Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 2
T MARCELLO MASTROIANNI og FEDERIOO FELLINI bera þarna saman bækur sínar, meSan hlé er gert á upptöku kvlkmyndarlnnar ,,81/2". JV2", MYNDIN, SEM VARÐ NR. 1 í MOSKVU Sú mynd, sem hlaut fyrstu verðiaunin á Alþjóðakvik- myndahátíðinni í Moskvu í ár, var „8 V2", síðasta kvik- mynd Federico Fellinis. Næstsíðssta mynd hans var „La Dolce Vita", sem naut mikilla vinsælda, og leikur mörgum vafalaust hugur á því, að vita, hvernig svar Fellinis, „8 V2" var við öll- um vinsældunum. Hér á eft- ir fara nokkrar hugleiðing- ar um myndina. Kvikmyndin „La Dolce Vita“, eða „Hið 1 júfa líf“, eins og hún nefnist á íslenzku, naut mjög mikilla vinsælda úti um allan heim. En hún fékk slæma gagn- rýni ' heimalandi sínu, þó að hún væri vinsæl hjá áhorfend- um .þpr sem leikstjórinn, Fede- rico Fellini, réðist í henni gegn úrkynjuti yfirstéttarinnar, aftur- haldinu meðal menntamanna, og hinu ljúfa lífi yfirleitt. Þag þarf ekki annað en að fletta upp i ítölskum blöðum frá þessu tíma- bili til að sjá, hve slæma gagn- rýni myncin hefur hlotið. Ástæð- an fyir vinsældum myndarinn- ar meða almennings var sú, að hún afhjúpaði sannleikann. Stunda.a eru það listamenn, sem segja sannleikann, en oftast er það fólkið sjálft, eins og t.d. aðalpersonurnar í Profumo- hneyksiinu, sem kemur upp um allt saman. Þessi kvikmynd var því nokk- urs konar ádeila, og að henni lokinni v&r Fellini í vanda stadd- ur. Hið ljúfa líf var stórmynd, sem nnuaðhvort mundi falla eða slá í gegn, og það síðara skeði með þeim afleiðingum, ag Fell- ini Jrlaut mikla auglýsingu. Hann fék'k fjölda tilboða og mikil pen- ingaráð, og það þarf sterka skap- gerð til að standa á móti sliku. En það er ekki einungis spurs- málið um það að neita, heldur einnig um það hvernig næsta kvikmynd á eftir verður. Fellini virðist strax hafa komið sér nið- ur á það Han ætlaði að gera kvikmynd um rithöfund, lögfræð- ing eða niálara, og persónan sjálf átti að vera veiklunduð, ringluð og festulaus. Maðurinn átti að komast í erfiðar aðstæður og flýja undan öllu saman í dag- draumum. Þetta var árig 1961 og Fellini hlýtur þá, að hafa litið á sjálfan sig í nokkuð tilfinninga- næmu ljósi. Kvikmyndahandritig var skrif- að af þremur rithöfundum, eftir að Fellini hafði sett saman frum drættina. Hlé var gert á upptök- unni á n.eðan Fellini stjórnaði þeim kaf’a úr „Boccacio 70“, sem Anita Ekberg leikur í, og eftir það, hatði afstaða hans til nýju myndarinnar breytzt svo, að handritið var látið taka allt aðra stefnu. Fellini lét söguna að þessu sinni fjalla um kvikmynda leikstjóra nokurn að nafni Guido Anselmi (leikinn af Marcelló Mastroianni), sem er að búa sig undir kvikmyndatöku. Fellini hefur sjálfur reynsluna í þeim efnum, en samt er myndin ekki nein sjálfsævilýsing eða slæm samvizka, sem afplánug er í myndum. Fellini segir sjálfur að myndin sé erfðaskrá sín. Það vill líka svo vel til, að álit lista- mannsins á sjálfum sér og vinnu sinni er oft það sama og fjöldi manns hefur á ýmsu smávægi- legu, sem fyrir þá kemur í lífinu. Árangurinn verður svo „sur- realistisk’ kvikmynd. Hinir upp- runalegu dagdraumar verða að sálrænum vandamálum hjá leik- stjóranum í myndinni ásamt ýms- um æskuminningum, og inn á milli sér maður í veruleikann sem gerir sínar brjálæðislegu kröfur Fellini hefur valið, að sýna leikstjóra sinn, þar sem hann er líkamlega veikbyggður, ilhrifa- gjarn og viðkvæmur fyrir öllum vandræðum. Anselmi dvelur á heilsuhæli rétt fyrir utan Róm til að safna kröftum og ganga frá öll um undirbúningsatriðum fyrir kvikmyndatökuna. Áður fá áhorf endur að sjá hann á dæmigerðan „surrealistiskan" hátt, þar sem hann er lokaður inni í bíl á ferju. Það er mjög sérkennilegt atriði, og er ekki mögulegt að skilja það, íyrr en maður þekkir allar aðstæður. Atriði þetta vekur mikla fc-rvitni, þegar í byrjun myndnrinnar. Á he’lsuhælinu fær leikstjór- inn ekki ‘ sína langþráðu ró. Þarna er að vísu falleg hjúkrun- unarkona, það, sem flesta menn dreymir um, en þarna er hún raunveruleg, og hún er fyrir leik- stjóranum og fer í taugarnar á honum. Rithöfundurinn, framleið andinn, lögfræðingurinn 0. fl., leggja þag einnig í vana sinn að heimsækja hann á hælið, og allt þetta fóik, sem er inni í kvik- myndagerðinni, hefur stáltaugar. Anselmi dvelur sem sagt á heilsu hælinu ,en hefur engan vinnu- frið. Þarna er strax komin mikil gagnrýni á ástandið í Ítalíu i dag. Það er verig að gagnrýna þá mörgu hluti, sem aldrei eru full- gerðir. Fellini kennir því um, að of margir séu í kring til að trufla. Kvikmyndaupptökurnar t.d. eru orðnar of félagslegar, miklar og stórar skreytingar eru byggð- ar á þsim tíma, þegar enn er ekki víst til hvers á ag nota þær. Sú skreyting, sem Anselmi ætl- ar að nota í mynd sinni, er eitt- hvert sambland af olíuturni og skýjakljúfi, og það er eins og þetta mannvirki ógni frelsi An- selmis. Þegar búið er ag byggja þetta, þá neyðist hann til að gera kvikmynd í kringum það. Og ekki bætir það úr skák, að kona hans er sífeilt að heimsækja hann í kvikmyndaverið, og í fylgd með henni er vinkona hennar, sem lít- ur mjög gáfulega og hörkulega " út. f rauninni er vinkonan samt nautheimrk. Eiginkonan gerist mjög vandlát og setur út á.flest- ar gerðir eiginmannsins, eh samt má hún sín einskis gagnvart ást- konunni, sem öðru hverju sést í kvikmyndaverinu. Með öðrum orðum þá þjáir kvenfólkið hann mikið, og ef ekki vill betur til, þá er alltaf kona til staðar til að angra hann. Myndin gefur greinilega í skyn, að hinar raunverulegu per- sónur hennar sé draumlyndar og eru ekki í samhandi við veru- leikann. Öðru hverju er hugur Anselmis leiddur til bernsku- áranna, einkum til foreldranna. Þegar listamaður lendir í ein- hverjum alvarlegum sálærnum vandræðum, er venjulega grip- ið til þeirrar skýringar, að ein- hver óheilbrigð atvik í æsku hans, hafi haft svona langvar- andi áhrif á hann. En sterkasta rökfærsla Fellinis í myndinni er sú, að Anselmi hefur lifað fyllilega eðlilega b&Tn^tiL Foreldrar hans hafa rtÁTI 'fn's og aðrir foreldrar, nieiía og minna gallaðir, og ein- hvern 1íma sem drengur varð hann vitni ag mjög ósiðsamleg- um dansi, sem feit tatarakerl- ing dansaði á baðströnd einni. Honum var þá refsað mjög mikið fyrir þetta, en í endurminning- unni er atvikið algjörlega eðli- legt. Bemskunni hefur því hvorki verið eytt í ömurlegri fá- tækt né hræðslu. Svo kemur að því, að taka á kvikmyrdina. Dag nokkurn stend ur Anselmi við olíuturninn og skýjakljúfinn ásamt hóp af blaða mönnum og ijósmyndurum, sem eiga að íylgjast með fyrsta upp- tökudeginum. En allt í einu skríður Anselmi undir borg og skýtur sig Myndin endar á því, að Anselmi er orðinn lítill dreng ur og spilar á flautu með tatara- hljómsveit, og loks sést dreng- urinn aleinn, þar sem hann spilar fjörlega á' flautúnái Þar rneð lýk- urihyndmni. f lok hennar var Anselmi ham- ingjusamur, hann var ekki leng- ur tákn, heldur var hann, hann sjálfur 8Vz er sterk ádeila á annan hlut í þjóðfélaginu, sem fylgt hefur í kjölfarið á hinu Ljúfa lífi. Þag er, að gengið er fram hjá hinum raunverulegu verð- mætum iífsins og eðlilegum hlut- föllum, vegna draumóra um æðri og betri stöður og góð sambönd og klíkuskap. Það eru háðir bar- dagar um það, sem í rauninni er ekki til. Auðvitað ber mikið á þessu í kvikmyndaheiminum, og því er mynd Fellinis sönn hug- vekjá. Nafn myndarinnar „8%“ þýðir aðeins, að með henni hefur Fell- ini stjórnað 8 og hálfri mynd, og hann ætti því, að hafa eitthvert vit á því, sem hann er ag segja í síðustu myndinni. Það liggur í augum uppi, að gagnrýnendur, sem lifa á því, að ggnrýna ýmis andleg fyrirbrigði, gefa mynd- inni slæma dóma. En á Ítalíu og í Frakidandi hefur myndin orð- ið mjög vinsæl af áhorfendum, sem ósjáifrátt skilja hvag Fellini er að fara með sinum „surreal- istisku* rökum. Avon hjólharðar seldir og settir undir viðgerðir Múia við Suðurlandsbraut Sími 32960. Virkjun Jökulsár á Fjöllum Blaðið „Dagur“ á Akureyri ræðir nýlega um virkjun Jök- ulsár á Fjöllum í forustugrein. Dagur segir m.a.: „Það mu,n hafa verlð fyrir 3—4 árum, að þingmenn Fnam- sóknarflokksins í Norðurlands-, kjördæmi eystna fluttu á Al-| þingi tillöigu til þlngsályktunar j um að ganga frá áætlun um; JökulisárVirkjun og athuga | möguleiba á stofnun iðjuvers effia iðjuvera í því sambandi. Á þinginu 1961 tóku þingmenn allra flokka úr kjördæminu höndum saman um þetta mál, og var tillaga þeirra samþykkt án mótatkvæða á Alþingi. En ríkisstjómin, sem fékk ályktun Alþingis í hendur td fram- kvæmda, byrjaði JökulsáráætL unina með því að hefja um- fangsmiklar og dýrar stórvirkj- uniarrannsóknlr Við Þjórsá. Þá gerðist það sumarið 1962, að Norðlendlngar og Austfirð- inigar boðuðu til fulltrúafundar um Jökulsármálið hér á Akur-: eyri. Samhugur sá, er fram kom á þeim fund'i og glöggt sýndi sig í fuindarályktuninni, er mörgum í fersku minni. Kjörin var nefnd til að fylgja fram kröfum fuhdarins í Þimg- eyjarsýslum og bæjarstjóriínn á Akureyri. Sú nefnd er enn starfandi. Síðari hluta sumars í fyrra fóru svo fnam allmiklar rann- sóknir við JökuJsá. Seint á ár- inu mun hafa veriff gehgig frá áætlunum um virkjanir Jökul'S- ár og Þjórsár og þær isendar til nánari athugunar vestur um haf t)il vcrkfræðingaféiags þar. Talið er, að h'inir amerísku verkfræðingar hafi skilað áliti í febrúar 1963. Síðan er fremur hljótt um þetta mál. En frétzt hefur, að byrjað sé eða jafnvel langt komið, að gera áætlun um minnia orkuver við Þjórsá og þá líklega ekki með iðjuver fyrir augum, og að einhverjum hafi þá jafnframt dottiff það snjall- ræði í hug, að flytja eitthvað af orkun.ni frá þessu Þjórsár- veri norður yfir Spremgisand. Sé svo að slíkt sé framkvæm- anlegt, gefur það tilefni tii að ræða allt þetta mál á nýjum grundvelli. Og víst er um það, að Norfflendingar og Austfirð- ingar þurfa að halda vöku sinni í þessu máli.“ Millisíldin á Selvogs- banka Jón Árm. Héðinsson birtir í Alþýðublaðinu í gær grein um síldveiffarnar á Selvogsbanka. Hann segir m. a.: „Blöff og útvarp herma frá nokkrum afla af millisíld á Sel- vogsbanka effia í nánd við Vest. mannaeyjar. Útgerffarmenn og áhafnir fárra báta, enn sem kom'ið er, eru gramir vegna erf iðleika á móttöku síldarinnar og vflja fá skip tll flutninga á aflanum. Vel má sumiun vera vorkunn eftir svo sáralitla veiði á und- anförnum vikum. Menn þykjast sjá hér uppgripa veiði og yfir- gefa norður- og austursvæðiff. En er nú allt gull sem glóir? Mér finnst rétt að athuga þessa veiffi nokkru nánar. Allar um- ræddar síldar munu vera um 2V2—4 ára. Þetta þýðir, að sfldin er véidd rétt áður en hún verður kynþroska og þar með er skorið á rás áframhaldandi Framhald á 15. stðu. 2 TÍMINN, miðvikudaginn 21. ágúst 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.