Tíminn - 21.08.1963, Page 9

Tíminn - 21.08.1963, Page 9
Vlr/nuhús Knud Hamsun að Nörholmen. legum kringumstœðum, þessar ferðir œtti því að auglýsa sér- stalkl’ega sem skemmti- og fræðslu ferðir. Ekki treysti ég mér til að telja allt það upp, sem til gamans var gert, né hitt sem að fróðleik snéri, en þar áttu all'ir sinn hlut í. Næsti áfangi var Kaupmanna höfn. Við fórum snemma að morgni frá Tranás, ókum vestur að Grannavatni við Vattem og meðfram því til Jönköping. Það munu flestir því sammála, að leiðin meðfram vatninu sé ein- hver hin fegursta í Svíþjóð. Frá Hálsingborg fór hópurinn og bíll- inn með ferju yfir Eyrarsund til Hálsingör. Til Hafnar náðum við um kvöldmatarreytið. Hótelið var 1 þægilegri hliðargötu út úr Vesterbrogade og skammt þaðan til ýmissa þeirra staða, sem ferðamenn fýsir mest að skoða. Hafnardagarnir urðu nær fimm og veitti eikkert af. í þeirri borg þarf landinn margt að skoða, sem vonlegt er, höfuð- borg íslands í 475 ár. Borgin og margar byggingar hennar eru samofnar íslenzkri sögu og margt nafnið kemur fram í hugann, þegar farið er um íslendingaslóð- ir; Jón Sigurðsson, Jónas Hall- grímsson, Baldvin Einarsson, Árni Magnússon, Eiríkur frá Brúnum og Jón IndlSafari og mætti svo lengi telja. Að frátal- inni sameiginlegri ferð um borg ina og annarri til Norður-Sjá- lands voru þessir dagar frjálsir til ráðstöfunar fyrir hvern og einn. Get ég því lftið sagt af á dögum Absalons biskups ná- lægt 1170, um sama leyti og Valdi mar konungur gaf honum bæinn Höfn, en sem kunnugt er laut Kaupmannahöfn yfirstjórn kirkj- unnar frá þeim tíma og allt fram á 15. öld. Hróarskeldudómkirkja er mjög fögur. Þar hafa danskir konungar verið lagðir til hinztu hvííu, allt frá Margréti drottn- ingu til Christians tíunda vorra íslendinga síðasta konungs. Alls eru 40 konunglegar grafir í kirkjunni þar af eru geymdir í hliðarkapellum 17 smyrlingar í kistum úr marmara og alabastri. Hátt. yfir Hróarskeldu gnæfir vatnsgevmir þeirra borgarbúa, 85 metra yfir sjávarmáli. Efst þar uppi er veitingahús, sem býður upp á útsýni langt út fyrir endi- mörk borgarinnar. Geymirinn stendur á átta súlum og á mill- um þeirra, á jörðu niðri, er komið f.vrir nýtízkulegri sund- höll. í stað þess að halda sikemmstu leið til Korseyrar, þaðan sem ferjan gengur yfir Stóra-Belti, fðrum við til bæjar í Ilolbæk- amti, sem Jyderup nefnist. — íbúar hans eru rúmlega tvö þús- und. Þar búa systurnar Vilborg og Margrét Gunnarsdætur Jóns- sonar frá Hallormsstað. Gunnar Jónsson er ættaður af Fljótsdals- héraði, en var fóstraður á Hall- ormsstað af Elísabet Sigurðar- dóttur, móður Guttorms skóg- fræðings á Hallormsstað o-g Sig- rúnar Blöndal fyrsta skólastjóra kvennaskólans þar og stofnanda ásamt manni hennar Benedíkt. ans í Reykjavfk. Gunnar hefur alla ævi verið frábær reglumað- ur, aldrei bragðað vín eða tó- bak. Hið mesta hraustmenni og vel búinn íþróttum. Kona Gunn- ars er Sólveig Guðmundsdóttir Kjerúlf frá Hafursá í Valla- hreppi, næsta bæ fyrir norðan Hallormsstað. Guðmundur faðir hennar var af hinni merku Kjer- úlfsætt, bróðir Þorvarðar iæknis á Ormsstöðum og Jóns á Hrafn- kelsstöðum, föður Metúsalems, eins merkasta bónda á Fljóts- dal'shéraði um langan aldur, sem enn er á lífi á niræðisaldri. Vilborg er gift dönskum manni, Paul Hansen að nafni. Hann er bryti og reka þau hjón- in hótel þar í bænum, stórt og myndarlegt. Margrét systir henn- ar er einnig gift dönskum manni þar í bæ, Preben Skovstad, bif- vélavirkja og málara að atvinnu. Þetta er mikið vinafólk Sig- urbjörns og Gunnþóru. Höfðu þær systur samband við okk- ur meðan dvalið var f Höfn og buðu öllum hópnum til hádegis- verðar. Er skemmst frá því að segja, að þarna var tekið á móti okkur af mikilli rausn og höfðingsskap. Undir borðum rifjaði Sigurbjörn upp gömui og ný kynni af þeim systrum og þeirra fólki og ég flutti þeim þakkir fyrir hið höfðinglega heimboð. Að máltíð lokinni var gengið niður að bökkum vatns- ins Skarridsö 02 notið þar veður- blíðunnar í skjóli hávaxins trjá- gróðursins. Áður en haldið var á brott frá Jyderup sýndi Vilborg þessi frávik, en nú vorum við komin yfir á Jótland. Við ókum í gegnum Vejle með útsýn til hins fagra fjarðar og námum Guðný býr á Akranesi og auk hennar var önnur kona það an í ferðinni. Heitir hún Mál- fríður Bjarnadóttir og er móðir þeim, þaðan á hver sína sögu. Frá Höfn var haldið mánu- dagsmorguninn 15. júli til Hró- arskeldu, hins forna konungs- seturs og greftrunarstaðar dönsku konungsfjölskyldunnar, og numið staðar til þess að skoða dómkirkjuna. Hinn fyrsti kristni konungur í Danmörku, Haral'dur Blátöno, byiggði kirkju í Hróars- keldu um 960. Sú var úr tré og stóð tæp bundrað ár. Talið er að bygging núverandi kirkju hefjist Gunnar fór ungur á Búnaðar- skólann á Eiðum og síðar á fleiri skóla hér heima og erlendis. Um S'keið var hann starfsmaður hins merka, danska Heiðafélags og naut þar mikils trúnaðar. Þá var hann hér heima um nokkurt skeið starfsmaður Búnaðarsam- bands Austurlands og síðar lög- regluþjónn á Siglufirði og Akur- eyri. Lengi var hann spítalaráðs- maður á Akureyri, en er nú stanfsmaður á afgneiðslu Tím- okkur nýtt félagsheimili, sem þau hjón höfðu byggt fyrir æsku bæjarins og gjörbreytt allri að- stöðu unga fólksins. Ekki þótti þeim Vilborgu og Margréti nægi- legt að kveðja okkur á bæjar- hlaðinu, heldur óku á undan okkur spölkorn út fyrir bæjar- mörkin, og þar voru þær kvaddar með söng og húrrahrópum. Mér er heimsóknin til Jyderup mjög minnisstæð og sendi þangað min- ar beztu kveðjur og þakkir, þyk- ist ég mega mæla fyrir munn alls hópsins er ég geri það. Siglingin yfir Stóra-Belti tók stuttan tíma. Frá Nyborg var haldið þvert yfir Fjón og ekið f útjaðri Óðinsvéa. Við vorum orðin nokkuð sein fyrir og gafst því ekki tími til að skoða hús H. C. Andersen þar í borg, og þótti mörgum súrt í broti. En á- fram var haldið, og brátt vorum við komin að brúnni yfir Litl'a Belti. Einn úr hópnum. Björn Þórðarson, verzlunarmaður hjá KEA, hafði farið þessa sömu leið fyrir 30 árum, en þá var engin brú á Beltinu og samgöngur all- ar hægari. Naut Björn þess að rifja upp minningar liðinna ára, tengdar þessum slóðum, meðan bifreiðin brunaði hratt til norð- urs i áttina til Silkiborgar. Mér finnst gaman að skjóta því hér inn, af þvi að Björn er starfs- maður samvinnuhreyfingarinnar. og mikill samvinnumaður, og þar sem ég áður minnzt á af- mæli nokkurra einstaklinga úr hópnum, að Björn er fæddur á stofndegi SÍS, hinn 20. febrúar 1902 og var fulltrúi KEA á fimm tugasta aðalfundi Sambandsins. sínum eigin fimmtugasta afmæl- isdegi. Ég vona að mér fyrirgefist hvergi staðar fyrr en við gisti- húsið í Silkeborg. Ein úr hópn- um, Slgríður Gisladóttlr, ekkja Matthíasar Ásgeirssonar, fyrrum sýsl'uskrifara og framkvæmda- stjóra á ísafirði, hafði yfirgefið hópiíin í Kaupmannahöfn og hald ið til Árósa til fundar við dóttur sína og tengdason, hinn kunna hjartalækni dr. Swane. Menn munu minnast þess hér heima, að í fyrra gerði hann mikla að gerð á íslenzkum manni og bjó hann út með rafhlöðu sem held ur hjarta hans gangandi. Með Sigríði héðan að heiman var önn ur dóttir hennar, Guðný, kona Garðars Finnssonar aflamanns á Akranesi. Þær komu um kvöldið til Silkiborgar færandi okkur fararstjórunum rósir úr garði Kungsgatan í Stokkhólmi. Við götuna eru tveir „skýjakljúfar" og sést annar þeirra, „Kungs- tornen". þeirra Swanehjóna og samein- uðust hópnum á ný. Mér finnst ég megi geta þess, að Sigríður á þriðja tengdasoninn, lands- kunnan mann, Hauk Kristjáns son yfirlækni slysavarðstofunnar í Reykjavík. Jóns Leóssonar og tengdamóðir Ríkharðs Jónssonar, en þeir eru báðir víðfrægir knattspyrnu- menn. Næsta dag fórum við ökuferð um nágrenni borgarinnar og „klifum” að sjálfsögðu Himmel- bjerget. Ég var einu sinni að stríða dönskum vinni mínum með þessari nafngift. Hann sagði mér þá, að nafnið væri hæðinni gefið sökum þess hve landslagið þar um kring væri himneskt, en ekki sökum þess að það væri svo hátt í augum þeirra Dananna. En hvað sem nafngiftinni liður, þá er það rétt að þar um slóðir er undurfagurt og sérstaklega mun sigling um vötnin frá Silkeborg til Himmelbjerget vera rómuð fyrir fegurð, El'zta gufuskip Dana heldur uppi sitöðugum ferðum þar á milli. Heitir það Hjejlen. Þótt hinn danski vinur minn vilji þýða nafnið svo sem ég hef áður greint, þá eru Dan- ir mjög montnir af „Bjarginu” og birti ég hér til gamans lýs- ingu af því úr ferðahandbók Politikens: „Himmelbjergegnen hörer til de allerskönneste í vort land. Bortset fra havet er her allt samlet, hvað dansk natur ejer af storhed og vildskab, blidhed og ynde. Himmelbjerget stiger stejlt op fra Julsö 02 til den 147 m. höje topp”. Danir eru þekktir fyrir það að geta gert góðlátlegt grín að sjálfum sér. Þarna uppi á Himm- elbjerget, áður en lagt er á síð- asta hjallann, selja þeir mönnum sex feta langa göngustafi til þess að beita í hinni erfiðu „fjall- göngu”. Þá er hún landfleyg i Danmörku skrýtlan um Kaup- Framhald á 13. sfðu. TÍMINN, miðvikudaglnn 21. ágúst 1963~ — 9 i I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.