Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER uðborg Austurríkis-Ungverjalands ihafði Vínarborg lengi verið sam- göngumiðstöð og viðskiptamiðstöð fyrir Mið- og Suðauslur-Uvrópu. Nú var þessi taugamiðstöð fallin í 'hendur Þjóðverja. Mikilvægast var eflaust fyrir Hiller, að komast að raun um, að ihvorki Bretland né Frakkland myndu lyfta svo mikið s«m litla fingri til þess að stöðva hann. Ohamberlain hafði ávarpað neðri deildina 14. marz og talað um það, sem Hitler var búiná að gera í Austurríki, og þýzlca sendiráðið í London byrjaði að senda heila röð mikilvægra símskeyta til Berlín um það, hvernig viðræðurnar sner ust. Hitler hafði ekki mikið að ótt ast. „Staðreyndin er sú“, sagði Chamberlain, „að ekkert hefði get að komið í veg fyrir það, sem í raun og veru gerðist (í Austurríki) — nema því aðeins að þetta land og önnur lönd hefðu verið reiðu- búin að beita valdi“. Hitler varð .Ijóst, að brezka for- sætisráðherranum var ekki aðeins á móti skapi að beita valdi, held ur einnig að taka þátt i samvinnu við önnur stórveldi um að stöðva framsókn Þýzkalands í framtið- inni. Sovétstjórnin hafði stungið upp á því 17. marz, að fram færi ráðstefna ríkjanna innan eða ut- an Þjóðabandalagsins, þar sem ræða skyldi möguleikana á því að komið yrði í veg fyrir frekari árás ir af hálfu Þjóðverja. Chamber- lain tók þessu kuldalega, og 23. marz hafnaði hann opinberlega í ræðu í neðri mólstofunni tillög- unni um ráðstefnuna. „Hinar óhjá kvæmilegu afleiðingar slíkra að- gerða“, sagð'i hann, „myndu vera að koma af stað flokkasamdrætti milli þjóðanna, sem hlýtur að vera . . . skaðlegur friðarhorfunum í Evrópu“. Auðsjáanlega leit hann ekki alvarlegum augum eða lét hjá líða að athuga Róm-Berlín öxul inn eða þríveldasáttmálann milli Þýzkalands, ítalíu og Japans. í sömu ræðu rilkýnnti Chamber- lain ákvörðun stjórnar sinnar, en sú ákvörðun hlýtur að hafa fallið Hitler enn þá betur í geð. Hann hafnaði afdráttarlaust uppástung- um um, að Bretland skyldi lofa að koma Tékkóslóvakíu til hjálp- ar, ef til þess kæmi að á hana yrði ráðizt og sömuleiðis, að Bret- l'and skyldi styðja Frakkland, ef Frakkland yrði að standa við skuldbindingar sínar um að veita Tékkum aðstoð samkvæmt Fransk- tékkneska sáttmálanum. Þessi af- dráttarlausa yfirlýsing dró mjög svo úr áhyggjum Hitlers. Hann vissi nú, að Bretland myndi einnig standa hjá, þegar hann réðist á næsta fórnarlamb sitt. Ef Bretar ■gerðu ekkert, myndu Frakkar þá gera slí'kt hið sama? Eins og fram kemur í leyniskjölum hans frá næstu mánuðum, var hann viss ^ um að svo myndi verða. Og hann vissi einnig, að samkvæmt skd- yrðum rússnesku samninganna við Frakkland og Tékkóslóvakíu, voru Sovétríkin ekki skyl'dug til þess að koma Tókkum til aðstoðar nema því aðetos, að Frakkar hefðu stigið fyrsta skrefið i átt til aðstoðar. Þessi vitneskja var allt, sem hann þurfti á að halda til þess að gera honum fært að hefj- ast handa um framkvæmd áætlana sinna. Hitler gat dregið Þá ályktun af hinni velheppnuðu sameiningu, að ófúsir hershöfðingjar myndu ekki lengur standa í vegi fyrir honum. Ef hann var í einhverjum vafa um þetta atriði, þá hvarf sá vafi í sambandi við Fritsch-málið. Eins og þegar hefur verið frá s'kýrt voru réttarhöldin í máli von Fritsch hershöfðingja, sem fara áttu fram fyrir herrétti, stöðvuð þegar á fyrsta degi, 10. marz, þeg- ar Göring marskálkur og yfirmenn landhers og flota voru kallaðir saman af Hitler tti þess að fjalla um mikilvægari málefni f sam- bandi við Austurríki. Réttarhöldin hófust að nýju 17. marz, en vegna þess sem gerzt hafði í millitíðinni, gat ekki hjá því farið, að þau féllu heldur en risu. Fáum vikum áð- ur höfðu eldri hershöfðingjarnir trúað því fastlega, að þegar her- rétturinn ljóstraði upp hinum ótrúlegu vélabrögðum Himmlers og Heydrich gegn Fritseh, þá myndi hinn fallni yfirmaður þeirra ekki aðeins fá aftur stöðu sína innan landherstas, heldur myndu S.S., jafnvel Þriðja ríkið og ef tti vill Adolf Hitler sjálfur, riða til falls. Fánýt og innantóm von það! Hitler hafði eins og þegar hefur komið fram, eyðilagt draum gömlu liðsforingjasveitarinnar 4. febrú- ar með því að taka sjólfur að sér yfirstjórn herjanna og víkja Fritseh frá og sömuleiðis flestum æðstu hershöfðingjunum, sem stóðu umhverfis hann. Nú hafði 'hann sigrað Austurríki án þess svo mikið sem einu skoti hefði verið hleypt af. Eftir þennan undraverða sigur voru það ekki margir í Þýzkalandi, sem höfðu von um, að von Fritsch hershöfð- ingja yrði bjargað, ekki einu sinni gömlu hershöfðingjarnir. Satt var það, að það gekk fljótt að hreinsa hann af öllum áburði. Eftir nokkur gífuryrði af vörum Görings, sem ekki gat komið fram sem réttlátur dómari, féll Schmidt fjárkúgarinn saman og játaði, að Gestapo hefði hótað að drepa hann nema því aðeins að hann bendlaði von Fritsch hershöfðingja við mál'ið — hótun, sem reyndar átti eftir að verða framkvæmd nokkrum dögum síðar — og hann játaði einnig, að það, hversu lík nöfn Fritsch og Rittmeister von Frisch voru, sem hann hafði þar að auki kúgað fé út úr vegna kyn- villu, hefði leitt tti þessa samsær- is. Hvorki Fritsch né landherinn gerðu hina allra minnstu tilraun til þess að fletta ofan af hinu raun verulega hlutverki Gestapo, né persónulegri sekt þeirra Himmlers og Heydrich í því að sjóða saman þessar föl'sku ákærur. Annan dag- inn, 18. marz, lauk réttarhöldun- um með úrskurðinum: „Reyndist ekki sekur um það, sem hann var ákærður fyrir og því sýknaður“. Þetta var persónuleg sakarupp- gjöf fyrir von Fritsch hershöfð- 163 ingja, en það varð þó ekki til þess að honum yrði aftur veitt embætti sitt, né hlaut landherinn aftur fyrra sjálfstæði sitt í Þriðja rík- inu. Þar sem réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum, vissi al- menningur ekkert um það, sem þarna átti sér stað né um hvað var fjallað. Hitler sendi Fritsch skeyti 25. marz, þar sem hann ósk aði honum til hamingju með „það að hafa fengið heilsuna aftur'. Það var allt og sumt. Hershöfðinginn, sem settur hafði verið af, og færzt hafði und an að bera fram ásakanir á Himm- ler í réttinum, greip nú til mjög svo örlagaríkra aðgerða. Hann skoraði yfirmann Gestapo til ein- vígis. Áskorunin, sem var í alla staði í samræmi við aldagamlar venjur hersins, var gerð af Beck hershöfðingja sjálfum og var af- hent Rundstedt hershöfðingja sem gömlum hershöfðingja innan land hersins og hann látinn flytja hana til yfirmanns S.S. En Rundstedt missti kjarkinn, og bar áskorun. ina vikum saman í vasanum og gleymdi henni að l'okum. Von Fritsch hershöfðingi og •>Ut það, sem hann í reyndinmi stóð fyrir, hvarf brátt úr lífi Þjóðverja. En hvað var það, sem hann í raun og veru stóð fyrir í lokin? í des- ember skrifaði hann bréf til vin- konu sinnar, Margot von Sehutz- bar barónessu, og þar kom fram öll sú raunalega ringulreið, sem hann og svo margir hinna hers- höflingjanna höfðu fallið út í. — Það er vissulega undravert, að svo margir skuli líta á framtíð- ina með auknum ótta, þrátt fyrir óumdetianlega sigra foringjans á síðustu árum . . . Stuttu eftir styrjöldina komst ég að þeirri niðurstöðu, að við yrðum að bera sigur úr býtum í þremur HJÚKRUNARKONA í vanda Maysie Greig 4 ' * “ En hún snarþagnaði. Gati hafði oft verið frökk og opinská í tali, þegar hún var barn, talað um héfnd, og hún hafði alltaf óttázt, að einn góðan veðurdag kæmist Gail kannski að því, hver svikar- inn hefði verið. Gail gekk inn í herbergið og lagði höndina blíðlega um axlir frænku sinnar. — Hafðu engar áhyggjur, frænka mín. Þetta er starf. Dr. Raeburn hefur fengið stöðu við Malcolm Henderson Le- stofnunina í Hong Kong og hefur verið beðinn að taka með sér fá- '-Tn'ennt starfslið. Hann ætlar að taka Bobby, Mildred og m'g- Er það ekki stórkostlegt? En ungfrú Stewart lé'. sér íátt urn finnast, Og andlit hennar var , guggíð og veiklulegt. Kannski vegna þess að hún 'vissi, að hún myndi sakna vináttu og umhyggju- serni Gail. Kannsld var ástæðan líka önnur. En hver svo sem ástæð'an var, þij sagði hún nú aðeins: — Þess1 Mildred! Hún stakk nálinni gegn- um efnið og bætti við: — Eg skal ábyrgjast, að hún er glöð. Eg skal vera viss um að hún hefði ærzt, hefði hún verið skilin eftir Gati hló. Það var gleðihlátur. — Veslings Mildred, ég veit að hún er með doktorinn á heilanum. Er. mér er sagt, að í *Hong Kong séu ungir menn á giftingaraldri í þúsundatali. Kannski finnur hún sér einhvern þar sem hún getur varpað áhuga sínum á. — Eg er viss um, að hún er ekki ánægð yfir því að þú ferð, sa'gði frænka hennar. Gati sparkaði af sér skóiium og hló aftur. — Eg skal játa, að það er bersýnilegt. Hún er einn af mín tim djöflum. Hver hefur sinn djöf- ul að draga, ekki satt, frænka? Það væri áreiðanlega ekki sérlega skemmtilegt að Þfa, ef allir væru blíðir og góðir við mann. Og kannski breytist hún, þegar austur kemur. Hún lifir þar ólíku lífi og hér og fær kannski önnur áhuga- mál. y — Þú meinar annað áhugamál en dr. Raeburn. Gail brosti. — Veslings doktor- inn. Eg held, að hann yrði ekki sérlega hýr, ef hann vissi, hvern hug Mildred ber tti hans. Og hún myndi ekki fara með til Hong Iíong með okkur, það er áreiðan- legt. Eg keypti kaldan kjúkling á heimleiðinni og nú höfum við veizlu í tilefni dagsins og síðan ætla ég að skrifa Jean frænku. Eg veit, að hún verður mjög glöð að fá að koma og vera hjá þér meðan ég er í burtu. Það verður að minnsta kosti ttibreyting fyrir hana. Frænka hennar sagði dapur- lega; — Það verður ekki hið sama og að hafa þig hjá mér, elsku síúlkan mín. — E^n ég verð ekki lengi. Hún sagði frænku sinni ekki, að Grant Raeburn hefði tekið af henni lof- orð um að hún giftist ekki næstu tvö árin meðan hún ynni hjá hon- úm Það var kannski einkenntiegt að krefja stúlku um slíkt heit, en hún skildi hann. Starfið krafðist sérþjálfunar og þekkingar. Og því skyldi Grant eyða miklum tíma I að kenna henni og þjálfa hana, ef hún síykki svo burtu i miðjum klíðum. En þrátt fyrir það veit ég, að hefði einhver annar heimt- að þetta af mér, hefði ég neitað, sagði hún við sjálfa sig Bobby Gordon fylgdi henni heim kvöldið eftir. Hann gerði það oft og stoppaði þá góða stund og snæddi með þeim kvöldverð. Helen frænku gazt einkar vel að honum. Hann kom henni oft til að hlæja. Hann var einslaklega við felldinn og skemmtilegur ungur maður. Hann aðstoðaði þær alltaf við matargerðina og hjálpaði til við uppþvottinn á eftir, og lét eins og. hann væri heima hjá sér í litlu íbúðinni þeirra. Hún vissi, að hann var ástfanginn af Gail og hún hafði samúð mgð honum, þar eð hana grunaði að Gail myndi aldrei geta litið á hann nema sem góðan félaga og kæran vin. Stundum hafði hún nokkrar áhyggjur af því, hvað Gail sýndi lítinn áhuga á karlmönnum. Húrt var svo lagleg og indæl stúlka, að frænku hennar fannst eitthvað bogið við þetta. Henni fannst, að öllum karlmönnum hlyti að lítast vel á Gati. Hafði Gati kannski ein- hvern sérstakan í huga? Ungfrú Stewart óttaðist að svo væri og hún óttaðist það meira vegna þess, að hún hélt sig vjta, hver maður- inn væri. Mundi sá maður, sem hún hafði í huga, nokkru sinni Ilta á Gail sem annað en hjúkrunar- konu sína? Hún hafði aðeins hitt Grant Raeburn tvisvar sinnum. Hann var sérstaklega myndarleg- ur, en henni fannst hann hlédræg- ur og ógeðfelldur. Hún efaðist um að hann hirti hætishót um kven- fólk. Mundi hann sjá Gail í öðru ljósi? Mundi hann koma auga á Gati sem konu, þegar þau væru komin til Hong Kong? Veslings Gail, hugsaði hún, en svo datt henni í hug að hún hefði alltaf heyrt, að það væri óskap- lega mikið af karlmönnum í Hong Kong, og þá hýrnaði ögn yfir henni. Ef til vill' kynntist Gati þar einhverjum öðrum manni, sem hún yrði hrifin af. Mtidred og Gati voru alltaf mjög vinsamlegar hvor viö aðra en upp gerðarvinátta þeirra blekkti eng- an. Allra sízt þær sjálfar. Hvor um sig vissi að jhin var brifin af dr, Raebum og báðar vorkennd,u binni og einkum sjálfuxn sér. En ihvað Gail snerti, þá var hrifning Ihenn- ar á dr. Raebum í ætt við hetju- dýrkun og algerlega átti óskylt við líkamlega Ihrifningu. Hún Ihafði aldrei hugsað um Grant 6em elsk- huga sinn. Sú ttihugsuni var blátt áfram ekki til. En hjá Mtidred kom sú hugsun ekki aðeins tii greina, heldur hugsaði hún um hana sí og æ. Þegar hann las T í M I N N, sunrtudagurinn 25. ágúst 1963, - 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.