Tíminn - 26.09.1963, Qupperneq 6
Véiarnar ( SR '46 á Siglufirði.
NYJAR
KÖST SÍLDARVER
Gufflaugur Hjörl'eifsson, for-
stjóri Landssmiðjunnar boðaði
fréttamenn útvarps og blaða á
fund sinn, að Hótel Hvanneyri
6. þ.m.
Greindi hann þar frá vélum
(mjölskilvindum), sem Lands-
smiðjan hefur söluumboð fyrir,
vélar þessar eru sænskar frá
Alfa-Laval verksmiðjunum. Vél
ar þessar hafa verig settar upp
í 9 síldarverksmiðjur hér á
landi með samt. 21 vél. Tvö ár
eru liðin síðan fyrsta vél'in af
þessari gerð var set't í síldar-
verksmiðju hér á landi.
S.l. vor voru settar upp 6
vélar af þessari gerð í S.R. 46
á Siglufirði og einnig 2 vélar í
S.R. Raufarhöfn. Á Raufarhöfn
hafa vélar þessar reynzt vel,
og sama má segja um vélarnar
á Siglufirði, þótt minni reynsla
hafi fengizt þar vegna hráefnis-
skorts.
Vélar þessar koma í staðinn
fyrir hristisíur. Vélarnar vinna
þannig, ag pressivökvanum er
dælt inn í sívalan hólk, sem
snýst með 3000 snúninga hraða
á mínútu. Inni í þessum hólk
er skrúfa svipuð vanalegri snig-
ilskrúfu, sem snýst heldur hæg-
ar en sjál'fur hólkurinn. /Við
þennan snúningshraða þressást
mjölið í pressivökvanum út i
ytri hólkinn, og skrúfan flytur
það síðan að þurrefnisúttakinu
og síðan fer mjölið 'beint inn á
þurrkara. Vökvinn fer síðan
um úttak á hinum endanum
að skilvindum. Áður varð að
setja mjölið, sem kom frá
hristisíum aftur inn á pressur,
en eftir ag þessar skilvindur
komu til, er hægt að setja mjöl
ið beint inn á þurrkarana. Með
þessu móti fást því aukin af-
köst á pressum svo og á lýsis-
skilvindum, vegna þess að
þessar mjölskilvindur hreinsa
vökvann miklu betur en hristi-
síurnar gerðu.
Vökvinn frá pressum er yfir-
leitt með um 20% þurrefni, en
eftir að hafa farið í gegnum
Laval mjölskiljurnar er aðeins
eftir 0,5-r-l,0%. Fitumagn
mjölsins, frá Layál'-öilölákiljúÖ-'
um er svipað, og fitan í venju-
legu síldarmjöli. Rúmar 20'vél-
ar af þessari gerð eru nú í
notkun hér á Landi.
Framleiddar eru 3 stærðir,
sem henta ýmsum verksmiðju-
stærðum, allt frá 500 mála af-
köstum á sólarhring.
Vélar þessar auka afköst
pressanna og lýsisskilvindanna
að miklum mun frá því, sem
áður var. í S.R. 46 skilar hver
vél 15 til 20 þúsund lítrum af
pressuvökva á klukkustund og
12 til 15 hundruð kg. af mjöli
á sarna tíma.
Á FÖRNUM VEGI
Hvílíkar hetjur
SÚ SAGA er sögð af manni einum,
sem var allundarlegur I háttum,
a3 hann hafl beSlð stúlku eina að
taka skóflu og sagt: „Berðu nú dug-
lega I rasslnn á mér". Á þeirrl tíð
var engln skýrlng handbær á þess
ari undarlegu ósk mannsins, enda
voru ýmis vísindi ekki komin ( dags
Ijóslð, sem nú á dögum hjálpa til
við að skýra flókin fyrirbær'i. En
þar sem áður var aðeins til ein
saga, af manni, sem bað um að
hann yrði barinn, gerast slfkar sög
ur nú orðið á hverjum degi, og
þykja þvi engum tiðindum sæta
eða i frásögur færandi.
Eitt þeirra islenzku blaða, sem
unir bezt spörkum og höggum, og
vlrðlst þess albúið að biðja um
þau, falli þau ekki öðru hverju
sjálfkrafa, er Visir, sem þessa dag
ana er einna frægastur fyrir að hafa
tilkynnt, að engir nema herfræð-
ingar geti sagt tll um það, hvé
varnarliðið á að vera lengl hér á
landi. f samræmi við þá stefnu,
hneykslast blaðið á þvi i gær, að
Tíminn skyldl ekki þegja yfir auð-
særri móðgun, sem þjóðinni var
sýnd nýverið. Vísir áttl þess kost
að þegja um þetta mál, sem hefði
farið honum ólíkt betur en standa
nú upp og biðja erlenda menn að
sparka I okkur þegar þelr vilji. í
hans augum er það aðeins grát-
konusiður að hafa orð á ókurteisi,
og einu atriðl, sem Timinn minntist
á, og kannski því versta, sleppir
hann með öllu, en það voru móðg-
andi skrif um einn sendiherra okk-
ar. Þar hafði hann vit á að þegja,
en það hefur kannski verið af öðr
um ástæðum.
ÞAÐ HLÝTUR að vera afar gaman
að standa á torgum elns og Visir,
og berja sér á brjóst og segja: Sjáið
.hvað ég er mikil hetja. Ég er ekkl
að fást um það, þótt eitthvað sé
verið að sparka í okkur. Við viljum
fleirl spörk. Komið og sparkið, það
kostar ekkert; okkar er ánægjan.
En Vísistötrið gáir ekki að því,
að visindin hafa skilgreint þessa
grein hetjumennskunnar og gefið
henni nafn elns og öðrum sjúkdóm-
um. Aftur á móti vissí enginn hvað
maðurinn var að fara, sem bað
stúlkuna að taka skoflu og sagði:
„Berðu nú duglega i rassinn á
mér". Samt var sami sjúkdómurlnn
þar á ferðinni.
D.Q.
Ms.Gullfoss
fer frá Reykjavík föstudaginn 11. október n.k.
til Hamborgar og Kaupmannahafnar.
Farmiöar eru enn þá fáanlegir me8 þessari ferð.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
Blfreið til sölu
Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla er
til sýnis og sölu 6 manna Ford-bifreið, árgerð 1955.
Upplýsingar á staðnum. Tiiboð sendist Skúia
Sveinssyni, varðstjóra, fyrir 1. október n. k.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
25. september 1963.
Til sölu
Preisman Wolf vélskófla 1953, með Draglene og
Bakko útbúnaði. Vörulyftarar IV2 og 3ja tonna.
Amerískar jeppakerrur.
SÍMI 1-84-59
Frá Strætisvögnum
Reykjavíkur
Bifvélavirkjar eða lagtækir menn ós'kast.
Upplýsingar gefur Ragnar Þorgrímsson, sími 22180
Strætisvagnar Reykjavíkur
SKRÁ
yfir útsvör, fasteignagjöld og aðstöðugjöld, í Vatns
leysustrandarhreppi fyrir árið 1963, liggur frammi
mönnum til athugunar, í barnaskólanum, verzlun-
unum í Vogum, og hjá oddvita, frá 26. sept. til 10.
okt. 1963.
Kærum út af útsvörum og fasteignagjaldi ber að
senda til oddvita, en út af aðstöðugjöldum til Skatt-
stjóra Reykjanesumdæmis eigi síðar en 10. okt.
1963.
Oddviti Vatnsleysustrandarhrepps.
RÚSSA -J£PPI
yfirbyggður, í góðu standi til
sölu. Skipti á minni bíl koma
til greina. Upplýsingar í síma
23058.
T í M I N N, flmmfudaginn 26. september 1963.