnugur lögreglunni þar
í borg, og gefnar voru upp sak
ir í sambandi við Skálholtshá-
tíðina, kynnti sig heldur eftir-
minnilega lögreglunni hér á
staðnum þessa nótt.
Hann fór ag taka til hendi upp
úr miðnætlinu með því að færa
til bátana, sem lágu við hafnar-
garðinn. Síðan sótti hann lítinn
fjögurra manna bíl, sem stóð
nokkru fyrir ofan Hafnargötuna
og ýtti honum niður brimbrjótinn
og velti honum siðan inn fyrir og
í höfnina.
Skammt frá stóð slöngukerra
meg vatnsslöngum hafnarinnar, og
átti hún að fara sömu leið, en
lenti í bat, sem eitthvað hafði ver-
ig lauslega bundinn hjá honum, og
hafði borizt upp með brjótnum.
Urðu skemmdir bæði á vagninum
og bátnum sem hann lenti í. Á laug
ardaginn nafði verið lokið við
þann áfanga hafnarframkvæmd-
anna, sem áformað var að unninn
jTði í sumar, og hafði vinnuflokk-
ur gengið frá ýmsum áhöldumhafn
argerðarinnar, og þeirra er Hafn-
armál höfðu lánað hingað til verks
ins. Átti vitaskipið Árvakur að
koma og sækja þessi áhöld. Þar
á meðal var einn kassi með dæl-
um í, og vóg hann 480 kg., einn
kassi mcð víbrator, ein tunna full
sS skífum • og boltum. Allt þetta
hafnaði í höfninni ásamt fiski-
kerru, sem einnig var þarna á
brjótnum
Kafari var fenginn frá ísafirði
í gær til þess að ná þessu dóti upp
úr höfninni. nema bílnum, en hægt
hafði verif að slá á hann böndum
um nóttina, og hann hífður upp
með krana. Var mesta mildi, að
ckki hlutust af stórskemmdir á
bátum og dýrum vinnuvélum, sem
voru á brjótnum, því að pilturinn
gerði tilraun til þess ag koma stór-
um beltiskrana, sem einnig var
þarna, { gang, en tókst ekki. —
Átti kraninn að fara sömu leið,
hefði gangsetningin heppnazt.
Þá varð einnig bíll í eigu ís-
húsfélags Bolungavíkur, Ford
1960, sem stóð inni, fyrir heim-
sókn drengsins og var unnið að við
gerðum a bílnum í allan gærdag.
Málið ei- í rannsókn , og neitar
piltur öllum sakargiftum, en sit-
ur nú í gæzluvarðhaldi á ísafirði.
AFLI TOGARA ER
STÖÐUGT GÓÐUR
MB-Reykjavík, 20. ágúst.
Afli togaranna er enn góður, þótt
nokkuð hafi dreglð úr, frá því er
hann var sem beztur í júlí. Nú
eru siglinigar togaranna að hefjiast
og má því búast við að löndunum
fækkl mjög hér heima í blli.
Hallgrímur Guðmundsson, hjá
Togaraafgreiðslunni, skýrði blað-
inu svo frá í dag, að afU togaranna
væri enn góður, en nokkuð hefði
dregið úr, frá því hann var sem
beztur í júlí. í síðustu viku var
landað hér 1450 lestum úr togur-
unum. Mest var þetta karfi, og
aflinn fenginn á heimamiðum og
við Austur-Grænland.
Á sunnudaginn var svo landað
256 lestum úr Agli Skailagríms-
syni, og í dag lauk löndun úr Aski,
um 250 lestum. f kvöld lauk lönd-
un úr Hallveigu Fróðadóttur, sem
var með á þriðja hundrað lestir.
Hallgrímur skýrði svo frá, að
togararnir hefðu undanfarið marg-
ir verið að búa sig undir sölu-
ferðir, og myndi löndunum úr tog-
urum þvi fækka mjög hér á næst-
unni. Fyrsta salan mun verða á
morgun, en þá á Freyr að selja
afla sinn.
f gær var mikll fjara og þá opnast lelS út í Hólminn. Er Ijósmyndarl Timans átti leið út á Granda í gær, veltti hann því eftirtekt, að fjórlr
menn voru út í Hólmi, en grandinn I land kominn í kaf á kafla. Hér var þó um fullorðna menn að ræða og komust þeir klakklaust I land. En
full ástæða er fyrir foreldra að brýna fyrir börnum að álpast ekki út í Hólminn, því þau gera sér ekki grein fyrir, hvenær svo fellur að, að
ófært verður.
KARINÆRRISOKKINK
SQKKHLADINNAF SILD
MB-Reykjavík, 20. ágúst.
LITLU munaði í fyrrinótt, að
aflahæsta skipið á sfldveiðunum
hér sunnanlands, Kári VE 47,
sykki, er þa? var á leig til Kefla-
vfkur með sfldarfarm. Áhöfnin
hafði þegar sett út báða gúmbjörg
unarbátana og látið þá blásast út,
er skipið rétti slg við.
Blaðið hefur ekki náð tali af skips
mönnum, en samkvæmt upplýsing-
um frá kunnugum aðilum munu máls
atvik hafa verið þessi:
Kári var í fyrrinótt á leið til Kefla
víkur með síldarfarm. Lestar voru
fullar og talsverð síld á dekki.
Er skipið var statt nokkuð austan
Reykjaness, vildi það óhapp til, að
skilrúm á dekki bilaði og sfldin rann
ur fullum kassa aftur í tóman kassa
og þaðan út um lensport.
Við þecta hallaðist skiptð mjög á
hina hliðina og um leið kastaðist síld
in þangað. Til allrar hamingju kast
aðist síldin ekki til í lest skipsins,
enda mun lestin hafa verið troðfull,
eins og fyrr segir.
Ekki sendi Kári út hjálparbeiðni,
en áhöfnin setti út báða gúmbjörg
unarbátana og lét þá blásast út.
Ekki kom þó til þess að skipverjar
færu í bátana, því þeim tókst að
rétta skipið við, með því að hleypa
sfldinni út af dekkinu. Héldu þeir
svo siglingu sinni áfram til Kefla-
Framh á 15. síðu.
BÓ-Reykjavík, 20. ágúst.
Rannsóknarlögreglunni
haía borizt nokkrar kærur
fyri- hnupl úr forstofum og
er í einu tilfellinu um tals-
verða fjárupphæð að ræða.
Þar var gengig inn um ó-
læstar dyr og stolið án þess
að fokkur yrði þess var,
meðan fólk sýslaði í næstu
herbergjum. Annar sams
konar þjófnaður var kærð-
ur nýlega, en þar var um
litia fjárupphæg að ræða.
Þeir seir ganga í hús til að
hnupla á þennan hátt, munu
hata þann sið að spyrja eft-
ir einhverjum, ef þeir mæta
fólki. og segjast hafa farið
húsavillt, en nokkur ástæða
Framh. á 15. síðu.
J