Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.08.1963, Blaðsíða 9
 SUNNUDAGINN 4. ágúst S. 1. var afhjúpaður mlnnisvarði að Núpi í Dýrafirði af sr. Sigtryggi Guðlaugssyni, stofnanda Núps- skólans, og frú Hjaltlínu konu hans. Varðann gáfu nemendur sr. Sigtryggs og komu þeir sam- an fjölmargir að Núpi þennan dag, sumir um langan veg. — Héðan úr Reykjavík fóru um 80 manns í hóp til þess að vera viðstaddir þessa hátíðlegu athöfn og heiðra minningu sr. Sigtryggs. Alls voru þarna sam fylktu liði í Skrúð, skrúðgarð þann er sr. Sigtryggui gerði en þar var minnisvarðinn reistur. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri , formaður nefndar, nemenda sr. Sigtryggs, sem gekkst fyrir gerg varðans, af- hjúpaði varðann með ræðu þeirri er hér fylgir. Aðrir ræðu- menn voru Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld er flutti á- varp í ljóðum, Ingimar Jóhann- esson fulltrúi flutti ræðu um sr. Sigtrygg, Halldór Kristjánsson ankomnir að Núpi við þessa at- höfn um 400 manns. Lágmynd- irnar af þeim sr. Sigtryggi og frú Hjahíínu gerði Ríkharður Jónsson og voru þær greyptar á varða, sem Ríkharður teiknaði og sagði fyrir um. Hátíðin hófst með messu í Núpskirkju. Ræðuna flutti sr. Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðs- vörður, fyrrverandi prestur að Núpi, en Stefán M. Lárusson, sóknarprestur þjónaði fyrir alt- ari. Að lokinni messu var gengið bóndi á Kirkjubóli minntist frú Hjaltlínu og núverandi skóla- stjóri að Núpi, Arngrímur Jóns- son flutti kveðjuorð. Blandaður kór gamalla Núpverja í Reykja- vík og kirkjukórinn Hljómhvöt í Dýrafirði sungu sameiginlega ljóð og lög eftir séra Sigtrygg á milli atriða, undir stjórn Krist- jáns Sigtryggssonar. í kirkj- unni sungu sömu kórar undir stjórn Hauks Kristinssonar að Núpi o& Gunnlaugur Jónsson frá ísafirði söng einsöng með undirleik Jónasar Tómassonar söngstjóra. Að hátíðinni lokinni bauð skólastjórinn gestunum til kaffidrykkju í skólanum og voru þar margar ræður fluttar. Meðal annarra talaði frú Hjalt- lína og þakkaði þá tryggð og vináttu er gamlir nemendur sr. Sigtryggs hefðu sýnt honum með þessari virðulegu gjöf. Hér fer þá á eftir ávarp Guð- laugs Rósinkranz þjióðleikhús- stjóra: Til minningar um stórbrof- inn anda og merkiiegt verk „Heiðruðu áheyrendur! Hingað erum vér komnir í dag fjölmargir nemendur séra Sig- tryggs Guðlaugssonar, til þess að afhenda minnisvarða er vér höfum látið gera, í tilefni af 100 ára afmæli sr. Sigtryggs, af honum og konu hans frú Hjaltlíau Guðjónsdóttur, þeim til heiðurs og til minningar um mikið og merkilegt starf þeirra hér á þessum stað, starf, sem árangur hefur borið langt út yfir endimörk þess staðar, er vér nú stöndum á. Hugmyndin um gerð þessa minnisvarða, sem brátt verður nú afhjúpaður, og sem vér höf- um fengið hinn ágæta lista- mann, Ríkharð Jónsson til þess að gera, er ekki hugmynd neins eins af nemendum séra Sig- tryggs. Það kom í ljós þegar farið var að undirbúa fram- kvæmd um gerð þessa mirmis- varða, að svo til ailir höfðu í rauninni hugsað að sjálfsagt væri að gera minnismerki um séra Sigtrygg og starf hans. Það var því aðeins að framkvæma þennan almenna vilja, og það hefur nú verið gert. Hver er ástæðan til þessa saro stæða vilja nemenda séra Sig- tryggs. myndi, ef til vill einhver spyrja. Jú, ástæðan til þess er hið mikla og merka menningar- starf er hann vann og svo hinn óvenjulega sterki persónuleiki hans. Séra Sigtryggur var braut ryðjandi á svlðl menntunar og ræktunar. Hann ræktaði jöfnum höndum manngildið í skóla sín- um og fagrar jurtir í skrúðgarði sínum. Eins og gildir um alla brautryðjendur hafði séra Sig- tryggur mjög sterkan persónu- leika, var að mörgu leyti sér- stæður, eins og jafnan er með brautryðjendur, vegna þess að þeir eru á undan samtíð sinni, og verða því minnisstæðir og á- hrifaríkir. Hver af nemendum hans minnist hans ekki er hann ræddi við þá um fegurð og varð veizlu íslenzkrar tungu, um reglusemi, um siðgæði og heið- arleik, um gildi sannsögli og tryggðar; og af hve miklum eld móði ræddi hann ekki um þessi mál, einkum ef hann hafði orð- ið þess var að misbrestur væri á 1 þessum efnum hjá nemendum hans. Þá lagði hann sig allan fram um að sýna fram á þá hættu sem fælist í þeim göllum er í ljós höfðu komið og leiða nemendur sína jafnframt á rétta braut. Hann var ræktunar maður í þess orðs beztu og víð- tækustu merkingu. Illgresið, — hvort sem það óx upp við hlið mannssálarinnar, sem hann var að rækta, eða umkringdi skraut blómin í garðinum hans, þurfti fyrst að rífa upp með rótum og veita jurtinni síðan þá næringu og þann yl, sem hún þarfnaðist til þess að verða stór, falleg og nytsöm, hvort sem væri á sviði mannlífsins eða í ríki jurtanna. Séra Sigtryggur trúði á ís- lenzkt manngildi og á íslenzka mold. Hann stofnaði Núpsskól- ann í anda Grundtvlgs 1907, til þess að rækta þann unga efni- við æskunnar er hann náði til. Frá skóla hans fóru flestir, ekki aðeins með meiri kunnáttu en þeir komu, heldur og sem betri menn ,eða að minnsta kosti með meiri innsýn í viðfangsefni og fegurð mannlífsins. Með ræktun Skrúðs, er hann hóf 1909, vildi séra Sigtryggur sýna hvað hægt væri að rækta í íslenzkrl mold, jafnvel á hin- um hrjóstrugustu stöðum, með kunnáttu og umönnun. Honum tókst að sýna það. Hér stend- ur Skrúður í allri sinni fegurð, eins og séra Sigtryggi, með hjálp konu sinnar, frú Hjalt- línu ,tókst að gera hann. Áhrifa frá Skrúð og ræktunarstarfi sr. Sigtryggs hefur lengi gætt um alla Vestfirði, því hvergi mun jafnsnemma hafa orðið algengt að rækta skrúðgarða við sveita- bæi og hér á Vestfjörðum. Það voru bein áhrif frá Skrúð. Og nú er ræktun trjáa nær því orðin átrúnaður um land allt. Að hve miklu leyti hinn mikli trjá- ræktarhugur landsmanna á rót sína að rekja til séra Sigtryggs og Skrúðs, verður að sjálfsögðu ekkert fullyrt. En það blandast engum nemenda hans hugur um að séra Sigtryggur átti rík- an þátt í að vekja áhuga þeirra fyrir öflun meiri menntunar og til jákvæðrar innstilllngar til framfara og menningar í land- inu. Hann bar föðurlega um- hyggju fyrir nemendum sínum og gerði það sem í hans valdi stóg til þess að efla manndáð þeirra, vekja traust þeirra á landið og trú á gildi og fegurð mannlífsins. Fyrir þessa hand- leiðslu hans, sem í senn var per- sónuleg, áhrifarík og eftirminni leg, þökkum vér nemendur hans og færum hér með skóla hans, Núpsskólanum að gjöf og til varðveizlu, þann minnisvarða, er hér stendur, til minningar um stórbrotinn anda og merki- legt verk./Megi það verða öldn- um og óþórnum hvatning til nýrra dáða!“ T f M I N N, sunnudagurlnn 25. ágúst 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.