Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 15
15. LANDSÞING KVENFtLAGASAM BANDS ISLANDS 15. LANDSÞING Kvenfélagasam bands íslands var haldið í Reykja- vík dagana 24.—27. júní s. 1., og sátu það 42 fulltrúar frá öllum héraðssamböndum, auk stjómar- kvenna, sem ekki voru fulltrúar og aðalritstjóra „Húsfreyjunnar", — blaðs sambandsins. Þingið var haldið í Iðnó, uppi. Viðstödd setningu þingsins var forsetafrú, Dóra Þórhallsdóttir. — Frédikun flutti sr. Óskar J. Þor- láksson og forseti sambandsins, Rannveig Þorsteinsdóttir, hrl., fiutti ávarp og setti þingið. Þingforsetar voru kjömir þær Rannveig Þorsteinsdóttir og Að- albjörg Sigurðardóttir. Helztu mál þingsins voru: 1. Starfsemi Kvenfélagasam- bands fslands, ráðunautamál og blað sambandsins, „Húsfreyjan“. Rannveig Þorsteinsdóttir gaf skýrslu um störf sambandsins á siðastliðnum tveim ánim. Félags- konur innan sambandsins voru hinn 1. janúar 1961 14.183, en hinn 1. janúar 1963 voru þær 14.265 og hafði því aðeins fjölgað í sam- bandinu. Héraðssamböndin eru 18 og voru félög innan þeirra hinn 1. janúar 1961 216, en hinn 1. janú ar 1963 218, Höfðu 4 félög hætt starfsemi sinni á tímabilinu, en 6 r,ý komið í staðinn, þannig að fé- lagsdeildunum fjölgaði um tvær. Árið 1961—1962 hafði Kvenfé- lagasamband íslands engan ráðu- naut í þjónustu sinni vegna þess að enga konu var hægt að fá til starf- ans. Beitti sambandið sér þá fyrir því að fá sérmenntaðar konur til þess að flytja erindi hjá kvenfélög- um í Reykjavík og nágrenni og urðu það allmargir fyrirlestrar. Starfsárið 1962—1963 hafði kven- félagasambandið saumakennara, sem kenndi fatasaum og lét hún nemendur sína sníða sjálfar og laga fötin til, Saumakennarinn, Ólína Jónsoóttir, kenndi allmikið hjá fjórum héraðssamböndum. Það er mikið áhugamál kvenfé- laganna, að jafnframt því, sem kvenfélagasambandið sjálft hafi færum ráðunautum á að skipa til þess að senda út til félaganna, þá fái félögin einnig aðstoð til nám- skeiðahalds og fræðslustarfsemi heima fyrir Þess vegna var það mikið' fagnaðarefni, að' hv. Alþingi veitti á fjárlögum ársins 1963 kr. 100.000.00 til héraðsráðunauta- starfs meðal héraðssambanda kven lélaganna. Er ákveðið, að þessu fé verði skipt niður á samböndin í hlutfalli við fræðslustarf þeirra. Blað sambandsins, „Húsfreyj- sn“, kemur út ársfjórðungslega og er nú byrjaður 14. árg. þess. Rit- ið er með svipuðu sniði og næstu ár á uudan, en þó með nokkrum nýjungum. Allur útgáfukostnaður hefur hækkað stórkostlega, og varð ekki hjá því komiES, að hækka áskriftagjald ritsins nú ný- verið. Fulltúar voru sammála um það, að „Húsfreyjan" væri af- bragðsrit, og mjög margt í henni, sem heimilin og húsmæður varðar. 2. Skýrsla starfsnefndar K. í. Á formannafundi 1. júní 1962 var samþykkt að kjósa nefnd til þess að gera áætlanir um fram- íiðarstarf Kvenfélagasambands ís- lands. í nefndinni áttu sæti: Aðal- björg Sigurðardóttir Reykjavík, er var formaður nefndarinnar, Hall- uóra Guðmundsdóttir, Miðnesi, Grímsnesi; Helga Magnúsdóttir, Blikastöðum, Mosfellssveit; Stein- unn Ingimundardóttir, skólastjóri Húsmæðraskólans að Varmalandi, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Islands, Reykjavík. Nefndin lagði fram eftirfarandi tillögu, er þingið samþykkti ó- breyttar: 1. Skrifstofa K.í. skal, jafnframt því, að annast almenn skrifstofu- störf, hafa á hendi fræðslu- og upplýsingastarfsemi fyrir húsmæð ur. 2. Stjórn K. í. ráði-í því augna- miði fastan starfsmann, er ann- ist, ásamt skrifstofustörfum, upp- lysingaþjónustu og fræðslustarf. — Leitað sé tii sérfræðinga um hin ýmsu málefni heimilanna, eftir því, sem með þarf og efnahagur leyfir. 3. Aflað verði sérfræðibóka, tíma rita og blaða til notkunar og úr- vinnslu fyrrr starfsmenn K.Í., svo að jafnan séu fyrir hendi nýjustu niðurstöður rannsókna og athug- ana, sem unnar eru í þágu heimil- anna á erlendum stofnunum og heima fyrir. 4. Unnið sé að því að koma þeirri þekkingu og annarri tímabærri til almennings í gegnum blað K. í. „Húsfreyjuna", útvarp, almenna upplýsingaþjónustu útgáfu smárita og bæklinga eða handbóka fyrir husmæður eftir því, sem mögu- legt er, og með því að útvega sambandsfélögunum þá kennara og fyrirlesara, sem þau óska eftir og tök eru á að fá, enda beri þá kvenfélögin sjálf kostnað af þess- ar> starfsemi. 5. Rannsóknarmiðstöð fyrir mál efnj heimilanna er nauðsynleg. — Sýnist eðlilegast að setja hana í samband við rannsóknastofnun rík isíns i þágu atvinnuveganna. Þing- ið leggur því til að fela stjórn K.í. að vinna að þvi að bætt sé inn í frumvarpið um rannsóknir í þágu atvinnuveganna frá síðasta alþingi, og ekki vai afgreitt á því þingi, NORSKA STJÓRNIN Framhala af 16. síð'u. um í Noregi samsteypustjórn borg araflokkanna fjögurra, og er þá lokið 28 ára stjórnarferli jafnað- armanna, en það er almenn skoð- un, að hin nýja stjórn verði ekki langlíf. Foringi Sósíalistts'ka þjóðar- flokksins, sem á tvo menn á þingi, hefur lýst því yfir, að vantraust verði borið fram gegn nýju stjórn inni þegar í stað, en ekki er vitað, hvort jafnaðarmenn styðja slíka tdlögu, þar sem þeir hafa lýst því yfir, að hinni nýju stjóm verði að gefa heiðarlegt tækifæri. í hinni nýju borgaralegu stjórn, sem verður útnefnd á þriðjudag- inn, eiga sæti fimm ráðherrar úr Hægriflokknum, fjórir úr Mið- flokknum, þrír frá Kristilega þjóð arflokknum og þrir frá Vinstri- fl'okknum. John Lyng, sem verður forsætis- ráðherra hinnar nýju borgaralegu stjórnar, er 58 ára að aldri. Hann varð stúdent árið 1923, lauk laga- prófi 1927 og gerðist málflutnings maður sama ár. Hann stundaði dómstörf árin 1928—1930, en las árið eftir ríkisrétt í Kaupmanna- höfn og Hei'delberg. Hann rak sjálfstæða lögfræðiskrifstofu árin 1932—1942. Frá 1950 hefur hann verið með- limur miðstjórnar Hægriflokksins og árið 1958 varð hann formaður þingflokksins. Hann tók fyrst sæti á þingi árið 1954. TGGARAR Framhald af l. síðu. uppfy'Ja. Oft á tíðum láta útgerð ir gera meira, en uppfylla þessar kröfur, og vill það þá oft koma þeim til góða, þegar næsta skoð- un fer fram. Þeir, sem láta sér nægja algert lágmark, geta hins- vegar búizt við því, að næsta skoðun geti orðið þeim býsna þung i skauti. pannig má búast við því, að sextán ára flokkunarvlðgerðin verði ýmsum útgerðarmönnum þung , skauti. Búast má við því, að verst verði þeir úti, sem hafa látið skip sín liggja undanfarið,, þar eð < þeim er vitanlega ýmis- legt úr lagi gengið, sem hefði verið haldið við, ef skipin hefðu verið að veiðum. Þó bar mönnum saman um að ekkí myndu útgerð armenn leggja skipum sinum hennar vegna, þótt einstaka und antekningar kunni þar að verða. Vitanlega hefur útgerð þessara skipa gengið upp og ofan, Þess má geta, að tveir fyrstu nýsköp- unartogararnir voru Ingólfur Arnarson og Kaldbakur. í reikn ingum Bæjarútgerðar Reykjavik. ur kemur í ljós, að útgerð Ingólfs hefur gengið langbezt af öllum togurum hennar og Kaldbakur hefur alla tíð verið og er enn mikið afla. og happaskip akvæði um rannsóknarstofnun heimilanna 6. Starfsemi ráðunautanna skal tengja þessu starfi. Skrifstofa K.I. verður þá miðstöð ráðunautaþjón ustunnar ráðunautarnir hafa þar aðgang að fræðiritum, skipuleggja störf sín, halda fundi og námskeið, sem komið er á fyrir milligöngu skrifstotunnar. SEINNI HLUTI BIRTIST Á ÞRIDJUDAG úrðsending frá H.Þ.L. Húsmæðrnskóli Þingeyinga að Laugum verður seftur sunnudaginn 22 september. Nemendur mæti daginn áður. Enn aeta nokkrir nemendur fengið skólavist. — Símstöð: Breiðamýri. Halldóra Sigurjónsdóttir, skólastjóri. LANGANES Framhald af 16. síðu. Þar til stórvirk framleiðslutæki k.omu til sögunnar var nýrækt á Langanesi erfiðleikum háð, segir Sigurður, en með tilkomu skurð- grafanna hefur viðhorfið breytzt, og segir Sigurður Pálma land- græðslustjóra telja þar nægt land til framræslu. Tvennt er það einkum, sem brjáð hefur Langnesinga í seinni tíð, að sögn Sigurðar. Það eru vorharðindin 1954 og garnaveiki, sem herjar mjög illilega á bænd- ur á fyrstu árum sjötta áratugs aldarinnar. Telur Sigurður bænd ur ekki enn hafa náð sér eftir þau áföll. Bændur á Langanesi eru sauð- fjárbændur, en nú er verið að byggja mjólkurstög á Þórshöfn. — Til þess að unnt sé ag hefja veru- lega mjólkurframleiðslu, til við- bótar sauðfjárbúskapnum, þarf að auka mjög ræktun og er m. a. í athuguu hjá Landnámi ríkisins oð stofna nýbýli í grennd vig þjóð- veginn á miðnesinu og innanverðu nesinu, að sögn Sigurðar. JOHNSON Framhald af 16. síðu Keflavíkurflugvelli og fylgja þeim til Bessastaða í heimsókn td for- seta íslands, herra Ásgeirs Ás- geirssonar. Síðan heimsækir vara- forsetinn ríkisstjórnina í Stjórn- arráðshúsið Varaforsetinn og fylgdarlið hans mun skoða Reykjavík fyrir hádegi, en um ei'tirmaðdaginn fer hann til Þingvalla. Kl. 17,15 heldur vara- forsetinn ræðu í Háskólabíó. Forseti íslands heldur hádegis- rerð í Hótei Sögu til heiðurs vara fcrseta Bandaríkjanna og forsæt- isráðherra Ólafui Thors kvöldverð arboð að -Hótel Borg. Varaforsetinn og fylgdarlig hans mun gista á Hótel Sögu og fara frá Reykjavík að morgni þrið'ju- dags 17 .september. Heimsókn Lyndon B. Johnsons, varaforseia Bandaríkjanna, er lið ur í opinberri heimsókn til Norð- urlanda, en hingað kemur hann frá Danmórku. SÍMINN Framhald af 1. síðu. verður tekin í notkun 31. ágúst. Stækkun Reykjavífeurstöðvar- innar verður lokið um leig og sjálfvirkastöðin í Kópavogi verð ur opnuð. Sfmar í Kópavogi hafa til þessa verið tengdir Reykja- víkurstöðinni, en við breyting- una losna um 1000 númer í Kópavogi, sem koma til afnota í Reykjavík. Samtals bætast þá við í Reykjavík um 2000 númer, en stöðin í Kópavogi verður með jafnmörg númer: Rýmir alls 5000 númer. 12—13 hundruð númer verða tekin inn strax, og 100— 200 í viðbót fyrir áramót, en þau eru nú á biðlista. Þegar fram- kvæmdunum í Hafnarfirði, Kópa vogi og Reykjavík er lokið, verð ur fljótl'ega hægt að afgreiða fyrirliggjandi umsóknir um síma á þessum stöðum. Nýja símaskrá- in kemur út í lok októ'bermán- aðar. LEIÐABÆKUR Framhaló aí 16. síðu. broti og þægilegir í vöfum. í þeim eru stuttorðar lýsingar á því helzta, sem fyrir augu ber, og eru nöfn helztu kennileita ritug feitu letri út á spássíuna, Björn Þorsteinsson sagn- fræðiingur hefur samið þessar leiðalýsingar fyrir Ferðaskrif- stofuna, en enska þýðingin er gerg af Peter Kidson, sem dval- izt hefur lengi hérlendis og er vel að sér í báðum þessum tungumálum. Fleiri hafa lagt hönd að verki. Bæklingurinn, sem næst kem ur út, er lýsmg á leiðinni Ak- ureyri — Goðafoss — Mývatn — Dettifoss — Ásbyrgi — Tjör nes — Húsavík — Akureyri. • Hann kemur væntanl'ega út í byrjun næsta árs. Næsta verk- efni er Reykjanes, Krýsuvík og Hveragerði, og að því loknu er gert ráð fyrir að gera lýs- ingu á leiðinni austur á Síðu. Verður reynt að koma þeim bæklingum út á næsta ári. Bæklingarnir kosta frá 25 og upp í 50 kr. eftir stærð. Jarðarför konunnar minnar og móður Gyðu Daníelsdóttur fer fram miðvikudaginn 28. ágúst kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Þorsteinn Ásgeirsson Nanna Þorsteinsdóttir innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður, Margríms Gíslasonar fyrrv. lögregluþjóns. Guðlaug Guðmundsdóttir, Guðrún Margrimsdóttir, Haraldur Þ. Jóhannesson. Útför " Magnúsar Björnssonar, ríkisbókara verður g|örð frá Dómkirkjunnl, þrlðjudaglnn 27. ágúst kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. Elin Björnsdóttir, Vilborg Biörnsdóttir. Innilegar þákkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ástu Gunnarsdóttur Gunnarshúsi, Eyrarbakka. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnds asmúð við fráfalf og útför mannslns míns Einars GuSbrandssonar, Hliðardal. Fyrir mína hönd, dóttur okkar og annarra aðstandenda. Sigríður Halldórsdóttir Hugheilar þakkir til allra fjær og nær, sem sýndu o1'1'-- hiálp og vináttu við andlát og jarðarför Guðmundar Þórðarsonar frá Rauðnefsstöðum. Jósefína Njálsdóttlr, börn og tengdabörn T í M t N N, sunnudagurinn 2S. ágúst 1963. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.