Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 3
NU VERÐUR ENDANLEGA GERT ÚT UM MÁL DICKS HELANDER NTB-Stokkhólmi, 20. ágúst. í dag hófust að nýju réttarhöld í hlnu umdeilda og fræga máli Dick Helanders, fyrrverandi bisk ups, sem dæmdur var frá kjóli og kalli árið 1954, sakaður um að hafa samið og dreift níðbréfum um kepptnaut sinn í biskupskosn ingunum f Strængnes árið 1952. — Eftir að dómur féil í máii blskupsins hefur hann æ síðan reynt að fá mál sitt tekið fyrir að nýju, enda haldið stöðugt fram sakieysi sínu. Það var ekki fyrr en fyrir tveim árum, að hæsti- réftur ákvað endurupptöku máls ins og í dag hófust fyrsfu réttar- höldin. Hel'ander, sem nú er 67 ára gamall og hefur verið sjúkur síðustu árin, var mjög alvarlegur á svip og áberandi taugaóstyrk- ur, er hann kom til réttarsalar- ins í dag, ásamt lögfræðingum sínum tveim), stundarfjórðungi áður, en réttur var settur. — Talið er, að nú verði endanlega gert út um þetta mál, en sökum þess hve umfamgsmlkið það er orðið, er ekki biiizt við, að dómur falli fyrr en eftir áramótin. Málsaðilar gerðu fyrst stutta grein fyrir málavöxtum og kröf- um sínum, en fljótlega lentu sak sóknari og verjandi bidcups í hár saman. Verjandinn spurði sak- sóknara, hvort hann áliti um- mælin I hinum umdeildu bréfum rétt eða ekki. Saksóknari svaraði því til, að það atriði hefði ekki verið rann- sakað, enda þyrfti það ekki rann sóknar við. Verjandinn benti hins vegar á, að hér væri einmitt um mjög mikilvægt atriði að ræða, því að á þessu byggðist það, hvort málsókn út af ærumeiðingum væri raunverulega tæk. Vildi verjandinn halda því fram, að ef svo reyndist, að ummælin í bréfunum væru rétt, ætti ákær- an á hendur Helander að falla niður. Er hór var komið, var gert mat- arhlé, en að því loknu hóf verj- mdinn hina raunverulegu varnar ræðu sína við þessa fyrstu um- lerð og að hennl loklnnl var rétt arhöldunum frestað. Á þessum fyrsta degi kom þvi fátt fram í málinu, sem ekfci var áður vitað, en málsaðilar fóru heldur ekki náið út í málavexti að svo komnu máli. Ekki kom neitt til kasta hins ákærða í dag, en verjandi lagði áherzlu á, að Helander neitaði að hafa skrifað hin umdeildu bréf og vissi ekfci, hver hefði gert það. Af ræðum beggja aðila kom í ljós, að þeir leggja mikið upp úr niðurstöðum hinna færustu sér- fræðinga, sem rannsakað hafa öll gögn, sem að haldi mættu koma til að hið sanna kæmi í Ijós. Milli 40 og 50 blaðamenn og ljós myndarar voru viðstaddir réttar- höldin í dag, þannig, að ekki var sæti fyrir nema 8—10 áheyrendur aðra. Réttur verður settur að nýju á fimmtudagsmorgun og mun verjandinn þá halda áfram ræðu sinni og gera nákvæma grein fyr ir atvikum öllum í sambandi við biskupskjörið £ Strængnes árið 1952. Allar líkur á falli norsku stjórnarinnar FIRÉTTIIR NTB—Jerúsalem, 20. ágúst. — Stjórn ísrael ákvað á sérstökum fundi í dag, að krefjast þess, að öryggisráð S.þ., yrði þegar I stað kallað saman til að ræða árásar- aðgerðir Sýrlendinga á fsrael. NTB-Belgrad, 20. ágúst. — Krust joff, kona hans og sonur, eru inú komin f opinbera heimsókrt til Júgóslavíu og var fagnað af ýms um fyrirmönnum, þar á meðal Tító forseta, við komuna í dag. NTB-Havana, 20. ágúst. — í yfir- lýsingu kúbönsku stjórnarinnar, sem birt var í dag segir, að flokk ur aindbyltingarsinna hefðu kom- ið sjóleiðis til Santa Lucia á norð urströnd Kúbu í gær, vopnaðir vélbyssum og handsprengjum og hefði hópurinin gert tilraun til að sprengja brennisteinsverksmiðju eina í loft upp. NTB-Washington, 20. ágúst. — Á blaðamannafundi í kvöid sagði Kennedy Bandaríkjaforseti, að miklar likur væru á, að hann myndi hitta Krustjoff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna og Mac millan forsætisráðherra Breta, við setningu aiisherjarþings S.þ. f næsta mánuði. NTB-Oslo, 20. ágúst. TELJA má nú öruggt, að norska stjórnin sé fallin, — í kvöld lýsti Finn Gustavsen, annar þingmanna sósíalistíska þjóðarflokksins því yfir, að hann myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni í hinu svonefnda Kings Bay máli. Stjórnin hefur 74 þing- menn á móti^74 þingmönnum borgaraflokkanna, en sósíalist íski þjóðarflokkurinn hefur 2 þingmcnn, sem þannig geta ráðið úrslitum málsins. Finn Gustavsen, sem var síðast- ur ræðumanna I Stórþinginu í kvöld, lýsti því -yfir, að hann teldi norsku stjórnina hafa brugðizt skyldum sínum við þingið í þessu máli, og m. a. þess vegna gæti hann nú ekki stutt hana. Víst má telja, að afstaða hins þing- manns sósíalistíska þjóðarflokks- Ins verði hin aama og Gustavsen Gustavsen Iýsti því ennfremur yfir, að hann te'ldi rétt að ný rík- isstjóm byggðist á þingmannaliði verkaniannaflokksins áfram. Ef það hefur nokkurn tíma verið á færi hinna fimm stjórnarand- stöðuflokka að fella stjórnina, þá geta þeir það nú, en það kemur daigur eftir þennan dag, sagði Ein- ar Gerhardsen, forsætisráðherra Framh. á 15. síðu. MESTA GJALDÞROTAMAL I SÖGU BELGÍU UPPVlST! NTB-Courtrai, Belgíu, 20. ág. MESTA gjaldþrot, sem nokkru sinni hefur orðig í Belg íu varð uppvíst í dag. — í ljós kom, að vefnaðarvörufyrirtæki í bænum Waeraghem, skammt frá Courtrai, átli i útistandandi skuldum sem svarar 330 millj- ónum íslenzkra króna. Skuldir þessar dreifðust á um 160 lánardrottna, bæði er- lendis og í Belgíu, og virðist forstjóri fyrirtækisins Pauwels, eiga lier einn sök að máli. Pauwels þessi var handtek- inn fyrir rúmum mánuði í Nice í Frakkiandi, þar sem hann bjó á einu dýrasta og glæsilegasta hóteli borgarinnar, ásamt franskri blómarós. Fianska lögreglan hefur enn ekki framselt hann, en búizt er við, að hún geri það einhvrn Framhald a 15. siðn. DREGIÐ FRÁ! MYNDIN hér til hliðar er tekin fyrir nokkrum dögum, er járntjaldinu svonefndia var svipt frá eitt augnablik til þess að lögreglumenn frá V-Berl- ín og Austur-Þýzkalandi gætu skipzt á farartækjum, sem not- uð hafa verið til flótta milli borigarhlutanna í Bertín. Til vinstri sést austur-þýzkur herbfll á beltum, sem a-þýzk. ur hermaður notaði til flótta frá Austur-Berlín fyrir skömmu. Hægra megin er hins vegar herflutningabíll frá vest ur-þýzka hemum, sem notaður var í sama tilgangi, en þá var það vestur-þýzkur vörður, sem flýði austur fyrir. Á myndinni sjást einnig her- menn beggja aðfla, sem fylgjast mejj bessum aðgerðum. TÍMINN, miðvikudaginn 21. ágúst 1963 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.