Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 8
ÆNDASTETTIN VERDUR AD TREYSTA Á SJÁLFA SIG ÞA£> var fremur haustlegt um að litast fimmtudaginn 12. júlí s. 1., er fréttamann Tímans bar . að garði að Gilsá í Breiðdal. — » Pjöll voru grá ofan í miðjar hlíðar og hiti niður undir frost marki. Það var sem sagt ekki júlídagur, eins og sagt er að þeir eigi að vera. Það var því ekki illa þegið að ganga til bæjar með Sigurði bónda Lárussyni, en á hans fund var förin gerð. Og yíir hin um þjóðlega íslenzka kaffibolla spannst það viðtal er hér fer á eftir. — Hvað eru margir bæir í byggð í Breiðdalshreppi, Sig- urður? — Hér munu vera um 40 býli. — Fjölgar í hreppnum? — Það hefur nú heldur íjölg að, en lítið þó. íbúar eru nú rúm lega 300. Ég hefi ekki hjá mér töluna alveg nákvæmlega. Af þessum 300 hygg ég að réttur þriðjungur búi á Breiðdalsvík, en 2/3 í sveitinni sjálfri. ERU AÐ HEFJA MJÓLKURFRAMLEIÐSLU — Hingað til hefur hér aðal lega verið um sauðfjárrækt að ræða_ er ekki svo? — Jú, það er ekki fyrr en i fyrrasumar, sem hægt er að tala um, að héðan hafi verið seld mjólk, en þá hófu 4 bæir að selja mjólk til Djúpavogs. Nú, síðan hefur þetta aukizt nokkuð. — Þiö eruð sem sé að auka nokkuð mjólkurframleiðslu? — Já. - og er það á kostnað sauð f járræktunarinnar ? — Ég held að það verði nú ekki, ég held fremur að aukin nautgriparækt komi til sem bú stofnsaukr. ENN ER MIKK) ÓRÆKTAÐ Á BÍLDUDAL — En aukinn bústofn hlýtur að kalla á aukna ræktun. Hvað er annars að frétta af ræktunar málum hér í sveitinni? — Það eru nú því miður held ur slæmar fréttir. Ræktuninni hefur miðaö alltof hægt áíram. Hér er eitt Ræktunarsamband íyrir Breiðdal og Beruneshrepp. Ræktunarsambandið á jarðýtu. með tilheyrandi verkfæærum. En við höfum verið óheppnir með rekstur ýtunnar vegna bilunar. Erfiðlega heíur lika gengið að fá vana menn, og þar að auki hafa svo verulegar tafir orðið vegna þess hve illa hefur gengið að fá varahluti. Þá hefur það og dregið mjög úr ræktun hér, að fjárhagur bænda er, og hefur verið það slæmur, að margir bændur hafa alls ekki getað fært út ræktun. Á BREIÐDALSVÍK ER VAXANDI ATHAFNALÍF — Eru ekki framkvæmdir og athafnalif í vexti á Breiðdals vík? — Því er að svara hlkiaust ját andi. Nú er verið að byggja þar síldarbræðslu, sem á að geta brætt um 600 mál á sólarhring. Hún er þannig úr garði gerð, að auðvelt á að vera að auka af köst hennar upp i 1500 mál, án aukinna bygginga. Fyrir 2 til 3 árum sam- þykkti hreppsnefndin hér í Breið dal að beita sér fyrir því að reist yrði sildarverksmiðja á Breiðdalsvík. — Tveir lirepps- nefndarmenn voru sendir suður til að vinna að málinu, en það bar þá engan árangur. í fyrra haust, 1962 var málið aftur tekið upp i hreppsneíndinnl, og enn sömu menn sendir suður til Reykjavikur. í það skiptið fengu þeir undirtektir stjórnarvalda og var ákveðið að hefjast þegar handa. Á næsta hreppsnefndar fundi kom fram tillaga, þess efn is að hreppsfélagið keypti allt að helmingi hlutafjár í hinu nýja fyrirtæki, að því tilskildu, að meirihluti á almennum hrepps neíndaríundi greiddi þeirri ráð stöfun atkvæði. Þessi tillaga var felld í hrepps nefnd en hins vegar heimilað að hreppurinn gerðist kaupandi hlutafjár fyrir 50 til 100 þúsund Sigurður, að samgöngumálum hér um slóðir. Hvað viltu segja mér um þau? — Um vegamál er það að segja, að framlög til þeirra hafa stöðugt minnkað síðan viðreisn hófst. Árið 1958 voru lagðar 150 þúsundir til nýbyggingar Breið dalsvega. Fyrsta viðreisnarárið var þessi upphæð hins vegar skorin niður í 100 þúsund og situr þar enn, þrátt fyrir alla verðrýinun gjaldmiöilsins. Síð- ustu 3 árin fyrir fæðingu við reisnarstjórnarinnar voru byggð ir 3 kílómetrar af vegi hér í Norðurdal, og síðasta vinstri stjómarárið var í fyrsta sinn lagt fé til nýbyggingar hér á Suð urbyggð. Síðan hefur hvorkl ver ið haldið áfram með veginn hér í Norðurdal, né heldur á Suður byggð, enda það nýbyggingarfé, sem veitt var á fjárlögum til vega hér í Breiðdal — hundrað þúsund krónur, ekki til skipt anna. Árið 1959 var kjörinn Sjálf stæðismaður á þing hér á Aust urlandi eftir nokkurt hlé. Sama ÓHEPPILEG TIL'HÖGUN STRANDFERÐA — Við höfum verið að tala hér um samgöngur. Við eigum eftir að ræða hér strandsiglingamar. Þar er ástandið gagnvart okkur hér ekki eins gott og skyldi. í fyrsta lagi er nú sá siður tek- inn upp að láta Esju og Heklu sigla fram hjá Breiðdalsvík í 3. til 4. hverri ferð skipanna. Eðli- lega finnst okkur þetta slæmt. Þá er og hitt, að þó Esja og Hekla komi hér við, er ekki unnt að fá nokkurn hlut fluttan með þeim, varla dekk undir bU, þótt mikið liggi við. — En hvað þá um Herðubreið? — Við hér álítum að Herðu- breið sé upprunalega byggð fyr ir smáhafnirnar hér á Austfjörð um. Oft hefur Herðubreið þó ver ið kippt út úr áætlun tU að sinna öðrum stöðum. til dæmis leiðum Skjaldbreiðar eða Herj ólfs. Ekki veit ég hins vegar til, að þau ágætu skip hafi nokkurn tima hlaupið undir bagga með Herðubreið hér á Austfjarðaleið. Mín skoðun er sú, að vænlegra HÆTTA AÐ SEMJA VIÐ FULL- TRÚA NEYTENDA, — SEMJA HELDUR BEINT VIÐ LANDBÚN AÐARRÁÐUNEYTIÐ — Og skoðun mín er sú, að í stað hinna þriggja fulltrúa neyt enda, sem sæti eiga í Sex manna nefndinni og bændur hafa sam- ið við um búvöruverð, elgi að koma sú skipan' að samið verði beint við landbúnaðarráðuneytið. Einkum síðustu árin hefur brydd að allmjög á því að fulltrúar neytenda í Sex mannanefnd- inni streittust við að semja sér til sem mestra hagsbóta, en ynnu ekki starf sttt samkvæmt hinum skýlausu ákvæðum lag anna, að ganga svo frá samningn um, að sammkvæmt þelm hefðu bændur sem jöínust kjör á borfi við aðrar stéttir. Þá tel ég og nauðsynlegt til tryggingar því, að samningar dragist ekki um of á langinn, og að þeim sé lokið áður en nýr verðlagsgrundvðllur á að taka gildi. að leysa mjólk urbúin undan þeirri lagaskyldu að þurfa að sjá mjólkurbúðun um fyrir sölumjólk. - segir Sigurður bóndi Lárusson á Gilsá — Alls mun hlutaféð vera um l milljón. Nú er bygging verk smiðjunnar komin það vel á veg, að vonazt er til þess að fyrirtæk- ið geti tekið til starfa um 20. júlí. Þá er rétt að geta þess líka. að í undirbúningi er bygging brim brjóts á Selnesinu. Tilkoma hans mundi bæta hafnarskilyrö in á Breiðdalsvík, en þau eru mjög slæm. — Koma strandferðaskip að bryggju á Breiðdalsvik? — Jú, þau koma að bryggju, þegar þau koma á annað borð, bæði Herðubreið og eins Esja og Hekla. í sambandi við Breiðdalsvík tel ég rétt að segja frá því, að þar er á döfinni bygging nýs slát urhúss á vegum kaupfélagsins. Fyrir er gamalt sláturhús, úrelt og allt of lítið. Áætlað var að byggja sláturhúsið í sumar, en óvíst er hvað úr verður sakir féleysis. Þá væri mikil þörf á að endur byggja og stækka frystihúsið á areiðdaisvík, en efnaihagurinn hefur nú ekki leyft það fram að þessu. — Hvað er að frétta af útgerð Breifidalsvíkurmanna? — Nú er gerður út írá Breið dalsvik einn bátur, Bragl, sem nú stundar sildveiðar. Þá á lika frystihúsið i smíðum erlendis rúm lega 100 smálesta bát, og standa vonlr til að hann komi i haust. í sambandi við útgerðina, er svo einnig staríandi söltunarstöð á Breiödalsvik, með aðstöðu fyr ir um það bil 30 stúlkur. SAMGÖNGUMÁL I ÓLESTRI — Við skulum nú snúa okkur Kristján Ingólfsson árið lækkuðu framlög til vega mála i Breiðdal upi 1/3. Það, liggur við að maður leyfi sér að spyrja hvort nokkurt samband sé á milli þessara tveggja atvika? Það sem verst er við vegamál -ín hér, er hve margar ár og læk ir eru óbrúaðar. Má þá fyrst nefna Norðurdalsá, sem lengi hefur staðið til að brúa, og virtist skammt undan í þeim efrsum 1958; en hefur ekkert færzt nær siðan. Þá koma þær Breiðdalsá og Selá. Breiðdalsá þyrfti nauðsynlega að brúa, — sennilega hjá Flögu. Einnig rlð- ur á að brú komi á Selá, hjá Hoskuldsstaðaseli . Auk þessa eru fleiri smáár og lækir. sem valda miklum óþæg- indum, ekki hvað sízt á vetrum. ERFIOUR LÆKNISVEGUR — LANGT TIL FLUGVALLAR — Ekki er hægt að ræða svo vegavandræði hér, að ekki sé minnzt á veginn héðan til Djúpa- vogs,’ en þá leið verðum við að sækja héraðslækni og senda mjólk, sem vlð sendum til mjólk urbús. Þessi vegur er ákaflega torveldur yfirferðar og háir mjög öllum sem þessa leið þurfa að fara. Frá Breiðdalsvik í Egilsstaði eru 87 kilómetrar. Venjuíega er Breiðdalsheiði ófær mestallan veturlnn. Mestan hlutá árs er þvi mjög erfitt fyrir okkur að ná til flugvallar. Veldur þetta eins og gefur að skilja marghátt- uðum erfiðleikum. — Vaxandi áhugi er þvi hér um slóðir á þvi að fá flugvöll gerðan hér sunnan Breiðdalshelðar. Mundi slíkur ílugvöllur treysta mjög samgöngur auð-Aiusturlandsins við aðra landshluta. Tekið skal fram, að hér á Eydölum er sjúkraflugvöllur, en þar ætti m. a. að vera auðvelt að gera far- þegaflugvöll. væri til árangurs að láta Herðu breið sigla hér norður um, með viðkomu á hyerri höfn, snúa við á Kópaskeri, og koma siðan við á hverri höfn aftur í suður leið. „KJÖR BÆNDASTÉTTARINNAR ERU ÓVIÐUNANDI" — Hvað viltu segja um álit þitt á ástandi í málum bænda? — Ef ræða á þau mál, vil ég hefja máls á að benda á það hættulega ástand, sem nú rikir í sveitum landsins. Kjöi bænda stéttarinnar eru algjörlega óvið unandi og breytist þau ekki verulega til batnaðar, þá hlýtur ástandið að leiða af sér fækkun bænda, fækkun býla og sem eðli lega afleiðingu: Framleiðsluskerð ingu. Framleiðsluráðslögin og Sex mannanefndarfyrirkomulagifi hafa sett bændur í þvílika sjálf heldu, að ekki er sjáanlegt að úr henni verði komizt nema með gagngerðri breytingu á lögun um. Hvað snertir breytingu á lög unum um Framleiðsluráð, sem nú stendur yfir endurskoðun á, þá tel ég, að við þá endurskoðun eigi tvímælalaust að gefa lands- fjórðungunum vald til að kjósa fulltrúa sína í ráðið á sameigin- legum kjördæmafundum heima í fjórðungunum. í öðru lagi tel ég rétt við end urskoðunina að nema úr gildi ákvæðin um fulltrúa sölusamtak anna, sem þar hafa átt sæti. — Þeir hafa verlð 4, af 9 fulltrúum alls, Bændur hafa átt hina full trúana 5. Nú tel ég og rétt að fulltrúunum sé fækkað úr alls 9 ofan í 7, .meðfram af því að ég hefi ótrú á stórum nefndum. Og það er álit mitt, að þeir eigi að vera fulltrúar bændastéttarinnar allir þessir 7. STÉTTASAMTÖKIN EIGA AÐ TAKA TILLIT TIL SAMÞYKKTA BÆNDAFUNDA —'í fyrra voru haldnlr tveir stórir bændafundir tU að ræfia verðlagsmálin. Báðlr fundimir samþykktu einróma að hvika hvei-gi í kjarabaráttunni. En þrátt fyrir það lét stjóm Stéttar sambands bænda, eins og hún vissi ekkert um samþykktir þess ara tveggja funda og hóf samn inga við fulltrúa neytenda 1 Sex manna nefndinni. Þegar aðal fundur Stéttarsambandsins kom saman voru samningar langt komnir og búið að slá kúfinn af þeim kröfum, sera bændafundim- ir höfðu gert. Þessi vinnubrögð bændafulltrú anna í Sex mannanefndinni tel ég mikla lítilsvirðingu gagnvart fundum og samþykktum bænda- almennt. 0g það er min trú, að slík breytni sé einsdæmi i kjara baráttu á fslandi. SAMTAKA BARÁTTA MUN LEIÐA TIL SIGURS. — Hagur bændastéttarinnar er nú orðinn svo bágborinn, að í hreinan voða er stefnt. Núver andi hlutdeild bænda í þjóðar tekjunum er reiknuð út á mjög óraunhæfan hátt. Það er ekkert öfgakennt að segja að úr þvi verðl skorið á næstu misserum, hvort endanlega verði kippt fót unum undan íslenzkum landbún aði, eða eitthvað fari úr að ræt ast. En ef úr á að rætast verð- ur bændastéttin að vita eitt, og það er, að fyrst og fremst á sjálfa sig verður hún að treysta. Hún þarf vart að búast vis sín un, frelsara úr öðrum áttum. Én vonandi vex skilningur á ríkjandi hættuástandi einnig hjá öðrum stéttum, svo að sem fyrst verði gengið milli bols og höfuðs á þeirri stefnu, sem er að leiða íslenzkan landbúnað á kaldan klaka. T I M I N N, sunnudagurlnn 25. ágúst 1953. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.