Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.08.1963, Blaðsíða 15
SÍLDIN Framhilö af 16. síðh. liðna tvo sólarhringa hafa 13 skip komið þaugað með' 5250 mál og tunnur. Megnið af aflanum hefur farig í söltun, enda þótt síldin veiðist heldur langt frá landi, og stímið af miðunum taki upp í 12 tíma. Á Eskifirði hefur verið saltað í 17.000 tunnur í sumar, og brædd hafa venð 32 þús. mál. 3600 tunn- ur eru kcmnar í frystingu. Geysi- lega mikig hefur verig að gera alla síðuslu viku. Síðan í gær- kvöldi hafa verið saltað'ar 2000 tunnur. Sfidin veiðist 40 mílur út aí Norðfjarðarhorni. Menn eru ag verða heldur bjart- sýnni á síldveiðarnar í Neskaup- stað. Bræðslan er búin að taka á móti 140 þús. málum í sumar, og saltag hefur verið í tæplega 40 þús. tunnur. Þangað hafa borizt um 5000 mál og tunnur s. 1. sólar- hring. Söltun í sérverkanir er að mestu leyri lokið, og því verður síldin að vera sérstaklega góð til þess að hægt sé ag salta hana. Seyðisfjörður mun nú vera orð- inn hæsti söltunarstaður á land- tnu, og kominn hátt í 80. þúsundið. Bræðslan er búin að bræða um eða yfir 100 þús. mál. Saltag hefur ver ið stanzlaust undanfarna daga. Heldur lítig hefur borizt til Vopnafjarðar að undanförnu. — Bræðslan er búin að taka á móti tæplega 60 þús. málum, saltag hef ur verið í um 25 þús. tunnur. Þar var salta'ð .af einum báti í dag, sem kom með 1200 mál og tunnur. 14 tU 18 tíma stím er á miðin frá Vopnafirði Engin nild hefur borizt til Rauf- arhafnar frá því um verzlunar- mannahelgina, ,en þar er unnig að því að skípa fram saltsíld. KÁRI NÆRRI SOKKINN Framhald af 1. síðu. víkur með síldina, sém í lestinni var og lönduðu þar. Hefur blaðið fregnað, að fleiri skip hafi komið þangað með siagsíðu og fremur illa farna síld. Kári, VE 47, er 63 tonna eikar- skip, smíðað í Vestmannaeyjum árið 1944, eign Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja. Skipið mun nú aflahæsta skipið á sumarsíldveiðunum hér sunnanlands, komið með yfir 20 þúsund tunnur. Skipaskoðun rikisins mun hafa ósk að eftir rannsókn á atburði þessum fyrir sjórétti í Vestmannaeyjum, þeg ar Kári kemur inn. Kári mun hafa verið á miðunum í kvöld og mun skipstjórinn hafa ætlað að freista þar gæfunnar i nótt. BÍLSLYS Framhald af 16. síðu. piltur frá Þingeyri, en hjá honum sat Kristján Ólason, 26 ára gam all ísfirðingur. Viðstaddir sáu blóð fossa úr mönnunum, en á- verkarnir reyndust ekki eins miki ir og á horfðist. Piltarnir voru til aðgerða á slysavarðstofunni í dag. Anton Haukur var eigandi Skodans; á ökumælinum mátti lesa 2698 km. — Skömmu áður en þetta gerðist við Háaleitisveg bakkaði steypubíllinn á vörubíl- inn, sem rakst aftan á þann fyrr nefnda, eftir að steypubíilinn hafði kastað lögreglubíinum á Skodann Það gerðist á mótum Nóatúns og Laugavegar. Bílstjór arnir höfðu ekki talazt við, þegar seinni áreksturinn varð NORSKA STJÓRNIN Framftai ' ai bls 3 Noregs við umræður í norstoa stór- þinginu í kvöld um vantrauststll- lögu stjórnarandstöf unnar vegna námuslyssins mikla í Iíings-Bay, sem varð 5. nóvember í fyrra og toostuði 21 mannslíf. f ræðu sinni í kvöld sagði for- sætisráðherrann m. a., að hann og stjórn harns gæti í fullri ró beffið dóms þjóðarinnar oig sögun.nar í máii þessu. Þiað er talað um siðferðisleg svlk stjómarinnar í má'linu og van- rætoslu að öðru leyti og um lítils- virffingu hennar gagnvart þinginu. Ég verð að segja eins og er, að ég htafði aidrei búizt við, að ég lifði anhað eins og þetta, sagði Gerhaidsen. Mér hefur stundum dottið í hug, að gefa þetta alit frá mér, en jafman komizt að þe'irri niðurstöðu, að það er engin lausn mála. Ég gat ekki sagt af mér vegna samvizku sjálfs mín, vegma núverandi og fyrrverandi samstarfsmanna inman stjómarinn ar, vegna flokks míns oig verka- lýðshreyfingarlnnar, sagðl Ger- hardsen. HLJÓMPLÖTUR Framhald af 16. síðu. an er úrval af íslenzkum rímna- lögum, kveðin af helztu kvæða- mönnum landsins. Allar þessar plötur verða til sölu á erlendum markaði. Enn fremur er brátt von á þrem nýjum plötuen: Einar Kristjánsson, Smárakvartettinn cxg rímnal'ög Jóns Leifs, sungin af Karlakór Reykjavíkur. Upptökur Fálkans eru gerðar hjá hljóm- plötudeild fyrirtækisins og aðal- fyrirtæki HMV í Bretlandi. SLYS Á VINNUSTÖÐUM Framhald af 7. síðu. stuðnings stjórnar fyrirtækisins. . North American Aviation vill að allir vinnustaðir þess haldi áfram að vera þekktir fyrir að véra góðir, öruggir og hedsu- samlegir". Víðivangur lífs. Enn er því miður ektoi vlt- að hvað veiffia má mikið af millisíld án þess að skerffa stofn fullþroska stórsíldar. Full ástæða er því til þess, að nú sé athuguð framkvæmd á þessu veiðisvæði og síldin rannsökuð af hinum snjöllu fiskifræðing- um okbar. Það hlýtur að vera stórkostlega varhugavert að ausa millisíld takmarkalaust upp af hrygningar- eða upp- eldissvæði o>g gera sér ekki greín fyrir hvaða afleiðingar það kann að hafa gagnvart framtíðar síldveiðum okkar. Fari svo, að rök hnígi að því, að hætta verði tal'in í millisíld- arveiffinni fyrir fullþroiska síld, hika ég ekki viff aff telja óhjákvæmilegt aff stöffva miili- síldarveiffar hér vlff laiid á vissum svæffum.“ Til viffbótar er rétt aff geta þess, að Fiskideild Atvinnu- deildarinnar hefur rannsiakaff sQdina á Selvogsbanka og kom- izt aff þeirri niffurstöffu, aff um 90% af henni sé ókynþroska ungsíld og heyri það undir hreina rányrkju aff veiða hana. Hér er því vissulega um mál að ræ'ða, sem stjórnarvöldin verða að láta taka til sín. Látinn i vegar- skorði BÓ-Reykjavík, 20. ágúst. í gærkvöldi fannst miðaldra maður, Ágúst Jóhannsson, Faxa- túni 28 í Silfurtúni, látinn í vegar skurð'i vi'ð Silfurtún. Líkið verður krufið til að ganga úr skugga um dánarorsök, en nokkrar likur bentu til ag maðurinn hefði drukknað, þar sem hann lá í grunn um polli. Hann átti vanda til að fá krampa. Magnús Björnsson ríkisbókari látinn Magnús Björnsson ríkisbókari lézt í fyrramorgun á Landsspítalan um. Banamein hans var hjartabil- un. Magnús var 59 ára gamall, fæddur 8. maí 1904. Hann hafði verið vanheill síðustu misserin. Þessa merka manns verður nánar getið í blaðinu síðar. GJALDÞROTAMÁL Framhald af bls. 3. næstu daga og hefjist þá rétt- arhöld í þessu einstæða mál’i. Upp komst um hag fyrirtæk- isins, er banki einn í Brussel krafðist gjaldþrotsyfirlýsingar gagnvan fyrirtækinu, vegna vanskila og fjármálasvika Pau- wels. Pauwels skuldar auk þess bönkum í Bretlandi, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi offjár, en kænleg viðskipti Pauwels með fölsk tryggingarbréf o. s. frv. hefur verið þess valdandi, að lánardrottnar hans uggðu ekki að sér og hófu rannsókn. FORSTOFUÞJÓFNAÐUR Framhald af 1. síffu. er til ag tortryggja þá, sem ganga þannig um án þess að hringja eða banka. Hringbraut Simi 15918 Flugvellir lokaðir MB-Reykjavík, 20. ágúst. Á ellefta tímanum í kvöld var öllum flugvöllum fyrir millilanda flug hérlendis, nema Reykjavkur- flugvelli, lokað vegna þoku, og búizt var vig að hann myndi lokast þá og þegar. Tveim flugvélum Flugfélags íslands, er voru á leið erlendis frá, frá Lundúnum og Glasgow, var snúið við, svo og Loft leiðaflugvél frá Luxemborg, enda aldrei teflt á svo tæpt vað. Páll Bergþórsson, veðurfr. veitti blað inu þær upplýsingar í kvöld, að loft væri mjög rakt hérlendis og í kringum landig og þegar það kólnaði á kvöldin væri mjög hætt við þokumyndun, enda hefði það einmitt gerzt í kvöld. KAUPSTEFNAN Framhald af 16. síðu. arkitekt séð um fyrirkomulag þess. Er framhlig svæðisins skreytt stórum l.jósmyndum fná ís- lenzku atvinnul'ífi og landslagi. Hvert fyrirtæki hefur þarna við- ræðuherbergi, en milli þeirra er opið svæði þar sem veittar eru upplýsingar um islenzka útflutn- ingsframleiðslu og gestum veitt móttaka. — Öll senda fyrirtækin fulltrúa á sýninguna. Um ferðir til Leipzig veita ferða skrifstofurnar hér allar upplýs- ingar. Beinar flugferðir til Leipzig eru yfir Kaupmannahöfn, London, Briissel og Amsterdam. Frá mörg- um bæjum á meginlandinu fara sérlestir til Leipzig, og er veittur verulegur afsláttur á þeim leiðum. Kaupstefnuskírteini, sem um leið gilda sem vegabréfsáritun, geta menn fengið hjá umboðs- mönnum sýningarinnar hér, Kaup- stefnunni, sem einnig veitir all'ar upplýsingar. ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka eg börnum mínum, vinum og ættingjum, sem heiðruðu mig og glöddu á 90 ára af- mæli mínu með heimsóknum, gjöíum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Eyjólfsdóttir, Laugarvatni. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem heimsóttu mig, færðu mér gjafir og sendu mér heillaóskaskeyti á 50 ára afmælinu 15. ágúst s. 1. og áttu með mér ógleym- anlega kvöldstund. Lifið heil. Guðjón Magnússon, Hrútsholti. Hiartkær eiginmaSur minn og faSlr okkar, Jóhann Bernhard, er andaSist föstudaginn 16. ágúst s. I. verSur jarSsunginn fimmtu- daginn 22. ágúst kl. 3 e. h. — Athöfnin fer fram frá Dómkirkjunni. Svava Þorbjarnardóttir og dætur. Etginkona mín, Ragnheiður Hjaitadóttir, sem lézt á FjórSungssjúkrahúsinu á Akureyrl þann 15. þ. m. verS- ur jarSsett frá Akureyrarkirkju miSvikudaglnn 21. ágúst kl. 1,30 e. h. Örn Snorrason. Frú Sigrún Pétursdóttir, Vesturgötu 22, Reykjavík, andaSist 14. ágúst s.l. — JarSarförin hefur þegar fariS fram. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamiegast bent á Krabbameins- félag íslands. ASalbjörg Helgadóttjr Helgl Ágústsson. Við þökkum inniiega allan þann hlýhug og samúð, sem okkur var auðsýnd viS andlát og jarðarför litlu stúlkunnar okkar Margrétar Guðmundsdóttur Regina Rist; Guðmundur Jóhannsson og systkin. innilegustu þakkir til allra fjær og nær, sem sýndu okkur samúS og hluttekningu við andlát og jarðarför bróður og móðurbróður okkar » Guðmundar Halldórssonar, úrsmiðs, Bjarghólastíg 17. Kópavogi. María Halldórsdóttlr, Kristín Ottósdóttlr. TÍMINN, miðvikudaginn 21. ágúst 1963 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.