Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 8
1**1 f FYRRASUMAR braut Sam- band ungra Framsóknarmanma upp á því nýmæli aS efna tll hóp- ferðar um Noreg. Tókst sú ferð með afbrlgðum vel og þóttl lofa góðu um framhald slíkra ferða á næstu árum. Sú varð og raun- in á, þvl að f júlí s. I. efndi S.U.F. enn á ný tll utanlandsferð ar og I þetta sktptlð var farið um Noreg, Svíþjóð og Danmörku. — Örlygur Hálfdanarson, formaður SjU.F., hefur verið aðalfarar- stjórl beggja ferðanna og upp- hafsmaður þessa nýmælls I starfi samtakanna. Vettvangurlnn snérl sér því tll Örlygs nú fyrlr skemmstu og Inntl hann fregna úr Norðurlandaferðilnni. Brást hann vel við þetrrl málaleitan og sagðl ferðasöguna I stórum dráttum. Fer frásögn hans hér á eftlr. A.Ð LOKNU ferðalagi, hvort heldur það hefur verið hér heima eða erlendis, þá er efst f huga þakklæt: til ferðafélaganna, sem með ýmsu móti hafa stuðlað að árangursríkri og ánægjulegri ferð. Ég vil fyrst og fremst biðja Vettvanginn fyrir kærar kveðjur til allra ferðafélaganna frá í sumar, það var óvenju samstillt- ur hópur frá upphafi ferðar, þrátt fyrir það, að þátttakendur væru víðs vegar af landinu og fæstir hefðu þekkzt áður. Þetta fólk var á öllum aldri, allt frá tæplcga tvítugu tii sjötugs. — Yngst var Kristjana, dótturdótt- ir Hal'ldórs Ásgeirssonar, sölu- stjóra hjá verksmiðju KEA, en hún fór þessa för með móður þeir pétur Þórarinsson bónda- sonur frá Ríp í Skagafirði og fyrrum landskunnur knapi, nú búsettur í Keflavfk, og Guðmund- ur Frímann skáld á Akureyri. Pétur varð þrítugur skömmu eftir heimkomuna en Guðmund- ur' sextugur. En þetta var annars útúrdúr, ætlunin var að segja i fáum orðum frá sjálfri ferð- inni. Við flugum héðan frá Reykja- vík skömmu fyrir miðnætti hinn 3. júlí og nutum stórfenglegs miðnætursólarflugs yfir landinu. Til Osioar komum við undir morguninn í glaðasólskini, en héldum samt rakleitt til her- bergja okkar í sumarhóteii stúd- enta, enda fiestir orðnir svefns þurfi eftir vökunótt. Næsta dag var haldið áleiðis til Kristinehamn í Svfþjöð og vatnið Vanern ,skammt frá Karl- stad í Vermalandi. Við vorum tveir fararstjórarnir i þessari ferð og höfðum þau verkaskipti að ég annaðist l'eiðsögn í Noregi og Danmörku, hinn fararstjór- inn, Baidvin Þ. Kristjánsson, í Sviþjóð. Tók hann því við leið- sögninm á landamærunum, Ég þekki engan jafnkunnugan Sví- þjóð og hann, enda er skemmst frá því að segja, að það var líkast þvf sem við værum setzt á lýð skólabekk þessa Svíþjóðardaga. Uann jós af sínum gnægtabrunni hvers kyns fróðleik um landið og þjóðina, að ógleymdum þátt um hans af sænskum skáldum. sem hann af snilld tengdi því sem fyrir augun bar. Strax fyrsta daginn i Svíþjóð komum við að MSrbakka, heimili Selmu Lager- iöf við Frykenvötnin og til hins stórfagra garðs í Rotneros, sem geymir höggmyndir eftir lista- menn fjölmargra landa og frægur er úr Gösta Berlings sögu, sem herragarðurinn Ekeby (Eikabær). Þessi garður er mikið dásemdar- verk og gleymist engum sem séð hefur. Frykenvötnin og dalinn telja Svíar hjarta Varmalands, en Varmaland er sem kunnugt er „Krona for Sveriges iander”. En við verðum að fara fljótt yfir. Það tekur mikið rúm ef segja skal af nákvæmni tuttugu og eins dags ferðasögu. t Frá Kristinehamm var haldið til HöfuSgata Oslóar, Karl Johan. Efst á myndinni er konungshöllin Stokkhólms með viðkomu í Öre- bro, sem iiggur á vesturströnd Hjalmarms. Höfuðborg Svía heilsaði oss trændum með engu minna en Þórdunum og eidingum. Þar áð- um við á fjórða dag og gistum I Hótel Domus, sem er til húsa í stúdentagörðum, hinum við kunnanlegustu byggingum. — Margt var gert þessa daga; farið i ökuferð um borgina, siglt um vötn og síki, farið á Skansinn, verið viðstödd vaktaskipti við konungshöllina, sem af vissum ástæðum ber nafnið SlgríðarstaS- ir f okkar vitund, og að sjálf- sögðu gerð innkaup hvenær sem færi gafst, því íslendingar eru ætíð í slikum hugleiðingum. Það skapast æ sama vandamálið, þeg- ar líða tekur á svona ferðalag; ferðatöskum fjölgar og fjölgar og fylla undir lokin hverja auða glufu. f fyrra t. d„ en þá vorum við I tveimur bílum, vildi annar bílstjóranna losna við nokkrar töskur úr sínum bíl og yfir í hinn, en viðkomandi bílstjóri svaraði ofur rólega: „Ég er líka með íslendinga” og hafnaði þann ig þeirri málaleitan. Skammt frá vatninu Sommen er bærinn Tranás. Þangað var haldið I einum áfanga frá Stokk- hólmi og gist þar. I frásögn sem þessari, verður það næst hendi að telja upp áningarstaði, þótt mestum tima sé I rauninni varið til ferða á milli þeirra og margt af því skemmtilegasta eigi sér stað I bílnum. ef hópurinn er samstæður og allir fúsir tii að leggja eitthvað af mörkum. Þessi hópur var einmitt þannig stemmdur Það logaði allt I kát- ínu og græskulausu fjöri, sem hélzt óslitið meðan ferðin entist. Lét einn ferðafélaginn svo um- mælt * lokin, að ferðir S.U.F. væru ölíkar öðrum slfkum sem hann bafði kynnzt og var þó bú- inn að fara víða erlendis i hóp- ferðum Fólkið hefði mun meiri skemmtun og fræðslu heldur en boðið væri upp á undir venju- ORLYGUR HÁLFDAN- ARSON SKRIFAR Eizta gufuskip Danmerkur, ,,Hjejlen", slglir um vötnin I ná- grenni við „Himmelbjerget". afmæli. verð ég að geta þess, a'ð tveir áttu afniæii I sjálfri ferð- inni, þeir Svelnn Bergsson, verzl unarmaður i Reykjavík, og Guð- björn Björnsson, skrifstofumað ur á Súgandafirði, og var þess að sjálfsögðu minnzt með nokk- urri viðhöfn. Úr því ég er kom inn út á þessa afmælisbraut, sem var þó aldrei ætlunin I upphafi. þá vil ég einnig geta þess, að mig grunar að tveir enn ónefndir hafi farið eins konar afmæilisferð, IIM NORDUR- LANDAFOR SUF ÍSUMAR Ferðafólkið I garði gistihússins I Jyderup. Systurnar Margrét og VII borg sltja fremst á myndinni, hægra megin. VIKUR sinni, Soffíu, verkstjóra hjá Heklu á Akureyri. Aldursforsetamir voru þeir Elnar Sigurðsson, starfsmaður Mjólikursamsölunnar í Reykjavík og fósturfaðir Þórunnar Elfu, skáldkonu, og Sigurbjörn Snjólfs son frá Gilsárteigi, landskunnur búhöldur og félagsmálafrömuð- ur af Austurlandi. Ég hygg að það sé ekkert ieyndarmái og ég megi vel frá því greina, að þessi utanför hans og konu hans, Gunnþóru Guttormsdóttur, var gjöf til hjónanna frá börnum þeirra í tilefni þess, að Sigur- björn á sjötugsafmæli á þessu ári. En fyrst ég fór að nefna ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÖKNARMANNA RITSTJÓRI: INGI B. ÁRSÆLSSON 6 T f M 1 N N , miðvlkudaginn 21. ágúst 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.