Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 7
— ðinníim — Útgef; FRAMSOKN4»f! OKKURINN Frarakvæmdastjóri I'ómas Arnason — Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Stjómarskiptin í Noregi UNDANFARNA daga hafa staðið yfir langir og strangir fundir í norska stórþinginu um tillögu, sem borgaralegu flokkarnir báru fram um vantraust á ríkis- stjórn Alþýðuflokksins, sem búin er að fara með völd samfleytt síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Látið var heita svo, að tilefni vantraustsins væri slys, sem varð í námum ríkisins á Svalbarða síðastl haust, en meðferð stjórnarinnar á því máli hefur verið seinheppileg, þótt alrangt væri að kenna henni um slysið. Þetta tilefni var hins vegar notað til að reyna að sýna, að hinn langi valda- ferill Alþýðuflokksins væri búinn að gera stjórnarkerfið slappt og athafnalítið og því væri nauðsynlegt að gefa frískari kröftum tækifæri til að reyna sig. í Stórþinginu er staðan þannig, að Alþýðuflokkur- inn hefur 74 þingmenn, borgaralegu flokkarnir fjórir hafa einnig 74 þingmenn og loks hefur Sósíaliski þjóð- flokkurinn 2 þingmenn. Það var því á atkvæðum þeirra, sem úrslitin ultu. Þeir létu lengi bíða eftir afstöðu sinni, en að lokum varð hún sú, að þeir ákváðu að fylgja van- traustinu, en leggja jafnhliða fram tillögu um að Alþýðu- flokkurirtn myndaði nýja stjórn, þar sem teflt væri fram nýjum, róttækari forustumönnum. Úrslitin urðu þau, að vantrauststillagan var samþykkt og stjórnin þannig felld. Vitað er, að tillaga Sosíaliska þjóðflokksins verður einnig felld, og að mynduð verður því ný ríkisstjórn borgaralegu ilokkanna. Hitt er óvíst, hvort hún verður lengur við völd en fram yfir bæjarstjórn arkosningarnar, sem fara fram í næsta mánuði. Hvort, sem þessi nýja stjórn silur lengur eða skemur, er tilkoma hennar eigi að síður sögulegur atburður, sem er líklegur til að hafa mikil áhrif. Borgaralegu flokkarriir í Noregi hafa lengi verið mjög ósammála og því talið útilokað, að þeir gætu mynd- að stjórn samana. Nú hefur þeim tekizt að sigrast á þessu ósamkomulagi og takist þeim vel stjórnarsamvinnan, get- ur það ráðið miklu um stjórnmálaþróunina í Noregi á komandi árum. Samvinna þeirra gæti þá orðið upphaf eins konar tveggja flokka kerfis í Noregi, þar sem borgaralegu flokkarnir stæðu annars vegar og Al- þýðuflokkurinn hins vegar. Fyrir Alþýðuflokkinn er það áreiðanalega hollt að komast í stjórnarandstöðu, jafnvei þótt hún verði ekki löng. Sumir eldri foringjar flokksins eru orðnir ráðríkir og íhaldssamir vegna langrar setu í ríkisstjórn og frjáls- lyndari og róttækari öfl því átt örðugt uppdráttar í flokknum. Ráðríki þeirra leiddi m. a. til þess, að Sosial- iski þjóðflokkurinn var stofnaður. Hinir gömlu leiðtogar flokksins eins og Gerhardsen, Lange og Langhelle, þoldu ekki að nokkrir menn í flokknura hefðu sérstöðu í utan- ríkismálum og létu því reka þá úr flokknum. Þessir brott- viknu menn stofnuðu Sosialiska þjóðflokkinn. Ef stjórnarskiptin leiða til þess, að Alþýðuflokkurinn þokast heldur til vinstri, er ekki ósennilegt, að dagar Soci- aliska þjóðflokksins séu brátt taldir. í átökum milli rót- tæks Alþýðuflokks annars vegar og borgaralegu flokk- anna hins vegar, verður Socialiski þjóðflokkurinn ekki ^nnað en sprengiflokkur, sem hlýtur að líða undir lok. þrátt fyrir það kann hann að hafa gegnt vissu hlutverki um skeið. Vegna stjórnárskiptanna, mun úrslitum bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna, sem fara fram í Noreei í næsta mánuði, veitt miklu meiri athygli en ella. SEYM0UR T0PP1M®! ' llm lifnaðarhætti Krustjoffs Fréttamaður, sem er ALLUR heimurinn þekkir hinn „opinbera“ Nikita Krustjoff meðlim æðsta ráðsins, sérfræð ing í landbúnaðarmálum, spak- mælahöfund, ferðamann, stjórn vitring, vin vanþróaðra þjóða, talsmann friðsamlegrar tilveru vijy hiið auðvaldsríkjanna, eld- flaugaskakandann og forustu- mann þeirra í Sovét í nákvæm- um rökdeilum við kínversku kommúnistanna um skilning fræðanna. En almennt er ekki margt kunnugt um vinnutilhög- un Krustjoffs eða einkalíf hans. Hér á eftir verður nokkuð rætt um það efni. ÞESS sjást ag vísu merki, að Krustjoff eigi viðað stríða per- sónuleg vandamál manns, sem orðinn er 69 ára að aldri, en hann býr enn yfir feikna mik- illi orku og óhemju miklum dugnaði til vinnu. Hinn anna- sami starfsdagur hans ber vott um þetta og maraþonræðurnar, sem venjulega standa yfir í tvær til þrjár klukkustundir. Síðustu tvö árin eða svo hefur andlit hans þó oftar borið vott um þreytu en áður gerðist. — Hann gætir meira hófs en áður og er varfærnari með heilsu sína. Sagt er, ag hann hafi þjáðst af of háum blóðþrýstingi og nýrnasjúkdómi og verði af þeim sökum að búa við sérstakt mataræði, til þess að fitna ekki meira en orðig er. Starfsdagur Krustjoffs hefst venjulega á því, að aðstoðar- maður les fyrir hann fréttir og opinberar skýr^lur meðan hann borðar morgunverg á heimili sínu f Moskvu. Hann undirbýr síðan dassverkið í bílnum, með an verið er að aka með hann til Kreml. Krustjoff notar sömu skrif- stofu og Stalin. Þetta er langt og mjótt herbergi og fremur fábrotig í sniðum. Gluggatjöld- in er:i gul að lit og mvndir af Lenin og Karli Marx hanga á veggjunum. Langt fundar- borð, klætt grænum ullardúki, fyllir mestan hluta herbergis- ins, en lítig borð og tveir hæg- indastóiar standa fyrir framan stórt skrifborð. Á vinstri hönd forsælisráðherranum standa tvö símatæki, græn og gul. ' ÞEGAR Krustjoff kemur inn liggja á borði hans bréfabindi meg ýmsum skýrslum og upp- lýsingum. Þrjú mikilvægustu bindin snerta miðstjórn flokks-, ins, ríkisstjórnina og stjórnar-' skrifstofu rússneska lýðveldis- ins. Auk stjórnmála- og leyni- þjónustuskýrslnanna í rikis- stjórnarbindinu er sérstakur fréttaútdráttur frá Tass, rússn esku fréttastofunni. Fréttaritar ar Tass erlendis senda löng fréttaskeyti á hverjum degi, þar sem fjallað er um > frásagnir erlendra blaða og tímarita, helztu ræður, umræður í lög- gjafarþingum og allar fréttir, sem varða Sovétríkin og leið- toga þeirra. . Sumt af þessum skeytum er búið undir birtingu í blöðum Sovétríkjanna, en meginið af þessu er dregig í sundur í mis munandi skýrslur, sem dreift er sem „nauðsynlegum upplýs- ingum" meðal stjórnarembættis manna, ritstjóra, vísindamanna, forustumanna hermálanna og annarra þeirra, sem verða að fylgjast með atburðum erlend- kimnugur í Moskvu, Ivsír KRUSTJOFF is. Krustjoff eru’afhent öll þau fréttaskeyti Tass, sem hafa að geyma einhver eftirtektarverð atriði, sem aðstoðarmenn hans hafa merkt við. Honum eru einnig afhentar þýðingar er- lendra bóka, þar sem merkt er við viðeigandi kafla. FORSÆTISRÁÐHERRANN kýs heldur að verja fyrri hluta dagsins í að „ryðja“ skrifborð- ið en veita viðtöl síðdegis. Hann fagnar tækifærum til ag ræða vig ágæta útlendinga, einkum þá imenn .frá auðvaldsríkjttnum', sem hann .getur deilt (Viðjgjwi hugsjónaleg við'fangsefni. -L Venjulega eyðir hann tveimur eða þremur klukkustundum í ag ræða við slíka menn eða sendilierra búsetta í Moskvu, en þeir koma í heimsókn við og við Þeir, sero í heimsókn koma, taka sæti við fundarborð'ið ásamt túlki. Oftast komast þeir að raun um, að Krustjoff er vel undir heimsóknina búinn. Hann er oft búinn að kynna sér stutt an skýrsluútdrátt sem aðstoðar menn hans hafa fyrir fram tek ið saman um þau viðfangsefni. sem líklegt er. að á góma beri í samræðunum. Stundum notar hinn sovézki leiðtogi þessar samræður við útlendinga til þess að láta vita um framferði. sem hann vill síður ha?tta á að viðhaft verði gagnvart honum í blöðum eða í samskiptum við erlendar ríkis stjórnir. KRUSTJOFF kannar sýnis- horn rússnesks efnahagslífs meg því að heimsækja bú, verk smiðjur eða byggingarstað'i, þeg ar aðrnr annir veita tóm til. Hin þolinmóða eiginkona hans. Nina Petrova, hefur sagt frá því, að forsætisráðherrann dríff meðlimi fjölskyldunnar stund- um mað sér upp í sveit á sunnu dögum, tíl þess að skoða nýjar framkvæmdir í landbúnaði. — Hann virðist ánægður þegar hann virðir fyrir sér sýnileg tákn um efnalega grósku í þjóð- lífinu, blandar geði við þjóð sína og kannar siðferðislegt við horf hennar. Venjulegur Rússi fagnar því, hve leiðtogi hans er „mennsk- ur“. Þegar verkamenn og bænd ur hópast að Krustjoff, prédik- einkalífi Krustjoffs ar hann yfir þeim um skaðsemi drykkjuskapar í þorpunum, galla abstraktlistar, yfirburði sovézkra eldflauga og bættar að ferðir vig að mjólka kýr. „Ég man eftir afa mínum", sagði hanrr vfð' þorpsbúana í heimaþorpi sínu, Kalinovka. „Hann átti einnig kú, en hún mjólkaði nálega ekkert. Mjólk- in nægði aðeins til þess að skyggja svo súpuna, að maður gat ekki séð, hvort kartöflur voru í henni eð'a ekki. Þá hugs- aði ekki einu sinni neinn um kjöt“ Þúaundir sovézkra borgara skrifa Krustjoff umkvartanir sínar og ráðleggingar. Forsætis- ráðherranum þykja þessi bréf gagnleg til eftirlits með fram- ferði embaettismanna og hann lætur sérstaka skrifstofu fást við vandamálin. ÞEGAR Krustjoff ferðast um Sovétríkin eða til nálægra landa fer hann að jafnaði í gamaidags svefnvagni, grænum að lit. Símavagn er með í lest- inni, ti! þess að hann geti stað ig í sambandi vig Moskvu. Frá opinberum athöfnum Krusrjoffs er sagt í Pravda, venjulega á forsíðu. En einka- líf hans er lokuð bók fyrir venjulegan sovétborgara, en hann hefur ekkert við það að' athugn þó að hann viti ekkert um cinkalíf forsætisráð'herra síns, eða hvar hann dvelur. Þegar svartur Chaika-bíll Krusíjoffs, með tjöldum fyrir skothektum gluggunum, rennur af stað frá Kreml út um Boro- vitskvhlið'ið. bíða' engir forvitn ir áhurfendur eftir honum. — Krustjoff er ekki fastheldinn á formsatriði og situr oft frammí hjá bílstjóranum, en tveir lífverð'ir sitia í makindum í aftursætinu. Veniulega fylgja einn eða tveir bílar með leyni- lögreglumönnum og þeim er fljótt greidd gatan í umferð- inni, en göturnar eru ekki lok- aðar eða sírenur þeyttar, eins og gert var þegar Stalín var á ferð'inni KRUSTJOFF á stóra íbúð vig Arabatstræti í Mnskvu 02 henn ar er vel gætt En fjölskyldan kýs fremur að dvelia í öðru hvoru hinna tveaeia sve:tahúsa sem hún hefur til umráða utan við borgina Uppáhaldsbústaður hennar er í þnrn’nu IJsovo, við Moskvuána. hálfrar stundar akstur frá Moskvu. Þetta er tveggja hæða hús. rjómagult að lit, vel búig og skýlt birki- og furuskógi. Þegar Nixon vara forseii Bandaríkjanna var þar í heimsókn í júlí 1959. gizkuðu aðstoðarmenn hans á að það væri á stærð við Hvita húsið, að undantekinni skrifstofuálm- unni. Krustjoff vill helzt liafa börn I sín 03 barnabörn í kring um sig. Tveir ungir synir Rödu, hinnar Ijóshærðu dóttur hans (konu Aleksei Adzhubei, rit- stjóra Izvestia), ólátast við ána eða meðal blómabeðanna og gosbrunnanna í garðinum. Og svo er lítig sumarhús vig ána. Yngsta dóttir Krustjoffs, Yelena, sem er 24 ára að aldri. sonur hans Sergei, 28 ára gam- H all verkfræðingur, og kona H hans, voru einnig tíðir gestir @ á heimilinu. Krustjoff átti einn | Framhaltí 1 13 síðu J? T í M I N N, sunnudagurinn 25. ágúst 1963. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.