Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 13
Þrjár vikur í þremur löndum Fi n at 9 siðu mannahafnarbúann, sem brá sér tH Jótlands í bíl sínum og hugS- ist ganga á Himmelbjerget. Þeg- ar hann var kominn á þær slóð- ir er hann hugði að fjallið ætti að gnæfa yfir sléttunum, sá hann það hvergi Á næsta benzínsölu- stað sté hann út og spurði af- greiðslumanninn hvar Himmel- bjerget væri. Hinn síðamefndi gretti sig illskulega og svaraði með fjórum orðum: Þér standið á því. Nú skulum við hoppa yfir til nyrzta odda Danmerkur, norður á Skaga, en staðnæmast þó stutta stund á þeim stað, þar sem naz- istar drápu skáldið og föðurlands vininn, Kaj Munk, í janúarmán- uði 1944 í nöktum skóginum 13 km. frá Silkeborg. Steinkross stendur þar við veginn, án ál'etr- unar, hennar er ekki þörf. Við drúptum höfði um stund og minntumst síðar £ bílnum æsku skáldsins í Opager á Lollandi, stúdentsáranna í Höfn, fullorð- insáranna í Vedersö á Jótlandi, en þó fyrst og síðast þess, að þar fór maður, sem þorði að lifa og deyja fyrir hugsjónir sín- ar. Við ókum í útjaðri Viborgar, drukkum kaffi í Álaborg, þar sem Pétur Þórarinsson og kona hans Ingibjörg Ingólfsdóttir komu aftur í hópinn, en þau höfðu tfarið þangað með lest tveimur dögum áður, þau fóru gegnum bæina Sæby og Frede- rikshavn áður en við náðum til Skaga. Skagabær telur tæpa tíu þúsund íbúa, sem lifa fyrst og fremst á fisfcveiðum og ferða- mönnum. Þar hafa ýmsir íista- menn dvalið langdvölum og gert garðinn frægan. Má þar til netfina íslendinginn og skáldið Jónas Guðlaugsson, sem andaðist þar árið 1916 og hvílir í kirkju- garði bæjarins. Jónas gaf út þrjár Ijóðabækur á íslenzku, en aðalverk hans voru samin á dönsku. Nyrzti oddi Skaga heitir Grenen, þar mætast höfin tvö, Skagerak og Kattegat, og þar í sandhólunum hvíla jarðneskar leifar annars skálds, sem hóf þó listaferil sinn sem málari, Hol- gers Drachmanns. Þegar við ók- um inn í bæinn námum við staðar við Drachmanns, sem er varðveitt óbreytt og til sýnis al- menningi. Síðustu kílómetrana að bænum flutti ég sérstakan Drach mannsþátt og var því ferðafólk- inu í fersku minni líf og saga listamannsins, sem það komst svo í nánari snertingu við er það gekk em híbýli hans. Fleiri lista menn hafa gert garðinn frægan en þeir tveir, sem hér hafa verið nefndir, t. d. dönsku málararnir Anna og Michael Ancher, sam- landi þeirra Kröyer, sænski mál- arinn Oscar Björk, norski mál- arinn Christian Krogh og danski málarinn Fritz Thaulow, en Drachmann og hinir tveir síð- astnefndu voru svil'ar. Sú systr- anna sem hann var giftur hét Soffi og var þriðja og síðasta kona hans. Það var hún sem fest' kaup á gömlu brauðgerðageymslu húsi nt> breytti í ibúðarhús og heimili þeirra hjóna. Eins og ég hef áður sagt, þá er aska skálds ins grafin í sandhólunum úti á Grene ,en hann hafði einmitt mörgum árum fyrir andlát sitt ort kvæði, þar sem hann lætur þá ósk i ljós. Kvæði hans nefn- ist Fra Havstokken: Her jeg jordes vii [ sandet, under havets Sben red, bölgens brusen vli mig holde vágen i al evighed. Við kvöddum Skaga og héld- um til Hirtshals, þar beið okkar bilferjan Skagen og flutti okk- ur til Kristiansand í Noregi. — Skagen er mikið skip, sem rúm- ar mörg hundruð farþega og tugi bifreiða. Ægði þar saman fólki af hinum óskyldustu þjóð- ernum. Eftir að komið var frá dönsku ströndinni gerðist sjór nokkuð úfinn og brátt færðist þögn yfir hinn háværa og mas- andi hóp Suður-Evrópubúa, sem mest hafði borið á í upphafi. ís- lendingarnir sýndu hins vegar sitt sanna víkingseðli, fóru flest- ir út á brúarvæng og sungu við raust frá strönd til strandar. Var það hinn áheyrilegasti kór, enda búinn að fá mikla samæfingu áður í ferðinni. Lét kórinn hvorki öldur né örlítið hvassviðri hefta sönginn, en færðist allur í auk- ana þegar verst lét. Mátti fyrst sjá undrun en síðar aðdáun i svip samferðamannanna erlendu, sem margir hverjir hafa alls ekki getað gert sér grein fyrir hvaðan úr veröldinni þetta söng- glaða fólk væri komið. Söng- stjórnina að þessu sinni hafði Einar Zöega með höndum, starfs maður á skrifstofum SÍS, mjög viðreistur maður og veraldarvan- ur. ' Elzti hluti Kristiansand var skipulagður af Kristjáni kon- ungi fjórða. Borgin stendur beggja vegna árinnar Otra og telur nær 30 þúsund ibúa. — Skammt utan borgarinnar er Var oddbrúin yfir Randösund. Hún er 650 metra löng og talin stærsta hengibrú í Norður-Evr- ópu. Við ókum yfir brúna, gegn- um Lillesand og áðum um stund að Nörholmen, heimili Knuts Hamsun, hins mikla skálds Norð- manna. Nörholmen stendur við litla vík, umgirtur fögrum trjá- gróðri, hinn fegursti staður. — Húsið er til sýnis almenningi, sömuleiðis vinnustofa og bóka- safn Hamsun, sem er í annarri byggingu í brekkunum upp af að alhúsinu. Þar sat Hamsun löng- um við skriftir og oft kom það fyrir á köldum vetrum, að hann gleymdi sér alveg, eldurinn dó i ofninum, kuldinn læddist inn í litla oókahúsið, en hinn innri eldur skáldsins brann glatt og þarna fæddust hin ódauðlegu listaverk. V,ið nutum leiðsagnar ekkju skáldsins, frú Maríu, og sonar þeirra, Erlings, sem nú rekur myndarlegt bú þar á jörð- inni. Þau hafa bæði ritað bækur um samskipti sín við skáldið og veruna á Nörholmen og nutum við frásagnargleði þeirra í rík- um mæli er þau rifjuðu upp minningar frá staðnum á liðn- um stundum. Hamsun lézt, svo sem kunnugt er árið 1952, og er grafinn í garðinum fyrir fram- an húsið. Nörholmen keypti hann 1918. í næsta nágrenni við Nörholm en er bærinn Grimstad, sem er lítill bær í gömlum stíi. Flest húsin eru úr timbri og göturnar brattar og mjóar. Bærinn hefur sloppið blessunarlega við elds- voða og geymir því margar merk ar minjar, m. a. svokallað Ibs- enshus, þar sem Henrik Ibsen á sínum tíma var í læri hjá Rei- mann apótekara. Húsið er varð- veitt með sömu ummerkjum og þegar Ibsen var þar, þar á með- al herbergi það er hann bjó í. í Grimstad skrifaði Ibsen leikrit ið „Catilina” árið 1849. Næsti áfangastaður var Aren- dal. Elzti bær á þessum slóðum, byggður fýrst á hólmum og nesj- um undir skógivöxnum, snar- bröttum brekkum. í fyrndinni voru siki i gatnastað í Arendal, en nú hafa þau verið fyllt upp. Á seglskipatímabilinu var veldi bæjarins mikið. Þaðan gengu þá fleiri verzlunarskip en frá allri Danmörku. Bærinn hefur stækk- að og sótt á brekkurnar og það er vel þess virði á kyrrlátu kveldi að rölta upp á efstu topp- ana og njóta þaðan útsýnis til hafsins. Skammt undan er stærsta eyja við suðurströndina, Tromöy, vaxin skógi og fögr- um gróðri með hvítum, sólheitum baðfjörum. Þangað fóru nokkrir úr hópnum í sjóbað, en aðrir leituðu til lítillar vífcar skammt frá bænum. Frá Arendal var haldið gegn- um bæina Porsgrunn og Skien til Kongsberg, bæjar í Busikerud- fylki er telur níu þúsund íbúa, en numið staðar um stund við Heddals stavkirkju, skammt frá bænum Notodden. Norðmenn eru svo rikir að hafa varðveitt Ieifar af kirkjum allt frá tímum Magn- úsar góða og Haraldar harðráða, en kirkjubyggingar hefjast fyrst af krafti í Noregi eftir að þeir Eysteinn og Sigurður Jórsalafari komu á tíundarlögunum. Þau mæltu svo fyrir, að menn sfcyldu láta af hendi tíunda hvern kálf, tíunda hvern fisk og tíunda hvert kornbundin. Þessu var svo öllu deilt í fjóra hluti. Fengu fátæfcir einn, prestar og biskup tvo og einn fór til kirkjubygg- inga. Þetta olli því að næstu tvær nldirnar voru byggðar Heiri kirkjur í Noregi en á nokkru öðru tímabili, og flestar sem varðveitzt hafa eru frá þeim tíma. Talið er að byggðar hafi verið um 900 til 1200 stavkirkjur í Noregi ,en nú eru aðeins 33 þeirra uppistandandi. Sú þeirra sem bezt hefur varðveitzt er Borg undarstavkirkjan í Lærdal, talin byggð um 1150, en Heddalskirkja er hin stærsta og er líklega hundrað árum yngri. Nafnið stav kirkja er dregið af því, að að- aluppistöðurnar, sem öll bygging- in hvílir á, nefnast stavir. Stav- kirkjur voru byggðar úr Malm- furu, sem er einstaklega ending- argott byggingarefni, en er í dag fremur sjaldgæf viðartegund þar í landi. Stavkirkjurnar eru hin mesta völundarsmíð, prýddar miklum útskurði hið innra sem ytra, sem segja sína sögu ef betur er að gáð. Þeir, sem verið hafa inni í stavkirkju, þegar stormur skell ur á, segja að fyrst í stað braki allt og bresti l’íkast því sem bygg ingin sé að hrynja. En svo smá hverfi brakið, byggingin sveigist mjúfclega með vindinum sem væri hún lifandi tré. Að síðustu heyrist ekkert hljóð frá kirkju- veggjunum, þótt stormurinn æði úti fyrir. Saga Kongsbergs var samofin sögu silfurnámanna, sem þar voru starfræktar í nokikrar aldir allt fram til 1956, er þeim var lok að. Námurnar eru sjö kílómetra frá hjarta bæjarins og árlega skoða þær þúsundir ferðamanna, sem fara með námalestinni 2300 metra inn í'fjallið, að Kóngsnámu 342 metrum undir yfirborði jarð ar. Dýpst er náman 1050 metrar, eða 450 metrum undir sjávar- máli, í bænum er að finna merki legt minjasafn um silfurvinnsl- una, Sölvverkmuseet. Milli Kongsbergs og Drammen er þriggja stundarfjórðunga afcst ur. Drammen telur rúmlega 30 þúsund íbúa og er fimmti bær Noregs að stærð. Yfir bænum gnæfir fallegt fjall og þaðan er hið bezta útsýni yfir dalinn og fjörðinn. Við fórum í bílnum al veg upp á topp, enda næsta auð- velt þar eð innan í því hefur verið grafinn bílvegur, með tveimur akreinum, sem vefur sig eins og gormur neðan frá fjalls- rótum og upp. í förinni var Kristín Sturlu- dóttir Jónssonar hreppstjóra á Suðureyri við Súgandafjörð, eig- inkona Guðbjörns en hann hef- ur komið hér áður við sögu. Við Kristín eigum skólasystur í Drammen, Sigríði Guðmundsdótt- ur Bernharðssonar ..bónda og kennara að ; Ástúni. á Ingjalds- sandi. Hún er gift ■: norskum manni sem er flugumferðarstjóri á Fornebuflugvelli. Við Kristín og Guðbjörn heimsóttum Sigríði og nutum þar ánægjulegrar stundar. Bað hún fyrir kveðjur heim til ættingja og vina og er mér kærkomið að flytja þær hér. Nú var haldið til norðurs, með fram Tyrifirði og Randsfirði að austan, gegnum þorpið Brandbu og lagt á heiðina millum Rands- fjarðar og stærsta vatns Noregs, Mjösa. Yfirborð þess er 366 fer- kílómetrar, lengd þess er 100 km og dýpst er það 443 metrar. Komum við að kveldi til Gjövik, hins hvíta bæjar við Mjösa, við ósa árinnar Hunnselva Þar í bæ er verksmiðja ein, hvers nafn margir íslendingar kannast við, önglaverksmiðjan O. Mustad og Sön. Þegar hér var komið sögu, var runninn upp laugardagurinn 20. júlí. Um kvöldið var efnt til sbemmtunar í salarkynnum gisti hússins, í tilefni þess að ferðin var senn á enda. Var þar margt til gamans gert og endað á spurningaþætti. Þannig var mál með vexti, að fyrr í ferðinni höfðum við Baldvin efnt til sams konar þáttar, spurt samferðafólk ið og sloppið því sjálfir. Hugðist það leita hefnda, skipaði nefnd manna er hafði það hlutverk að semja sem erfiðastar spurn- ingar. Var nefndin skip- uð fulltrúum allra landsfjórð- unga og raunar Miðhálendisins lífca, en það var Tryggvi Krist- insson frá I-Iafnarfirði ungur og dugmikill ferðagarpur héðan að heiman. Tryggvi er afkomandi hins mikla skíðafrömuðar L. H. Miiller. Aðra sem í nefndinni voru hefi ég áður nefnt í þess- ari frásögn nema Sæmund Egg- ertsson, starfsmann Áfengisverzl- unar ríkisins og föður Sveins áð- ur blaðamanns við Timann en nú blaðafulltrúa Flugfélags fslands. Um kvöldið vorum við Baldvin látnir svara þessum ósköpum. Var það tvísýn keppni og erfið, en svo fóru leikar að við sfcildum jafnir og undu báðir gtaðir því hlutskipti. Ég hef nú þegar nefnt svo stóran hluta samferðafólfcsins, en af algerri tilviljun þó, að mér þykir sæma að nefna það allt. Úr Reykjavík komu Jósep Jón- asson, trésmiður og kona hans Elísabet Kristjúnsdóttir, Sigur- björg Marelsdóttir, Sigrún Svein. sen, Ásdís Jónsdóttir ættuð frá Granastöðum í Kinn, Jóna Sig- urðardóttir, Hrafn Bachmann verzlunarmaður og unnusta hans Steinunn ÞórSardóttlr, Jóhannes Eiríksson, prentari, og kona hans Bergljót Eiríksdóttir, GuSrún Eilnarsdóttir, móðir mín Jóhanna G. B j arnadóttir og kona Baldvins Gróa Ásmundsdóttir. Frá Kefla- vík voru þau Tryggvi Bergsteins son, Arthúr Nielsen og kona hans Þóranna Guðlaugsdóttir og Sig- fús Elísson. — Frá Grindavík, Jóhannes Andrésson og norðan úr Húnavatnssýslu Birgir SigurSs* son, Hveravik. Næsta dag var ekið eftir vestri bökkum Mjösa til Eiðs- valla. Út á vatninu eygðum við í fjarska hinn aldargamla Sfcíð- blanir, sem alla sína tíð hefur haldið uppi ferðum á vatninu og flutti t.d. Bjömsterne Björnsson frá Eiðsvöllum til Lillehammer er hann var á leið..tÍl..Aulest3d.í : fyrsta skipti. Á Eiðsvelli ,var til forna þingstaður fyrir IJeiðmörk, Raumríki og Haðaland, hið elzta löggjafarþing Norðmanna. Þar var og hinn sögulegi fundur hald inn árið 1814 og síðan er staður- inn og byggingarnar þjóðarhelgi- dómur. Senn líður að sögulokum. Við dvöldum í Oslo í tvo daga og voru þeir notaðir til þess að skoða söfnin á Bygdö, Wigelands garðinn, Holmenkollen, Ráðhúsið og sitthvað fleira. Þriðjudags- morguninn 23. júlí stigum við um borð í flugvél, sem flutti okkur heim með stuttri viðkomu í Gautaborg. Bæði að heiman og heim voru samferða okfcur í flugvélinni piltar úr meistara- flokki Vals, hinir beztu félagar. Er við eygðum aftur fóstur- jörðina upp úr skýjakafinu fóru ýmsir strengir af stað í brjóstum manna, og sungnir voru ættjarð arsöngvar. Ég fékk leyfi flug- freyjunnar til þess að ávarpa hóp inn í liátalarakerfi vélarinnar og þakkaði fyrir ágæta og eftir- minnilega samveru. Lét ég þess getið, sem ég vil gjarnan endur- taka hér, að þótt það sé nokkuð erfitt starf að vera fararstjóri, þá er þó erfiðast að kveðja góða ferðafélaga en um leið dásam- legt að fcoma heim. Örlygur Hálfdanarson. samband T í M I N N , miðvikudaginn 21. ágúst 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.